Vó ég er bara ekki að ná essu... árið 2005 barasta búið. 2006 virðist eitthvað svo fjarri manni en maður verður bara að venjast þessu og það strax.
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá mér... Ég held það stærsta sem maður hefur framkvæmt á árinu var að flytjast af landi brott. Svo náttúrulega að byrja í nýju námi og búa aaaalein. Auðvitað verður maður að nefna hvað maður er ánægður með hvað margir hafa kíkt til Köben í heimsókn. Ég vona að næsta ár verði jafn gott og síðastliðið ár hefur verið.
Nýja árinu verður fagnað ærlega með pompi og prakt heima hjá mömmu og pabba. Hlakka voða til kvöldsins. En ég held það verði lítið bæjarráp þetta gamlárskvöld.
laugardagur, desember 31, 2005
miðvikudagur, desember 28, 2005
nóg að gera
Undanfarna daga hefur maður verið voða busy við að hitta fólk. Á annan í jólum fór ég fyrst í jólaboð og svo í teiti til hennar Evu. Díó pakkið var þar mætt að sötra. Myndir af því eru komnar inn á síðuna. Svo í gærkveldi var saumó.... oh gaman að hitta þær stöllur. María mætti meira að segja með nýjasta afkvæmið, svooooo mikil dúlla. Í dag var það svo lunch með Tinnu og Kötlu, Sigrún kíkti svo aðeins á okkur. Í kvöld er það svo klipping hjá Þórunni beib.... hún ætlar að gera mig sæta fyrir áramótin. jáááá en hvað segir liðið hvað á að gera um áramótin?
laugardagur, desember 24, 2005
Merry Christmas
Gleðileg Jól öll saman..... Vonandi hafa það allir frábært yfir hátíðirnar og éti á sig gat, þetta er mitt jólakort þar sem ég sendi ekki slík.
fimmtudagur, desember 22, 2005
þynnka að venju
Það er ekki laust við það að maður er farinn að sakna Baunaveldis þó ekki væri bara fyrir bjórverðið í því landi. Hrebbna kíkti á háskólaball í gærkveldi og má segja að ölvun hennar hafi verið gífurleg. Djöfull var erfitt að reyna að komast heim.... ég skokkaði næstum út í Suðurver frá Broadway til að ná í leigara. Svo einhvern veginn breytist áfengisþol manns þegar maður er á þessu skeri og maður þolir mun minna en ella. Hvað er málið?
mánudagur, desember 19, 2005
komin með númerið
Hæ fólk!
Ég er þá komin með gamla númerið ef einhver hefur áhuga að tala við mig þá er best að hringja í 693-7206.
Heyri í ykkur...
Ég er þá komin með gamla númerið ef einhver hefur áhuga að tala við mig þá er best að hringja í 693-7206.
Heyri í ykkur...
sunnudagur, desember 18, 2005
Komin heim
Þá er maður kominn á frónið sæla. Djöööö hvað er kalt! Það varð massíf seinkun á fluginu mínu... sat og beið á flugvellinum í einhverja 4 tíma, ekki það skemmtilegasta í heimi.
Hitti eitthvað af liðinu í gærkveldi heima hjá Þórunni og svo var haldið á svæði 101.
Í dag er ég svo búin að vera að stússast með múttu, svo er veislumáltíð í kvöld með stórfamilíunni. MmmmmMmmmm hlakka til að borða góðan mat.
Hey já ég er ekki enn komin með íslenskt númer en redda því á morgun, er að reyna að vera með gamla númerið kemur allt í ljós síðarmeir.
Hitti eitthvað af liðinu í gærkveldi heima hjá Þórunni og svo var haldið á svæði 101.
Í dag er ég svo búin að vera að stússast með múttu, svo er veislumáltíð í kvöld með stórfamilíunni. MmmmmMmmmm hlakka til að borða góðan mat.
Hey já ég er ekki enn komin með íslenskt númer en redda því á morgun, er að reyna að vera með gamla númerið kemur allt í ljós síðarmeir.
fimmtudagur, desember 15, 2005
Búúúúú-iiiin
Jæja þá er Hrebbna komin í jólafrí og mun ekki fara í skólann aftur fyrr en í lok janúar. Allt gekk að óskum og ég er mjööög fegin að vera búin. Kannski getur maður náð upp smá svefni.
Well ég er farin að drekka bjór núna!
Ekki á morgun heldur hinn mun ég lenda á Íslandinu góða, verð að segja enn og aftur ég er að deyja úr tilhlökkun.
Well ég er farin að drekka bjór núna!
Ekki á morgun heldur hinn mun ég lenda á Íslandinu góða, verð að segja enn og aftur ég er að deyja úr tilhlökkun.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Þreytt
Geisp! Er að borða kaffisúkkulaði í von um að maður lifni aðeins við.
Hey gleymdi alveg að tjá ykkur um mitt fyrsta alvöru danska próf. Ég sest niður stressaðri en andskotinn. Kennarinn tilkynnir það sem þarf að tilkynna og segir svo bara einn á klósettið í einu og bara einn út að reykja í einu! HA? WTF má reykja í miðju prófi??? Hélt að þetta væri djók, en svo eftir prófið fór ég að tala við bekkjarfélagana þá er þetta venjan. Maður má virkilega fara út að reykja meðan maður er í prófi.
Danir eru svo skrítnir.
Eins með heimabankann minn hér í DK ég get bara notað hann á einni tölvu og það verður alltaf að vera sama IP-talan, ef ég ætla að komast inn á bankann annarsstaðar verð ég að fara í bankann og biðja um nýtt pincode.
Hey gleymdi alveg að tjá ykkur um mitt fyrsta alvöru danska próf. Ég sest niður stressaðri en andskotinn. Kennarinn tilkynnir það sem þarf að tilkynna og segir svo bara einn á klósettið í einu og bara einn út að reykja í einu! HA? WTF má reykja í miðju prófi??? Hélt að þetta væri djók, en svo eftir prófið fór ég að tala við bekkjarfélagana þá er þetta venjan. Maður má virkilega fara út að reykja meðan maður er í prófi.
Danir eru svo skrítnir.
Eins með heimabankann minn hér í DK ég get bara notað hann á einni tölvu og það verður alltaf að vera sama IP-talan, ef ég ætla að komast inn á bankann annarsstaðar verð ég að fara í bankann og biðja um nýtt pincode.
klukkið er hálf fjögur um miðja nótt
Já og Hrebbna er enn í skólanum. Er reyndar að mana mig upp í að fara heim ákkúrat núna en ég er nú búin að klára allt sem ég get gert þangað til á fundi á morgun. Magnað að hugsa til þess að eftir ekki svo langan tíma verður mín fyrsta önn í þessum skóla búin. Mér finnst eins og ég hafi byrjað í þessum skóla í gær.
En hlakkar ykkur ekki til að fá mig heim??? Á laugardag verða 202 dagar síðan ég var á Íslandi. Maður er orðinn svo sýrður að maður reiknar allt sem hægt er að reikna þessa stundina.
En hlakkar ykkur ekki til að fá mig heim??? Á laugardag verða 202 dagar síðan ég var á Íslandi. Maður er orðinn svo sýrður að maður reiknar allt sem hægt er að reikna þessa stundina.
þriðjudagur, desember 13, 2005
óguðlegur tími
Einhvern veginn hélt ég að ég myndi fá miklu fleiri komment við síðustu færslu...
En í morgun vaknaði ég við símann og þar var póstburðarmaðurinn minn að koma með pakka til mín.... nema hvað klukkan var SJÖÖÖÖÖ um morguninn. Ég og Hildur héldum þetta væri aprílgabb (halló maður er ekki alveg með fulla rænu svona um miðja nótt) en viti menn það var bankað á hurðina stuttu seinna. Þar stóð maður í einkennisfatnaði póstsins og tautaði í sífellu 133 kr 133 kr 133 kr. Ég var ekki alveg að skilja hvað maðurinn var að segja bað hann vinsamlegast að tala ensku við mig en neiiii helduru hann sagði ekki bara nei. Reyndi eftir bestu getu að skilja þennann skrítna mann og jú jú þetta voru bolir sem ég pantaði og varð að borga toll af þeim. Svo rétti ég honum 200 kall en nei hann gat ekki skipt en ætlaðist til þess að ég færi út kl. 7 að morgni og fengi peningnum skipt og koma svo til hans. Ég sagði fokkit ég sæki þetta út á pósthús en hann hélt áfram að tjá sig um að ég ætti að fara út að skipta peningnum... ég sagði nei ég sæki þetta út á pósthús og bless. KLUKKAN FOKKING SJÖÖÖÖ! Eru ekki lög sem banna svona? Sæjuð þið fyrir ykkur að pósturinn myndi banka upp á hjá einhverju á Íslandi á þessum tíma?
En í morgun vaknaði ég við símann og þar var póstburðarmaðurinn minn að koma með pakka til mín.... nema hvað klukkan var SJÖÖÖÖÖ um morguninn. Ég og Hildur héldum þetta væri aprílgabb (halló maður er ekki alveg með fulla rænu svona um miðja nótt) en viti menn það var bankað á hurðina stuttu seinna. Þar stóð maður í einkennisfatnaði póstsins og tautaði í sífellu 133 kr 133 kr 133 kr. Ég var ekki alveg að skilja hvað maðurinn var að segja bað hann vinsamlegast að tala ensku við mig en neiiii helduru hann sagði ekki bara nei. Reyndi eftir bestu getu að skilja þennann skrítna mann og jú jú þetta voru bolir sem ég pantaði og varð að borga toll af þeim. Svo rétti ég honum 200 kall en nei hann gat ekki skipt en ætlaðist til þess að ég færi út kl. 7 að morgni og fengi peningnum skipt og koma svo til hans. Ég sagði fokkit ég sæki þetta út á pósthús en hann hélt áfram að tjá sig um að ég ætti að fara út að skipta peningnum... ég sagði nei ég sæki þetta út á pósthús og bless. KLUKKAN FOKKING SJÖÖÖÖ! Eru ekki lög sem banna svona? Sæjuð þið fyrir ykkur að pósturinn myndi banka upp á hjá einhverju á Íslandi á þessum tíma?
mánudagur, desember 12, 2005
SETTU NAFNIÐ ÞITT Í KOMMENTIN HJÁ MÉR OG....
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt
eftir 134.4 klukkutíma verður gaman
Já þetta eru klukkutímarnir þangað til ég lendi á fróninu sæla. Klukkið er eitt núna og ég er enn í skólanum að læra undir þetta ógeðis stærðfræðipróf.... hver ákvað að próf séu besta leiðin til að meta kunnáttu manns? Ég meina úti á vinnumarkaði hefur maður öll tæki og tól til að fletta upp upplýsingum. Nám er getan til að verða sér úti um upplýsingar, það er að minnsta kosti mat mitt.
Ég er orðin nett sýrð í hausnum! En það er víst ekki neitt nýtt. Kannski maður ætti að koma sér heim að lúlla svo maður verði ofurspræk á morgun. Sem betur fer er prófið ekki fyrr en um hádegi því þá er ég aðeins ferskari en ef prófaði væri fyrir hádegi....
Ég er orðin nett sýrð í hausnum! En það er víst ekki neitt nýtt. Kannski maður ætti að koma sér heim að lúlla svo maður verði ofurspræk á morgun. Sem betur fer er prófið ekki fyrr en um hádegi því þá er ég aðeins ferskari en ef prófaði væri fyrir hádegi....
laugardagur, desember 10, 2005
atburðir næturinnar
Hildur, Lisi og Hrebbna á kollegíbarnum. Tveir útlendingar að tala saman á íslensku. Íslendingur kemur á barinn til að fá sér einn bjór....missir af fluginu sínu til íslands. Barþjónn gerist butler. Súr leiklistarnemi. Færeyingur drepst þrisvar. Dönsk Hip-Hop tónlist. Eftirpartý. Sálfræðiþjónusta. Myndatökur. Bjórdrykkja. Niðurhellingar. Teningaspil.
föstudagur, desember 09, 2005
Vectors and force
Er að læra stærðfræði... oh svo skemmtilegt! Verst ég er hrikalega léleg í þessu blessaða fagi.
Ég þarf illilega á klippingu að halda, en ég sé ekki fram á að komast í klippingu áður en ég fer heim. Ég er komin með sítt að aftan og mér finnst það ekki sætt. Var komin með skærin á loft áðan og ætlaði að saxa þetta af bara sjálf en ákvað að það væri kannski ekki sniðugasta hugmyndin mín til þessa.
Mig er farið að dreyma þetta blessaða hús (a.k.a. ljóta verkefnið)... langar eiginlega að brenna það þrátt fyrir að það sé ekki til.
Ég þarf illilega á klippingu að halda, en ég sé ekki fram á að komast í klippingu áður en ég fer heim. Ég er komin með sítt að aftan og mér finnst það ekki sætt. Var komin með skærin á loft áðan og ætlaði að saxa þetta af bara sjálf en ákvað að það væri kannski ekki sniðugasta hugmyndin mín til þessa.
Mig er farið að dreyma þetta blessaða hús (a.k.a. ljóta verkefnið)... langar eiginlega að brenna það þrátt fyrir að það sé ekki til.
fimmtudagur, desember 08, 2005
kúrva!
Ég lærði nokkur vel valin orð á búlgörsku og pólsku í gær... kenndi líka nokkur íslensk orð. En note to self ekki verða landmælingakona! Stóð úti í kuldanum að hæðarmæla í gær og greinilega ekki gert allt rétt þar sem við vorum rúmlega kvartmeter frá réttri tölu... það má muna cm til eða frá! Hæfileikar mínir liggja sem sagt ekki á þessu sviði.
