laugardagur, desember 31, 2005

Síðasti dagur ársins 2005

Vó ég er bara ekki að ná essu... árið 2005 barasta búið. 2006 virðist eitthvað svo fjarri manni en maður verður bara að venjast þessu og það strax.

Árið hefur verið viðburðarríkt hjá mér... Ég held það stærsta sem maður hefur framkvæmt á árinu var að flytjast af landi brott. Svo náttúrulega að byrja í nýju námi og búa aaaalein. Auðvitað verður maður að nefna hvað maður er ánægður með hvað margir hafa kíkt til Köben í heimsókn. Ég vona að næsta ár verði jafn gott og síðastliðið ár hefur verið.

Nýja árinu verður fagnað ærlega með pompi og prakt heima hjá mömmu og pabba. Hlakka voða til kvöldsins. En ég held það verði lítið bæjarráp þetta gamlárskvöld.

Engin ummæli: