laugardagur, mars 25, 2006

Svo bjartsýn að það er vitleysa

Einhvern veginn þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ofurbjartsýn. Ég hélt að hitastigið væri álíka og hefur verið undanfarna daga þannig ég skellti mér bara í flíspeysuna og hljóp út. Andskoti hafði ég rangt fyrir mér... það var svo drullukalt að ég hélt ég væri komin á Norðurpólinn. Ég hefði alveg viljað vera í ullarkápunni með húfu, trefil og vettlinga. Á ég virkilega að trúa því að vorið er farið og vetur kominn aftur? snökt snökt!

Engin ummæli: