föstudagur, desember 29, 2006

Köben again

Þá er maður komin heim eftir góða ferð til Íslands... gvuð hvað maður át mikið. Kvöldmaturinn í kvöld verður sushi til svona aðeins að vega upp á móti kjötáti síðustu daga. Oh ég elska sushi!

Íbúðin hins vegar er svoooo köld! Ofnarnir virka ekki eins og þeir eiga að gera þannig það er eins og að búa í kæliskápnum í Bónus. Ég svaf meira að segja með húfu í nótt. Ég er samt búin að biðja um að þetta verði lagað en allt hér í DK virkar mjög hægt. Ætli ég þurfi ekki að fara að fjárfesta í rafmagnsofni. Annars er aðeins skárra ef ég kveiki á bakarofninum og hef hann opinn.

Var að skipuleggja vinnuskemaið fyrir janúar og gvuuuuð hvað ég verð busy! Að reyna að skipuleggja vinnu á þremur stöðum er ekkert auðvelt. En við erum að tala um tvo staði á dag og ca 12-14 tíma vinnudaga. Stuð í janúar!

miðvikudagur, desember 27, 2006

SNL - Digital Short - A Special Christmas Box *Uncensored Ve

JT is da man!
Danish language

Sjúklega fyndið

þriðjudagur, desember 19, 2006

I´m leaving on a jetplane

Ísland eftir nokkra klukkutíma og þvílíkur farangur! Oh verst að þurfa að sitja í þessari fjárans flugvél svona lengi til að komast á áfangastað.... not my idea of fun.

En annars beibur ég geri ráð fyrir að ég verði með gamla íslenska númerið ef einhver vill tala við mig.... síjú leiter!

sunnudagur, desember 17, 2006

jólakonfekt

Vegna þess mér leiddist ákvað ég að hringja í liðið hér á ÖK og plata það í konfektgerð. Audda tóku allir vel í þá hugmynd og nú eru komnar þrjár tegundir af trufflum, og 4 aðrar tegundir af konfekti og tvær tegundir af karamellum. Þvílíkur dugnaður.

Annars er allt búið að vera vitlaust hér í Köben í dag... eldar, sprengjur, víkingasveitir, 300 manns handteknir, allt út af Ungdomshuset. Sírenur hljóma hér í nágrenninu nokkuð reglulega þrátt fyrir að vera mjög langt frá átakasvæðinu. Að fylgjast með fréttunum er í senn spennandi og svolítið ógnvekjandi. Elín Ása var að fara í partý í Nørrebro í kvöld en þurfti að leggja á sig marga kílómetra krók á göngunni til að komast þar sem hún þurfti að komast. Mér finnst einstaklega furðulegt að mbl er ekki búið að koma með frekari fréttir af þessu og kannski nákvæmari fréttir. Þar er sagt að þetta sé götubardagi vegna félagsmiðstöðvar.... ekki alveg!Þetta er búið að vera í uppsigi í marga marga mánuði.

Jæja kominn háttatími á mig!

föstudagur, desember 15, 2006

Tíminn flýgur hratt á gervihnattaröld

Vóóóó hvað gerðist eiginlega? Sofnaði ég í margar vikur eða eitthvað? Jólin eftir rúma viku!!! Ég hef ekki náð að klára neitt af þessu sem ég ætlaði að gera fyrir jólin.... úps!

Annars er ég byrjuð í nýrri vinnu.... ítalskur staður alveg við Gammel torv-Nytorv. Ég er voðalega alþjóðleg í þessum vinnum mínum... búin að vinna á áströlskum, dönskum, írskum, frönskum og nú ítölskum og svo skúra hjá amerísku fyrirtæki fyrir íslenskan mann. God damn man!

Úff púff hvað ég er eitthvað löt í augnablikinu... var reyndar komin í vinnuna frekar snemma í morgun og fór svo að snattast út um allann bæ eftir vinnu og endaði í Fields þangað til mér var hent þaðan út rúmlega 21.00. Ég á skilið að vera löt. Fínt að liggja í leti með ipodinn í eyrunum að spila kapal! En ætli maður þurfi ekki að láta sjá sig drekka bjór einhversstaðar í kveldinu.

laugardagur, desember 09, 2006

Normalt?

Bara spyr er það eðlilegt að vera komin í kjól og máluð og alles um hádegi á laugardegi?
Ég er sem sagt að fara í julefrokost með Elínu og familíunni hennar og svo heldur dagskráin áfram fram á miðja nótt.... gvuð ég veit ekkert hvort maður nái að gera allt sem maður er búin að lofa sér í.

Annars TIL HAMINGJU DAVÍÐ!!! Litli bróðir var að klára BS gráðuna sína og útskrifast í dag. Ógó stolt af drengnum, sérstaklega þar sem hann er á einhverjum afrekslista og læti.

miðvikudagur, desember 06, 2006

samhengi?

Ég er byrjuð að stússast í kringum jóladótaríið... ætla sko að vera tímanlega í ár. Mission sem ég er búin að eiga núna í hálft ár kláraðist í gær, en það var að finna fallegan kjól. Ég er búin að leita og leita að kjól síðan í sumar og í gær fann ég einn geeeeggjaðan. Ég var svo ánægð með hann að ég klæddist honum á rauðvíns-osta-fótbolta-skvísukvöldinu í gær. Ég held fáir hafi nokkurn tíman haft þetta þema...

Annars er ég núna að gera það sem mér þykir allra leiðinlegast í geimi, yup you guessed it ÞVOTTUR. Í þetta sinn var það orðið svo slæmt að mig var farið að dreyma helvítis þvottavélina. Um leið er ég að íhuga að jafnvel að hugsa um að koma í verk að þrífa íbúðina. Af hverju þarf maður stundum að eiga svona hrikalega leiðinleg verk sem þarf að ynna af hendi?

sunnudagur, desember 03, 2006

tölvumál














Ég var að fá svona spurningar í gær í vinnunni... var að reyna að kenna rúmlega sextugum karli og einum fimmtugum á e-mail. Þeir báðu um að ég setti etta upp og já já það gerði ég. En þeir halda að þetta sé eitthvað aaaaalllt annað en það er. Einnig voru þeir ekki að fatta heimasíðu veitingarstaðarins... ég var án djóks spurð hvort væri ekki hægt að fá öll e-mail þýdd beint á frönsku... ég spurði er það hægt með reikningana og allt hitt sem kemur í snailmail. Ég útskýrði þetta væri nákvæmlega sama nema tekur ekki jafnlangan tíma að fara á milli. Ég veit þetta er eitthvað sem þeir skilja ekki en shiiiiit hva ég var orðin pirruð.

laugardagur, desember 02, 2006

Íslandsferð enn á ný

Það er komin dagsetning á jólaferðina á Frónið... ég lendi þann 19.des en flýg aftur til Baunalands þann 28. des. Jábbs ég mun eyða áramótunum hér fjarri flugeldum og leigubílageðveiki. En aftur á móti þá mun ég elda veislumáltíð fyrir Baunanna sem verða hér... ætlum að gera etta voða notalegt.

Oh ég nenni ekki að fara og taka jólahreingerningu hérna og nenni engan veginn að setja í þessar 20 vélar sem ég þarf að setja í.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ljótufatakeppnin heldur áfram

Núna í um 2 ár höfum ég og Hildur haft þann sið að þegar við sjáum föt sem okkur finnast einstaklega ljót þá verður sú sem fyrri er til að láta hina máta. Þetta gyllta fyrirbæri úr geimplastefni varð fyrir valinu í gær... ég fékk að máta renndan bolero úr blettatígurs-frotté efni, hann var engu skárri...
Óheppnisbylgjan mín er búin held ég... Pakkinn fannst loksins á pósthúsinu og allt svona að róast í kringum um mig.

Tók rölt á strikinu í gær svona til tilbreytingar og viti menn ég rakst bara á Telmu og Hörð. Gaman gaman!

Annars trúi ég ekki að það séu að koma jól... það er enn sumar í mínum augum. Ég er ekki einu sinni búin að panta far til Íslands yfir hátíðirnar. Þannig fólk hættið að spyrja mig!!!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Karma

Eitthvað hef ég gert í fyrra lífi þannig ég fæ svo aldeilis að borga fyrir syndir mínar í þessu lífi.
Er ekki sagt að allt er þegar þrennt er.... en hvað með allt er þegar fimm er eða meira?

En ég er samt að fara á The Killers tónleika í Berlín í mars! Hlakka ekkert smááá til.

laugardagur, nóvember 18, 2006

The little Mermaid

Yndisleg mynd!!! Ég leyfði mér að kaupa mér Litlu Hafmeyjuna á DVD... ég vil meina þetta hafi verið fjárfesting til framtíðar. Sko verður maður ekki að eiga fullt af teiknimyndum þegar maður eignast börn? Fyndna er ég hef ekki séð þessa mynd í 15 ár en samt man ég eftir næstum öllu. Oh gaman gaman!

Annars er mikið um heimsóknir í augnablikinu... Rannveig frá Sverige, Gaui frá Nóatúni, og Guðný frá Íslandi. Sem þýðir einungis eitt... miiiikið af bjór!

Í fyrrakvöld var hér matarveisla að hætti Martha Stewart... Osso Buco, öplustappa og já Hrebbnan bakaði meira að segja ostaköku. Ég verð að fara að fá mér aðra vinnu, ég hef oooof mikinn frítíma.

Sófinn minn er undir álögum...

Mig vantar franskar....

Hildur er að verða búin með Joð...

Hún er sko að læra stafrófið...

Rannveig er búin að breytast í Svía...

Elín Ása er eiginkonan mín...

Ég nenni ekki í vinnuna...

Hollusta er ekki þynnkuvænn matur...

4 tíma svefn er aaalveg nóg...

Ástarjátningar eru fyndnar...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Hrebbna Stewart

Ég er að missa mig þessa dagana í eldamennsku og að gera íbúðina sæta. Keypti mér óvart nokkrar kokkabækur í gær og eitt stykki borðdúk. En það eru flestir að njóta góðs af þessu æði mínu því það fer enginn svangur úr M217. Í gærkveldi var hér á boðstólum ofnbakaður fiskur. Um helgina er ég búin að lofa að vippa upp einni marmaraostaköku. Á aðventunni er búið að ákveða að hafa konfektgerðardag hér í M.

Annars er það vinna í kvöld á franska.... en mig fer að vanta aðra vinnu... alltof mikið frí sem ég er í. Ég er að verða vitlaus á að vera ekki að gera neitt.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Snilld

Blessuð og sæl!
Snilld þegar fólk mætir í heimsókn til þín með innkaupapoka fullann af mat... fer svo bara og mætir nokkrum tímum seinna í tilbúin mat. Ég þurfti ekki einu sinni að spæla í hvað ég ætti að elda eða neitt....bara elda. Svaka fínn matur og 6 manns í mat. Rautt með að sjálfsögðu.

Í dag var fyrsti sunnudagur í hálft ár sem ég hef ekki verið í vinnunni eða upptekin. Svona eiga sunnudagar að vera! Ég hef ekki farið út úr húsi í allann dag...

Elín Ása er snillingur.... hún tók hjólataxa heim úr bænum í nótt. Hélt það væru engir leigubílar, nema hvað það voru bara svona 20 í röð á Radhuspladsen og hjólið kostaði meira en venjulegur leigubíll.

Ég er búin að vera sérleg barnapía um helgina fyrir krúttlegasta barn í geimi. Maður þarf ekki annað en aðeins að brosa framan í Heiði og þá fer hún að skellihlæja. Oh mússí mússí múss

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

og nú verða sagðar veðurfréttir

Ég trúi þessu engan veginn! Það er þvílíka ógeðisveður úti núna.... og það snjóar!!!! Ég sem var enn að bíða eftir sumrinu, greinilegt að ég þarf að bíða í einhverja mánuði í viðbót. En ég á rosalega bágt með að viðurkenna það að það sé kominn vetur, best að fara að leita að treflinum, vettlingunum og húfunni. Úff púff!

laugardagur, október 28, 2006

Halloweeen

Í kvöld verður Halloween fagnað út um allann bæ.... djö hlakka ég til! Verst ég þarf að fara í vinnuna í smá stund áður en ég get orðið vampíra. Ég er búin að reyna það sem ég get til að fá frí en það er víst ekki möguleiki.... snökt snökt. Þannig það verður líklega vel fyndið þegar ég fæ loks að hætta í kvöld... þjónninn fer inn á baðherbergi ósköp venjulega klæddur en kemur þaðan út sem one sexý vampire. Hehehehe. Oh ég vildi svoooo að ég þyrfti ekki að vinna.

mánudagur, október 23, 2006

Djöööö hvað við erum duglegar

Ég og Elín Ása erum búnar að vera súper dúper duglegar í dag. Við erum búnar að vera að standsetja íbúðina í dag og breyta öllu. Settum í 10 þvottavélar, elduðum kvöldmat og margt fleira sem bara þurfti að gerast en hefur ekki gerst sökum tímaskorts. Ég fékk óvænt frí í vinnunni vegna veikinda eigandans. Það er allavega orðið geggjað fínt hjá okkur og stofan er mögnuð miðað við að við vorum búnar að sjá fyrir okkur að ekkert myndi ganga upp hjá okkur.

Miklar breytingar í vinnunni á Víking þessa dagana og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður. Sem betur fer hef ég líka hina vinnuna á franska. Alltaf eitthvað að gerast í Hrebbnu veröld og að undanförnu er eins og allt hafi breyst hjá mér.

fimmtudagur, október 19, 2006

Er ekki í lagi???

