þriðjudagur, desember 06, 2005

Sokkar

Áður en Hildur flutti inn til mín fóru allir sokkar bara í eitt stykki IKEA poka og svo valdi maður bara einhverja tvo sem pössuðu nokkurn veginn saman stundum nægði að þeir væru bara cirka næstum því sami litur. Samkvæmt sambýliskonu minni er þetta hreinn skandall og fékk næstum taugaáfall þegar hún sá sokkana mína.

Vissuð þið að það eru til ca 20 mismunandi svartir litir í sokkaflórunni minni og skv. Hildi má ekki raða saman sokkum nema þeir séu NÁKVÆMLEGA eins. Ástæðan? Já já ég spurði að þessu og hún segir að fæturnir verði að hafa jafnrétti. Hún er líka skrítin ef það brakar í einum putta þá verður að braka í sama putta á hinni hendinni. Allt verður að vera eins.

En Hildur var svo yndisleg og kenndi mér að flokka sokka mína og nú á ég fulla skúffu af ofursamstæðum sokkum.

Aðrar fréttir litli útlendingurinn minn kemur í dag í heimsókn frá Austurríki.... allir að segja hæ við Lisi!

Engin ummæli: