laugardagur, október 28, 2006
Halloweeen
Í kvöld verður Halloween fagnað út um allann bæ.... djö hlakka ég til! Verst ég þarf að fara í vinnuna í smá stund áður en ég get orðið vampíra. Ég er búin að reyna það sem ég get til að fá frí en það er víst ekki möguleiki.... snökt snökt. Þannig það verður líklega vel fyndið þegar ég fæ loks að hætta í kvöld... þjónninn fer inn á baðherbergi ósköp venjulega klæddur en kemur þaðan út sem one sexý vampire. Hehehehe. Oh ég vildi svoooo að ég þyrfti ekki að vinna.
mánudagur, október 23, 2006
Djöööö hvað við erum duglegar
Ég og Elín Ása erum búnar að vera súper dúper duglegar í dag. Við erum búnar að vera að standsetja íbúðina í dag og breyta öllu. Settum í 10 þvottavélar, elduðum kvöldmat og margt fleira sem bara þurfti að gerast en hefur ekki gerst sökum tímaskorts. Ég fékk óvænt frí í vinnunni vegna veikinda eigandans. Það er allavega orðið geggjað fínt hjá okkur og stofan er mögnuð miðað við að við vorum búnar að sjá fyrir okkur að ekkert myndi ganga upp hjá okkur.
Miklar breytingar í vinnunni á Víking þessa dagana og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður. Sem betur fer hef ég líka hina vinnuna á franska. Alltaf eitthvað að gerast í Hrebbnu veröld og að undanförnu er eins og allt hafi breyst hjá mér.
Miklar breytingar í vinnunni á Víking þessa dagana og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður. Sem betur fer hef ég líka hina vinnuna á franska. Alltaf eitthvað að gerast í Hrebbnu veröld og að undanförnu er eins og allt hafi breyst hjá mér.
fimmtudagur, október 19, 2006
Er ekki í lagi???
Hrebbna vaknaði í dag löngu fyrir klukkan átta að morgni alveg að sjálfsdáðum. Ég skil þetta ekki fullkomlega því ég er mesta svefnpurka sem þekkist og yfirleitt tel ég þessi tími dags sé hánótt!
Elín Ása er komin og flutt inn og erum við búnar að skatast eins og okkur einum er lagið. Hver horfir á Clueless kl. 9 á fimmtudagsmorgni?
Elín Ása er komin og flutt inn og erum við búnar að skatast eins og okkur einum er lagið. Hver horfir á Clueless kl. 9 á fimmtudagsmorgni?
mánudagur, október 16, 2006
Yey!
Vá hvað ég hlakka til morgundagsins... bæði það er frídagur hjá mér og Elín Ása kemur tilbaka! Við stöllur ætlum eitthvað út að spise og hygge okkur. Búið að vera magnað erfið helgi og það verður gott að slaka aðeins á. Fyndnir atburðir elta mig!
Dabbi bró átti ammæli í gær og vil ég óska honum kærlega til hamingju með það... hann sagði hann væri að ná mér. Hahahaha það verður alltaf no matter what 2 ár og 5 mánuðir á milli okkar. En já já þú ert að ná mér gamli kall.
Best að fara að koma sér í vinnuna! Úff hvað ég er ekki alveg að nenna því í augnablikinu.
Dabbi bró átti ammæli í gær og vil ég óska honum kærlega til hamingju með það... hann sagði hann væri að ná mér. Hahahaha það verður alltaf no matter what 2 ár og 5 mánuðir á milli okkar. En já já þú ert að ná mér gamli kall.
Best að fara að koma sér í vinnuna! Úff hvað ég er ekki alveg að nenna því í augnablikinu.
þriðjudagur, október 10, 2006
Írsk helgi
Frábærir tónleikar í gærkveldi með Snow Patrol (írsk hljómsveit). Alltaf gaman að fara á rómantísk deit með Þránni og Maríönnu. Einnig gaman að hitta Rannveigu þrátt fyrir stundin hafi verið stutt.
Um helgina var einhver fótboltaleikur milli Danmerkur og Írlands. Vegna þessa hefur verið alveg fullt fullt af fullum Írum ráfandi um bæinn og syngjandi. Írar syngja allann sólarhringinn... alveg sama hvar ég hef verið um helgina hafa þessir vitleysingjar verið syngjandi og með bjór í hendi.
Hey eitt sem ég á rosalega bágt með að fatta hvað er að fólki sem vill berja annað fólk í hakkaspað fyrir það eitt að klæðast bol sem þeir fíla ekki? Eftir vinnu um helgina fórum við nokkur úr vinnunni og fengum við okkur bjór og einn félagi okkar sem var með var í fótboltatreyju með einhverju írsku liði en hann er sjálfur frá Írlandi. En þessir fyrrnefndu skemmtanaglaðir Írar voru nú ekki allir sáttir við klæðaburð félagans. Það var hótað að berja hann og jafnvel verra. Við redduðum honum hinsvegar bara anorakk yfir og héldum áfram að fá okkur bjór. Það voru hinsvegar nokkrir í hóp túristanna sem könnuðust við kauða en komu hinsvegar og báðust afsökunar á framferði vina sinna. Greinilega slagsmálahundarnir of fullir til að fatta hver er hver.
Um helgina var einhver fótboltaleikur milli Danmerkur og Írlands. Vegna þessa hefur verið alveg fullt fullt af fullum Írum ráfandi um bæinn og syngjandi. Írar syngja allann sólarhringinn... alveg sama hvar ég hef verið um helgina hafa þessir vitleysingjar verið syngjandi og með bjór í hendi.
Hey eitt sem ég á rosalega bágt með að fatta hvað er að fólki sem vill berja annað fólk í hakkaspað fyrir það eitt að klæðast bol sem þeir fíla ekki? Eftir vinnu um helgina fórum við nokkur úr vinnunni og fengum við okkur bjór og einn félagi okkar sem var með var í fótboltatreyju með einhverju írsku liði en hann er sjálfur frá Írlandi. En þessir fyrrnefndu skemmtanaglaðir Írar voru nú ekki allir sáttir við klæðaburð félagans. Það var hótað að berja hann og jafnvel verra. Við redduðum honum hinsvegar bara anorakk yfir og héldum áfram að fá okkur bjór. Það voru hinsvegar nokkrir í hóp túristanna sem könnuðust við kauða en komu hinsvegar og báðust afsökunar á framferði vina sinna. Greinilega slagsmálahundarnir of fullir til að fatta hver er hver.
miðvikudagur, október 04, 2006
Ofurhúsmóðir
Það verður plokkfiskur út vikuna...
Ég bakaði köku....
Hlín var ógó góð og vaskaði upp....
Mig langar obboslega til útlanda....
Mig langar í bíó....
Ég var aumingi í ræktinni í dag...
Æði að vera byrjuð aftur að hreyfa sig...
Ég var að kaupa ógó flotta kápu....
Verst það er svo hlýtt að ég get ekki notað hana strax...
Bók sem mig hefur langað í í mjög langan tíma var á tilboði...
Ég keypti hana að sjálfsögðu...
Þannig nú get ég frætt ykkur allt um vín þegar ég er búin að lesa þessar 1000+ bls...
Mér hefur tekist að drepa enn eina plöntu...
Mig langar í flakkara...
Mig langar í heimabíókerfi...
Spöng með rjóma!
Ég bakaði köku....
Hlín var ógó góð og vaskaði upp....
Mig langar obboslega til útlanda....
Mig langar í bíó....
Ég var aumingi í ræktinni í dag...
Æði að vera byrjuð aftur að hreyfa sig...
Ég var að kaupa ógó flotta kápu....
Verst það er svo hlýtt að ég get ekki notað hana strax...
Bók sem mig hefur langað í í mjög langan tíma var á tilboði...
Ég keypti hana að sjálfsögðu...
Þannig nú get ég frætt ykkur allt um vín þegar ég er búin að lesa þessar 1000+ bls...
Mér hefur tekist að drepa enn eina plöntu...
Mig langar í flakkara...
Mig langar í heimabíókerfi...
Spöng með rjóma!
Mér leiðist
Það gerist sjaldan að ég er í fríi og hef ekkert að gera. Jæja nema hvað það vildi enginn leika í gær því allir voru svo fjandi uppteknir. Stuð stuð stuð... ég kann ekki að láta mér leiðast einni.
Kapall verður þreyttur eftir nokkra klukkutíma.
Eldaði fisk fyrir pakkið en það var svo mikill afgangur að það verður plokkfiskur í kvöld. Þarf að læra að áætla mat rétt... ég elda alltaf fyrir 10 manns.
Kapall verður þreyttur eftir nokkra klukkutíma.
Eldaði fisk fyrir pakkið en það var svo mikill afgangur að það verður plokkfiskur í kvöld. Þarf að læra að áætla mat rétt... ég elda alltaf fyrir 10 manns.
sunnudagur, október 01, 2006
Góð helgi
Í tilefni af fullt af ammælum þá var farið út að borða í gærkveldi á Le Basilic. Þvílíkt góður matur, félagsskapur og vín. Auðvitað var aðeins kíkt út á lífið eftir matinn... ótrúlega gaman. Það var algjört skinkukvöld í H-blokkinu í kvöld vegna þynnku, það er bannað að senda mig og Þráinn saman út í búð þegar við erum svöng... óhóflegt magn af óhollum mat.
En ef einhver vill skoða myndir af lífinu upp á síðkastið hér í Baunalandi þá má finna þær hér.
En ef einhver vill skoða myndir af lífinu upp á síðkastið hér í Baunalandi þá má finna þær hér.