Lisi hefur á tveimur dögum séð meira af Kaupmannahöfn en ég hef gert síðan ég flutti hingað. Hún fór á 4 söfn í gær, geri aðrir betur.
Nú er allt að smella saman með verkefnið en þrátt fyrir það þá er ég að farast úr stressi. Finnst eins og það sé of mikið eftir og tíminn ekki nægur. Ég óska að ég hefði mun fleiri tíma í sólarhringnum þá gæti ég kannski gert það sem ég þarf að framkvæma.
Lisi hefur á tveimur dögum séð meira af Kaupmannahöfn en ég hef gert síðan ég flutti hingað. Hún fór á 4 söfn í gær, geri aðrir betur.
Nú er allt að smella saman með verkefnið en þrátt fyrir það þá er ég að farast úr stressi. Finnst eins og það sé of mikið eftir og tíminn ekki nægur. Ég óska að ég hefði mun fleiri tíma í sólarhringnum þá gæti ég kannski gert það sem ég þarf að framkvæma.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Sokkar
Áður en Hildur flutti inn til mín fóru allir sokkar bara í eitt stykki IKEA poka og svo valdi maður bara einhverja tvo sem pössuðu nokkurn veginn saman stundum nægði að þeir væru bara cirka næstum því sami litur. Samkvæmt sambýliskonu minni er þetta hreinn skandall og fékk næstum taugaáfall þegar hún sá sokkana mína.
Vissuð þið að það eru til ca 20 mismunandi svartir litir í sokkaflórunni minni og skv. Hildi má ekki raða saman sokkum nema þeir séu NÁKVÆMLEGA eins. Ástæðan? Já já ég spurði að þessu og hún segir að fæturnir verði að hafa jafnrétti. Hún er líka skrítin ef það brakar í einum putta þá verður að braka í sama putta á hinni hendinni. Allt verður að vera eins.
En Hildur var svo yndisleg og kenndi mér að flokka sokka mína og nú á ég fulla skúffu af ofursamstæðum sokkum.
Aðrar fréttir litli útlendingurinn minn kemur í dag í heimsókn frá Austurríki.... allir að segja hæ við Lisi!
Vissuð þið að það eru til ca 20 mismunandi svartir litir í sokkaflórunni minni og skv. Hildi má ekki raða saman sokkum nema þeir séu NÁKVÆMLEGA eins. Ástæðan? Já já ég spurði að þessu og hún segir að fæturnir verði að hafa jafnrétti. Hún er líka skrítin ef það brakar í einum putta þá verður að braka í sama putta á hinni hendinni. Allt verður að vera eins.
En Hildur var svo yndisleg og kenndi mér að flokka sokka mína og nú á ég fulla skúffu af ofursamstæðum sokkum.
Aðrar fréttir litli útlendingurinn minn kemur í dag í heimsókn frá Austurríki.... allir að segja hæ við Lisi!
mánudagur, desember 05, 2005
gvuð hvað ég er mikil ljóska
Ég var að fatta rétt í þessu, hálfu ári eftir að ég flyt hingað inn að ég er með heimasíma. Ég hélt ég yrði að borga fyrir hann en svo er ekki það er hægt að hringja í mig en ég get ekki hringt úr honum! Þannig ef einhver vill hringja í mig ódýrt þá er heimasíminn minn +45 3288 6080! Samt sem áður er maður nú ekkert sérlega mikið heima þannig ég ábyrgist ekkert að ég verði hérna. En ef einhver hefur ekki gemsanúmerið þá er best að endurtaka það líka +45 3114 2040.
Svo má alveg senda mér email.... hrebbna@gmail.com endilega látið heyra í ykkur.
Svo má alveg senda mér email.... hrebbna@gmail.com endilega látið heyra í ykkur.
laugardagur, desember 03, 2005
Letinginn reportar
Ótrúlegt hvað maður getur verið latur. Ég er í dag búin að sitja og horfa á stærðfræðibókina mína... skrítið að ekkert síast inn! En ágætt náði aðeins að leiðrétta eitt verkefni og vinna aðeins í kostnaðaráætluninni. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur alveg fundið allt annað að gera en að læra... ég er til dæmis búin að taka til í I-tunesinu hjá mér, horfa á imbann, tala við fólk á msn, laga til í glósum og svo framvegis... nenni samt ekki að vaska upp en það er alveg næsta mál á dagskrá.
2 VIKUR Í að ég lendi á Fróninu!!!
2 VIKUR Í að ég lendi á Fróninu!!!
föstudagur, desember 02, 2005
ÚFF erfitt líf
Ásgeir var svo elskulegur að klukka mig þannig ég ætla að verða við hans beiðni en þar sem ég er með afbrigðum góð manneskja þá ætla ég ekki að klukka neinn!
1. Hvað er klukkan? 18.40
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hrefna Þórisdóttir en ég hef aldrei séð neitt helv... fæðingarvottorð.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Hrebbna, a.k.a. byttan a.k.a. icelander a.k.a. Hebbna
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? Fékk ekki köku en það hefðu átt að vera 24 kerti.
5. Hár? Stutt og dökkrautt.
6. Göt? Í sitthvoru eyra
7. Fæðingarstaður? Reykjavík
8. Hvar býrðu? Dalslandsgade 8 A 702 í kóngsins köben.
9. Uppáhaldsmatur? Mömmu og pabba matur.... mmmm ég sakna þess massíft að láta elda fyrir mér.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Úff já ekki skemmtilegt!
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar.... versti vikudagurinn eru þriðjudagar!
13. Uppáhalds veitingastaður? Góð spurning... Italiano kemur sterklega til greina hér í landi. Cheesecake Factory í Kanalandi og heima á fróni er ég voðalega hrifin af TapasBar.
14. Uppáhalds blóm? Sólblóm en Kormákur og Breki eru mín uppáhöld.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Golf og formúluna
16. Uppáhalds drykkur? áfengt eða ekki? Sko þegar ég er þunn þá er sítrónu coke light algert möst. Carlsberg á flösku er mjög vinsæll einnig G&T. Annars bara gott íslenskt vatn!
17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nonni!! I miss him soooo.
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en ég á limegrænt flísteppi telst það með?
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? það sendir mér aldrei neinn tölvupóst nema þeir sem eru að selja eitthvað. Ég hér með auglýsi eftir e-mail pennavinum!
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég gæti alveg botnað hana í mörgum búðum og á netinu.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leik mér við kærastann minn hann herra Acer.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Stupid spurningar sem maður ætti að einu sinni að virða með svari.
24. Hvenær ferðu að sofa? eftir miðnætti
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn því er ekki vond
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Sjá síðasta svar
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? 4400 er æði! Lost er snilld.
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Fór á Vesúvíó um daginn með Rannveigu og Sólveigu
29. Ford eða Chevy? Ford... helst flottann blæjara.
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 18.52 er klukkið núna þú mátt reikna.
1. Hvað er klukkan? 18.40
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hrefna Þórisdóttir en ég hef aldrei séð neitt helv... fæðingarvottorð.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Hrebbna, a.k.a. byttan a.k.a. icelander a.k.a. Hebbna
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? Fékk ekki köku en það hefðu átt að vera 24 kerti.
5. Hár? Stutt og dökkrautt.
6. Göt? Í sitthvoru eyra
7. Fæðingarstaður? Reykjavík
8. Hvar býrðu? Dalslandsgade 8 A 702 í kóngsins köben.
9. Uppáhaldsmatur? Mömmu og pabba matur.... mmmm ég sakna þess massíft að láta elda fyrir mér.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Úff já ekki skemmtilegt!
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar.... versti vikudagurinn eru þriðjudagar!
13. Uppáhalds veitingastaður? Góð spurning... Italiano kemur sterklega til greina hér í landi. Cheesecake Factory í Kanalandi og heima á fróni er ég voðalega hrifin af TapasBar.
14. Uppáhalds blóm? Sólblóm en Kormákur og Breki eru mín uppáhöld.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Golf og formúluna
16. Uppáhalds drykkur? áfengt eða ekki? Sko þegar ég er þunn þá er sítrónu coke light algert möst. Carlsberg á flösku er mjög vinsæll einnig G&T. Annars bara gott íslenskt vatn!
17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nonni!! I miss him soooo.
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en ég á limegrænt flísteppi telst það með?
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? það sendir mér aldrei neinn tölvupóst nema þeir sem eru að selja eitthvað. Ég hér með auglýsi eftir e-mail pennavinum!
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég gæti alveg botnað hana í mörgum búðum og á netinu.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leik mér við kærastann minn hann herra Acer.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Stupid spurningar sem maður ætti að einu sinni að virða með svari.
24. Hvenær ferðu að sofa? eftir miðnætti
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn því er ekki vond
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Sjá síðasta svar
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? 4400 er æði! Lost er snilld.
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Fór á Vesúvíó um daginn með Rannveigu og Sólveigu
29. Ford eða Chevy? Ford... helst flottann blæjara.
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 18.52 er klukkið núna þú mátt reikna.