Hrebbna vaknaði í dag löngu fyrir klukkan átta að morgni alveg að sjálfsdáðum. Ég skil þetta ekki fullkomlega því ég er mesta svefnpurka sem þekkist og yfirleitt tel ég þessi tími dags sé hánótt!

Elín Ása er komin og flutt inn og erum við búnar að skatast eins og okkur einum er lagið. Hver horfir á Clueless kl. 9 á fimmtudagsmorgni?

mánudagur, október 16, 2006

Yey!

Vá hvað ég hlakka til morgundagsins... bæði það er frídagur hjá mér og Elín Ása kemur tilbaka! Við stöllur ætlum eitthvað út að spise og hygge okkur. Búið að vera magnað erfið helgi og það verður gott að slaka aðeins á. Fyndnir atburðir elta mig!

Dabbi bró átti ammæli í gær og vil ég óska honum kærlega til hamingju með það... hann sagði hann væri að ná mér. Hahahaha það verður alltaf no matter what 2 ár og 5 mánuðir á milli okkar. En já já þú ert að ná mér gamli kall.

Best að fara að koma sér í vinnuna! Úff hvað ég er ekki alveg að nenna því í augnablikinu.

þriðjudagur, október 10, 2006

Írsk helgi

Frábærir tónleikar í gærkveldi með Snow Patrol (írsk hljómsveit). Alltaf gaman að fara á rómantísk deit með Þránni og Maríönnu. Einnig gaman að hitta Rannveigu þrátt fyrir stundin hafi verið stutt.

Um helgina var einhver fótboltaleikur milli Danmerkur og Írlands. Vegna þessa hefur verið alveg fullt fullt af fullum Írum ráfandi um bæinn og syngjandi. Írar syngja allann sólarhringinn... alveg sama hvar ég hef verið um helgina hafa þessir vitleysingjar verið syngjandi og með bjór í hendi.

Hey eitt sem ég á rosalega bágt með að fatta hvað er að fólki sem vill berja annað fólk í hakkaspað fyrir það eitt að klæðast bol sem þeir fíla ekki? Eftir vinnu um helgina fórum við nokkur úr vinnunni og fengum við okkur bjór og einn félagi okkar sem var með var í fótboltatreyju með einhverju írsku liði en hann er sjálfur frá Írlandi. En þessir fyrrnefndu skemmtanaglaðir Írar voru nú ekki allir sáttir við klæðaburð félagans. Það var hótað að berja hann og jafnvel verra. Við redduðum honum hinsvegar bara anorakk yfir og héldum áfram að fá okkur bjór. Það voru hinsvegar nokkrir í hóp túristanna sem könnuðust við kauða en komu hinsvegar og báðust afsökunar á framferði vina sinna. Greinilega slagsmálahundarnir of fullir til að fatta hver er hver.

miðvikudagur, október 04, 2006

Ofurhúsmóðir

Það verður plokkfiskur út vikuna...
Ég bakaði köku....
Hlín var ógó góð og vaskaði upp....
Mig langar obboslega til útlanda....
Mig langar í bíó....
Ég var aumingi í ræktinni í dag...
Æði að vera byrjuð aftur að hreyfa sig...
Ég var að kaupa ógó flotta kápu....
Verst það er svo hlýtt að ég get ekki notað hana strax...
Bók sem mig hefur langað í í mjög langan tíma var á tilboði...
Ég keypti hana að sjálfsögðu...
Þannig nú get ég frætt ykkur allt um vín þegar ég er búin að lesa þessar 1000+ bls...
Mér hefur tekist að drepa enn eina plöntu...
Mig langar í flakkara...
Mig langar í heimabíókerfi...
Spöng með rjóma!

Mér leiðist

Það gerist sjaldan að ég er í fríi og hef ekkert að gera. Jæja nema hvað það vildi enginn leika í gær því allir voru svo fjandi uppteknir. Stuð stuð stuð... ég kann ekki að láta mér leiðast einni.
Kapall verður þreyttur eftir nokkra klukkutíma.

Eldaði fisk fyrir pakkið en það var svo mikill afgangur að það verður plokkfiskur í kvöld. Þarf að læra að áætla mat rétt... ég elda alltaf fyrir 10 manns.

sunnudagur, október 01, 2006

Góð helgi

Í tilefni af fullt af ammælum þá var farið út að borða í gærkveldi á Le Basilic. Þvílíkt góður matur, félagsskapur og vín. Auðvitað var aðeins kíkt út á lífið eftir matinn... ótrúlega gaman. Það var algjört skinkukvöld í H-blokkinu í kvöld vegna þynnku, það er bannað að senda mig og Þráinn saman út í búð þegar við erum svöng... óhóflegt magn af óhollum mat.

En ef einhver vill skoða myndir af lífinu upp á síðkastið hér í Baunalandi þá má finna þær hér.

þriðjudagur, september 26, 2006

íslandsferð

Þá er einstaklega góðri Íslandsferð lokið. Búin að ná að skoða landið, hitta fjölskylduna og vinina og borða á mig gat. Nú sit ég á flugvellinum og líður svolítið eins og þegar Palli var einn í heiminum. Hér er næstum ekkert fólk nema örfáar hræður í fríhöfninni og get svarið fyrir að ég held það sé barasta enginn í þessari álmu sem ég sit núna. Ég hef aldrei upplifað þetta á flugvelli fyrr.

En að sjálfsögðu eins og er siðurinn, þegar ég er að fljúga, þá er seinkun... ég held bráðum að ég fari barasta að gera ráð fyrir þessum blessuðu seinkunum.

En sjáumst hress og kát í Köben í kveld.

fimmtudagur, september 21, 2006

Ísland

ísland eftir nokkra tíma... og er Hrebbnan búin að pakka? Neibbs! Hvað þarf ég að taka með eiginlega?
O well... sjáumst!

miðvikudagur, september 20, 2006

uðpþvottahanslkar

já það er mjöööög erfitt að pikka inn á tölvu með gulum uppþvottahönskum.

þriðjudagur, september 19, 2006

Sófinn

Ég hef verið all verulega þreytt eftir vinnu í gærkveldi því ég sofnaði á sófanum með allt kveikt og í öllum fötum... nota bene var í vinnudressinu. En hey ég svaf allavega vel! Ég held án djóks að ég gæti sofið standandi stundum.

Nú er mig farið að langa að breyta þessari síðu enn og aftur... þessi þörf kemur yfir mig ca. einu sinni á ári. Bara verst ég er ekkert með neina gífurlega kunnáttu á html. Einhver þarna úti sem vill hjálpa mér?

föstudagur, september 15, 2006

Yndi

Vei borðaði mat áðan sem gerði mig svona líka veika... ég verið að tilbiðja hvítu skálina í allt kvöld. Yndislegt... eða þannig. Átti að fara í vinnuna en gat ekki alveg staðið upp af baðherbergisgólfinu.

Já svo er minns að koma á klakann eftir viku. Hlakka voða til að hitta alla en ekki eins mikið til að fljúga.... það er bara svo leiðinlegt!

Jæja best að fara að lúlla bráðum.

sunnudagur, september 10, 2006

Rólegheit eða þannig

Góð helgi að baki sérstaklega í ljósi þess þetta var helgin sem ég hef unnið minnst í mjög marga mánuði.
Í gærkveldi héldum við surprise matarboð til heiðurs Maríönnu. Sparimatur og sparivín mmmm ég væri alveg til í svona mat á hverjum degi. Til hamingju með ammælið Maríanna.
Nóttin í nótt verður fyrsta í langan tíma sem ég mun eyða ein í íbúðinni minni. Ég hlakka barasta soldið til í að vera ein.

þriðjudagur, september 05, 2006

Fokkedí fokk

Hele ÖK familien var hér í M í mat og allt í einu hringir dyrabjallan, við hugsum öll hver í fjáranum getur etta verið? Jæja ég fer til dyra og þar stendur einhver asnalegur dani merktur DR bak og fyrir. Allavega þá er ég að fara að fá reikning fyrir ríkissjónvarpinu... ææææði!

Jól?

Gvuð minn almáttugur það var verið að auglýsa jólahlaðborð í sjónvarpinu. Hallóóóó það er enn sumar!!!
Gott að vakna svona! Í dag þarf ég ekki að mæta í skólann fyrr um 13....vúhú útsofelsi. Svo hringir síminn og segir ég hafi unnið bíómiða fyrir tvo. Ljúft! Geispiddí geisp... gæti alveg sofið aðeins lengur.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

enn á lífi

Bara búin að vera vinna, skólast og njóta lífsins. Gyðilíus er hjá mér þessa dagana og mar er hægt og rólega að kenna henni á lífið hérna í Köben.

Í letinni hér í M217 ákváðum við að taka nokkrar DVD á Blockbuster, ein þar á meðal var Hostel ein ógeðslegasta mynd sem hefur verið gerð. Oj ég á ekki eftir að getað sofið næstu nætur.

Á morgun er á dagskrá að fara í IKEA að flippa aðeins... ooooh svo gaman að eyða peningum. Hóst Hóst Hóst.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Rúst!

Hrebbna massaði þetta algerlega. Náði meira að segja að tjá mig bara ágætlega hvorki hökti né varð eitthvað feimin.

Sem stendur er nett chill hér í M217, nokkrir öl og gott spjall. Fagna góðu gengi og flottum heimsóknum. Hugsanlegt er að kíkja aðeins í byen þar sem maður er nú í fríi frá skóla á morgun.

Próf í dag

Jæja í dag er ég að fara í próf/vörn eða hvað sem þetta er nú. Ég hef sjaldan verið í hópavinnu þar sem við höfum klárað á svona góðum tíma. Andsk... ég hefði getað sofið aðeins lengur í morgun. Sjáum til hvernig þetta fer.

Ég viðurkenni það núna fullkomlega ég er kaupfíkill... ég var að skoða hvað ég er komin með stóran bónus í HM...úps eða vei, hvernig sem á það er litið!

Erna og Stebbi komu í gærkveldi. ekkert smá gaman að hitta þau. Og þau voru ekkert smá sæt og komu með íslenskt nammi og piparost handa mér. MMMM!

Enn og aftur... mig langar í gott og langt frí.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Heilaleysi...

I neeeed coffee! Strætóbílstjórabeyglan lét mig henda fína góða kaffinu mínu þegar ég var á leiðinni í skólann í dag.

Ég gekk á hurðarhún og er nú marin á handleggnum.

Ég er að reyna að skrifa fyrirlesturinn minn en það eina sem kemur út er þroskaheft. Mætti halda að ég hafi lært ensku í gær.

Ég sofnaði á sófanum í gær eftir vinnu... vaknaði röndótt var sko búin að pressa á mig áferðina á áklæðinu á sófanum. Auðvitað var sjónvarpið á og öll ljós... úps! Sem sagt alveg gæðasvefn.

Fór í klippingu til Ingu Rósar í morgun og er nú svaka sæt. Enginn lubbi lengur.

Ég held það sé komið haust... snökt snökt mig langar í meiri sól.

Mig langar ógó mikið í einhvern gómsætan mat... nenni bara ekki út í búð.

Það er svo mikið óhreinatau að það er farið að taka yfir íbúðina mína.

Jæja kannski ég drífi mig bara heim set í þvottavél, laga til og klára svo að læra.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Heppnin alltaf með mér!

Jájá gaman að lenda í hellllllidembu og verða það blautur að maður er blautur inn að beini.... koma í skólann eins og maður hafi farið í sturtu í öllum fötunum, opna skólatöskuna og finna þar regnhlíf!

laugardagur, ágúst 19, 2006

Hælaskór og skorubolur

Gerist ekki oft en gerðist í gær... ég tók mig til og gerði mig svaka dömulega. Ég verð nú að viðurkenna að ég kann ekki alveg á svona. Einhvern veginn þegar ég er komin í svona veiðigalla þá verð ég ofboðslega meðvituð um sjálfa mig... stíf eiginlega.

Inga Rós og Birgitta opnuðu hárgreiðslustofuna Zenso í gærkveldi með pompi og pragt. Ég verð ein af fyrstu viðskiptavinunum... á pantaðan tíma á mánudagsmorgun.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Magic Bullet

Fór í nettó áðan a.k.a. danska sóvíet bónus að versla aðeins helstu nauðsynjar. Hildur var með í för og fjárfesti í rooooosalega sniðugu apparati. Þetta er aaalveg eins og magicbullet draslið sem tröllríður öllu hér í sjónvarpsmarkaðnum. Ég er aaaaalveg að missa mig með þetta dótarí. Búin að prófa fuuuuullt. En hlakkar eiginlega mest til að fatta hvernig safapressan virkar.

Vill einhver koma í heimsókn og fá heimatilbúið hummus eða salsa eða guacamole ásamt einhverjum gómsætum frosnum drykk eða nýkreistum safa?

mánudagur, ágúst 14, 2006

Er í banka ekki banka

Djööö fórum að ræða um heilsubælið í gær og vááá hvað mig langar að sjá þá þætti aftur. Ef einhver lumar á því gulli endilega láta mig vita.

Geiiisp... helgin barasta búin, mér finnst helgar eiga að vera 5 dagar og virkir dagar bara 2, nei reyndar ekki ég myndi líklega bara vinna enn meira.

Það er barasta orðið haustlegt hér í köben, rigning og rigning og enn meiri rigning. Ágætt að kæla sig aðeins en þetta er orðið einum of mikið. Liggur við að regnhlífin sé orðin álíka mikilvæg og að fara í nærföt.

jæja best að fara að gera eitthvað í þessari íbúð.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Ég þarf fríííí

Jáhá! 7/11 selur ekki sígarettur frá föstudegi til sunnudags allavega við Ráðhústorgið... WTF????

Nýjasta frænkan mín er ekkert smááá sæt, nú verður maður að hoppa til Íslands til að berja skvísuna augum.

Nú er ég búin að sjá að það eru ekki 48 tímar í sólarhringnum, þannig ég er að reyna að ákveða hvað ég ætla að vinna mikið og hvar. Erfið ákvörðun verð ég að segja.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

aulahrollur

Standa á kassa í pakkaðri búð kennd við sjö og ellefu, fá tilbaka fullt af klinki, hiklaust setja það í vasann, fatta strax það er gat á vasanum, finna hvernig klinkið rennur kuldalega niður buxnaskálmina, hafa augu allra á þér meðan þú tínir upp klinkið af gólfinu.

Vera svo hrikalega mikið að pæla í eigin hugsunum og labba rúðu.

Tvisvar á einum degi vera svo ofboðslega hugsi og í eigin heimi að missa af strætóstoppistöðinni sinni.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Sumarið búið?

Í dag er síðasti dagurinn minn sem einungis vinnandi mannsveskja... skólinn hefst á ný í fyrramálið. Hvað varð eiginlega um sumarið? Ég er ekki enn búin að fara á alla þá staði sem ég ætlaði að heimsækja né gera allt það sem mig langaði til að bralla. Þess í stað hefur sumarið hjá mér farið í að vinna eins og vitleysingur.

Samt er þetta frí búið að vera æðislegt neita því ekki. Fullt af skemmtilegum heimsóknum og mikið af rugli.

Þar sem strandarstóllinn minn hefur ekki fengið nógu mikla notkun þannig honum hefur verið plantað í stofuna mína og ber nú nafnið lazyboyinn.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Flutt

Víííí ég er loksins flutt eða svona næstum. Mest allt draslið mitt er komið á nýja staðinn og þetta lítur bara þokkalega vel út. Humm ég þarf bara að fara að stækka aftur við mig þar sem ég er búin að sanka að mér fuuuullt af dóti.... hvernig komst þetta allt fyrir í þetta litla pláss sem ég var í? En vá ég held ég flytji ekkert aftur á næstunni takk.

En shiiiit skólinn byrjar eftir öööörfáa daga og þá verður maður að setja í fimmta gír. Byrja svo í ræktinni á morgun, reyna að koma sér í smá form. Er byrjuð að vinna aðeins minna en helgin fer reyndar í að vinna á báðum stöðum... úpps.

Hver vill koma og mála gömlu íbúðina?

sunnudagur, júlí 30, 2006

Mögnuð mynd

Ég hef sjaldan grátið jafn mikið yfir mynd... jú nema kannski Notebook. En eina við þessa mynd hún er sannsöguleg. Hotel Rwanda er ótrúleg mynd. Af hverju var ég ekki búin að sjá þessa mynd áður? Af hverju er svona mikil grimmd í heiminum? Hvernig getur fólk pyntað og myrt fólk bara vegna litarhafts, uppruna, trúarbragða eða annarra fáranlegra hluta? Úff púff!

Hitinn hér í Köben er næstum óbærilegur þessa stundina... þegar maður hélt það gæti ekki orðið heitara nei nei þá hækkar bara um nokkrar gráður. Maður getur eiginlega ekki hreyft sig né gert neitt af viti. Heilinn virkar ekki alveg nema til að minna mann á af og til að drekka vökva.

Súrir draumar

Ok það er ekki í lagi með mann í hausnum þegar manni er farið að dreyma jafn súra drauma og mig dreymdi í nótt.

Í fyrsta lagi var ég fréttamaður en greinilega freelance eða eitthvað því það kom skýrt fram að ég var ekki hjá NFS né RÚV. Jæja ég var víst að fylgjast með fótboltaleik (karla) milli FH og Fram og Fram var að rústa þessu.... (öööö þó ég sé ekki viss er þá ekki FH sterkara lið?) en jæja splittar ekki diff. Völlurinn var alveg við útvarpshúsið... nema hvað í þessu húsi var allt sem tengdist ríkisfjölmiðlum ásamt einhverju safni. Jæja allavega brann það gjörsamlega til grunna og það var þvílíkt mikið mál. Skrítið að horfa á hús sem maður þekkir svona vel brenna alveg til ösku.

En ég vaknaði svo áður en eitthvað meira gerðist. En audda fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að tjekka á mbl.is bara til að vera viss um að þetta var draumur.

föstudagur, júlí 28, 2006

Allt að verða vitlaust

Nei nei nei... ég er svo aldeilis hlessa, það er barasta líf í kommentakerfinu!

Erna: Ég er búin að leggja inn umsókn um að veðrið haldist svona þangað til og meðan þið verðið hérna.

Maríanna: Ég og Hlín erum alveg að háma í okkur sólina... þú verður bara að fara að drífa þig hingað út kona.

Gugga: Takk fyrir það...

Gyða: Frábært, djööö hvað ég hlakka til að sjá þig. Hvar á að búa og svona?

Hrefna Líneik: Já það er pláss en þú mátt búast við að það verði soldið á rúi og stúi þar sem flutningur stendur yfir.... Endilega komdu í heimsókn!!!

Gunnar Hilmar: Ég var í FAU en er það ekki lengur þar sem ég bý í Köbenhavn en endilega sendu meil ef þú vilt fá einhverjar upplýsingar.

Eva Rut: Meilið ætti að vera komið með sólina!

miðvikudagur, júlí 26, 2006

sól sól skín á mig

Veðrið undanfarna daga og vikur hefur verið sjúklega gott. Minns var í fríi í dag og auðvitað varð maður að fara út í góða veðrið. Ég og Hlín fórum út á terrasse með freyðivín, ný kirsuber og hnetur (mar verður að fá salt til að koma í veg fyrir vökvatap). Ég er núna brúnni en ég var þegar ég bjó á Flórída... sjúkt ekki satt.

Ég var að gera mér grein fyrir því að flutningur mun eiga sér stað í næstu viku....sjitturinn titturinn! Ég vildi ég ætti svona fjarstýringu maður bendir á hluti og þeim er bara varpað á sinn stað í næstu íbúð. Einhvern veginn er maður ekki aaaalveg í fíling að fara að flytja allt þetta drasl á milli.

Hildur beib klippti mig í gærkveldi og minns er bara massa sáttur við útkomuna. Lubbinn var orðinn aaaaallnokkur. Svo ætlaði ég að "laga" toppinn minn aðeins, úps einum of klippiglöð... veeelstuttur, æ etta verður orðið fínt í næstu viku.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

A day for myself!

Í dag á ég frí! Í gær átti ég að eiga frí en ég lét plata mig í vinnuna... Í dag verður bara afslöppunardagur... liggja úti í sólinni, hóa í eitthvað lið til að grilla og drekka gott vín. Ef vinnan hringir þá er ég upptekin...

Ég trúi ekki að sumarfríið skuli næstum vera búið.... ég byrja í skólanum 4. ágúst. Úff púff... mig langar eiginlega í aðeins lengra "frí".

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Kirsuber, jarðarber og melónur

Veðrið er enn jafn yndislegt hérna og manni finnst eins og það hitni dag frá degi. Í þessum hita er fátt betra en að borða massíft af ávöxtum sem hægt er að kaupa glænýtt út um allt. Í dag urðu kirsuber, jarðarber og melónur fyrir valinu.... ég fann ekki mangó (uppáhaldið í augnablikinu) í búðinni.

Ég er búin að endurheimta íbúðina mína þannig ég er ekki lengur á vergangi. Næsta heimsókn er samt í kveld en þá kemur Íris frænka í helgarferð. Svo er flutningur á næsta leiti... úff púff mikið að gera. En vá hvað ég hlakka til að fara í nýju íbúðina...þó ég hlakka ekki eins mikið til að ganga frá þessari og mála og allt það.

sunnudagur, júlí 16, 2006

M&P

Það er búið að vera alveg yndislegt að hafa mína ástkæru foreldra í heimsókn. Á afmælinu hennar múttu fórum við á Bakken og svo út að borða um kveldið og svo kíkt á nokkur kaffihús. Ég trúi barasta ekki að kellingin sé fimmtug...

En ég er alveg uppgefin eftir þessa törn... ég er búin að vera mjööög busy að hitta M&P, vinna og hitta annað fólk. Svefn hefur verið í örlitlu magni bara rétt til að halda lífi í líkamanum.

Annars fjárfesti ég í dag í sjónvarpi sem virkar... húges stórt alveg. Nú eru ekki lengur skrítnir litir né hljóð að detta út, stór munur alveg. Fínt keypti það á 300 kall af einum sem er að flytja héðan.

mánudagur, júlí 10, 2006

Dýragarður

Ég fór í fyrsta skipti í dag í dýragarðinn hér í Kaupmannahöfn. Ég er bara rosalega hissa! Þessi garður er algert æææææði... Öll dýr sem mér gat dottið í hug væru í dýragarði voru þarna og mun fleiri til. Ég fór með Þórunni, Birtu og Ívari. Ég og Ívar vorum nú samt eiginlega spenntari en Birta að skoða allt, óðum frá einum stað yfir á annann. Þetta var ekkert smááá gaman. Svo enduðum við kvöldið á mexikóskum stað hérna í hverfinu. Yndislegur dagur... ég ætti kannski að vera oftar í fríi.

M&P koma svo á morgun og það verður geggjað að sjá þau. Sella og kvenfólkið í hennar familíu eru líka staddar hér í Köben, ætli mar hitti þær ekki í par af öl.

föstudagur, júlí 07, 2006

Tungumálaerfiðleikar...

Vá hvað ég óska þess núna að hafa fylgst betur með í frönskutímum í menntaskóla. Ég var að taka að mér aðra vinnu, afleysa þjón í einn mánuð á frönsku veitingahúsi. Fínn staður, rosalega kósí og maturinn víst alveg mergjaður. Eigandinn hinsvegar er frakki sem hefur búið í Danmörku í einhver 30 ár nema hvað hann talar ekki stakt orð í dönsku og enn minna af ensku. Þar sem það eru bara einn þjónn og einn kokkur sem vinna hverju sinni getur þetta orðið svolítið skrautlegt. Fyrsta kvöldið mitt var í gærkveldi og mér fannst þetta magnað skrítið en jafnframt fyndið að reyna að tjá mig. Ég reyndi að tala frönsku, hann reyndi aðeins við dönskuna. En ég held við höfum komist að því að það er sniðugast að tala bara mjög hægt og benda fullt.

En gætuð þið ímyndað ykkur að hafa búið í einhverju landi í 30 ár og ekki geta tjáð sig?

miðvikudagur, júlí 05, 2006

kallaðu bara Tomma, Tomma tómat

Í gær var fyrsti sólardagurinn sem ég var í fríi... ég ætlaði svo aldeilis að reyna að fá smá lit. Útkoman varð ekki alveg sú sem ég hafði óskað mér. Ég var að vonast til að fá fallegan gullbrúnan lit en útkoman varð rauð-hvít-appelsínugulur flekkóttur litur. Ég makaði víst sólarvörninni ekki aaalveg jafnt.

Þórunn, Ívar og Birta komu í gærkveldi og verða hér næstu 2 vikurnar.

mánudagur, júlí 03, 2006

það sem ég ekki skil...

Já ok ég veit þetta er voða halló af mér en það er bara eitt sem ég skil ekki við tískuna í dag. Er það eitthvað voðalega hipp og kúl að reyna að klæðast sem ljótustu flíkum mögulegum? Ég tek eftir því trekk í trekk að voðalega sætar stelpur gera í því að klæðast hvað ljótustu fötum sem ég hef á ævinni séð. En þrátt fyrir ljóta toppa þá eru skórnir alltaf geggjað flottir. Er ég kannski að misskilja eitthvað eða er ég bara svona rosalega hallærisleg sjálf? Ég fór í kvöld á stað þar sem ég var gjörsamlega út úr kú! Allar stelpur sjáanlegar voru voða töff en margar í hrikalegum eighties fötum fyrirutan þær sem voru skopparar. Ég mætti saklaus í það sem ég taldi venjuleg föt en þarna var ég rosalega óvenjuleg. Og það er ekki töff að greiða sér heldur.... það er víst mest flott í geimi að vera með hvað mest úfnasta og skítugasta hár ever. Sorrí heimur ég ætla að halda áfram að vera í hreinum fötum sem eru ekki 25 ára gömul og því miður get ég ekki hugsað mér að vera með skítugt og úfið hár. Mér finnst gaman að setja smá makeup í andlitið bara til að bústa aðeins egóið en það er víst heldur ekki inn. Humm... getiði ímyndað ykkur Hrebbnu með dredda?

miðvikudagur, júní 28, 2006

Gleði og hamingja

Flestir hafa heyrt mig kvarta yfir holunni í veggnum a.k.a íbúðin mín. Í dag kl. 08.14 fékk ég yndislegar fréttir. Ég er komin með stærri íbúð hér á kollegíinu!!!! Ég var meira að segja fyrst á lista og fékk að ráða hvenær ég myndi flytja inn.... þannig ég valdi 1.ágúst. No more A702 nú verður það M217.... Það var búið að segja við mig að ég fengi ekki íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Oh gaman gaman. Nú fæ ég alvöru eldhús, stofu, bað og svefnherbergi. Strax farin að innrétta í hausnum á mér!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Svefnrugl

Eitthvað hefur fríið farið í mig þar sem ég hef undanfarna daga vaknað um 6 leytið að morgni og bara barist við að sofna aftur. Í dag á frídegi mínum var ég komin á fætur fyrir klukkan átta að morgni.... er ekki í lagi??? En ég lá í um tvo tíma að reyna að sofna aftur en ekki séns í helvíti að ná því. Eins og allir vita er ég mesta svefnpurka í geimi.

En eins og ég sagði í gær ég gæti alveg vanist þessu ljúfa lífi að eiga smá frí bara verst veðrið er mér ekki hliðhollt. Oh ég verð aldrei brún í sumar... einhver álög hvíla á mér að það er bara sól þegar ég er að vinna.

Humm kannski ég horfi á eina bíómynd og fer svo að gera eitthvað af viti.

mánudagur, júní 26, 2006

Frí something I can get used to.

Minns er bara í fríi í nokkra daga í röð og ég verð að segja þetta er svoooo ljúft. Vakna bara whenever og fá sér kaffibolla í rólegheitum og lesa mbl. Gæti alveg vanist þessum lífstíl að hafa ekkert á dagskránni fyrir daginn í dag. Auðvitað má alltaf setja í þvottavél, skúra gólf eða þrífa glugga en ekkert sem liggur á.

Dagurinn í gær var mesti tjilldagur ever... óhollustudagur en æði samt sem áður. Fótbolti, bjór, sjónvarpsgláp, junkfood, meiri fótbolti, alsherjar haugadagur.

Ég er komin með gæludýr sem er að gera mig geðveika. En gæludýrið heitir Frissi fluga og er óþolandi.

sunnudagur, júní 25, 2006

Partý hartý

Í gærkveldi var smá teiti hér í A702. Úff púff smáááá þynnka í dag. Heimatilbúið actionary sló rækilega í gegn og screwdriverar voru drukknir eins og vatn. Ótrúlegt hvað vökvi getur haft mikil áhrif á mann. Ég er með ummerki um allann líkamann eftir drykkju gærkveldsins en er þó ekki alveg viss hvernig þau urðu til.

Gugga til hamingju með að vera orðinn kennari!!!

Þórunn hringdi í dag og er á leiðinni til mín í heimsókn með Birtu.... vúhúhúhú! Gaman gaman! M&P koma líka í júlí og Erna og Stebbi eru að spæla í að koma líka. Bara stuð! Og ég hélt að enginn myndi koma í heimsókn í sumar. Týpískt!

miðvikudagur, júní 21, 2006

Afslöppunardagur

Nei sko haldiði að kellingin hafi ekki barasta eldað fisk í matinn. Hlín og ég vorum komnar með fráhvarfseinkenni frá fiski þannig við tókum yfir eldhúsið hjá Hildi og elduðum dýrindis þorsk með massífu salati og kryddsmjörsbrauði.... mmmmmmmm!!! Maður ætti að elda mun oftar en maður gerir en einhvern veginn tekur því ekki fyrir einn og stundum er ves að reyna að finna aðra til að elda fyrir. En dagurinn í dag var kærkomin afslöppun eftir rugl síðustu daga.

Myndir síðustu rugldaga eru komnar inn á síðuna.

mánudagur, júní 19, 2006

Sumarfrí

Þá er ég búin í prófum og þarf ekki að hugsa um neitt nema fara í vinnuna það sem eftir er sumars.... bara gaman.

Fyndið í dag var fyrsti dagurinn sem ég mátti virkilega sofa út en neiiii þá vaknaði ég á klukkutímafresti frá klukkan fimm í nótt. Ætli það taki ekki einhvern tíma að fá svefnrútínuna í eðlilegt horf.

Helgin var meira en lítið rugluð eins og gengur og gerist þegar maður býr í Köben, djammar með vitleysingjunum mínum og er búinn að ákveða að fagna ærlega. Myndir verða ritskoðaðar en mæli með að fólk tjekki á myndasíðu Hildar...
Magnað hvað fólki dettur í hug að gera þegar það hefur drukkið nokkra bjóra.

Veðrið er yndislegt er að spá í að hjóla niður í bæ og slæpast þangað til ég á að fara að vinna.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Engin skorpulifur hér!

Gódar fréttir á mbl:
Tækni & vísindi AP 13.6.2006 16:15
Kaffi hlífir lifrinni við verstu áhrifum áfengis
Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá. Rúmlega 125.000 manns tóku þátt í rannsókninni, en einn kaffibolli á dag dró úr hættunni á skorpulifur um 20%. Fjórir bollar minnkuðu hættuna um 80%. Þessara áhrifa gætti hjá bæði konum og körlum af ýmsum kynþáttum.

Thannig ég get haldid áfram ad drekka mitt kaffi og fá mér bjór!!! Ég var eiginlega farin ad vorkenna lifrinni minni en núna hef ég engar áhyggjur.

Annars gladdist ég ekkert smá í gær yfir øllum theim kvedjum sem ég fékk. Ekkert smá gaman ad vita til thess hvad margir hugsa til manns. TAKK ÆDISLEGA FYRIR!

Núna er bara tæpur sólarhringur í vørnina.... sjitturinn titturinn! Erum núna bara ad útbúa fyrirlesturinn og setja upp verkefnid á tøflurnar. Ég tek myndir af øllu thegar thetta er búid. En ótrúlegt hvad madur finnur alltaf eitthvad meira til ad laga eda bæta vid.... Ég tharf ad vita hvenær ég á ad stoppa en ó well lærist kannski einhvern tíman.

þriðjudagur, júní 13, 2006

til lykke med fødselsdagen

Shitturinn titturinn minns er bara ordinn 25 ára gamall. Vóóóó súrt ad vera í skólanum núna klukkid er hálf thrjú og ég sé ekki fram á ad fara heim neitt á næstu klukkutímum. En váááá hvad ég ætla svoooo aldeilis ad hafa thad gaman á fimmtudag.

En annars til hamingju med daginn ég!

mánudagur, júní 12, 2006

Hjól!

Mér finnst enn alltaf jafn fyndid ad sjá fólk hjóla í hælaskóm eda jakkaføtum eda jafnvel med húsgøgn. En eitt sem ég hef velt fyrir mér er støngin á karla hjólum. Akkuru er hún tharna? Er ekki miklu verra fyrir karlmenn ad detta á thessa støng? Gegnir hún einhverju hlutverki?

Verd hér í skólanum fram á nótt.... ú hvad ég hlakka til. Ég og Thráinn fórum ádan í Nettó ad kaupa lærdómsbirgdir... nokkrir bjórar læddust med alveg óvart. Mínar birgdir voru hollari en Thráins...nanananana. Svo á ég ógó flottann stól... ætla ad vígja hann á strøndinni á føstudag í thynnkunni minni. Thad er meira ad segja bjórhaldari á honum.

Sólgleraugu innandyra er kúl... manni lídur eins og madur sé í fríi. Shiiiit hvad ég verd ad fara ad gera eitthvad af viti.

laugardagur, júní 10, 2006

Sólskin enn og aftur

Ég sit hér við borðstofu/skrifborð/málningar/stofuborðið mitt og horfi útum gluggann það er geggjað veður enn og aftur! Snökt snökt snökt... nokkrir dagar eftir og eins gott að vera dugleg þangað til þannig maður falli nú ekki. Frétti það hefðu 4 af 8 útskriftarnemum fengið fall á einum prófdeginum. 50% fall fyrir lokaverkefni....shitturinn titturinn. Nú er ég sko hrædd! En eins og ég sé það þá á ég bara ár eftir af venjulegum skóla. Síðan tekur við önn í skiptinám (nokkrar hugmyndir komnar um hvert ég vil fara), svo önn í praktík og svo er bara lokaverkefnisönn. Ég er nýbyrjuð og bara aaaalveg að verða búin.

Ég var ógeðslega dugleg í gær það var bara eitt par af bjór og ég var fyrst af liðinu til að fara heim í bælið. Sko maður átti sannarlega skilið þessa tvo bjóra sökum of mikillar setu fyrir framan tölvu. Geri ráð fyrir að önnur eins seta muni eiga sér stað í dag... en ætli maður fylgist ekki með HM með öðru auganu. Jæja best að halda áfram....

föstudagur, júní 09, 2006

Sól og blída

Stud stud stud alltaf hreint...

Í dag er eitt thad besta vedur sem sést hefur á thessu herrans ári. Helgin á ad vera med besta móti spád jafnvel uppí 30 stiga hita. Ædi pædi ég mun eyda thessum døgum innandyra fyrir framan tølvu. Svo væri alveg týpískt ad thegar ég er loks er búin ad øllu og ætla ad fara ad vinna á taninu thá kemur rigning. En vonum thad besta.

Ég er ordin nett gedveik á ADT forritinu og excel er ekki vinur minn já og tølvan mín hér í skólanum er med einhverjar gedsveiflur. Akkuru fæ ég alltaf svona frábærar hugmyndir ad gera einfalda hluti flóknari bara út af thví thad er tøff?

Oh ég vildi ég væri í leikskóla aftur eda jafnvel 6 ára bekk... allt var svoooo miklu einfaldara thá. Frá og med næsta midvikudegi fer ég ad telja nidur... thá thegar ég verd 45 ára thá er ég bara 5 ára!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Gledi og hamingja

Eins og ádur hefur komid fram thá er búid ad loka á msnid hér í skólanum en hinsvegar thá virkar Skype.... allir ad bæta mér vid thar. Skypenafnid kemur øllum á óvart en thad er Hrebbna. Mig vantar einmitt fleiri á listann hjá mér til ad rugla í.

Hjólid mitt fannst.... einstaklega sátt vid thad verd ég ad segja. Fékk úr Stæ-edlisfrædiprófinu í gær....einstaklega sátt vid thad einnig. Breytingar til hins góda í vinnunni.... einstaklega sátt vid thad. M&P eru ad koma til DK í júlí.....einstaklega sátt vid thad. Vika thangad til ég fer í prófid svo kemur suuuuumar....einstaklega sátt vid thad. 6 dagar í hálffimmtugt....ekki alveg eins sátt vid thad.

Mig vantar einhvern til ad koma og vaska upp hjá mér, thad er bara svooooo leidinlegt. Ég býd øllum gistingu gegn uppvaski...any takers?

mánudagur, júní 05, 2006

bjórdrykkja og fimleikaæfingar

Ég á við slæmt vandamál að stríða! Þegar ég er komin í nokkra bjóra þá tel ég mig geta allt.... Síðasta föstudag fórum við nokkur í skólanum í fælledparken að sötra öl. Rosalega gaman verð ég að segja en eftir nokkra kalda fórum ég og Harpa að gera brýr, handahlaup og aðra glæfralega hluti. Í dag geng ég um eins og hölt hæna vegna rosalegra harðsperra.

Föstudagskvöldið einkenndist af því að ég var alltaf á leiðinni heim eftir klukkutíma.... ég komst heim til mín um fimm leytið um morguninn. Ce la vie! Gaman að vera eina stelpan með eitt stykki fótboltaliði....

Glápið: X-men 3 stenst ekki væntingar, Kiss Kiss Bang Bang er meistaraverk, DaVinci Code verður barin augum í vikunni.

P.s. hjólinu mínu var stolið!

miðvikudagur, maí 31, 2006

Ætti ad vera stressud...

Thá er fyrsta prófid búid og thad kom mér á óvart ad ég gat virkilega svarad einhverju.... fæ ad vita hvort ég hafi svarad rétt á føstudag.

Nú er tæp vika thangad til vid verdum ad vera búin med verkefnid og svo fer vika eftir thad ad undirbúa vørnina og útlitid á øllu saman. Thad er alveg ótrúlega mikid sem á eftir ad klára og thar á medal módel af húsinu....shiiiit. Geri rád fyrir ad eyda stærstum hluta sólarhringsins fyrir framan tølvuna mína í skólanum hina klukkutímana verd ég í vinnunni. Súrt ad hanga inni thegar thad er svona gott vedur úti.... en baaara tvær vikur thangad til ég er frjáls.

Fólk er farid ad boda komu sína hingad í sumar... bara gaman ad thví. Madur tharf ad fara ad finna hluti til ad bralla med túristana.

mánudagur, maí 29, 2006

Thad er búid ad loka á msn hér í skólanum.... fúlt!

Fórum fjøgur, Hildur, Thráinn, Gaui og ég á Jensen Bøfhus í gær. Hefdum betur átt ad fara eitthvad annad. Bidum í einn og hálfan tíma eftir vondum mat og lélegum afsøkunum frá starfsfólki. En ég bjó til hermenn úr tannstønglum med byssum og alles... their voru meira ad segja í føtum....hehehehe. Svo fóru hermennirnir mínir í stríd vid starfsfólk veitingahúsins.... nema hva starfsfólkid vissi thad bara ekki. Já stundum er hægt ad føndra úr ótrúlegustu hlutum.

Hildur, Thráinn og Gaui eru búin ad vera dugleg ad drekka bjór um helgina og fara í skrítnustu leiki í heimi. Vid skulum bara segja ad vid erum øll med marbletti. En thetta teymi er búinn ad eyda miklum tíma á Viking House í bjórsull. Gaui var sérlega vinsæll thegar hann ákvad ad koma í heimsókn til mín ad ná í hledslutæki klukkan 6 á sunnudagsmorgni... hann fékk ekki hledslutæki né gódar móttøkur. Thráinn hinsvegar grunadi ad ég yrdi ekki hamingjusøm svona snemma morguns og faldi sig í lyftunni....svo heyrdist frá honum "sagdi thér Gaui" Ég hefndi mín med ad vekja Gaua thegar ég var á leid til vinnu um 11 leytid sama morgunn.... híhíhí.

