Kannist ekki við það þegar þið týnið einhverju og eru við það að verða geðveik að leita að hlutnum? Ég er búin að lenda í þessu tvisvar í vikunni, fyrra skiptið var það snúran að myndavélinni minni. Elín var orðin hálfhrædd um mig vegna þess það komst ekkert annað að hjá mér fyrr en ég fann hana. Núna er ég búin að týna málbandinu og bráðvantar það til að mæla fyrir þvottavélinni. Mig dreymdi meira að segja málbandið í nótt! Það fer ekki mest í mig að geta ekki notað málbandið nei nei nei það fer mest í mínar pirrur að finna það ekki! Þegar ég týni svona hlutum þá verð ég hálfsturluð á að leita og leita 20 sinnum á sömu staðina en án árangurs. Í flestum tilvikum eru þetta hlutir sem ég setti á einhvern "góðan" stað svo ég myndi eiga auðvelt með að finna þá. Týpískt...
Um helgina fæ ég góða heimsókn frá Íslandi en það eru Amma D., Birna, Hekla og Heiður. Ég hlakka ekkert smá til að sýna þeim bæinn. Og ég er barasta búin að taka mér frí frá sunnudegi til og með fimmtudags. Ekki amalegt það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli