miðvikudagur, júní 06, 2007

Ég er ástfangin

... af nýju íbúðinni minni! Við Elín erum eitt stórt sólheimaglott svoooo hamingjusamar. Nýja íbúðin er svooooo mikið æði og við vorum báðar sammála um leið og við gengum hér inn með allt okkar hafurtask að hér ættum við heima. Ég vil ekki einu sinni fara í vinnuna vil heldur bara vera hérna heima því það er svo notalegt.

Flutningarnar voru nú frekar fyndnir. Ég fer á netið og leita að flutningamönnum, sendi e-mail hingað og þangað í leit að tilboðum í þetta mikla verk. Finn eitt fyrirtæki sem mér líst á og hringi í hann. Já já hann er alveg til í að taka þetta verk að sér og við töluðum um að best væri að gera þetta daginn eftir. Nei nei hann hringir stuttu seinna aftur og segir hann kemur eftir klukkutíma! Við Elín sátum þá bara í náttfötunum með morgunmatinn og kaffið. Auðvitað vorum við ekkert búnar að pakka! Náðum að pakka okkar búslóð niður á klukkutíma ofan í svarta ruslapoka meðal annars. Flutningar með hraði. Ekki nóg með þetta þá var ég að fara að mæta í vinnuna um kvöldið, hjartað sló hratt og stressmælirinn var í hámarki. Vá hvað maður sankar að sér miklu dóti á stuttum tíma. Við náðum að fylla heilan vörubíl og við sem héldum að við ættum ekkert af dóti. Nú er að komast mynd á allt hérna en við þurfum á hjálp að halda við að tengja ljós og slíkt. Ég held að enginn treysti okkur stöllum til að fikta við rafmagn. Við þurfum líka að gera okkur ferð í IKEA og kaupa ýmislegt sem til vantar.

Myndir af flutningum og fleiru eru komnar á netið.

1 ummæli:

Eva sagði...

til hamingju með þetta skvís, hlakka til að koma og skoða :)

knús