Hallo kalló!
Sit hérna í vinnunni að bíða eftir að klukkið verði 20. Gengur alveg óvenjulega hægt finnst mér. Mætti sko klukkan 13 í dag. Þvílíkur lúxus... fór og keypti rúnstykki í morgunmat og svona fíneri og dundaði mér við lestur á blöðunum.
Búin að eiga frekar bágt í dag... er alveg að drepast í bakinu. Þetta er ekkert grín að vera svona stífur og vera með verk frá rassi og upp í haus og verkjatöflur eru ekkert að virka. Eins gott ég verði góð fyrir fimmtudag því þá keyrum við vestur á Ísafjörð og svo á föstudag förum við með bát yfir á Flæðareyri.
Speaking of which... þarf að redda mér tjaldi og græjum.
mánudagur, júní 28, 2004
laugardagur, júní 26, 2004
Geisp
Úff búin að sitja hérna í vinnunni í ca 10 tíma og nú eru bara 2 eftir. Hef næstum sofnað nokkrum sinnum en afrekað það einungis einu sinni í dag. Örugglega mjög sniðugt að fara og kaupa smá sælgæti núna til að vakna. (Alltaf að hafa tilefni.)
föstudagur, júní 25, 2004
djammpacked sumar
Hvað á þetta eiginlega að þýða að hafa öll partý alltaf á sama degi? 10. júlí er ekki sniðugur dagur til að halda partý nú þegar hefur mér verið boðið á ca. 5 staði það kvöld, og það er bara 25. júní!
Næstu helgi verð ég fyrir vestan nánar tiltekið á Ísafirði og Flæðareyri. Ég hlakka mjög til. Dalalífsstemmingin í botn.
Kanarnir sem ég hef ekki séð í 16 ár koma 10. júlí og verða til 14. That is going to be very interesting I must say.
Dagsetning er komin á sumarhátíð Dísanna en hún verður 17.-18. júlí. Einhvern veginn grunar mig að skipuleggjendur hátíðarinnar Tinna og Guðrún séu búnar að selja okkur sem ódýrt vinnuafl upp í sveit allavega miðað við lýsingar.
Búrfellsdjamm 23.-25. júlí með Kötlu, Sigrúnu, Sollu, Bylgju, Tinnu og fleirum skemmtilegum stöllum.
Svo eitthvað meira sem stendur í minnisbókinni.
Um helgina hins vegar verð ég að vinna næstum allann tímann. VEI! Vinna sko fyrir fríinu.
Næstu helgi verð ég fyrir vestan nánar tiltekið á Ísafirði og Flæðareyri. Ég hlakka mjög til. Dalalífsstemmingin í botn.
Kanarnir sem ég hef ekki séð í 16 ár koma 10. júlí og verða til 14. That is going to be very interesting I must say.
Dagsetning er komin á sumarhátíð Dísanna en hún verður 17.-18. júlí. Einhvern veginn grunar mig að skipuleggjendur hátíðarinnar Tinna og Guðrún séu búnar að selja okkur sem ódýrt vinnuafl upp í sveit allavega miðað við lýsingar.
Búrfellsdjamm 23.-25. júlí með Kötlu, Sigrúnu, Sollu, Bylgju, Tinnu og fleirum skemmtilegum stöllum.
Svo eitthvað meira sem stendur í minnisbókinni.
Um helgina hins vegar verð ég að vinna næstum allann tímann. VEI! Vinna sko fyrir fríinu.
sunnudagur, júní 20, 2004
tjill og fleira
Hæ hó,
Lítið að frétta af mér... Um helgina hef ég afrekað að fara í nokkrar heimsóknir, "djammið" með Þórunni, Víkingahátíð, út að borða, bíó, fá nokkrar heimsóknir og svo núna er ég stödd í vinnunni.
Jon fór í fyrsta skipti út án mín í gær... á djammið með Hadda og strákunum. Ég held hann hafi skemmt sér alveg þokkalega. Ég þurfti að fara snemma að sofa til að geta vaknað til að fara í vinnuna.
Símbloggið er ekki að virka sem er alveg ömurlegt.
Þórunn og Birta kíktu í heimsókn til mín í vinnuna áðan... Birta var eitthvað svaka feimin við mig. Mútur virkuðu ekki einu sinni, reyndi alveg gulrætur og kleinuhring en neibbs enn feimin.
Ég verð að fara að gera eitthvað í útlitinu á þessari síðu... og kommentakerfið og koma upp linkunum og og og og
Lítið að frétta af mér... Um helgina hef ég afrekað að fara í nokkrar heimsóknir, "djammið" með Þórunni, Víkingahátíð, út að borða, bíó, fá nokkrar heimsóknir og svo núna er ég stödd í vinnunni.
Jon fór í fyrsta skipti út án mín í gær... á djammið með Hadda og strákunum. Ég held hann hafi skemmt sér alveg þokkalega. Ég þurfti að fara snemma að sofa til að geta vaknað til að fara í vinnuna.
Símbloggið er ekki að virka sem er alveg ömurlegt.
Þórunn og Birta kíktu í heimsókn til mín í vinnuna áðan... Birta var eitthvað svaka feimin við mig. Mútur virkuðu ekki einu sinni, reyndi alveg gulrætur og kleinuhring en neibbs enn feimin.
Ég verð að fara að gera eitthvað í útlitinu á þessari síðu... og kommentakerfið og koma upp linkunum og og og og
miðvikudagur, júní 16, 2004
Hæ hó jíbbjei
Jæja næstum því alveg kominn 17. júní! Ætli maður opni ekki eins og einn bjór í kveld að fagna þessum merka degi... samt þarf ég að mæta í vinnu í fyrramálið.
Um helgina var haldið upp á 23 ára afmælið mitt.... úff! Mikil drykkja og ölvun.... en alveg einstaklega skemmtilegt. Sjálfum afmælisdeginum eytt í meiriháttar þynnku.
Svo fékk ég margt skemmtilegt í ammælisgjöf... oh ég er svooooo mikið afmælisbarn í mér,finnst þetta alveg ótrúlega gaman.
Af afmælisgjöfum til sjálfrar mín.... ég keypti mér annað par af skóm! Ok ég er með smá svona bara pínulítið skóæði.
p.s. Ekki láta aðra sjá um að panta hlöllabátinn fyrir þig á djamminu.
Um helgina var haldið upp á 23 ára afmælið mitt.... úff! Mikil drykkja og ölvun.... en alveg einstaklega skemmtilegt. Sjálfum afmælisdeginum eytt í meiriháttar þynnku.
Svo fékk ég margt skemmtilegt í ammælisgjöf... oh ég er svooooo mikið afmælisbarn í mér,finnst þetta alveg ótrúlega gaman.
Af afmælisgjöfum til sjálfrar mín.... ég keypti mér annað par af skóm! Ok ég er með smá svona bara pínulítið skóæði.
p.s. Ekki láta aðra sjá um að panta hlöllabátinn fyrir þig á djamminu.
fimmtudagur, júní 10, 2004
Ýmislegt í gangi
Ákveðin hefð sem hefur verið hjá mér í ansi mörg ár.... það er ég kaupi mér alltaf skó rétt fyrir afmælið mitt... svona afmælisgjöf til sjálfrar mín. Í ár keypti ég voða sæta hvíta og rauða strigaskó. Ég er alveg einstaklega ánægð með þessi kaup mín og er ógeðslega sæt í þeim.
Everyone watch out!
Everyone watch out!
mánudagur, júní 07, 2004
If god was a DJ....
Jæja þá er kominn mánudagurinn enn á ný. Að vísu verður þetta soldið skemmtileg vika því Sólveig og Elín koma til Íslands.... í tilefni af afmælinu mínu (eða eitthvað svoleiðis). Skrítið maður eldist og eldist en samt finnst manni að maður sé bara 12 ára ennþá. Mér finnst ég lítið hafa breyst síðan ég var unglingur nema náttúrulega maður er kominn með smá reynslu í kladdann. Shit ég er orðin 23 ára gömul... sem í sjálfu sér er ekkert gamalt en ég hélt nú þegar ég var yngri að þegar ég yrði 23 ára væri ég komin með hús, bíl, mann og börn....og væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða. En ég er bara komin með eitt af þessum lista þ.e.a.s. manninn en samt ég er ekki gift eins og ég hélt ég yrði. 23 ára var alveg voðalega gamalt! Ég hrekk alveg í kút þegar talað er um mann sem konuna...oftast nær krakkar. Svo þegar maður pælir í því þá eru margir vina manns kominn með allt á þessum lista... kannski maður sé bara svona seinþroska eða eitthvað.
laugardagur, júní 05, 2004
Dagurinn
Þá er maður á helgarvakt og svona skemmtilegheit. Að vísu það er voðalega ljúft að vera hérna um helgar einhvern svo mikil ró yfir öllu.
Maður kíkti aðeins á kaffihús með vinnufélögunum í gær eftir vinnu svona eins og einn tveir bjórar teigaðir. Síðan haldið heim í mat... Birna og Lalli nærðu sig með okkur. Ræddi alveg heillengi við Birnu um ríkisstjórnina og slíkt. Very interesting to say the least. Jon er komin með nett ógeð held ég á þessum pælingum mínum þó hann skilji ekki einu hvað ég er að segja þegar ég er að ræða þetta. Hann hlakkar bara til að fara að læra íslensku.
Seinna í gærkveldi var kíkt í bjór á kaffihús með Sigrúnu og Kötlu. Svaka stuð. Verst að þurfa að mæta í vinnunna því ég var alveg komin í nettann djammgír. Ó well kannski í kveld.
Rölti mér áðan upp á kaffitár og fékk mér ótrúlega góðann machiato hjá Sigrúnu og svo skoðaði maður í búðarglugganna. Keypti mér voðalega töff úr í Skarthúsinu... mjög ánægð með þessi kaup mín.
Oh mig langar svo í skó... helst rauða.... og tösku í stíl. Reyndar langar mig bara að fara á verslunarfyllerí.... en ég er að reyna að vera skynsöm og sparsöm. Sérstaklega ef maður ætlar að flytja af hótel mömmu í haust.
Maður kíkti aðeins á kaffihús með vinnufélögunum í gær eftir vinnu svona eins og einn tveir bjórar teigaðir. Síðan haldið heim í mat... Birna og Lalli nærðu sig með okkur. Ræddi alveg heillengi við Birnu um ríkisstjórnina og slíkt. Very interesting to say the least. Jon er komin með nett ógeð held ég á þessum pælingum mínum þó hann skilji ekki einu hvað ég er að segja þegar ég er að ræða þetta. Hann hlakkar bara til að fara að læra íslensku.
Seinna í gærkveldi var kíkt í bjór á kaffihús með Sigrúnu og Kötlu. Svaka stuð. Verst að þurfa að mæta í vinnunna því ég var alveg komin í nettann djammgír. Ó well kannski í kveld.
Rölti mér áðan upp á kaffitár og fékk mér ótrúlega góðann machiato hjá Sigrúnu og svo skoðaði maður í búðarglugganna. Keypti mér voðalega töff úr í Skarthúsinu... mjög ánægð með þessi kaup mín.
Oh mig langar svo í skó... helst rauða.... og tösku í stíl. Reyndar langar mig bara að fara á verslunarfyllerí.... en ég er að reyna að vera skynsöm og sparsöm. Sérstaklega ef maður ætlar að flytja af hótel mömmu í haust.
föstudagur, júní 04, 2004
Fjölmiðlafrumvarp
Blessaði forsetinn neitaði barasta að skrifa undir. Ég verð nú að játa þetta var nokkuð sem ég bjóst svo aldeilis ekki við. Ég er greinilega í mjög fámennum hópi sem taldi þetta vitlaust af honum. Þetta er alls ekki hans vald að mínu mati, Hann á ekki að vera pólitísk vera að neinu leiti. Deila má afhverju Dabbinn setti lögin hvort það hafi verið til að vernda fjölmiðlastreymi til þegna þessa lands eða sem persónulegar árásir á Jón Ásgeir. Lögin í sjálfu sér eru mjög sniðug að mínu mati að minnsta kosti eftir breytingar og slíkt. Eitthvað sem er þarft hér á þessu skeri þar sem Íslendingar eru með fréttaþyrstustu þjóðum heims. Ég vil ekki mengaðann fréttaflutning að neinu leiti...Fjölmiðlar eru öflugt tæki sem má ekki vera í eigu fyrirtækis sem á stórann hluta alls markaðar á Íslandi. Kolkrabbinn á sínum tíma var ekki næstum því eins stór og öflugur og þetta apparat er orðið í dag....
Mjög margir eru á móti mínum skoðunum þessa dagana og greinilegt að mörgum er ansi heitt í hamsi. En það er rosalega gaman að fylgjast með hvað margir hafa opnað augun gagnvart stjórnmálum og hvar valdið liggur.
Mjög margir eru á móti mínum skoðunum þessa dagana og greinilegt að mörgum er ansi heitt í hamsi. En það er rosalega gaman að fylgjast með hvað margir hafa opnað augun gagnvart stjórnmálum og hvar valdið liggur.
fimmtudagur, júní 03, 2004
Nýtt útlit á ný
Vegna geigvænlegar óánægju hef ég ákveðið á næstu dögum að breyta útliti síðunnar aftur á allra næstu dögum.... þar með talið commentakerfi og að sjálfsögðu koma linkarnir aftur og fleiri til.
Bíðið spennt!
Bíðið spennt!