Vó ég er bara ekki að ná essu... árið 2005 barasta búið. 2006 virðist eitthvað svo fjarri manni en maður verður bara að venjast þessu og það strax.
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá mér... Ég held það stærsta sem maður hefur framkvæmt á árinu var að flytjast af landi brott. Svo náttúrulega að byrja í nýju námi og búa aaaalein. Auðvitað verður maður að nefna hvað maður er ánægður með hvað margir hafa kíkt til Köben í heimsókn. Ég vona að næsta ár verði jafn gott og síðastliðið ár hefur verið.
Nýja árinu verður fagnað ærlega með pompi og prakt heima hjá mömmu og pabba. Hlakka voða til kvöldsins. En ég held það verði lítið bæjarráp þetta gamlárskvöld.
laugardagur, desember 31, 2005
miðvikudagur, desember 28, 2005
nóg að gera
Undanfarna daga hefur maður verið voða busy við að hitta fólk. Á annan í jólum fór ég fyrst í jólaboð og svo í teiti til hennar Evu. Díó pakkið var þar mætt að sötra. Myndir af því eru komnar inn á síðuna. Svo í gærkveldi var saumó.... oh gaman að hitta þær stöllur. María mætti meira að segja með nýjasta afkvæmið, svooooo mikil dúlla. Í dag var það svo lunch með Tinnu og Kötlu, Sigrún kíkti svo aðeins á okkur. Í kvöld er það svo klipping hjá Þórunni beib.... hún ætlar að gera mig sæta fyrir áramótin. jáááá en hvað segir liðið hvað á að gera um áramótin?
laugardagur, desember 24, 2005
Merry Christmas
Gleðileg Jól öll saman..... Vonandi hafa það allir frábært yfir hátíðirnar og éti á sig gat, þetta er mitt jólakort þar sem ég sendi ekki slík.
fimmtudagur, desember 22, 2005
þynnka að venju
Það er ekki laust við það að maður er farinn að sakna Baunaveldis þó ekki væri bara fyrir bjórverðið í því landi. Hrebbna kíkti á háskólaball í gærkveldi og má segja að ölvun hennar hafi verið gífurleg. Djöfull var erfitt að reyna að komast heim.... ég skokkaði næstum út í Suðurver frá Broadway til að ná í leigara. Svo einhvern veginn breytist áfengisþol manns þegar maður er á þessu skeri og maður þolir mun minna en ella. Hvað er málið?
mánudagur, desember 19, 2005
komin með númerið
Hæ fólk!
Ég er þá komin með gamla númerið ef einhver hefur áhuga að tala við mig þá er best að hringja í 693-7206.
Heyri í ykkur...
Ég er þá komin með gamla númerið ef einhver hefur áhuga að tala við mig þá er best að hringja í 693-7206.
Heyri í ykkur...
sunnudagur, desember 18, 2005
Komin heim
Þá er maður kominn á frónið sæla. Djöööö hvað er kalt! Það varð massíf seinkun á fluginu mínu... sat og beið á flugvellinum í einhverja 4 tíma, ekki það skemmtilegasta í heimi.
Hitti eitthvað af liðinu í gærkveldi heima hjá Þórunni og svo var haldið á svæði 101.
Í dag er ég svo búin að vera að stússast með múttu, svo er veislumáltíð í kvöld með stórfamilíunni. MmmmmMmmmm hlakka til að borða góðan mat.
Hey já ég er ekki enn komin með íslenskt númer en redda því á morgun, er að reyna að vera með gamla númerið kemur allt í ljós síðarmeir.
Hitti eitthvað af liðinu í gærkveldi heima hjá Þórunni og svo var haldið á svæði 101.
Í dag er ég svo búin að vera að stússast með múttu, svo er veislumáltíð í kvöld með stórfamilíunni. MmmmmMmmmm hlakka til að borða góðan mat.
Hey já ég er ekki enn komin með íslenskt númer en redda því á morgun, er að reyna að vera með gamla númerið kemur allt í ljós síðarmeir.
fimmtudagur, desember 15, 2005
Búúúúú-iiiin
Jæja þá er Hrebbna komin í jólafrí og mun ekki fara í skólann aftur fyrr en í lok janúar. Allt gekk að óskum og ég er mjööög fegin að vera búin. Kannski getur maður náð upp smá svefni.
Well ég er farin að drekka bjór núna!
Ekki á morgun heldur hinn mun ég lenda á Íslandinu góða, verð að segja enn og aftur ég er að deyja úr tilhlökkun.
Well ég er farin að drekka bjór núna!
Ekki á morgun heldur hinn mun ég lenda á Íslandinu góða, verð að segja enn og aftur ég er að deyja úr tilhlökkun.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Þreytt
Geisp! Er að borða kaffisúkkulaði í von um að maður lifni aðeins við.
Hey gleymdi alveg að tjá ykkur um mitt fyrsta alvöru danska próf. Ég sest niður stressaðri en andskotinn. Kennarinn tilkynnir það sem þarf að tilkynna og segir svo bara einn á klósettið í einu og bara einn út að reykja í einu! HA? WTF má reykja í miðju prófi??? Hélt að þetta væri djók, en svo eftir prófið fór ég að tala við bekkjarfélagana þá er þetta venjan. Maður má virkilega fara út að reykja meðan maður er í prófi.
Danir eru svo skrítnir.
Eins með heimabankann minn hér í DK ég get bara notað hann á einni tölvu og það verður alltaf að vera sama IP-talan, ef ég ætla að komast inn á bankann annarsstaðar verð ég að fara í bankann og biðja um nýtt pincode.
Hey gleymdi alveg að tjá ykkur um mitt fyrsta alvöru danska próf. Ég sest niður stressaðri en andskotinn. Kennarinn tilkynnir það sem þarf að tilkynna og segir svo bara einn á klósettið í einu og bara einn út að reykja í einu! HA? WTF má reykja í miðju prófi??? Hélt að þetta væri djók, en svo eftir prófið fór ég að tala við bekkjarfélagana þá er þetta venjan. Maður má virkilega fara út að reykja meðan maður er í prófi.
Danir eru svo skrítnir.
Eins með heimabankann minn hér í DK ég get bara notað hann á einni tölvu og það verður alltaf að vera sama IP-talan, ef ég ætla að komast inn á bankann annarsstaðar verð ég að fara í bankann og biðja um nýtt pincode.
klukkið er hálf fjögur um miðja nótt
Já og Hrebbna er enn í skólanum. Er reyndar að mana mig upp í að fara heim ákkúrat núna en ég er nú búin að klára allt sem ég get gert þangað til á fundi á morgun. Magnað að hugsa til þess að eftir ekki svo langan tíma verður mín fyrsta önn í þessum skóla búin. Mér finnst eins og ég hafi byrjað í þessum skóla í gær.
En hlakkar ykkur ekki til að fá mig heim??? Á laugardag verða 202 dagar síðan ég var á Íslandi. Maður er orðinn svo sýrður að maður reiknar allt sem hægt er að reikna þessa stundina.
En hlakkar ykkur ekki til að fá mig heim??? Á laugardag verða 202 dagar síðan ég var á Íslandi. Maður er orðinn svo sýrður að maður reiknar allt sem hægt er að reikna þessa stundina.
þriðjudagur, desember 13, 2005
óguðlegur tími
Einhvern veginn hélt ég að ég myndi fá miklu fleiri komment við síðustu færslu...
En í morgun vaknaði ég við símann og þar var póstburðarmaðurinn minn að koma með pakka til mín.... nema hvað klukkan var SJÖÖÖÖÖ um morguninn. Ég og Hildur héldum þetta væri aprílgabb (halló maður er ekki alveg með fulla rænu svona um miðja nótt) en viti menn það var bankað á hurðina stuttu seinna. Þar stóð maður í einkennisfatnaði póstsins og tautaði í sífellu 133 kr 133 kr 133 kr. Ég var ekki alveg að skilja hvað maðurinn var að segja bað hann vinsamlegast að tala ensku við mig en neiiii helduru hann sagði ekki bara nei. Reyndi eftir bestu getu að skilja þennann skrítna mann og jú jú þetta voru bolir sem ég pantaði og varð að borga toll af þeim. Svo rétti ég honum 200 kall en nei hann gat ekki skipt en ætlaðist til þess að ég færi út kl. 7 að morgni og fengi peningnum skipt og koma svo til hans. Ég sagði fokkit ég sæki þetta út á pósthús en hann hélt áfram að tjá sig um að ég ætti að fara út að skipta peningnum... ég sagði nei ég sæki þetta út á pósthús og bless. KLUKKAN FOKKING SJÖÖÖÖ! Eru ekki lög sem banna svona? Sæjuð þið fyrir ykkur að pósturinn myndi banka upp á hjá einhverju á Íslandi á þessum tíma?
En í morgun vaknaði ég við símann og þar var póstburðarmaðurinn minn að koma með pakka til mín.... nema hvað klukkan var SJÖÖÖÖÖ um morguninn. Ég og Hildur héldum þetta væri aprílgabb (halló maður er ekki alveg með fulla rænu svona um miðja nótt) en viti menn það var bankað á hurðina stuttu seinna. Þar stóð maður í einkennisfatnaði póstsins og tautaði í sífellu 133 kr 133 kr 133 kr. Ég var ekki alveg að skilja hvað maðurinn var að segja bað hann vinsamlegast að tala ensku við mig en neiiii helduru hann sagði ekki bara nei. Reyndi eftir bestu getu að skilja þennann skrítna mann og jú jú þetta voru bolir sem ég pantaði og varð að borga toll af þeim. Svo rétti ég honum 200 kall en nei hann gat ekki skipt en ætlaðist til þess að ég færi út kl. 7 að morgni og fengi peningnum skipt og koma svo til hans. Ég sagði fokkit ég sæki þetta út á pósthús en hann hélt áfram að tjá sig um að ég ætti að fara út að skipta peningnum... ég sagði nei ég sæki þetta út á pósthús og bless. KLUKKAN FOKKING SJÖÖÖÖ! Eru ekki lög sem banna svona? Sæjuð þið fyrir ykkur að pósturinn myndi banka upp á hjá einhverju á Íslandi á þessum tíma?
mánudagur, desember 12, 2005
SETTU NAFNIÐ ÞITT Í KOMMENTIN HJÁ MÉR OG....
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt
eftir 134.4 klukkutíma verður gaman
Já þetta eru klukkutímarnir þangað til ég lendi á fróninu sæla. Klukkið er eitt núna og ég er enn í skólanum að læra undir þetta ógeðis stærðfræðipróf.... hver ákvað að próf séu besta leiðin til að meta kunnáttu manns? Ég meina úti á vinnumarkaði hefur maður öll tæki og tól til að fletta upp upplýsingum. Nám er getan til að verða sér úti um upplýsingar, það er að minnsta kosti mat mitt.
Ég er orðin nett sýrð í hausnum! En það er víst ekki neitt nýtt. Kannski maður ætti að koma sér heim að lúlla svo maður verði ofurspræk á morgun. Sem betur fer er prófið ekki fyrr en um hádegi því þá er ég aðeins ferskari en ef prófaði væri fyrir hádegi....
Ég er orðin nett sýrð í hausnum! En það er víst ekki neitt nýtt. Kannski maður ætti að koma sér heim að lúlla svo maður verði ofurspræk á morgun. Sem betur fer er prófið ekki fyrr en um hádegi því þá er ég aðeins ferskari en ef prófaði væri fyrir hádegi....
laugardagur, desember 10, 2005
atburðir næturinnar
Hildur, Lisi og Hrebbna á kollegíbarnum. Tveir útlendingar að tala saman á íslensku. Íslendingur kemur á barinn til að fá sér einn bjór....missir af fluginu sínu til íslands. Barþjónn gerist butler. Súr leiklistarnemi. Færeyingur drepst þrisvar. Dönsk Hip-Hop tónlist. Eftirpartý. Sálfræðiþjónusta. Myndatökur. Bjórdrykkja. Niðurhellingar. Teningaspil.
föstudagur, desember 09, 2005
Vectors and force
Er að læra stærðfræði... oh svo skemmtilegt! Verst ég er hrikalega léleg í þessu blessaða fagi.
Ég þarf illilega á klippingu að halda, en ég sé ekki fram á að komast í klippingu áður en ég fer heim. Ég er komin með sítt að aftan og mér finnst það ekki sætt. Var komin með skærin á loft áðan og ætlaði að saxa þetta af bara sjálf en ákvað að það væri kannski ekki sniðugasta hugmyndin mín til þessa.
Mig er farið að dreyma þetta blessaða hús (a.k.a. ljóta verkefnið)... langar eiginlega að brenna það þrátt fyrir að það sé ekki til.
Ég þarf illilega á klippingu að halda, en ég sé ekki fram á að komast í klippingu áður en ég fer heim. Ég er komin með sítt að aftan og mér finnst það ekki sætt. Var komin með skærin á loft áðan og ætlaði að saxa þetta af bara sjálf en ákvað að það væri kannski ekki sniðugasta hugmyndin mín til þessa.
Mig er farið að dreyma þetta blessaða hús (a.k.a. ljóta verkefnið)... langar eiginlega að brenna það þrátt fyrir að það sé ekki til.
fimmtudagur, desember 08, 2005
kúrva!
Ég lærði nokkur vel valin orð á búlgörsku og pólsku í gær... kenndi líka nokkur íslensk orð. En note to self ekki verða landmælingakona! Stóð úti í kuldanum að hæðarmæla í gær og greinilega ekki gert allt rétt þar sem við vorum rúmlega kvartmeter frá réttri tölu... það má muna cm til eða frá! Hæfileikar mínir liggja sem sagt ekki á þessu sviði.
Lisi hefur á tveimur dögum séð meira af Kaupmannahöfn en ég hef gert síðan ég flutti hingað. Hún fór á 4 söfn í gær, geri aðrir betur.
Nú er allt að smella saman með verkefnið en þrátt fyrir það þá er ég að farast úr stressi. Finnst eins og það sé of mikið eftir og tíminn ekki nægur. Ég óska að ég hefði mun fleiri tíma í sólarhringnum þá gæti ég kannski gert það sem ég þarf að framkvæma.
Lisi hefur á tveimur dögum séð meira af Kaupmannahöfn en ég hef gert síðan ég flutti hingað. Hún fór á 4 söfn í gær, geri aðrir betur.
Nú er allt að smella saman með verkefnið en þrátt fyrir það þá er ég að farast úr stressi. Finnst eins og það sé of mikið eftir og tíminn ekki nægur. Ég óska að ég hefði mun fleiri tíma í sólarhringnum þá gæti ég kannski gert það sem ég þarf að framkvæma.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Sokkar
Áður en Hildur flutti inn til mín fóru allir sokkar bara í eitt stykki IKEA poka og svo valdi maður bara einhverja tvo sem pössuðu nokkurn veginn saman stundum nægði að þeir væru bara cirka næstum því sami litur. Samkvæmt sambýliskonu minni er þetta hreinn skandall og fékk næstum taugaáfall þegar hún sá sokkana mína.
Vissuð þið að það eru til ca 20 mismunandi svartir litir í sokkaflórunni minni og skv. Hildi má ekki raða saman sokkum nema þeir séu NÁKVÆMLEGA eins. Ástæðan? Já já ég spurði að þessu og hún segir að fæturnir verði að hafa jafnrétti. Hún er líka skrítin ef það brakar í einum putta þá verður að braka í sama putta á hinni hendinni. Allt verður að vera eins.
En Hildur var svo yndisleg og kenndi mér að flokka sokka mína og nú á ég fulla skúffu af ofursamstæðum sokkum.
Aðrar fréttir litli útlendingurinn minn kemur í dag í heimsókn frá Austurríki.... allir að segja hæ við Lisi!
Vissuð þið að það eru til ca 20 mismunandi svartir litir í sokkaflórunni minni og skv. Hildi má ekki raða saman sokkum nema þeir séu NÁKVÆMLEGA eins. Ástæðan? Já já ég spurði að þessu og hún segir að fæturnir verði að hafa jafnrétti. Hún er líka skrítin ef það brakar í einum putta þá verður að braka í sama putta á hinni hendinni. Allt verður að vera eins.
En Hildur var svo yndisleg og kenndi mér að flokka sokka mína og nú á ég fulla skúffu af ofursamstæðum sokkum.
Aðrar fréttir litli útlendingurinn minn kemur í dag í heimsókn frá Austurríki.... allir að segja hæ við Lisi!
mánudagur, desember 05, 2005
gvuð hvað ég er mikil ljóska
Ég var að fatta rétt í þessu, hálfu ári eftir að ég flyt hingað inn að ég er með heimasíma. Ég hélt ég yrði að borga fyrir hann en svo er ekki það er hægt að hringja í mig en ég get ekki hringt úr honum! Þannig ef einhver vill hringja í mig ódýrt þá er heimasíminn minn +45 3288 6080! Samt sem áður er maður nú ekkert sérlega mikið heima þannig ég ábyrgist ekkert að ég verði hérna. En ef einhver hefur ekki gemsanúmerið þá er best að endurtaka það líka +45 3114 2040.
Svo má alveg senda mér email.... hrebbna@gmail.com endilega látið heyra í ykkur.
Svo má alveg senda mér email.... hrebbna@gmail.com endilega látið heyra í ykkur.
laugardagur, desember 03, 2005
Letinginn reportar
Ótrúlegt hvað maður getur verið latur. Ég er í dag búin að sitja og horfa á stærðfræðibókina mína... skrítið að ekkert síast inn! En ágætt náði aðeins að leiðrétta eitt verkefni og vinna aðeins í kostnaðaráætluninni. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur alveg fundið allt annað að gera en að læra... ég er til dæmis búin að taka til í I-tunesinu hjá mér, horfa á imbann, tala við fólk á msn, laga til í glósum og svo framvegis... nenni samt ekki að vaska upp en það er alveg næsta mál á dagskrá.
2 VIKUR Í að ég lendi á Fróninu!!!
2 VIKUR Í að ég lendi á Fróninu!!!
föstudagur, desember 02, 2005
ÚFF erfitt líf
Ásgeir var svo elskulegur að klukka mig þannig ég ætla að verða við hans beiðni en þar sem ég er með afbrigðum góð manneskja þá ætla ég ekki að klukka neinn!
1. Hvað er klukkan? 18.40
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hrefna Þórisdóttir en ég hef aldrei séð neitt helv... fæðingarvottorð.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Hrebbna, a.k.a. byttan a.k.a. icelander a.k.a. Hebbna
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? Fékk ekki köku en það hefðu átt að vera 24 kerti.
5. Hár? Stutt og dökkrautt.
6. Göt? Í sitthvoru eyra
7. Fæðingarstaður? Reykjavík
8. Hvar býrðu? Dalslandsgade 8 A 702 í kóngsins köben.
9. Uppáhaldsmatur? Mömmu og pabba matur.... mmmm ég sakna þess massíft að láta elda fyrir mér.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Úff já ekki skemmtilegt!
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar.... versti vikudagurinn eru þriðjudagar!
13. Uppáhalds veitingastaður? Góð spurning... Italiano kemur sterklega til greina hér í landi. Cheesecake Factory í Kanalandi og heima á fróni er ég voðalega hrifin af TapasBar.
14. Uppáhalds blóm? Sólblóm en Kormákur og Breki eru mín uppáhöld.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Golf og formúluna
16. Uppáhalds drykkur? áfengt eða ekki? Sko þegar ég er þunn þá er sítrónu coke light algert möst. Carlsberg á flösku er mjög vinsæll einnig G&T. Annars bara gott íslenskt vatn!
17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nonni!! I miss him soooo.
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en ég á limegrænt flísteppi telst það með?
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? það sendir mér aldrei neinn tölvupóst nema þeir sem eru að selja eitthvað. Ég hér með auglýsi eftir e-mail pennavinum!
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég gæti alveg botnað hana í mörgum búðum og á netinu.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leik mér við kærastann minn hann herra Acer.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Stupid spurningar sem maður ætti að einu sinni að virða með svari.
24. Hvenær ferðu að sofa? eftir miðnætti
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn því er ekki vond
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Sjá síðasta svar
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? 4400 er æði! Lost er snilld.
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Fór á Vesúvíó um daginn með Rannveigu og Sólveigu
29. Ford eða Chevy? Ford... helst flottann blæjara.
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 18.52 er klukkið núna þú mátt reikna.
1. Hvað er klukkan? 18.40
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hrefna Þórisdóttir en ég hef aldrei séð neitt helv... fæðingarvottorð.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Hrebbna, a.k.a. byttan a.k.a. icelander a.k.a. Hebbna
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? Fékk ekki köku en það hefðu átt að vera 24 kerti.
5. Hár? Stutt og dökkrautt.
6. Göt? Í sitthvoru eyra
7. Fæðingarstaður? Reykjavík
8. Hvar býrðu? Dalslandsgade 8 A 702 í kóngsins köben.
9. Uppáhaldsmatur? Mömmu og pabba matur.... mmmm ég sakna þess massíft að láta elda fyrir mér.
10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Úff já ekki skemmtilegt!
11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót
12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar.... versti vikudagurinn eru þriðjudagar!
13. Uppáhalds veitingastaður? Góð spurning... Italiano kemur sterklega til greina hér í landi. Cheesecake Factory í Kanalandi og heima á fróni er ég voðalega hrifin af TapasBar.
14. Uppáhalds blóm? Sólblóm en Kormákur og Breki eru mín uppáhöld.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Golf og formúluna
16. Uppáhalds drykkur? áfengt eða ekki? Sko þegar ég er þunn þá er sítrónu coke light algert möst. Carlsberg á flösku er mjög vinsæll einnig G&T. Annars bara gott íslenskt vatn!
17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nonni!! I miss him soooo.
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en ég á limegrænt flísteppi telst það með?
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? það sendir mér aldrei neinn tölvupóst nema þeir sem eru að selja eitthvað. Ég hér með auglýsi eftir e-mail pennavinum!
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég gæti alveg botnað hana í mörgum búðum og á netinu.
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leik mér við kærastann minn hann herra Acer.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Stupid spurningar sem maður ætti að einu sinni að virða með svari.
24. Hvenær ferðu að sofa? eftir miðnætti
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn því er ekki vond
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Sjá síðasta svar
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? 4400 er æði! Lost er snilld.
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Fór á Vesúvíó um daginn með Rannveigu og Sólveigu
29. Ford eða Chevy? Ford... helst flottann blæjara.
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 18.52 er klukkið núna þú mátt reikna.
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
æ er ég búin að drepa hann?
Breki er rosalega slappur og veit barasta ekki hvað ég get gert til að láta honum líða betur. Búin að reyna að tala við hann og gaf honum smá að drekka en ekkert að virka, færði hann meira að segja nær Kormáki. Kormákur hins vegar er svaka sprækur og lætur ekkert á sig fá.
Kannski ég þurfi að fara á skyndihjálparnámskeið í plöntuumönnun.
Kannski ég þurfi að fara á skyndihjálparnámskeið í plöntuumönnun.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
brjálæði
Eins og allir sem eru í skóla þá eru að byrja próf...vei uppáhaldið mitt! Ég þoli ekki próf því ég fyllist viðbjóðslegum prófkvíða og fer að efast stórlega um gáfur mínar og kunnáttu. Ég er komin á það stig núna! Var að skrifa niður allt sem ég þarf að gera á næstu tveimur vikum og ég verð að viðurkenna það er ekki lítið. En nú er málið að vera ofur skipulögð og stick to the plan. Riiiight!
Það er skítakuldi hérna og Danir kunna ekki á hitastýringu og því er allstaðar kalt... ég sit í skólanum daglega í tveimur peysum með trefil og ég væri í vettlingum ef ég gæti pikkað inn á tölvuna í þeim. Erfitt líf! Ég hlakka mjög til að fara til Íslands þar sem fólk kann á kyndingu.
Hlakka líka til að sofa í stóra rúminu mínu og fá mömmumat og hitta allt fólkið mitt og barasta hafa það ljúft.... ég veit líka að þegar ég er á leiðinni til Íslands þá þarf ég ekki að pæla í þessu ljóta verkefni, engar kostnaðaráætlanir, engar tímaáætlanir, engir fundir, ekkert AutoCAD, ekkert að pæla í lögnum, ekkert að pæla í byggingarefnum, ekkert að spá í byggingarleyfum, ekkert að spá í skrítnum hópfélögum, engin útreikningar, ekkert að spá í burðarþoli, ekkert að pæla í hversu mikla steypu maður þarf, ekkert að pæla eldhús og baðinnréttingum, ekkert að spá í hitatapi.... æ Hrebbna hættu þessu væli! Ég fíla þetta nám í tætlur en það er bara eitthvað svo mikið að gera núna.
Það er skítakuldi hérna og Danir kunna ekki á hitastýringu og því er allstaðar kalt... ég sit í skólanum daglega í tveimur peysum með trefil og ég væri í vettlingum ef ég gæti pikkað inn á tölvuna í þeim. Erfitt líf! Ég hlakka mjög til að fara til Íslands þar sem fólk kann á kyndingu.
Hlakka líka til að sofa í stóra rúminu mínu og fá mömmumat og hitta allt fólkið mitt og barasta hafa það ljúft.... ég veit líka að þegar ég er á leiðinni til Íslands þá þarf ég ekki að pæla í þessu ljóta verkefni, engar kostnaðaráætlanir, engar tímaáætlanir, engir fundir, ekkert AutoCAD, ekkert að pæla í lögnum, ekkert að pæla í byggingarefnum, ekkert að spá í byggingarleyfum, ekkert að spá í skrítnum hópfélögum, engin útreikningar, ekkert að spá í burðarþoli, ekkert að pæla í hversu mikla steypu maður þarf, ekkert að pæla eldhús og baðinnréttingum, ekkert að spá í hitatapi.... æ Hrebbna hættu þessu væli! Ég fíla þetta nám í tætlur en það er bara eitthvað svo mikið að gera núna.
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Erum við orðnar gamlar?
Á föstudag varð smá teiti hér á Dalslandsgade... stelpurnar mættu á svæðið og auðvitað urðum við að drekka smá öl. Enduðum í pool niðri á bar og einhverju rugli þar seinna um morguninn. Sumar duttu hér inn í íbúð að verða 9 um morguninn. Note to self: maður getur ekki farið í handahlaup né arabastökk mökkölvaður.
Laugardagurinn var ónýtur af þynnku en við vorum þrátt fyrir það staðráðnar í að þrauka á djammið um kvöldið. Gekk alveg einstaklega illa... fórum út að borða á Vesúvíó(mmmmm góður matur) og fórum því næst á Troellen en neiiii við gátum ekki einu sinni klárað bjórinn okkar. Fórum því bara beint heim og horfðum á videó það sem eftir var nætur.
Í dag erum við að horfa á Eurovision Barna....very interesting!
Laugardagurinn var ónýtur af þynnku en við vorum þrátt fyrir það staðráðnar í að þrauka á djammið um kvöldið. Gekk alveg einstaklega illa... fórum út að borða á Vesúvíó(mmmmm góður matur) og fórum því næst á Troellen en neiiii við gátum ekki einu sinni klárað bjórinn okkar. Fórum því bara beint heim og horfðum á videó það sem eftir var nætur.
Í dag erum við að horfa á Eurovision Barna....very interesting!
föstudagur, nóvember 25, 2005
þetta tókst!
Ótrúlegt þá bara einhvern veginn smullu allir vírar saman og það kviknaði á ljósperunni. Ég fékk engin komment við það sem ég var búin að gera sem er best. Þannig ég er greinilega á réttri leið og bullshittið mitt er að virka. Einn hópur var látinn kynna sitt verkefni. Við vorum mörg þarna búin að ná litlum sem engum svefni og fyrsta skipti sem margir settust niður í nokkra daga ekki til að vinna... ég sofnaði.
Í dag er málið að þvo þvottinn sem staflast hefur upp að undanförnu. Vá hvað er leiðinlegt að þvo þvott.
Rannveig er að koma í heimsókn yfir helgina því málið er Köben er skemmtilegri en Svíþjóð. híhíh ég vissi það alveg. Ætli maður verði ekki að drekka nokkra bjóra í tilefni þess?
Í dag er málið að þvo þvottinn sem staflast hefur upp að undanförnu. Vá hvað er leiðinlegt að þvo þvott.
Rannveig er að koma í heimsókn yfir helgina því málið er Köben er skemmtilegri en Svíþjóð. híhíh ég vissi það alveg. Ætli maður verði ekki að drekka nokkra bjóra í tilefni þess?
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
þriggja tíma svefn
Nóg að gera eins og ég tjáði ykkur í gær. Var hér til mjög seint í gærkveldi rúmlega miðnættis. Fór heim til mín náði að sofa í nokkra tíma og var svo komin á fætur um fimm í nótt. Þrátt fyrir gífurlegt svefnleysi þá er ég furðulega hress.
Loksins fór kostnaðaráætlunin aðeins að ganga en það var þegar einhverjir tveir vírar í hausnum á mér náðu loks að tengjast... þá var etta barasta ekkert mál. En þrátt fyrir það þá vilja tímaáætlunarvíranir alls ekki tengjast.
Vá hvað ég vildi ég væri einhversstaðar í sólarlöndum að sötra kokteil úr kókoshnetu....
Loksins fór kostnaðaráætlunin aðeins að ganga en það var þegar einhverjir tveir vírar í hausnum á mér náðu loks að tengjast... þá var etta barasta ekkert mál. En þrátt fyrir það þá vilja tímaáætlunarvíranir alls ekki tengjast.
Vá hvað ég vildi ég væri einhversstaðar í sólarlöndum að sötra kokteil úr kókoshnetu....
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
SHIT SHIT SHIT
Hrebbna er stressuð í dag... á morgun er deadline á einum hluta á verkefninu! Ég á fokk mikið eftir... þannig ég verð hérna langt fram á nótt, spurning hvort maður vaki ekki bara og sofi á morgun þegar allt er búið.
Í gær var svooo mikill þriðjudagur, eins og allir vita þá þoli ekki þriðjudaga. Gekk allt sem hægt var að ganga á afturfótum eins og á til að gerast. Læsti mig meira að segja frammi á gangi í vinnunni og munaði litlu að ég hefði þurft að dúsa þar í nótt. Ég var bara heppin að ég hafi farið svona snemma að vinna.
Einbeiting mín er í lágmarki og ég er búin að torga nokkrum lítrum af kaffi og er núna komin út í orkudrykkina.
Jæja best að fara að vinna í þessari kostnaðaráætlun. Endilega ef einhver vill vita hvernig mér gengur má alltaf senda mér sms eða hringja í mig... þá verð ég ofsa glöð!
Í gær var svooo mikill þriðjudagur, eins og allir vita þá þoli ekki þriðjudaga. Gekk allt sem hægt var að ganga á afturfótum eins og á til að gerast. Læsti mig meira að segja frammi á gangi í vinnunni og munaði litlu að ég hefði þurft að dúsa þar í nótt. Ég var bara heppin að ég hafi farið svona snemma að vinna.
Einbeiting mín er í lágmarki og ég er búin að torga nokkrum lítrum af kaffi og er núna komin út í orkudrykkina.
Jæja best að fara að vinna í þessari kostnaðaráætlun. Endilega ef einhver vill vita hvernig mér gengur má alltaf senda mér sms eða hringja í mig... þá verð ég ofsa glöð!
mánudagur, nóvember 21, 2005
Ég er að baka....baka köku....
Ofurhúsmóðirin mætt á svæðið enda vilja allir giftast mér....híhíhí!
Ég og Sólveig höfum átt læridag í dag.... ekkert smá duglegar. Svo elduðum við fajitas og svo er verið að baka bananaköku í eftirrétt! Ég held ég hafi ekki verið svona framtakssöm í lengri tíma.
Pantaði mér óvart tvo boli á netinu í dag... mæli með Threadless mjög töff bolir þar á bæ.
Ég og Sólveig höfum átt læridag í dag.... ekkert smá duglegar. Svo elduðum við fajitas og svo er verið að baka bananaköku í eftirrétt! Ég held ég hafi ekki verið svona framtakssöm í lengri tíma.
Pantaði mér óvart tvo boli á netinu í dag... mæli með Threadless mjög töff bolir þar á bæ.
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Sófía prinsessa
Atburðir gærkvöldsins voru magnaðir, líktust einna helst góðri sápuóperu. Skemmtilegur kafli í bókina sem ég er að skrifa...Drama í Danmörku.
Já mér fannst ég viðbjóðslega fyndin í gær. Elín Ása hefur að undanförnu verið að kvarta undan að enginn hringi í hana þegar hún er í vinnunni. Auðvitað ákvað ég að vera góð vinkona og redda þessu.... ég sem sagt skyldi eftir 20 skilaboð á talhólfinu hennar. Leyfði henni að fylgjast með ÖLLU sem ég gerði í gærdag.
Mynd dagsins: How to lose a guy in 10 days. Ein af bestu myndum sem hefur verið gerð! Ég og Hildur grenjum allavega úr hlátri.
Já mér fannst ég viðbjóðslega fyndin í gær. Elín Ása hefur að undanförnu verið að kvarta undan að enginn hringi í hana þegar hún er í vinnunni. Auðvitað ákvað ég að vera góð vinkona og redda þessu.... ég sem sagt skyldi eftir 20 skilaboð á talhólfinu hennar. Leyfði henni að fylgjast með ÖLLU sem ég gerði í gærdag.
Mynd dagsins: How to lose a guy in 10 days. Ein af bestu myndum sem hefur verið gerð! Ég og Hildur grenjum allavega úr hlátri.
laugardagur, nóvember 19, 2005
Biatch
Elín Ása puttabraut mig og svo fitlar hún við kærastann minn eins og hún eigi lífið að leysa... who needs enemies when you got friends like this? Hildur reynir líka við kallinn minn er aðeins kurteisari en Elín...
föstudagur, nóvember 18, 2005
vei eða þannig
Jæja ástæða veikinda að undanförnu er massíft ofnæmi... æði! Ég er með ofnæmi fyrir ryki og ég vinn við að þrífa ryk. Hehehe mér finnst þetta soldið fyndið bara. Hver getur verið jafn óheppin og ég?
Annars er flöskudagur en ætli maður verði ekki bara róleg á því. Kannski maður geri eitthvað sniðugt annað kvöld.
Ef einhverjum leiðist má alveg hringja í mig!
Annars er flöskudagur en ætli maður verði ekki bara róleg á því. Kannski maður geri eitthvað sniðugt annað kvöld.
Ef einhverjum leiðist má alveg hringja í mig!
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
hvað er eiginlega að mér?
Jæja klukkið er rétt rúmlega átta... ég er búin að vera vakandi í nokkra klukkutíma! Eða öllu heldur frá klukkan 5.30 í morgun. Þetta er í annað skipti í vikunni þar sem mér er það gjörsamlega ómögulegt að sofa lengur.En mig grunar að ég eigi eftir að vera úrvinda uppúr hádegi. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?
Ég er í dag búin að vakna fara í sturtu, skoða allar heimsins heimasíður, klára eitt stykki verkefni, fara í bakaríið, fara í metró, fara í strætó, koma í skólann og sit hér aaaaalein í skólanum en tímar hefjast ekki fyrr en kl. 9.50. En þetta er rosalega góður tími til að læra og vinna að verkefninu stóra.
Þar sem maður eyðir dágóðum tíma í almenningssamgöngur hér í bæ þá finnur maður upp á ýmsu til að láta tímann líða. Mitt aðaláhugamál er að skoða í hvernig skófatnaði fólk er í. Ég er sannfærð um það að skórnir segja hvernig persóna manneskjan er. Ég er allavega komin með nokkrar steríótýpur. Annars dauðlangar mig í nýja skó... helst lágbotna stígvél! Hver vill gefa mér svoleiðis?
Ég er í dag búin að vakna fara í sturtu, skoða allar heimsins heimasíður, klára eitt stykki verkefni, fara í bakaríið, fara í metró, fara í strætó, koma í skólann og sit hér aaaaalein í skólanum en tímar hefjast ekki fyrr en kl. 9.50. En þetta er rosalega góður tími til að læra og vinna að verkefninu stóra.
Þar sem maður eyðir dágóðum tíma í almenningssamgöngur hér í bæ þá finnur maður upp á ýmsu til að láta tímann líða. Mitt aðaláhugamál er að skoða í hvernig skófatnaði fólk er í. Ég er sannfærð um það að skórnir segja hvernig persóna manneskjan er. Ég er allavega komin með nokkrar steríótýpur. Annars dauðlangar mig í nýja skó... helst lágbotna stígvél! Hver vill gefa mér svoleiðis?
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
gleymdi einni
Ég barasta gleymdi að setja Evu Rut í listann yfir fólkið sem ég var að "kítla". Eva mín þú sleppur ekki í þetta sinn.... enjoy!
Enn eitt...
Sjö hlutir sem ég ætla ad gera áður en ég dey:
Klára eitthvað nám
Fara til Ástralíu
Hanna eigið hús
Eignast börn (þarf maður þá ekki líka mann?)
Fara í heimsreisu
Fara í fallhlífarstökk
Vera hamingjusöm
Sjö hlutir sem ég get:
Ég kann alveg að elda
get keyrt bíl
látið eins og fífl
talað og það mikið
hangið á kaffihúsum
blandað kaffikokteila
spilað golf
Sjö hlutir sem ég get ekki:
Sungið
haldið hreinu heima hjá mér
skilið svía tala
skipt um dekk
vaskað upp jafnóðum
Fattað AutoCad almennilega
spilað golf
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
Augun
Húmorinn
Persónuleikinn
Gáfur
Brosið
Rassinn
Metnaður
restin....
Sjö þekktir sem heilla mig:
Angelina Jolie... hún er bara svo kúl.
Colin Farrell... hann er bara svo hot.
J.LO.... bara því hún virðist geta allt.
Quentin Tarantino...því hann gerir svo flottar myndir.
Johnny Depp.... hann er flottastur.
Madonna.... wonder woman.
Kanye West... fyrir að vera kúl.
Sjö setningar/orð sem ég segi oft:
Ha?
Já já
sagði einhver bjór?
Hva meinaru...
jæja þetta er síðasti bjórinn svo fer ég heim.
ég er hætt að drekka (oftast sagt á sunnudögum)
hvad siger du? engang til...
Sjö hlutir sem ég sé núna:
Laptopinn minn
símann minn
sjónvarpið
borðstofuborðið
lampann minn
Kormák og Breka (plönturnar mínar)
ég sé reyndar alla íbúðina mína þar sem hún er frekar lítil.
Ég ætla að "kitla" Hildi, Sólveigu, Sunnu og Kristín Erlu.... þið hin megið líka alveg gera þetta.
Klára eitthvað nám
Fara til Ástralíu
Hanna eigið hús
Eignast börn (þarf maður þá ekki líka mann?)
Fara í heimsreisu
Fara í fallhlífarstökk
Vera hamingjusöm
Sjö hlutir sem ég get:
Ég kann alveg að elda
get keyrt bíl
látið eins og fífl
talað og það mikið
hangið á kaffihúsum
blandað kaffikokteila
spilað golf
Sjö hlutir sem ég get ekki:
Sungið
haldið hreinu heima hjá mér
skilið svía tala
skipt um dekk
vaskað upp jafnóðum
Fattað AutoCad almennilega
spilað golf
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
Augun
Húmorinn
Persónuleikinn
Gáfur
Brosið
Rassinn
Metnaður
restin....
Sjö þekktir sem heilla mig:
Angelina Jolie... hún er bara svo kúl.
Colin Farrell... hann er bara svo hot.
J.LO.... bara því hún virðist geta allt.
Quentin Tarantino...því hann gerir svo flottar myndir.
Johnny Depp.... hann er flottastur.
Madonna.... wonder woman.
Kanye West... fyrir að vera kúl.
Sjö setningar/orð sem ég segi oft:
Ha?
Já já
sagði einhver bjór?
Hva meinaru...
jæja þetta er síðasti bjórinn svo fer ég heim.
ég er hætt að drekka (oftast sagt á sunnudögum)
hvad siger du? engang til...
Sjö hlutir sem ég sé núna:
Laptopinn minn
símann minn
sjónvarpið
borðstofuborðið
lampann minn
Kormák og Breka (plönturnar mínar)
ég sé reyndar alla íbúðina mína þar sem hún er frekar lítil.
Ég ætla að "kitla" Hildi, Sólveigu, Sunnu og Kristín Erlu.... þið hin megið líka alveg gera þetta.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Yo homies
Það er skítakuldi hér í Köben! Greinilegt að það er að koma vetur og ég verð að viðurkenna að ég er alveg komin í jólafíling. Fylltist nett af stressi í gærkveldi þegar ég hugsaði til þess ég hef einungis mánuð til stefnu til að klára að búa til allar jólagjafir og audda föndra jólakonfektið.
Það er brjálað að gera í skólanum núna... mér finnst ég komin frekar afturúr en þetta reddast. Auðvitað setur feitt strik í reikninginn að ég er ekki búin að vera hérna undanfarna viku.
Ég hlakka viðbjóðslega til að heimsækja Frónið en það er hálft ár síðan ég flutti hingað út. Tíminn flýgur algerlega frá manni. Mér finnst ekkert smá stutt síðan ég flutti en samt finnst mér ég alltaf hafa búið hérna. Líka maður er búinn að afreka margt og mikið og bralla ótrúlegustu hluti á þessum tíma.
