miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Ljótufatakeppnin heldur áfram
Núna í um 2 ár höfum ég og Hildur haft þann sið að þegar við sjáum föt sem okkur finnast einstaklega ljót þá verður sú sem fyrri er til að láta hina máta. Þetta gyllta fyrirbæri úr geimplastefni varð fyrir valinu í gær... ég fékk að máta renndan bolero úr blettatígurs-frotté efni, hann var engu skárri...
Óheppnisbylgjan mín er búin held ég... Pakkinn fannst loksins á pósthúsinu og allt svona að róast í kringum um mig.
Tók rölt á strikinu í gær svona til tilbreytingar og viti menn ég rakst bara á Telmu og Hörð. Gaman gaman!
Annars trúi ég ekki að það séu að koma jól... það er enn sumar í mínum augum. Ég er ekki einu sinni búin að panta far til Íslands yfir hátíðirnar. Þannig fólk hættið að spyrja mig!!!
Tók rölt á strikinu í gær svona til tilbreytingar og viti menn ég rakst bara á Telmu og Hörð. Gaman gaman!
Annars trúi ég ekki að það séu að koma jól... það er enn sumar í mínum augum. Ég er ekki einu sinni búin að panta far til Íslands yfir hátíðirnar. Þannig fólk hættið að spyrja mig!!!
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Karma
Eitthvað hef ég gert í fyrra lífi þannig ég fæ svo aldeilis að borga fyrir syndir mínar í þessu lífi.
Er ekki sagt að allt er þegar þrennt er.... en hvað með allt er þegar fimm er eða meira?
En ég er samt að fara á The Killers tónleika í Berlín í mars! Hlakka ekkert smááá til.
Er ekki sagt að allt er þegar þrennt er.... en hvað með allt er þegar fimm er eða meira?
En ég er samt að fara á The Killers tónleika í Berlín í mars! Hlakka ekkert smááá til.
laugardagur, nóvember 18, 2006
The little Mermaid
Yndisleg mynd!!! Ég leyfði mér að kaupa mér Litlu Hafmeyjuna á DVD... ég vil meina þetta hafi verið fjárfesting til framtíðar. Sko verður maður ekki að eiga fullt af teiknimyndum þegar maður eignast börn? Fyndna er ég hef ekki séð þessa mynd í 15 ár en samt man ég eftir næstum öllu. Oh gaman gaman!
Annars er mikið um heimsóknir í augnablikinu... Rannveig frá Sverige, Gaui frá Nóatúni, og Guðný frá Íslandi. Sem þýðir einungis eitt... miiiikið af bjór!
Í fyrrakvöld var hér matarveisla að hætti Martha Stewart... Osso Buco, öplustappa og já Hrebbnan bakaði meira að segja ostaköku. Ég verð að fara að fá mér aðra vinnu, ég hef oooof mikinn frítíma.
Sófinn minn er undir álögum...
Mig vantar franskar....
Hildur er að verða búin með Joð...
Hún er sko að læra stafrófið...
Rannveig er búin að breytast í Svía...
Elín Ása er eiginkonan mín...
Ég nenni ekki í vinnuna...
Hollusta er ekki þynnkuvænn matur...
4 tíma svefn er aaalveg nóg...
Ástarjátningar eru fyndnar...
Annars er mikið um heimsóknir í augnablikinu... Rannveig frá Sverige, Gaui frá Nóatúni, og Guðný frá Íslandi. Sem þýðir einungis eitt... miiiikið af bjór!
Í fyrrakvöld var hér matarveisla að hætti Martha Stewart... Osso Buco, öplustappa og já Hrebbnan bakaði meira að segja ostaköku. Ég verð að fara að fá mér aðra vinnu, ég hef oooof mikinn frítíma.
Sófinn minn er undir álögum...
Mig vantar franskar....
Hildur er að verða búin með Joð...
Hún er sko að læra stafrófið...
Rannveig er búin að breytast í Svía...
Elín Ása er eiginkonan mín...
Ég nenni ekki í vinnuna...
Hollusta er ekki þynnkuvænn matur...
4 tíma svefn er aaalveg nóg...
Ástarjátningar eru fyndnar...
föstudagur, nóvember 10, 2006
Hrebbna Stewart
Ég er að missa mig þessa dagana í eldamennsku og að gera íbúðina sæta. Keypti mér óvart nokkrar kokkabækur í gær og eitt stykki borðdúk. En það eru flestir að njóta góðs af þessu æði mínu því það fer enginn svangur úr M217. Í gærkveldi var hér á boðstólum ofnbakaður fiskur. Um helgina er ég búin að lofa að vippa upp einni marmaraostaköku. Á aðventunni er búið að ákveða að hafa konfektgerðardag hér í M.
Annars er það vinna í kvöld á franska.... en mig fer að vanta aðra vinnu... alltof mikið frí sem ég er í. Ég er að verða vitlaus á að vera ekki að gera neitt.
Annars er það vinna í kvöld á franska.... en mig fer að vanta aðra vinnu... alltof mikið frí sem ég er í. Ég er að verða vitlaus á að vera ekki að gera neitt.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Snilld
Blessuð og sæl!
Snilld þegar fólk mætir í heimsókn til þín með innkaupapoka fullann af mat... fer svo bara og mætir nokkrum tímum seinna í tilbúin mat. Ég þurfti ekki einu sinni að spæla í hvað ég ætti að elda eða neitt....bara elda. Svaka fínn matur og 6 manns í mat. Rautt með að sjálfsögðu.
Í dag var fyrsti sunnudagur í hálft ár sem ég hef ekki verið í vinnunni eða upptekin. Svona eiga sunnudagar að vera! Ég hef ekki farið út úr húsi í allann dag...
Elín Ása er snillingur.... hún tók hjólataxa heim úr bænum í nótt. Hélt það væru engir leigubílar, nema hvað það voru bara svona 20 í röð á Radhuspladsen og hjólið kostaði meira en venjulegur leigubíll.
Ég er búin að vera sérleg barnapía um helgina fyrir krúttlegasta barn í geimi. Maður þarf ekki annað en aðeins að brosa framan í Heiði og þá fer hún að skellihlæja. Oh mússí mússí múss
Snilld þegar fólk mætir í heimsókn til þín með innkaupapoka fullann af mat... fer svo bara og mætir nokkrum tímum seinna í tilbúin mat. Ég þurfti ekki einu sinni að spæla í hvað ég ætti að elda eða neitt....bara elda. Svaka fínn matur og 6 manns í mat. Rautt með að sjálfsögðu.
Í dag var fyrsti sunnudagur í hálft ár sem ég hef ekki verið í vinnunni eða upptekin. Svona eiga sunnudagar að vera! Ég hef ekki farið út úr húsi í allann dag...
Elín Ása er snillingur.... hún tók hjólataxa heim úr bænum í nótt. Hélt það væru engir leigubílar, nema hvað það voru bara svona 20 í röð á Radhuspladsen og hjólið kostaði meira en venjulegur leigubíll.
Ég er búin að vera sérleg barnapía um helgina fyrir krúttlegasta barn í geimi. Maður þarf ekki annað en aðeins að brosa framan í Heiði og þá fer hún að skellihlæja. Oh mússí mússí múss
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
og nú verða sagðar veðurfréttir
Ég trúi þessu engan veginn! Það er þvílíka ógeðisveður úti núna.... og það snjóar!!!! Ég sem var enn að bíða eftir sumrinu, greinilegt að ég þarf að bíða í einhverja mánuði í viðbót. En ég á rosalega bágt með að viðurkenna það að það sé kominn vetur, best að fara að leita að treflinum, vettlingunum og húfunni. Úff púff!