Ég tók mig til í kvöld eftir að hafa verið ansi löt í dag og pakkaði fullt fullt. Nú er flest komið í kassa nema fööööötin mín. Úff púff ég viðurkenni það alveg að ég á alltof mikið af fötum. Telst eðlilegt að tvær manneskjur eru með einn riiiisa svartan ruslapoka bara af skóm... samt eftir að hafa hent um 10 pörum? Við erum búnar að henda alveg slatta af drasli en samt er alveg nóg eftir.
Ég er búin að leita og leita og leita að snúrunni til að setja myndir af myndavélinni yfir á tölvuna... finn hana ekki!!! Ætlaði að setja myndir af nýju íbúðinni á netið en sóóóó sorrííí.
1 ummæli:
dugleg stelpa
Skrifa ummæli