Ég var sem sagt ad vinna alla helgina og reyna ad læra inni á milli. Stærdfrædi/edlisfrædipróf á morgun... shiiiiiiit. Etta reddast! Næstu tvær vikur verda erfidar.... og nú eru einungis 2 vikur thangad til ég verd 25 ára.... what happened to the time?

miðvikudagur, maí 24, 2006

Dead Sexíííí

Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn kynþokkafull og ákkúrat núna. Er að kafna í eigin líkama.... ofnæmi sem aldrei fyrr. Nebbinn stíflaður, tárin leka og skrítin hljóð koma upp úr kokinu. Afrekaskráin er ekki uppá marga fiska í dag og allt einhvern veginn ofsa erfitt. Eðlisfræðin og stærðfræðin virðist ókljúfanleg þegar manni líður illa og ekki nenni ég að skúra hérna heima hjá mér. Hvað á maður þá að gera?

mánudagur, maí 22, 2006

Stundum er maður misgáfaður

Nýja múvið mitt heitir fall on da ass.... gerði þetta múv nokkrum sinnum á laugardag, og er nú veeeel marin.

Já var svo spreyjuð með brúnkuspreyi.... á aðra löppina. Er voða sæt núna.

Var allverulega þunn í gær, átti erfitt með að vinna. Meðan drykkjufélagar mínir sátu upp í sófa og gláptu á imbann fékk ég að strita.... telst þetta sanngjarnt?

Drykkjuleikir voru spilaðir eins og við fengum borgað fyrir það. Sumir voru óheppnari en aðrir í frönskuleiknum....

En annars ætla ég bara að vera hér í DK í sumar og lifa lífinu. Drekka bjór og sleikja sólina. Það mega allir koma í heimsókn til mín. Já ég sem sagt veit ekkert hvenær eða hvort ég kíki á frónið í sumar.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Nei nei ekkert frekar...

Ég held það sé góð hugmynd hjá mér að skipta um lækni hérna í DK. Ég hef farið til þessa læknis sem mér var ávísað 2 sinnum síðan ég flutti út.... Síðast var þegar ég var með magnaða streptókokkasýkingu og hann sagði þetta væri bara smááááá hálsbólga, þá heimtaði ég sjálf að fara til háls, nef og eyrnalæknis sökum ansi tíðra og sárra hálsbólgna. En í dag varð ég bara hálf reið. Ég er búin að vera með eitthvað tak í bakinu undanfarna daga, venjulegt íbúfen ekkert að virka þannig ég hélt kannski þetta væri eitthvað meira en vöðvabólga og ákveð fyrst ég var nú komin þangað að fá áfyllingu á ofnæmislyf.

Kallinn fer að spyrja mig hvaða ofnæmislyf ég hef verið að taka... ég segi honum það og segi mér finnst það ekki hafa sömu virkni og áður. Nei nei þá spyr hann ertu þá ekki bara meira í kringum ofnæmisáreiti alveg eins og ég sé eitthvað fífl sem reynir ekki að forðast etta. Ég segi ekkert meira en vanalega. Svo spyr hann þarftu nokkuð að taka þessi lyf? Ég sagði jaaaa ekki nema ég vilji anda. Hann frekar fúll eitthvað... og segir svo að lokum "mér líður ekki vel að vera að ávísa svona mikið af lyfjum". Ég sagði tvennt af þessu þarf ég að taka á hverjum degi til að fúnkera og hitt get ég fengið út í apóteki án recepts, því ég fékk bara aðeins sterkara íbúfen fyrir bakið sem nota bene hann tjekkaði ekki einu sinni á.

ARG! Þarf ég nokkuð að taka ofnæmislyf.... hahahahah góður! Ég tel ofnæmistöflur ekki vera lyf sem maður færi að ofnota eða misnota, þetta er eitthvað sem ég á eftir að taka það sem eftir er ævinnar. OG ég skil bara ekki tregðuna við að ávísa þessu. Þetta er eins og að segja hjartasjúklingnum að hætta að taka hjartalyfin!

föstudagur, maí 12, 2006

Stressið búið í bili

Prófið gekk barasta vel... allavega miklu betur en ég hafði þorað að vona. Sátt við það. Það er löng helgi hér í Danaveldi, ég fæ barasta frí í heila 5 daga! En megnið af þeim tíma mun ég verja í vinnunni.

Þegar ég var um það bil að ljúka vinnu í dag komu Þráinn og Maríanna að bögga mig. Endaði með að ég fór á rómantískt deit með þeim tveim.... út að borða og svo í bíó. Voða gaman og frábært að geta tjillað aðeins. Afslöppun hefur ekki verið mikil upp á síðkastið og sést það kannski helst á íbúðinni minni sem er eins og eftir sprengingu. Ég bara nenni ekki að laga til í augnablikinu en ég þreif allt hátt og lágt í vinnunni í dag, það var baaaaara lítið að gera!

Fáranlegt eins og veðrið er búið að vera gott að undanförnu hef ég ekki náð að sleikja sólina neitt. Í síðustu viku var maður fyrir framan tölvuna meirihlutann af sólarhringnum og svo þegar það er loks búið eyði ég sólarstundum inni á dimmum bar. Samt er það fyrsta sem ég geri á morgnanna er að maka á mig sólarvörn.... humm ljósin frá bjórkælinum eru svona svaka sterk...

mánudagur, maí 08, 2006

Ok ef etta gerist aftur thá rydst ég inn med hælaskóinn minn...

sko vegna thess ég á ekki hamar! En já vekjaraklukka nágrannans gauladi frá klukkan hálf sex til klukkan 8 eda thá fór ég á fætur. Var ordin nett tæp á gedi... málid thetta er ekki thetta venjulega snooze neiiiii heldur samfellt flaut! Bara pirrandi.

Ekki eins og madur hafi vaknad eitthvad fallega sídustu daga thá er hópurinn minn ad gera út af vid mig. Thessa stundina langar mig helst ad gráta úr pirringi og svefnleysi. Svo í thokkabót er ég komin med ofnæmi og ekki batnar skapid vid thad. Liggur vid ad ég slái øllu bara upp í kæruleysi og fái mér bjór... en neiiiiii samviskan mín leyfir thad ekkert.

Nóg af vælinu mínu.... Hrebbna vertu sterk.

Note to self: ekki hlusta á Sigurrós thegar madur vorkennir sjálfum sér... thá vorkennir madur sér enn meira.

sunnudagur, maí 07, 2006

Rude awakenings

Eftir brösulegan nætursvefn þar sem ég var alltaf að vakna var ég massíft hamingjusöm að ná loks að sofa eðlilega. Neiiiii ekki var sá svefn langvinnur því klukkan 6 byrjar vekjaraklukka nágrannans míns að hringja. Þetta var sko nein lágvær símhringing eins og ég er með nei nei þetta voru fokkings þokulúðrar. Nágranninn hefur greinilega ekki verið heima því helvítið hringdi fram til klukkan hálf níu. Ég er viss um að einhver hefur hringt í húsvörðinn til að láta slökkva á ógeðinu. ARG!

laugardagur, maí 06, 2006

Af óskipulagi og öðru

já ég er ofuróskipulögð þessa dagana... veit bara ekki hvar ég á að byrja á neinu. Mig vantar pillur sem gera mann skipulagðan, gefa manni ofursjálfsaga og gáfur til að geta allt léttilega. Ég er bara of góð við sjálfa mig.

Annars fór ég á Carlsberg safnið í gær... nokkrir bjórar smakkaðir og svona. Svo var haldið yfir til Svíþjóðar í mat til Tomma og Björk. MmMmMm... grillmatur er bara svoooo góður. Nema náttúrulega dagurinn í dag hefur gjörsamlega verið ónýtur sökum of margra bjóra í gær.

Mér finnst líka svindl að vita til þess að eiginlega flestir eru að verða búin í prófum og að komast í sumarfrí... nema ég! Einn og hálfur mánuður til stefnu. Þá getur maður hætt að hafa samviskubit yfir að vera haugur.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Geimverurnar eru að koma...

Geimverurnar eru á leiðinni, allir í skjól!!! Það er sem sagt verið að prófa neyðarflauturnar í dag, þvílík læti. Annars er ég bara í smá áfalli það er bara 3. maí og ég er að stressa mig á að mánuðurinn er að verða búinn. Málið er bara það er svolítið mikið sem maður þarf að klára á næstu dögum og ég sé bara ekki alveg fram á að sofa mikið á næstunni.

Svo er minns komin á hjól og er málið núna að hætta að nota metró og strætó....yeah right!

mánudagur, maí 01, 2006

Gistiheimili Hrebbnu A702

Margmennt hefur verið í A702 um helgina en ég tók að mér að hýsa nokkra sem voru heimilislausir og aðra sem búa í sveit. Alls vorum við 4 hérna um helgina og ég tel helvíti nett að engin rifrildi né árekstrar voru í þessu stóra svæði. Auðvitað eins og góðri húsfrú sæmir eldaði ég ofan í herinn... bæði í gegnum tölvu og með old-fashioned aðferðum.

Mig langar svoooo í stærri íbúð!!! Spurning um að fara jafnvel að sækja um stærri íbúð á öðrum kollegíum því ég greinilega kemst ekkert áfram hér í eitthvað stærra.

Til lykke með 1. maí... sumarið er með sanni loksins komið. í dag er hugmyndin að fara með slatta af íslendingum og grilla og drekka öl í Fælledparken. Stuð það!

Styttist í próf... erum með eitt próf eftir 10 daga og gvuð hvað maður verður að spýta í lófana og fara að vera dugleg. Svo er lokapróf í stærðfræði-eðlisfræðinni 30. maí.... shiiiiiiit! Svo er allt búið 16. júní.... þá verður fagnað bæði afmæli og próflokum.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Svefn í verslunarmiðstöð

Jáhá ég var næstum sofnuð í verslunarmiðstöðinni Fields í dag! Hvernig í fjáranum er það hægt í þessu þvílíka áreiti? Sko málið þeir eru með þessa líka snilldarstóla á miðjum ganginum.... mar setur í pening og fær svo geggjað nudd! Ég og Hildur erum sannfærðar um að það voru úmpalúmpar sem voru í raun inni í stólnum að nudda okkur. Nú þarf ég bara að komast að því hvar er hægt að kaupa eða eigna sér svona úmpalúmpa.... ef einhver getur frætt mig um það endilega láta vita sem fyrst.

mánudagur, apríl 24, 2006

Auli og klaufi einkennisorð dagsins

Hrebbna af hverju ertu ekki farin að sofa? Ekki eins og þú sért að gera nokkuð merkilegt... nei nei bara hangs í tölvunni fyrir framan imbann. Jæja í háttinn með þig kona!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Vá hvað ég er dugleg að skrifa!

Ég er að spá hvort ég hafi fengið tölvuóverdóse. Ég hef bara engan veginn nennt að hanga í tölvunni nema rétt til að kíkja á meilið og mbl.is.
Var að vinna í gær, fór fyrst um hádegi og var í nokkra tíma en svo var eiginlega svo lítið að gera þannig ég var send heim. Jæja hringt ca. klukkutíma seinna, Hreeebbnnaaaaa geturu komið og verið í kvöld og lokað. Já já ekki málið.... nema hvað ég reyni í ca. 2 tíma að henda fyllibyttunum út. Tókst að lokum þegar ég fékk smá aðstoð við það. Einn bjór með Elínu, Hildi, Sólveigu og Luca svo bara hjem i seng.
Í dag höfum við Elín og Hildur glápið á nokkrar DVD þar á meðal Charlie and the Chocolate Factory og eina æðislegustu bollywoodmynd ever. Lazy Sundays eins og það á að vera.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Vika líður

Maður skreppur í viku aðeins til íslands og missir af fullt af slúðri og skandölum hér í Köben... þannig ég eyddi öllu gærkvöldinu með Elínu að hlusta á hvað hefur gengið á í vinahópnum. En það var svaka stuð hjá okkur.

Hver vill koma og skúra hjá mér?

laugardagur, apríl 15, 2006

Hæ beibur!

Long time no write... ég er víst búin að vera svo upptekin hér á fróninu að hitta hitt og þetta fólk. Búið að vera alveg yndislegt að vera hér eina ég er ekki búin að afreka allt það sem ég ætlaði að gera á þessari stuttu viku. Verst hvað lítið hefur farið fyrir lærdómi en ég verð bara að spýta í lófana þegar ég kem heim til Köben.

Gleðilega páska!

ekki borða yfir ykkur af páskaeggjum...

mánudagur, apríl 10, 2006

Off to Iceland

Farin til Íslands... hægt verður að ná í mig í gamla gemsann eða danska. Hej hej!

laugardagur, apríl 08, 2006

Partýið búið!

Jæja þá er teitið búið sem hefur verið planað síðustu mánuði. Þynnka hefur verið allnokkur á Dalslandsgade 8 í dag. Sumir hættu nú ekki að djamma fyrr en um hádegi þannig ekki skrítið ef heilsan hefur ekki alveg verið sú besta í dag. Ég sem betur fer hafði ég vit á að fara aðeins fyrr að sofa enda þurfti að mæta í vinnu í dag.

En partýið var vel áfengt... og fólk var alveg mökk ölvað. Því miður held ég að við ættum ekkert að fara út í smáatriði kvöldsins en viðburðarríkt var það. Ég hinsvegar mun aldrei klæðast þessum búning aftur.

