laugardagur, febrúar 24, 2007

snjór og meiri snjór

Gvuð minn almáttugur danir eru skrítnir. Það er smá snjór og rok hérna og allir eypa gjörsamlega. Almenningssamgöngur hafa ekki virkað sem skyldi síðan á miðvikudag og mjög erfitt er að komast ferðar sinnar. Þetta er bara rétt svona íslenskt vetrarveður! Á mörgum stöðum er útgöngubann og ef þú ferð út þá færðu takk fyrir góða summu í sekt. Auðvitað eru allir sem voru búnir að panta borð hjá mér búnir að afpanta... sum borð pöntuðu fyrir nokkrum mánuðum síðan! j

Reyndar hefur þetta veður í för með sér einstakann kulda! Eins og allir vita þá er ég kuuuuldaskræfa og ekki er gott þegar hitinn í íbúðinni manns virkar ekki. Í nótt svaf ég með tvær sængur og í gammósíum, ullarsokkum og rúllukragabol. Mér líður eins og ég sé í útileigu síðla hausts.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

stjörnuspá?

Tvíburar: Það er erfitt fyrir þig að örvast af og gleyma þér í hlutum einsog mat, daðri og skemmtun. Gefðu persónu þinni þess sem hún þarfnast. Það er besta leiðin til að koma þér aftur í gang. (tekið af mbl.is)

Vóóó ég held að stjörnuspáin mín hafi aldrei verið svoooo vitlaus! En hey whatever rocks your boat.

Annars var klikkun í vinnunni í gær og vinnudagurinn freeeekar langur. Erfiðast var þó að hafa aðstoð sem hefur enga reynslu what so ever og það var eiginlega bara double vinna fyrir mig því ég þurfti að endurgera margt sem hún gerði. Sem betur fer tóku gestirnir lítið eftir því. Fengum allavega gott þjórfé í lok kvölds.

Var svooo aldeilis til í einn öl eftir vinnu en ekki tókst það heldur var farið á milli bara í einn og hálfan tíma að leit að hentugum stað til að svala þorstanum. Endaði með að ég var orðin svo0000 pirruð, enda ekki búin að setjast niður í 13-14 tíma, orðin níkótínþurfi og þyrst, að ég stakk bara af heim og dó á sófanum.

Í dag var ætlunin að vera þvílíkt dugleg, laga til, elda mat, þvo þvott og svo framvegis en einhvern veginn er maður ekki að koma neinu í verk. Kannski gerist eitthvað á eftir aldrei að vita.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

fullorðin?

Ég veit ekki alveg hvað er að gerast þessa dagana en allt bendir til þess að maður er ekki krakki lengur heldur maður verði að sætta sig við það að maður er fullorðin. Í dag byrja ég í nýju stöðunni á franska veitingastaðnum. Ekki laust við það að ég sé svolítið stressuð enda mikil ábyrgð. En nú verða allir sem eru í Köben að koma á veitingastaðinn til mín.

Ég held Hlín hafi orðað hlutina best þegar hún sagði ég væri heimsins mesti domestic frestari í heiminum. Þvotturinn bíður, uppvaskið bíður og þrifin líka. Þegar ég verð eldri og ríkari þá verður sko húshjálp á mínu heimili.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Legusár af sófasetu

Æfingar fyrir ólympíuleikanna halda áfram, sérsvið Elín Ásu er stöðvaskiptingar á magnaðri 2004 árgerð af fjarstýringu, mitt er maraþon í sófasetu undir sæng án atrennu. Við afrekuðum þó að fara í sturtu eftir laaaanga og stranga æfingu. Vá hvað þetta er búið að vera erfiður dagur, ef við höldum svona æfingar reglulega þá held ég að við séum alveg að horfa á gullið.

Við erum sem sagt ekki búnar að gera neitt í dag vegna þreytu eftir of mikla vinnu síðustu daga. Þegar maður er farin að tala við sjálfa sig fyrir framan kúnna þá held ég það sé góð hugmynd að taka smá frí. Annars erum við Elín búnar að umgangast hvor aðra aaaaðeins of mikið þar sem við þurfum varla að ræða saman lengur... giftar?

laugardagur, febrúar 03, 2007

Stelpukveeeld

Í kvöld er stelpukvöld hjá okkur. Við ætlum út að borða á fondústað og svo fá okkur aðeins í aðra tánna kannski. Verst að bakið á mér er að fara með mig þannig ætli ég verði ekki að láta það bíða að taka þátt í trylltum dansi. Ég er allavega komin í kjólinn með rautt naglalakk og rauðan varalit.... ógó gella.

Ég skal borga einhverjum að vaska upp hjá mér!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Elíííín akkuru ertu svona bláááá?

Framtakssemin aaaalveg að fara með mig... myndir frá gærkveldinu komnar inn. Við Elín Ása erum að æfa okkur fyrir ólympíuleikana í tugþraut í sófasetu og sjónvarpsglápi og allsherjar leti svo á eftir mun Hlín koma og æfa með okkur.

Við erum algerlega screwed því maður getur ekki hjálpað öðrum fyrr en maður hjálpar sér sjálfur.... aumingja Elín og ég.