Eftir flutningana get ég glaðst og hlakkað til svo ofboðslega mikils. Nefnilega eftir 36 daga munum við Hlín halda í ævintýraferð. Interrail í nokkrar vikur um Evrópu, takk fyrir! Þó smáatriðin eins og hvaða lönd okkur langar til og hvað við ætlum að bralla er ekki alveg komið á hreint þá held ég þetta verði frábær ferð. Við erum þó búnar að ákveða að byrja í Berlín (I love that city!) svo líklega halda þaðan til Luxemborg, þaðan yfir til Frakklands og stoppa í Champagne héraði og fara svo þaðan til Bourgogne héraðs. Við ætlum sko aldeilis að smakka á nokkrum góðum vínum. Jæja þegar við getum ekki je ne sais pas lengur þá er það Bella Italia. Hlín fær að skipuleggja þann hluta af ferðinni. En já eftir við komum ekki niður meira pasta er hugmyndin að kíkja aðeins á Grikkland. Málið er bara okkur langar að fara til ALLRA landa í Evrópu en því miður höfum við hvorki tíma né peninga fyrir slíkri ferð í þetta skipti. Ég er viss um að þessi ferð verði bara rétt smagsprøve á það sem koma skal.
Takmark dagsins: Pakka ofan í 2 kassa. Bara spurning um hvar á að byrja.
þriðjudagur, júní 24, 2008
laugardagur, júní 21, 2008
Ég brosi allann hringinn í augnablikinu. Ástæðan er ég er búin að fá íbúð! Veiiiiii *allir klappa* Ég hoppaði og skoppaði í vinnunni á Snorks í gær þegar ég fékk að vita að ég fæ að flytja þangað. Þetta er dúlluleg stúdíóíbúð á Vesterbro *besta hverfið í bænum*. Ég flyt í kringum 5. júlí. Gleði gleði. Ekki of dýr heldur. Ef einhverjum leiðist í kringum 5.júlí þá hef ég fullt af hlutum sem ég gæti þegið hjálp með.
Nú verð ég að fara að gera mig að mega skutlu því ég er að fara með stelpunum á Sex and the city. Eftir á verða það kokteilar og sushi. Jamms!
Nú verð ég að fara að gera mig að mega skutlu því ég er að fara með stelpunum á Sex and the city. Eftir á verða það kokteilar og sushi. Jamms!
miðvikudagur, júní 18, 2008
Ofurbloggarinn Hrebbna
Úff hvað ég er léleg í þessu bloggerí.
En já takk allir fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og allt. Við héldum hér veislu á RBG með mat og drykk og meiri drykk. Svaka flott.... en gvuð minn almáttugur ég var svo hrikalega þunn daginn eftir. Eftir svona massa drykkju þá hefur maður eiginlega ekki lyst til að drekka á næstunni.
Oh ég væri sko alveg til í að skella mér í langt frí en það stendur ekki til boða sérstaklega þar sem er highseason á hótelinu. Speaking of the hotel þá eru margir fleiri frægir búnir að gista þarna að undanförnu, Busta Rhymes, Linkin Park, Coldplay, Paul Potts, Duran Duran, einn af backstreet boys og já ekki má gleyma dönsku idol dívurnar.
Hér byrjaði sumarið þvílíkt flott en núna er eins og veðrið sé klofin persónuleiki og getur ekki ákveðið sig hvort á að vera sól eða rigning.... pirrandi.
Hildur mín er að flytja til ÍSAlands á sunnudag og ég er barasta engan veginn sátt við það. Mér finnst hún eigi bara að vera í Köben (já mér finnst Malmö langt en það er þó ekki eins langt og Keflavík). Það verður skrítið að hitta hana ekki í kaffi og knúsa Freyju Kristínu reglulega.
Jæja best að koma sér í háttinn ef maður ætlar að vakna á réttum tíma.
En já takk allir fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og allt. Við héldum hér veislu á RBG með mat og drykk og meiri drykk. Svaka flott.... en gvuð minn almáttugur ég var svo hrikalega þunn daginn eftir. Eftir svona massa drykkju þá hefur maður eiginlega ekki lyst til að drekka á næstunni.
Oh ég væri sko alveg til í að skella mér í langt frí en það stendur ekki til boða sérstaklega þar sem er highseason á hótelinu. Speaking of the hotel þá eru margir fleiri frægir búnir að gista þarna að undanförnu, Busta Rhymes, Linkin Park, Coldplay, Paul Potts, Duran Duran, einn af backstreet boys og já ekki má gleyma dönsku idol dívurnar.
Hér byrjaði sumarið þvílíkt flott en núna er eins og veðrið sé klofin persónuleiki og getur ekki ákveðið sig hvort á að vera sól eða rigning.... pirrandi.
Hildur mín er að flytja til ÍSAlands á sunnudag og ég er barasta engan veginn sátt við það. Mér finnst hún eigi bara að vera í Köben (já mér finnst Malmö langt en það er þó ekki eins langt og Keflavík). Það verður skrítið að hitta hana ekki í kaffi og knúsa Freyju Kristínu reglulega.
Jæja best að koma sér í háttinn ef maður ætlar að vakna á réttum tíma.