Verðlaun voru veitt fyrir ýmislegt....

Þráinn fékk titilinn Pimp Daddy
Ég fékk titilinn Skankiest Ho
Rannveig fékk titilinn Sluttiest Slut
og Elín Ása fékk brightest hope (most likely to turn pro).

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Tomorrow tomorrow I luv you tomorrow it´s only a day awaaaaaaay

Vííííí aðeins rúmur sólarhringur í teitið og undirbúningur á billjón. Prófuðum aðeins bjórinn í gærkveldi bara til að ákveða hvaða tegund við ætlum að kaupa.

Hey já svo fékk ég vinnu í gær! Fer að vinna á eftir í nokkra tíma til að kynnast staðnum. Spending money! Luvly! Hehehe einhver breti sem á þetta og ég sagðist vera á leið út úr landinu þá kom bara bloody hell svo sagðist ég bara vilja vinna hlutastarf þá kom bloody hell woman you are difficult. Hehehehe en hann sagðist ætla þá bara að vinna í kringum mitt schedule. Luvly!

Jæja best að fara að gera eitthvað af viti... nóg á dagskránni!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

áhugaverður dagur

Já verð að segja einstaklega skemmtilegur dagur.
Komst að ýmsu í dag:
Pepsi er stórhættulegt!
grillað þýðir heitt
Klakar eru kaldir
það er virkilega hægt að detta á bananahýði.
Nærfatadeildin í HM verður leiðinleg eftir 4 tíma.
Það er víst skemmtilegt í Finnlandi fyrir rugludalla eins og mig.
Það er ekki svo margar kynlífsbúðir á Istedgade.
HM er með ótrúlegt úrval af korselettum.
200 kr skór eru ekki gerðir til að labba mikið á síst af öllu í bleytu.
Það eru til talandi víbradorar.
Í kynlífsbúðum er ekki hægt að fá playboy kanínu eyru.
Í kynlífsbúðum eru til hlutir sem ég skil ekki alveg.

and counting

3 dagar í Sluts, ho´s and pimps!!!!

laugardagur, apríl 01, 2006

Af enn frekari sjálfspyntingum


Ha ég drekk ekki.... nei aldrei.... Þráinn er vondur og með flottari brjóst en ég. Myndir kvöldsins verða ritskoðaðar. Afmælissöngur, póstkort, innkaupalisti á barinn, niðurhellingar, ávaxtasalat, bjórþamb, meiri bjór, kokteilar, fleiri kokteilar, misheppnaðar tilraunir í ofurölvun, heppnaðar tilraunir í ölvun, of mikil ölvun, Réttófólkshittingur, Sími týndur, sími fundinn, Elín týnd, Elín fundin, Salmonella on a stick, viðreynslur, HRC, Mexibar, einn bjór á kollegíinu, maaaargir bjórar á kollegíinu.

fimmtudagur, mars 30, 2006

Vax og fegrun

Þrátt fyrir gífurlega fegurð er alltaf hægt að auka á hana. Ég keypti mér því eitthvað gasalega sniðugt gukk til að fjarlægja öll óæskileg hár. Kassinn sagði að þetta væri sársaukalaust og ekkert mál. Kassinn laug! Cold Wax Strips... ég fer eftir leiðbeiningum og byrja á löppunum........ Legg þetta pent á og svo átti að rífa. Það tók mig sirka 10 tilraunir í að rífa af.... djöööö hvað þetta er heví sárt. Við skulum bara segja að öll óæskileg hár eru enn á sínum stað. Er einhver svo mikill masókisti að geta pyntað sjálfa sig svona hrikalega? Frekari fegrunaraðgerðir verða prófaðar á næstunni.

Nú er einungis vika í partýið! Vúhú! Ég er reyndar ekki búin að missa 20 kg á einum mánuði eins og ég hafði vonast til myndi gerast. Kraftaverk gerast alveg þannig enn er von.

þriðjudagur, mars 28, 2006

fyndnast í heimi!!!

Vissiru að ef þú googlar orðið framtakssemi þá er síðan mín sú fyrsta sem kemur upp! Mér finnst þetta óendanlega fyndið! Sérstaklega þar sem ég er nú ekkert voðalega framtakssöm.

mánudagur, mars 27, 2006

Hrokafyllri andskota hef ég ekki kynnst

Dagurinn í dag hefur verið einstaklega viðburðarríkur eða ætti ég að segja fullur af óvæntum uppákomum... kynntum verkefnið okkar og ég verð að segja að það varð ekki alveg eins og ég var búin að plana það. En ég hef ákveðið að láta þetta ekki pirra mig meira í dag.

Já já svo skilaði ég dönsku skattskýrslunni minni í dag hún kom heldur ekki út eins og ég hafði planað.

Fékk upplýsingar um orlofið mitt og það kom einnig á óvart... en skemmtilega á óvart.

Hitti íslensku mafíuna á Baresso eftir skóla en ég var kannski ekki alveg eins glæsileg eins og ég á mér til að vera. Ástæðan er jú svefnleysi undanfarna daga vegna verkefnisins. Ég vissi ekki hvað var upp né niður; var eiginlega meira bara á Autopilot.

Náði að sofna aðeins og núna er Hildur í snyrtingu hjá mér. Oh hún verður sko alveg bomba!

Nýja lífsmottóið mitt: Þetta reddast...

sunnudagur, mars 26, 2006

Thad snjóar!!!

Ég barasta trúi thessu engan veginn... thad á ad vera komid vor en nei nei thad snjóar og barasta er ekta vetrarvedur.

Svo var klukkan ad breytast thannig smá sjokk hjá mér í dag. Ég hélt klukkid væri ellefu (thegar ég ætladi ad vera komin í skólann) en nei nei thá var klukkid tólf. Tapadi klukkutíma! En sem betur fer gerdu allir adrir í hópnum mínum sømu mistøk.

Nú styttist í partýid mikla!! Djøøø hvad tilhløkkunin er ordin geigvænleg. Einnig tilhløkkun til Íslandsferdar... tvær vikur!

laugardagur, mars 25, 2006

Svo bjartsýn að það er vitleysa

Einhvern veginn þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ofurbjartsýn. Ég hélt að hitastigið væri álíka og hefur verið undanfarna daga þannig ég skellti mér bara í flíspeysuna og hljóp út. Andskoti hafði ég rangt fyrir mér... það var svo drullukalt að ég hélt ég væri komin á Norðurpólinn. Ég hefði alveg viljað vera í ullarkápunni með húfu, trefil og vettlinga. Á ég virkilega að trúa því að vorið er farið og vetur kominn aftur? snökt snökt!

föstudagur, mars 24, 2006

Hvað er að gerast?

Föstudagur en ekki flöskudagur. Voðalega gaman í skólanum í dag allir enn að farast úr stressi, kennararnir með biðlista í að svara spurningum... mjög fyndið þeir sem vildu spyrja að einhverju áttu að skrifa nafnið sitt upp á töflu og svo var farið eftir þeirri röð.

Vá hvað ég væri til í að vera á sólarströnd núna að sötra kokteila og með engin deadlines eða stress. Geisp... Annars er ég búin að afreka ekkert smá í dag og verð að segja ég sé barasta pínu stolt af mér.

Vaknaði eldsnemma, fékk mér hafragraut í morgunmat.... halló ég borða næstum aldrei morgunmat og vakna næstum aldrei snemma. Þannig það er í sjálfu sér nógu mikið til að vera stolt af.

Best að halda áfram með vesenið...

fimmtudagur, mars 23, 2006

hæ dúllurnar mínar!

Nóg að gera í skólanum þar sem við erum að fara að kynna verkefnið okkar á mánudag. Sé fram á það að fá að eyða helginni minni í skólanum... vei!

Á laugardagskvöld ætlum við íslenska mafían að halda skipulagningarfund vegna stóra partýsins þann 7.apríl næstkomandi... vúhú! Ætlum að elda eitthvað gúmmulaði og hygge okkur.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Þjóðvegarollan


Eftir miklar umræður komumst við að því í dag að þessi stúlkuKIND sem svarar nafninu Hildur er best lýst sem þjóðvegarollu. Af hverju spyrðu?
Hún er þrjóskari en andskotinn alveg eins og blessuðu kindurnar.
Hún fer ekki auðveldu leiðina alveg eins og rollurnar þegar þær fara að grasinu á erfiðasta svæðinu.
Hún er hrifin af tjöru alveg eins og rollurnar sem éta þjóðvegagrasið.
Hún er þorin alveg eins og rollurnar þegar þær bifast ekki þegar þær horfa á ljósin á bílnum þínum standandi á miðjum veginum.
Hún er bjartsýn alveg eins og rollurnar þegar þær bifast ekki þegar þær horfa á ljósin á bílnum þínum á miðjum veginum.
Svo er hún voðalega hrifin af "felulitum" rollunnar.

Vorið er að koma

Í dag í fyrsta skipti í lengri tíma er ekki svo kalt og sólin skín. Þegar ég fór út fékk gleðitilfinningu um að vorið er aaaalveg á næsta leiti. Oh hvað ég hlakka til. Það eru komin 1001 plön um hvað á að gera í sumar nú er bara spurning hvað af þessu verður að veruleika.


Já já ég var komin í metró í morgun því ég þurfti að fara að hitta hópinn minn í skólanum... nei nei þeir hættu við. Þannig ég hélt bara heim á leið, kom við í bakaríinu og fékk heitt brauð og valhoppaði heim á leið. Fékk mér kaffi og sígó með Kötlu via Skype... já allir að fá sér Skype.

Voðalega er þetta viðbjóðslega hamingjusöm færsla... vantar bara bleiku skýin og einhyrningana.

þriðjudagur, mars 21, 2006

PARTÝ Ársins!


Þann 7.apríl um kl.20.00 hefst partý ársins!! Lesendum mínum er að sjálfsögðu boðið en það verður haldið Öresundskollegí í einum af partýsölunum. Þema teitisins verður sluts, ho´s og pimps!

Hver ætlar svo að mæta???


Hæ beibur

Hvað segiði dúllurnar mínar?

Já loksins loksins lét ég verð af því að þvo þvott.... bara 8 vélar takk fyrir. Nú þyrfti ég bara að fá vilja til að vaska upp... úff!


En jæja best að fara að læra aðeins.

sunnudagur, mars 19, 2006

Þarf að kaupa mér svona...



Já áhugavert! Var einmitt að spá hvort ég þyrfti ekki að kaupa mér svona. Spurning hvort þetta sé skyldueign þegar maður verður ríkur og frægur?

Á að vera að læra

Verð bara að deila þessu með ykkur...

Vó!

Ég er svo mikil húsmóðir í dag að án djóks þá eru smákökur að bakast í ofninum...

Eðlilegt?

Ekkert djamm á Hrebbnunni í gær... enda smá þynnka í gangi. En hverjum hefði dottið í hug að Þráinn fyrrverandi ofurdjammari og Hrebbna formaður drykkjufélags myndu sitja á laugardagskveldi að horfa á American Idol og ég að sauma, hann að vaska upp? Við hlógum óendanlega mikið að þeirri staðreynd að við erum að fullorðnast aðeins. Annars var svo bara horft á videó.

laugardagur, mars 18, 2006

Skiluru?


Ég var ógó sæt í gær sem Silvía Night. Fyndna var að margir héldu ég væri alltaf svona... híhí vitleysingar! Ég fékk svo mikla athygli að ég er að spá í að vera alltaf svona á djamminu. En já nú er komin pása í djamminu...

Já og svo er barasta búin að vera dugleg í dag... myndirnar komnar á netið!

föstudagur, mars 17, 2006

Gleðilegan Heilags Patreksdag

Mmmm mig langar í eitthvað ógeð en átakið er enn í gangi. Ég og Hildur fórum á HRC í gærkveldi og fengum okkur bara salat. En ég held bjórinn sem fylgdi hafi nú ekki verið sérlega hollur.

Í kvöld er svo grímuballið í skólanum... ég er farin að hlakka massa til. Best að koma sér út í búð að versla í salatið sem ég ætla að koma með. Og fiffa til búninginn.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Átak...

Átak bara hollusta gengur ágætlega... gulrætur og vatn í morgunmat. Ég ætla samt ekki ad hætta ad drekka kaffi, ég hef reynt thad ádur og ég vorkenni fólkinu í kringum mig í theim adstædum.

Annars mætti ég klukkutíma of snemma í skólann í dag... hefdi alveg verid til í ad sofa lengur.

Fleiri fréttir... minns ætlar ad skreppa á frónid í páskafríinu. Kem thann 10.apríl og fer aftur heim til mín thann 17. apríl. Tekid verdur vid tímapøntunum í gegnum tølvupóst.

sunnudagur, mars 12, 2006

Húsmóðir með meiru...

Þessa helgina hefur ekki verið neitt djamm á íbúa A702 og heimalningum. Þess í stað ákváðum við að nota bjórpeningana í að kaupa gourmetmat og elda og hygge okkur.

Elduðum alveg veislumáltíð í gærkveldi og horfðum á of mikið sjónvarpsefni. Daginn í dag byrjuðum við á að baka köku og fórum svo í verslun að kaupa inn fyrir veislumáltíð kvöldsins. Mmmm góður matur og næsheit... þarf að gera þetta oftar.

Ágætt að fá svona helgar öðru hverju. Næsta föstudag er grímuball hjá bekknum og Hrebbnan ætlar að öllum líkindum að fara sem Silvía Nótt, ofurstjarna. ÚÚ yeah beibí, skilurru.

föstudagur, mars 10, 2006

Kormákur...

