Þá er ósköp rólegri helgi lokið. Mesta sem var gert var að bjóða Hildi, Hlín og Þránni í mat í gærkveldi. Grilluðum hammara og svo var ostakaka a la Hrebbna í eftirrétt. Fólk borðaði á sig gat og þegar þau héldu þau gætu ekki borðað meira píndi ég meira ofan í þau.... hehehehe. Enduðum svo kvöldið með að glápa á Dogma. Alveg sama hversu oft ég hef séð þessa mynd þá er hún alltaf jafn skemmtileg.
Ég skilaði af mér íbúðinni á kollegíinu áðan og á því bara heima á einum stað núna. Fínt að þurfa ekki að hugsa um þá íbúð meir. Nú þarf ég bara að fara að koma mér í IKEA að kaupa ýmislegt fyrir þessa íbúð. Einna mikilvægast er fataslá eða fataskápar.
Svo verða það bara rólegheit það sem eftir lifir dags.
mánudagur, júní 25, 2007
föstudagur, júní 22, 2007
hahahaha
Þvottavélin loks komin í hús en auðvitað eru einhver vandkvæði eins og er sjálfsagt þegar ég á í hlut! Nebblilega það er eitthvað ves að fá vatn inn á vélina. Þannig eigandinn er búinn að koma 2 að reyna að laga og er nú að reyna að bardúsa eitthvað. Vona bara svo innilega að þetta virki. Ég nenni ómögulega að þvo þvottinn minn í höndum eins og ég hef verið að gera að undanförnu.
Hér rignir óendanlega og ég er búin að lenda í nokkrum dembum án regnhlífar eða nokkurs konar vara. Í augnablikinu eru þrenn pör af skóm og 2 jakkar í þurrkun. Ég ætti kannski að finna regnhlífina mína og hafa hana með mér hvert sem ég fer.
Í svona veðri þá verður maður eitthvað svo ofur þreyttur og fær égnenniiggiveikina á háu stigi.
Annars erum við Elín búnar að vera að hengja upp myndir og gera sætt hérna. En þrátt fyrir það er enn frekar langt í land.
Hér rignir óendanlega og ég er búin að lenda í nokkrum dembum án regnhlífar eða nokkurs konar vara. Í augnablikinu eru þrenn pör af skóm og 2 jakkar í þurrkun. Ég ætti kannski að finna regnhlífina mína og hafa hana með mér hvert sem ég fer.
Í svona veðri þá verður maður eitthvað svo ofur þreyttur og fær égnenniiggiveikina á háu stigi.
Annars erum við Elín búnar að vera að hengja upp myndir og gera sætt hérna. En þrátt fyrir það er enn frekar langt í land.
þriðjudagur, júní 19, 2007
þvottur...
Mér ætlar ekki að takast að fá þvottavél í hús! Málið er ég ætla bara að leigja þvottavél því ég veit ekkert hvað ég kem til með að búa í Danaveldi lengi og ef ég fjárfesti í slíkum grip þá vil ég kaupa gæðagrip sem endist eitthvað og einnig táknar slíkur gripur að ég er orðin aðeins fullorðnari en ég er tilbúin til að sætta mig við.
En að vandræðunum, þetta fyrirtæki nefnist LEASY og ég finn þar fína þvottavél á ágætu verði og reyni svo að panta hana á netinu. Neibb gat það ekki. Hringi og reyni að panta, fæ þau svör að einhver muni hringja í mig innan tíu mínútna. Eftir klukkutíma hringi ég aftur og fæ enn sömu svör og áður. Ég náttúrulega orðin smá pirruð. Ég hringi svo aftur og næ loks sambandi við einhvern og næ að panta gripinn. Hann segir mér að ég geti fengið hann afhentan eftir tæpa viku, whaaaat? Ég hélt þetta ætti bara að taka 2 daga! Ó well!
Á settum degi bíð ég spennt eftir að fá að fara loksins þvo föt, hóst hóst! En aldrei kemur neinn en ég fór í sturtu og hringi svo í þá og þá segja þeir að enginn hafi svarað. Ég náttúrulega miður mín. Kemst reyndar að því að þeir fóru í vitlaust hús!
Næsti afhendingardagur er fimm dögum eftir fyrstu tilraun, ég vakna snemma á sunnudegi til að vera klár fyrir afhendinguna. Nei nei þá hringja þeir og segja vegna veikinda er því miður ekki hægt að koma. Ég freeeeekar pissed off því það er farið að grynnka á nærfata og sokkabirgðum mínum allverulega. Jæja næ að væla út tíma 2 dögum seinna þrátt fyrir það ætti að taka 5 daga.
Nú í dag er þvottavélin loks komin á réttan stað en það mætir bara einn maður til að koma henni á sinn stað. Ég var búin að segja þeim að það væru nokkrar tröppur og líklega erfitt fyrir einn mann. Skv einhverjum reglum megum við Elín Ása ekki hjálpa og því fór þvottavélin mín tilbaka. Líklegast þarf ég að bíða í 5 daga enn!
Nú er ég virkilega að hugsa hvort ég eigi að kyngja á honum stóra mínum og viðurkenna að ég sé fullorðin og fara og fjárfesta í eitt stk þvottavél.
En að vandræðunum, þetta fyrirtæki nefnist LEASY og ég finn þar fína þvottavél á ágætu verði og reyni svo að panta hana á netinu. Neibb gat það ekki. Hringi og reyni að panta, fæ þau svör að einhver muni hringja í mig innan tíu mínútna. Eftir klukkutíma hringi ég aftur og fæ enn sömu svör og áður. Ég náttúrulega orðin smá pirruð. Ég hringi svo aftur og næ loks sambandi við einhvern og næ að panta gripinn. Hann segir mér að ég geti fengið hann afhentan eftir tæpa viku, whaaaat? Ég hélt þetta ætti bara að taka 2 daga! Ó well!
Á settum degi bíð ég spennt eftir að fá að fara loksins þvo föt, hóst hóst! En aldrei kemur neinn en ég fór í sturtu og hringi svo í þá og þá segja þeir að enginn hafi svarað. Ég náttúrulega miður mín. Kemst reyndar að því að þeir fóru í vitlaust hús!
Næsti afhendingardagur er fimm dögum eftir fyrstu tilraun, ég vakna snemma á sunnudegi til að vera klár fyrir afhendinguna. Nei nei þá hringja þeir og segja vegna veikinda er því miður ekki hægt að koma. Ég freeeeekar pissed off því það er farið að grynnka á nærfata og sokkabirgðum mínum allverulega. Jæja næ að væla út tíma 2 dögum seinna þrátt fyrir það ætti að taka 5 daga.
Nú í dag er þvottavélin loks komin á réttan stað en það mætir bara einn maður til að koma henni á sinn stað. Ég var búin að segja þeim að það væru nokkrar tröppur og líklega erfitt fyrir einn mann. Skv einhverjum reglum megum við Elín Ása ekki hjálpa og því fór þvottavélin mín tilbaka. Líklegast þarf ég að bíða í 5 daga enn!
Nú er ég virkilega að hugsa hvort ég eigi að kyngja á honum stóra mínum og viðurkenna að ég sé fullorðin og fara og fjárfesta í eitt stk þvottavél.
laugardagur, júní 16, 2007
Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar! Ég er nú bara upp með mér hvað margir mundu eftir mér.
Það var þvílík dagskrá meðan Amma, Birna og skvísurnar voru hérna. Fyrsta daginn var farið niður á Nyhavn í þvílíku sólskini og farið í bátsferð. Annan daginn héldum við allar í dýragarðinn og enn og aftur var þvílíkt gott veður. Seinna um kvöldið bauð ég svo í mat hérna heima hjá mér. Á mánudeginum fórum við í Bakken og fórum við oft í hvert tæki. Tæki og rauðvín kvöldið áður fara ekki sérlega vel saman. En Heklu fannst ekkert smá gaman. Það kvöld kom Hekla og gisti hérna heima, og horfðum við á DVD og dekruðum við okkur. Á þriðjudeginum fórum við í Tívolí og enn og aftur fórum við í fullt af tækjum. Um kveldið fórum við út að borða á Le Basilic í alveg 3-4 rétta máltíð með velvöldu víni með hverjum rétt. Namminamm! Á miðvikudeginum var rölt um bæinn og tjillað nett en einnig var farið út að borða á einn alversta veitingastað Kaupmannahafnar... mæli ekki með Jensen Böfhus. Síðan kvaddi ég þessa góðu heimsókn og hélt svo á frábæra tónleika með Tori Amos.
Síðustu dagar hafa svo farið í að ná sér eftir annasama viku. Nú er fríið búið og vinnan heldur áfram. úff púff
Það var þvílík dagskrá meðan Amma, Birna og skvísurnar voru hérna. Fyrsta daginn var farið niður á Nyhavn í þvílíku sólskini og farið í bátsferð. Annan daginn héldum við allar í dýragarðinn og enn og aftur var þvílíkt gott veður. Seinna um kvöldið bauð ég svo í mat hérna heima hjá mér. Á mánudeginum fórum við í Bakken og fórum við oft í hvert tæki. Tæki og rauðvín kvöldið áður fara ekki sérlega vel saman. En Heklu fannst ekkert smá gaman. Það kvöld kom Hekla og gisti hérna heima, og horfðum við á DVD og dekruðum við okkur. Á þriðjudeginum fórum við í Tívolí og enn og aftur fórum við í fullt af tækjum. Um kveldið fórum við út að borða á Le Basilic í alveg 3-4 rétta máltíð með velvöldu víni með hverjum rétt. Namminamm! Á miðvikudeginum var rölt um bæinn og tjillað nett en einnig var farið út að borða á einn alversta veitingastað Kaupmannahafnar... mæli ekki með Jensen Böfhus. Síðan kvaddi ég þessa góðu heimsókn og hélt svo á frábæra tónleika með Tori Amos.
Síðustu dagar hafa svo farið í að ná sér eftir annasama viku. Nú er fríið búið og vinnan heldur áfram. úff púff
miðvikudagur, júní 13, 2007
Afmææææliiiii
Ég á ammæli í dag, ég á ammæli í daaaag hún á ammæli hún Hrebbnaaaaa. Ég á ammæli í dag.
Víííííí
Víííííí
mánudagur, júní 11, 2007
Stuð stuð stuð
Í gærkveldi hélt ég fyrsta matarboðið af mörgum hér í þessari höll sem ég bý í nú. Amma, Birna, Hekla, Heiður, Hildur, Svava, Helga og HC og auðvitað Elín mættu í þessa veislu. Sátum og borðuðum úti vegna þess veðrið var algert æði. Ég held að mannskapurinn hafi nú bara skemmt sér mjög vel og allir hafi farið saddir og sælir heim.
Í gær fór ég með túristunum í dýragarðinn og í dag er ætlunin að fara á Dyrehavns Bakken. Ég og Hekla erum búnar að ákveða að fara í ÖLL tækin!
Í gær fór ég með túristunum í dýragarðinn og í dag er ætlunin að fara á Dyrehavns Bakken. Ég og Hekla erum búnar að ákveða að fara í ÖLL tækin!
föstudagur, júní 08, 2007
Heimsóknir
Í kvöld koma Amma Doja, Birna, Hekla og Heiður. Ég hlakka ekkert smá til en vegna vinnu næ ég ekki að sjá þær fyrr en í fyrramálið. Fyrsta matarboðið í þessari íbúð verður haldið á sunnudag en þá ætla ég að bjóða ferðalöngunum í mat. Nú er bara spurning hvað maður á að elda... Það væri líklega sniðugast að grilla eitthvað gott þar sem veðrið er uppá sitt allra besta þessa dagana. Svo verður farið út að borða á veitingastaðinn minn á þriðjudag. Auðvitað er skylda að kíkja niður á Nyhavn, fara í Tívolí og á Bakken, fara í eins og einn kanaltur, labba Strikið og allt þetta týpíska sem maður gerir með túristum.
Jæja best að fara að drífa sig út í møntvask þar sem þvottavélin okkar er ekki komin.
Jæja best að fara að drífa sig út í møntvask þar sem þvottavélin okkar er ekki komin.
fimmtudagur, júní 07, 2007
Ó hvar ertu?
Kannist ekki við það þegar þið týnið einhverju og eru við það að verða geðveik að leita að hlutnum? Ég er búin að lenda í þessu tvisvar í vikunni, fyrra skiptið var það snúran að myndavélinni minni. Elín var orðin hálfhrædd um mig vegna þess það komst ekkert annað að hjá mér fyrr en ég fann hana. Núna er ég búin að týna málbandinu og bráðvantar það til að mæla fyrir þvottavélinni. Mig dreymdi meira að segja málbandið í nótt! Það fer ekki mest í mig að geta ekki notað málbandið nei nei nei það fer mest í mínar pirrur að finna það ekki! Þegar ég týni svona hlutum þá verð ég hálfsturluð á að leita og leita 20 sinnum á sömu staðina en án árangurs. Í flestum tilvikum eru þetta hlutir sem ég setti á einhvern "góðan" stað svo ég myndi eiga auðvelt með að finna þá. Týpískt...
Um helgina fæ ég góða heimsókn frá Íslandi en það eru Amma D., Birna, Hekla og Heiður. Ég hlakka ekkert smá til að sýna þeim bæinn. Og ég er barasta búin að taka mér frí frá sunnudegi til og með fimmtudags. Ekki amalegt það.
Um helgina fæ ég góða heimsókn frá Íslandi en það eru Amma D., Birna, Hekla og Heiður. Ég hlakka ekkert smá til að sýna þeim bæinn. Og ég er barasta búin að taka mér frí frá sunnudegi til og með fimmtudags. Ekki amalegt það.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Ég er ástfangin
... af nýju íbúðinni minni! Við Elín erum eitt stórt sólheimaglott svoooo hamingjusamar. Nýja íbúðin er svooooo mikið æði og við vorum báðar sammála um leið og við gengum hér inn með allt okkar hafurtask að hér ættum við heima. Ég vil ekki einu sinni fara í vinnuna vil heldur bara vera hérna heima því það er svo notalegt.
Flutningarnar voru nú frekar fyndnir. Ég fer á netið og leita að flutningamönnum, sendi e-mail hingað og þangað í leit að tilboðum í þetta mikla verk. Finn eitt fyrirtæki sem mér líst á og hringi í hann. Já já hann er alveg til í að taka þetta verk að sér og við töluðum um að best væri að gera þetta daginn eftir. Nei nei hann hringir stuttu seinna aftur og segir hann kemur eftir klukkutíma! Við Elín sátum þá bara í náttfötunum með morgunmatinn og kaffið. Auðvitað vorum við ekkert búnar að pakka! Náðum að pakka okkar búslóð niður á klukkutíma ofan í svarta ruslapoka meðal annars. Flutningar með hraði. Ekki nóg með þetta þá var ég að fara að mæta í vinnuna um kvöldið, hjartað sló hratt og stressmælirinn var í hámarki. Vá hvað maður sankar að sér miklu dóti á stuttum tíma. Við náðum að fylla heilan vörubíl og við sem héldum að við ættum ekkert af dóti. Nú er að komast mynd á allt hérna en við þurfum á hjálp að halda við að tengja ljós og slíkt. Ég held að enginn treysti okkur stöllum til að fikta við rafmagn. Við þurfum líka að gera okkur ferð í IKEA og kaupa ýmislegt sem til vantar.
Myndir af flutningum og fleiru eru komnar á netið.
Flutningarnar voru nú frekar fyndnir. Ég fer á netið og leita að flutningamönnum, sendi e-mail hingað og þangað í leit að tilboðum í þetta mikla verk. Finn eitt fyrirtæki sem mér líst á og hringi í hann. Já já hann er alveg til í að taka þetta verk að sér og við töluðum um að best væri að gera þetta daginn eftir. Nei nei hann hringir stuttu seinna aftur og segir hann kemur eftir klukkutíma! Við Elín sátum þá bara í náttfötunum með morgunmatinn og kaffið. Auðvitað vorum við ekkert búnar að pakka! Náðum að pakka okkar búslóð niður á klukkutíma ofan í svarta ruslapoka meðal annars. Flutningar með hraði. Ekki nóg með þetta þá var ég að fara að mæta í vinnuna um kvöldið, hjartað sló hratt og stressmælirinn var í hámarki. Vá hvað maður sankar að sér miklu dóti á stuttum tíma. Við náðum að fylla heilan vörubíl og við sem héldum að við ættum ekkert af dóti. Nú er að komast mynd á allt hérna en við þurfum á hjálp að halda við að tengja ljós og slíkt. Ég held að enginn treysti okkur stöllum til að fikta við rafmagn. Við þurfum líka að gera okkur ferð í IKEA og kaupa ýmislegt sem til vantar.
Myndir af flutningum og fleiru eru komnar á netið.
sunnudagur, júní 03, 2007
litlir kassar á lækjarbakka...
Ég tók mig til í kvöld eftir að hafa verið ansi löt í dag og pakkaði fullt fullt. Nú er flest komið í kassa nema fööööötin mín. Úff púff ég viðurkenni það alveg að ég á alltof mikið af fötum. Telst eðlilegt að tvær manneskjur eru með einn riiiisa svartan ruslapoka bara af skóm... samt eftir að hafa hent um 10 pörum? Við erum búnar að henda alveg slatta af drasli en samt er alveg nóg eftir.
Ég er búin að leita og leita og leita að snúrunni til að setja myndir af myndavélinni yfir á tölvuna... finn hana ekki!!! Ætlaði að setja myndir af nýju íbúðinni á netið en sóóóó sorrííí.
Ég er búin að leita og leita og leita að snúrunni til að setja myndir af myndavélinni yfir á tölvuna... finn hana ekki!!! Ætlaði að setja myndir af nýju íbúðinni á netið en sóóóó sorrííí.