Kormákur er rosalega lasinn, ég held það sé vegna þess ég hef ekki verið mikið heima til að tala við hann og Breka. Ég ákvað því að vera heima í kvöld til að ræða aðeins við þá og halda þeim félagsskap. Vona að þeir hressist við.

Ég var að fá yfirlit yfir rafmagnsnotkun og hita, Hrebbna barasta notar varla neitt. Og ég er því búin að ofgreiða og fæ sem sagt góðan afslátt á leigunni í næsta mánuði. Mjööög sátt við það þar sem ég er alveg einstaklega fátæk um þessar mundir. Atvinnuleit stendur nú yfir og vona ég að vera komin með tekjulind á næstunni.

þriðjudagur, mars 07, 2006

kannski að koma sumar

Sólin brosti aðeins í dag... þrátt fyrir sól var skítakuldi. Þrátt fyrir kulda ákvað ég að fara í góðan göngutúr hér um hverfið. Hressandi!

Mig langar að einhver taki mig í makeover... ég held ég þurfi á því að halda. Kenna mér að mála mig, klippa mig geggjað töff og breyta fatastílnum mínum... bara gera mig að skutlu...

Sjálfsagi óskast keyptur... Leti fæst gefins á sama stað gegn því að verða sótt.

mánudagur, mars 06, 2006

Mér lídur svo vel ad ég gæti hoppad af thaki....

Ædislegt! Ég hef nád ad næla mér í einhverja pest en ég hallast frekar ad thví ad thetta sé matareitrun eda eitthvad slíkt. Já sem sagt sídasti sólarhringur hefur verid frábær...sjaldan upplifad eins mikla skemmtun. Fadmandi herra Gustavsberg eins og hann sé my long lost love.

En thar sem ég er svo mikid hørkutól ákvad ég ad fara samt í skólann. Ég held ég sé á leidinni heim aftur.

laugardagur, mars 04, 2006

Ekki fréttir

American Idol er málið! Búin að grenja úr hlátri yfir þessum þætti að undanförnu. I luv it!

Þráinn vill loksins fara út að leika með okkur byttum þannig það verður eitthvað teigað af öl í kvöldinu. Bara gaman að því.

Ég vildi ég væri með einkaþjón til að þvo þvottinn minn, vaska upp og þrífa hjá mér. En sko málið er sá þjónn mætti ekki heimta mikið í laun kannski einstaka bjór en það er það einasta sem ég gæti borgað. Umsóknir óskast í kommentakerfi.

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Góða kveldið

Einstaklega afkastamikill dagur að kveldi kominn.

Aulahrollur dagsins... að sitja í strætó að lesa um translational og rotational equilibrium auðvitað með i-podinn í gangi þegar allt í einu tek ég eftir að allur strætóinn er að horfa á mig... ég var víst að syngja ansi hátt með. Ég fattaði ekki neitt úff ég fæ aulahroll aftur.

Varð að fá mér bjór bara til að reyna að losna við þennan fjandans aulahroll.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Eitthvað sem gerist ekki oft...

Veit ekki hvað er að mér... ég fékk allt í einu svaka löngun í að baka. Þannig núna er kryddbrauð að bakast í ofninum og kannski ég skelli í eina köku líka á eftir. Já já og skúra kannski gólfið hérna. Ofurhúsmóðirinn mætt á svæðið!

Búin að setja myndir helgarinnar inn á myndasíðuna... enjoy!

Annars BOLLA BOLLA BOLLA!

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Djamm og djús

Helgin er loks búin og ég verð að viðurkenna það var aðeins tekið á hlutunum um helgina. Deginum í dag hefur verið eytt fyrir framan imbakassann í náttfötunum og matur pantaður af netinu...HAUGAR!

Fórum í gærkveldi á Cosmopol svo á Samsbar og að lokum var endað á Club Mambó í sexí salsasveiflu. Club Mambó er staðsett réttu megin við tívolí en öfugu megin við hovedbane... Hrebbna að gefa Hildi leiðbeiningar. Já já ég var ekkert fuglur í gær. Einnig var víst eitthvað erfitt að ná í mig... bara um 36 missed calls. Vatnið var búið á barnum og þá er bara hægt að fá sér bjór við þorsta... hikst...hikst. Já já svo tekinn einn sveittur hammari á BK í morgunmat. Myndirnar eru magnaðar en ég nenni bara ekki að henda þeim inn núna. Kannski á eftir eða á morgun.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

þreyta

Var að koma heim til mín eftir annasaman dag. Fór og skoðaði byggingarsvæðið þar sem fjölbýlishúsið sem við erum að gera á að vera. Reyndar verður húsið aldrei byggt en við gerum allt eins og húsið eigi að reisast þarna.

Alveg að koma helgi og er hún kærkomin að þessu sinni (eins og alltaf reyndar). Rannveig og Anna koma á morgun og verða yfir helgi og ég geri ráð fyrir að eitthvað verður teigað af öl.

Stefnan er líka tekin á að kíkja á fredagsbar á morgun með bekknum, langt síðan það hefur gerst. Veiiiii!!!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Veðurfar

Hvernig stendur á því að það er 10 stiga hiti á Íslandi en einungis við frostmark hér í DK? Mútter svaka hörð búin að fara golf utandyra og alles. Ég fer ekki útúr húsi nema að vera svo kappklætt að ég get varla hreyft mig.

Annars er ég orðin ein í kotinu á ný. Hildur er flutt nær vinnunni sinni í Gentofte.... ekkert smááá mikið pláss í rúminu núna.

Uppáhalds skóbúðin mín er með útsölu.... mig langar svoooo að panta mér fullt fullt af skóm en námslánin leyfa það víst ekki.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

framtakssemi?

Jæja allt sem átti að gerast sem lýst var í síðustu færslu hefur ekki enn gerst. Þvotturinn safnast, íbúðin enn óhrein, flöskurnar á sínum stað og ekkert nema sultur í ísskápnum. Við erum haugar! Viðurkenni það alveg fúslega.

Bjórdrykkja hefur verið nokkur þessa helgina en samt farið í háttinn á eðlilegum tíma. Sumir hafa samt verið duglegri en aðrir í bjórnum byrjar á H endar á ildur.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Af svefnvenjum

Þar sem síðustu tvö blogg hafa verið um mínar svefnvenjur þá kemur hér eitt í viðbót. Náði að sofa loksins í nótt og tók smá líkamsrækt í draumunum prógrammið er að virka.

Annars er frídagur í dag bæði hjá mér og Hildi. Ætlunin er að fara með allar dósirnar og faxekondi og bjór flöskurnar sem hafa safnast upp hér í íbúðinni. Já já og versla svo í skápana fyrir peningana sem við fáum þar. Heilsuátak í gangi hjá Hrebbnunni og er málið að fara reglulega í ræktina á næstunni og borða voða voða hollt. Úff svo er líka planið að setja í þvottavél. Ofurhúsmæður í dag!

Í kvöld á svo að mála bæinn rauðann með Hörpu og Lóu... Cosmopol here we come.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Svefnleysi

Eitthvað er líkami minn ósáttur þessa dagana og barasta vill ekki fara að sofa. Núna tvær nætur í röð hef ég bara legið andvaka alla nóttina. Ég hef reynt allt til þess að sofna en allt fyrir ekkert. Ég hef náð að dotta í hálftíma og hálftíma en ekkert meira en það. AAARG! OG ég er svooooo þreytt!

Annars er Hrebbnan komin í helgarfrí.... vííííííí!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

edlilegt?

Ég bara spyr er edlilegt ad dreyma ad madur sé í pallatíma í eróbikk og vakna med hardsperrur?

En ef thetta heldur áfram svona tha verd ég geggjad fitt thegar sumarid kemur! Búin ad ákveda ad medan ég sef á næturnar thá verda tholæfingar 2 í viku og lyftingar 3 sinnum í viku og svo jóga og tai chi hina dagana. Djøøøø hvad ég verd flott!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Rauðvín....

Ég er hætt að drekka rauðvín í bili... þjáningin eftir að hafa drukkið þennan vökva er engri lík. Annars já það var massíft á þorrablótinu í gærkveldi... allir úber ölvaðir eins og er íslendinga siður. Ég ákvað að drekka vatn drjúgan hluta kvölds vegna hehumm já vegna rauðvínið rann aðeins of ljúflega niður fyrri hluta kvölds.

Hitti fullt af fólki bæði sem ég þekkti og þekkti ekki en hvað er geggjað skrítið að heyra íslensku meðal 600 manns í útlöndum! Mér fannst hinsvegar lítið til matsins koma og má segja að næringin þetta kvöldið hafi komið aðallega frá rauðum þrúgum. ÚFF!

Myndir komnar á netið....

laugardagur, febrúar 11, 2006

Þorrablót

Í kvöld verður hið magnaða þorrablót Íslendingafélagsins hér í Köbenhavn. Dressið er straujað og reddí og skórnir búnir að fara til skósmiðs í pússun. Ég geri ráð fyrir að nokkrir bjórar verða drukknir í kvöldinu jafnvel eitthvað sterkara. En ég er búin að heita því að brennivín fái ekki að fara inn fyrir mínar varir... sérstaklega ekki eftir brennivín og ísteið hér um daginn.

Á morgun geri ég ráð fyrir þynnku...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Næling...

Eva Rut var svo góð (uhumm hóst hóst) að næla mig... en þar sem mér leiðist ákkúrat núna ætla ég að taka þátt....

4 störf sem ég hef unnið:

Alþingi
Íslensk Matvæli
Radisson SAS
Svo ótal mörg kaffihús og veitingastaðir.


4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:


Clueless
Allar Tarantino myndir
Grease
Star Wars myndirnar





4 staðir sem ég hef búið á:

Kaupmannahöfn
Reykjavík
Boca Raton, FL
Gainesville, FL


4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
LOST
Simpsons
American Dad
that 70´s show




4 uppáhalds geisladiskar:

Micheal Bublé, it´s time.
System of a down, Mesmerize
The Darkness, Permission to land
Portishead, Dummy


4 staðir sem ég hef verið í fríi á:

Frakkland
Florida
Karabíska hafið
London


4 vefsíður sem ég skoða daglega:


mbl.is og aðrar fréttasíður
gmail.com
b2.is
vitleysingur.blogspot.com og linkarnir þar



4x besti maturinn:

Lambalæri að hætti mömmu og pabba með öllu sem fylgir.
Íslenskur fiskur... mmmm mig langar í fisk.
Salat með fullt fullt af gumsi og svo fetaost
Djúsí þynnkuostborgari með frönskum.



4 bloggarar sem ég næli:
Hver sá sem nennir....

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ofurdugnaður...

Já já loksins kom mér upp úr þessari leti sem hefur verið í gangi. Er að taka íbúðina í gegn en hún var orðin smá viðbjóður. Tók einnig fataskápinn minn í gegn og þannig nú kem ég öllum fötunum mínum í viðeigandi hirslur.

Svo er ég búin að setja inn fullt af myndum bæði héðan frá Köben og einnig frá Svíþjóð.

Ég er ekkert smá stolt af mér að nenna þessu loksins!

Fréttirnar

Verð ég ekki aðeins að ræða um atburðina sem eru að gerast í heiminum?
Eins og allir hafa tekið eftir þá er Danmörk ekki beint vinsælasta landið í heiminum í augnablikinu. Alls staðar sem maður fer þá er þetta rætt. Eitt merki um að fólk er svolítið hrætt er að Nörreport lestarstöðin er liggur við tóm á morgnanna. Ég tek metró á morgnanna eins og ég geri alltaf og í stað þess að allir hrúgast út á Nörreport er fólk að hrúgast út stöðina á undan. Annað sem maður tekur eftir er löggan... hún er allsstaðar núna og miklu duglegri við að nota sírenur. Það eru flestir sem ég hef talað við eru vissir um eitthvað svakalegt muni gerast hér á næstunni spurning bara um hvað og hvenær.

En að hugsa sér vitleysu að fólk er að slasast og deyja vegna einhverra teiknimynda.

Annars er skítakuldi hér í borg... liggur við maður fari út í skíðagallanum.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Sverige

Þá er ég komin aftur heim til mín eftir magnaða helgi í Sverige. Á föstudag fórum við í eitthvað partý og svo á stúdentastað endaði með því að ég og Rannveig vorum smá hífaðar að syngja karókí uppi á borði. Auðvitað!

Þynnka var allveruleg á laugardeginum en við vorum ekki alveg að meika að vera til. En seint um kveldið ákváðum við að opna eina rauðvín og þá varð ekki aftur snúið. Kláruðum þá flösku og meira að segja opnuðum aðra! Fórum svo í eitthvað teiti þar sem við vorum fjórir íslendingar og ákváðum að hafa skemmtiatriði og syngja Stál og Hnífur fyrir Svíana. Mjöööög fyndið. Endaði að sálgreina fólk um sjö um morguninn.....

En gvuð það má hvergi reykja í Svíaríki og maður fattar ekki alveg hvað maður drekkur mun meira þegar maður hefur ekki sígó til að stoppa sig af. Skrítið að sitja og kaffihúsum og börum og mega ekki kveikja. Og og og maður þarf að fara í ríki til að kaupa áfengi! OG og og ÉG var beðin um skilríki!!!

Er að vinna upp reykingarleysið núna! I luv DK!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

erfitt líf!

Sella gella yfirgaf Köbenhavn í morgun. Þannig nú er ég bara aaaalein hér í A702 sem gerist ekki oft.

Ekki nóg með að maður er búin að vera í ofurlöngu fríi þá er bara frí í dag líka! Þannig ég er búin að vera ofurlöt í dag að safna kröftum fyrir Svíþjóð um helgina. Reyndar litaði ég á mér hárið í stíl við fínu klippinguna sem ég fékk í gær. Alveg einstaklega dömuleg!

Ég er í smá fríi frá operation dama því þetta er svo drullu erfitt... ok nei reyndar þá er ég bara í rannsóknarvinnu núna. Hvað finnst ykkur ég þurfi að læra?

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Bloggleti

Nóg ad gera thessa dagana! Sella er í heimsókn svo heidradi Jóney Københavnbúa med nærveru sinni í gær. Thad er alveg nokkur ár sídan ég sá Jóneyu sídast enda er hún búsett í Ungverjalandi.

Ég er loksins byrjud í skólanum eftir mjøøøg langt hlé. En audvitad byrjar thetta alveg einstaklega hægt enda er thad háttur dana í hnotskurn. Vid erum nú á thriggja vikna námskeidi í AutoDesk. Ég skil ekki afhverju okkur var ekki kennt á thetta forrit strax en thad er bara thróun á AutoCad... AutoCad er fornaldar drasl midad vid thetta.

Hildur er stungin af til Skotlands og ég mun stinga af til Lundar á føstudag. Sólveig er á Ítalíu thannig aumingja Elín Ása verdur aaaalein um helgina.

Svoooo er thorrablót hjá Íslendingafélaginu 11. febrúar og audvitad mun vinahópurinn fjølmenna á thad.

laugardagur, janúar 28, 2006

Dömufréttir

Áfram með operation dama. Það er ekkert svo rosalega erfitt að klæða sig upp og mála sig þannig maður líti út eins og dama. Tekur tíma en alveg vel hægt að framkvæma það. Erfiða dæmið hinsvegar er að haga sér öllum stundum eins og dama. Þetta er svo erfitt að ég er alveg úrvinda eftir daginn og fer snemma í háttinn.

Búin að komast að því að eftirfarandi er ekki dömulegt:

að drekka bjór
Hlæja hátt
Tala hátt
að prumpa
að kúka
að vera þunn
að vera full
að láta eins og fífl
að hlusta á rokk
að hlusta á hip hop (mar á bara að hlusta á Celine Dion)
að klæðast öllu svörtu
að vera ómáluð
að reykja
að tala um hluti mjög opinskátt
að segja það sem manni finnst
að hafa ekki hreint heima hjá sér
að borða annað en salat
kem með meira á næstu dögum....

Í gærkveldi fórum ég, Elín Ása og Sólveig út að borða á Italiano. Vorum rosalega dömulegar til að byrja með en þegar leið á kvöldið gáfumst við upp á því....

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ofurdömur eru menningarlegar...

Ég er að vinna í því að verða dama. Þetta er hörkuvinna og þvílíkt erfitt. Í gær gerðumst við danmerkurdömur menningarlegar. Við fórum á LISTASAFN!!!! Eyddum 2 tímum í að virða fyrir okkur verk Picasso, Rembrandt, Matisse, Munch, Rubens, Mantegna, El Grecho og fullt meira. Reyndar of mikið meira... vorum orðnar svolítið þreyttar.

Að ganga rétt, að tala rétt, að sitja rétt, að borða rétt, að drekka rétt, að hlæja rétt er allt svooooo erfitt. Ég fæ oft bakþanka yfir því hvort ég geti yfirhöfuð orðið dama.

En við stöllur ákváðum að tvisvar í mánuði ætlum við að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að fara á listasafn.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

eitthvað til í þessu?

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Tvíburinn streitist enn á móti hugmyndinni um að fara betur með sig. Tvíburakjáni. Sjálfselska er ekki alltaf neikvæð. Þú hefur miklu meira að gefa ef þú nærð innri stöðugleika, afslöppun og heilsu.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

heilsan?

Það er búið að vera þvílíkur ólifnaður á manni að undanförnu og nú er tími til að breyta því. Til dæmis núna alveg tvo daga í röð hef ég munað eftir fjölvítamíninu og ekkert drukkið kaffi bara grænt te. Ég og Hildur duttum samt í nammipokann í gær.

Annars var stóri þvottadagurinn í gær.... það er ekki alveg pláss fyrir allan hreina þvottinn! Enda voru þetta nokkur tugir kíló af þvotti.

Núna erum við stöllur að leita okkur að einhverju áhugamáli... áhugamál sem er ekki drykkja og eitthvað sem því fylgir. Við ætlum að fara á eitthvað námskeið en spurning í hverju. Komnar með nokkrar hugmyndir en þær eru spænskunámskeið, Tai Chi, dömunámskeið, eitthvað föndurnámskeið... tek fegin við öllum uppástungum í kommentum.

Smá innskot: gafst upp á kaffileysinu! En bara einn bolli...

mánudagur, janúar 23, 2006

Raunveruleikinn blasir við

Þetta massífa frí er senn á enda einungis vika eftir! Skvísurnar eru farnar af landi brott með örugglega einhverja yfirvigt. Það er búið að drekka ófáa kokteila og enn fleiri bjóra á meðan þær voru í heimsókn. Auðvitað líka búið að borða slatta af góðum mat.

Í gær eyddum við deginum í að labba á milli kaffihúsa, inni á milli fræddi ég þær um arkitektúrinn og sögu Kaupmannahafnar. Án djóks þá var bara alltof kalt til að vera á röltinu.

Stelpunum fannst auglýsingapóstkortin frábær og kaffihús var ekki nógu flott ef það var ekki hægt að finna póstkort þar. Einhver á eftir drepast úr hlátri eftir nokkra daga.

Allavega hefur verið mikið hlegið þessa helgina. Dömunámskeiðið í hámarki! Einnig líkamsræktin hlæðu þig granna....og losa!

laugardagur, janúar 21, 2006

OFUR Konur með mission....

Hvernig er hægt að eyða svona geigvænlegum tíma í búðum marga daga í röð.... ég gafst upp í gær og fór ekki einu sinni með í dag.

Við stöllur fórum út að borða á Reef n Beef í gærkveldi.... verður maður ekki að fara með alla þangað? Þær fengu að bragða á krókódíl, kengúru og svo eftirrétt. Ég hélt mig við mitt uppáhald krókódíl í aðalrétt og ravíoli í forrétt. Auðvitað var kokteillistinn aðeins prófaður. Svo var farið aðeins á Shamrock að smakka á bjór. Enduðum hér á kollegíinu. Hulda Soffía entist ekki jafn lengi og við frænkurnar en við erum náttúrulega ekki með stopptakkann í lagi. Við frænkurnar tókum bjórkeppni við heilt rugbylið á barnum og auðvitað bárum við sigur úr býtum, ok ég en Gugga tók samt þátt.

Í kvöld á svo að endurtaka leikinn en á annan hátt. Best að henda inn nokkrum myndum.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Heimsóknin mætt

Yo yo yo,
Gugga og Hulda Soffía mættar á staðinn en því miður tóku þær íslenska snjóinn með sér. Þær voru ekki búnar að vera hérna lengi þegar allt í einu kemur þessi líka vetur. Auðvitað hindraði það ekki búðarráp á strikinu. Danskur öl bragðaður ásamt nokkrum kokteilum en svo var ákveðið að hafa bara rólegt kvöld. Helgin verður tekin með stæl það er alveg á hreinu.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Ljúfa líf

Næstu daga er ég alfarið í fríi... Skólinn minn byrjar ekki fyrr en 27.janúar og þá bara á einhverju 3 vikna námskeiði í einhverja örfáa tíma á dag. Að loknum þessum þremur vikum hefst svo skólinn aftur á billjón.

Gugga og vinkona hennar ætla að kíkja hingað til Köben á morgun í djammæfingabúðir. Sella kemur svo 30. janúar í annað sinn en það var svona hrikalega gaman hjá okkur stöllum í síðustu heimsókn að hún barasta varð að koma aftur. Ég er að spæla að kíkja fyrstu helgina í febrúar í heimsókn til Rannveigar í Lundi. Svo veit ég að Þórunn er mikið að spæla í að koma hingað í febrúar. Vill einhver annar koma í heimsókn líka, um að gera fara að ákveða dagsetningu þar sem dagskráin er þéttsetin?

En úff 25 ára á þessu ári! Sólveig átti kvartaldarafmæli í gær... Mér finnst ég ekkert vera orðin svona gömul. En já við stelpurnar ákváðum við ætlum bara að vera 23 ára áfram.... það er fínn aldur og ekki ætlast til of mikils af manni þá. 25 ára krísan alveg í hámarki þessa dagana.

mánudagur, janúar 16, 2006

Ferðasagan

Ljúft að sofa í sínu eigin rúmi í nótt. Ég þori að veðja að enginn nenni að lesa svona langa færslu.

En já ferðasaga! Ég stóð í þeirri trú að ég þyrfti ekki að sitja nema í 14 tíma í rútu til að komast á áfangastað en neiiii bætið við 13 tíma. Mætti upp í skóla á tilsettum óguðlegum tíma eftir að hafa ekkert sofið því mér fannst ekki taka því þar sem ég sat við bjórdrykkju ásamt Sellu og Hildi. Þynnka og 27 tímar í langferðarbifreið fer ekkert sérlega vel saman. Ég svaf mest megnis. Þegar á áfangastað var komið máttum við gjöra svo vel að fara í skíðafötin inni á einhverjum subbubar og halda upp í fjall að renna okkur. Í eftirmiðdaginn fengum við svo að fara í íbúðir okkar. Fínasta íbúð sem ég deildi ásamt 9 öðrum. Fyrsta kvöldið var bara rólegt þar sem fólk var bara að jafna sig eftir ferðina.

Annar dagur uppgötvaði ég að ég kynni enn að standa á skíðum en fyrri dagurinn hafði ekki einkennst af þeim hæfileikum. Datt ekki nema tvisvar alla ferðina en gerði það náttúrulega með stæl. Um kvöldið héldum ég og Lina á djammið í stórbænum Vars. Fórum á eitthvað diskótek þar sem við vorum eina kvenfólkið á staðnum.... vorum frekar vinsælar. Skriðum heim einhvern tíman um morguninn vel hífaðar.

Næstu dagar voru allir mjög svipaðir skíði....bjór...snemma að hátta... vaknað snemma og haldið aftur á skíði.

Eitt kveldið var svokallað barslalom.... barsvig! Sem sagt einn drykkur á hverjum bar og svo haldið á næsta. Ég held við höfum náð að heimsækja alla barina í þessum smábæ. Hrebbna var náttúrulega last one standing.... kemur ekki á óvart þar sem Danir eru ekki sérlega skemmtilegir djammarar. Já gleymdi að tilkynna það ég var eini útlendingurinn í öllum hópnum. Þannig ég fékk óverdóse af tungumálum sem ég skil ekki, danska, franska og þýska eru ekkert sérlega sterk tungumál hjá mér. Danskan hins vegar eftir vikuna er orðin helvíti öflug og ég barasta farin að syngja með hástöfum Kim Larsen og öðrum dönskum söngvurum.

En já mjög skemmtileg ferð, kynntist fullt af fólki og lærði dönsku.

Á þessu ári hef ég komið til Íslands, Danmerkur, Þýskalands, Sviss og Frakklands... geri aðrir betur.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Komin heim frá Vars

Jæja þá er 27 tíma rútuferðin búin og ég loks komin aftur til DK. Segi ykkur betur frá öllu seinna en nú er tími á sturtu þar sem maður er ekkert sérlega hreinn eftir að hafa verið utangarðsmaður núna í næstum 2 sólarhringa. Síja leiter

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Komin í DK gírinn

Yndislegt að vera komin heim. Í gærkveldi ætluðu ég og Hildur rétt að kíkja á barinn í einn tvo bjóra.... þið vitið hvernig það endaði, eins og alltaf! Í dag vorum við sambýlingarnir ofur duglegar og fórum og versluðum í matinn, skáparnir hér voru orðnir ansi tómir. Nú eigum við fullt fullt af dósamat og ýmsu öðru góðgæti. Ég var eitthvað þyrst í verslunarleiðangrinum en við enduðum með að kaupa 14.5 lítra af vökva. Svo þurftum við náttúrulega að bera allt heim.... Hildur er búin að vera að bölva mér í allan dag. Í tilefni af stuttri dvöl minni í Baunalandi ákvað ég að bjóða gellunum í mat... Voða gott allt saman.

Svo er það bara Frakkland á föstudag! Djöfull hlakka ég til en samt finnst mér eitthvað voða skrítið að ég sé aftur á leið til útlanda nýkomin heim og allt það.

mánudagur, janúar 02, 2006

Fyrsti póstur á árinu 2006

Gleðilegt ár allir saman! Vonandi hafiði skemmt ykkur mega vel á gamlárskvöld. Vist mín á fróninu er senn á enda en ég fer á óguðlegum tíma í fyrramálið aftur til DK.

Dagurinn í gær var ekki góður dagur... ég hef sjaldan verið svona hrikalega þunn. Það átti meira að segja að vera djamm í gærkveldi en Hrebbna gat ekki hreyft sig.

Úff ég nenni ekki að pakka! Ég er núna að pakka þeim hlutum sem ég tók ekki með þegar ég flutti fyrst út. Shit hvað ég á mikið af fötum og drasli. Og manni finnst allt svo ómissandi.