Jæja ég ætti nú kannski að fara að vinna að verkefninu...
Það er brjálað að gera í skólanum núna... mér finnst ég komin frekar afturúr en þetta reddast. Auðvitað setur feitt strik í reikninginn að ég er ekki búin að vera hérna undanfarna viku.
Ég hlakka viðbjóðslega til að heimsækja Frónið en það er hálft ár síðan ég flutti hingað út. Tíminn flýgur algerlega frá manni. Mér finnst ekkert smá stutt síðan ég flutti en samt finnst mér ég alltaf hafa búið hérna. Líka maður er búinn að afreka margt og mikið og bralla ótrúlegustu hluti á þessum tíma.
Jæja ég ætti nú kannski að fara að vinna að verkefninu...
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Þunnudagur
Þynnkupartý á Dalslandsgade í dag. Elín Ása og Hildur gistu hérna í nótt, vitleysingarnir læstu mig úti úr eigin íbúð. Það var meira en lítið erfitt að reyna að komast inn... Þær heyrðu ekki bankið né símhringingar. Að lokum endaði þetta vel því ég var skuggalega nálægt því að fara bara að sofa á ganginum... minnti mig svolítið á aðstæðurnar þegar ég læstist á baðinu í Bakkasmára.
Ég er andleg endurnæring Elínar í dag og Hildur bíður eftir kraftaverki.
Ég er andleg endurnæring Elínar í dag og Hildur bíður eftir kraftaverki.
laugardagur, nóvember 12, 2005
Stjörnuspáin í dag
TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Möguleikarnir eru óteljandi en tvær leiðir til þess að eyða tímanum blasa við. Tvíburinn verður tvístígandi framan af en ákveður loks hvað er fyrir bestu og fylgir því eftir.
Já þetta er svo satt... það var reynt að fá mig á djammið í kvöld, einhver partý í gangi og svona. En Hrebbna ákvað að hygge sig hjemme í staðinn. Smá eftirsjá kannski.
Möguleikarnir eru óteljandi en tvær leiðir til þess að eyða tímanum blasa við. Tvíburinn verður tvístígandi framan af en ákveður loks hvað er fyrir bestu og fylgir því eftir.
Já þetta er svo satt... það var reynt að fá mig á djammið í kvöld, einhver partý í gangi og svona. En Hrebbna ákvað að hygge sig hjemme í staðinn. Smá eftirsjá kannski.
föstudagur, nóvember 11, 2005
Skóli loksins
Já komin með ógeð á inniverunni og skellti mér í skólann í morgun. Það var nú reyndar ekki mikið gert en gott að komast út á meðal fólks.
Fór í pyntingu í morgun... ég skalf af hræðslu og sagði hjúkkunni vinsamlegast ekki láta mig vita hvenær hún myndi stinga mig. Svo kom það ááááááiiii.... ok kannski ekki svo slæmt en ég sá aldrei nálina þannig mér leið betur en vanalega. Þoli ekki þegar það er búið að leggja helv... nálina pent á borðið áður en maður kemur.
Það er ógó veður hérna núna... dimmt og rok og rigning og kalt skítkalt. Vottar jafnvel fyrir smá heimþrá í svona veðri.
Mig langar til sólríks lands þessa stundina.... liggja á ströndinni með Strawberry Daquiri.
Jæja er ekki kominn tími á heimferð?
Fór í pyntingu í morgun... ég skalf af hræðslu og sagði hjúkkunni vinsamlegast ekki láta mig vita hvenær hún myndi stinga mig. Svo kom það ááááááiiii.... ok kannski ekki svo slæmt en ég sá aldrei nálina þannig mér leið betur en vanalega. Þoli ekki þegar það er búið að leggja helv... nálina pent á borðið áður en maður kemur.
Það er ógó veður hérna núna... dimmt og rok og rigning og kalt skítkalt. Vottar jafnvel fyrir smá heimþrá í svona veðri.
Mig langar til sólríks lands þessa stundina.... liggja á ströndinni með Strawberry Daquiri.
Jæja er ekki kominn tími á heimferð?
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Sé fyrir endan á þessu
Veiii ég svaf næstum heilan svefn í nótt... og engir brjálaðir draumar. Ætli ég geti þá ekki farið í skólann á morgun ef ég er orðin hitalaus... verð þá bara að halda kjafti þar sem það er mjög erfitt að tala. Svo hitti ég doktor hálsa á morgun.
Hildur kom í heimsókn í gærkveldi og horfðum við imbann. Það var klikk spennandi þáttur af CSI (Tarantino leikstýrði) en neiiii það var to be continued... ÉG HATA SVONA! Nú þurfum við að bíða í heila viku til að sjá hvað gerist. Ég er ekki þolinmóð kona og svona pirrar mig bara.
Nú styttist í það að ég fái nokkrar stöðvar aukalega (ríkisstöðvarnar eru ekki þær skemmtilegustu). Síðustu þrjá daga hef horft á þessar 4 DVD myndir sem ég á of oft fyrir utan það að ég var komin með ógeð á þeim áður.
Hmm úllendúllen doff kikkilani koff hvað á ég að horfa á næst.... Clueless!
Hildur kom í heimsókn í gærkveldi og horfðum við imbann. Það var klikk spennandi þáttur af CSI (Tarantino leikstýrði) en neiiii það var to be continued... ÉG HATA SVONA! Nú þurfum við að bíða í heila viku til að sjá hvað gerist. Ég er ekki þolinmóð kona og svona pirrar mig bara.
Nú styttist í það að ég fái nokkrar stöðvar aukalega (ríkisstöðvarnar eru ekki þær skemmtilegustu). Síðustu þrjá daga hef horft á þessar 4 DVD myndir sem ég á of oft fyrir utan það að ég var komin með ógeð á þeim áður.
Hmm úllendúllen doff kikkilani koff hvað á ég að horfa á næst.... Clueless!
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
sagan heldur áfram
Sofnaði í dag... dreymdi Bubba, var orðin besta vinkona hans og við vorum mikið að ræða um íslenska ædolið.... WHAT THE FUCK???
Fór til læknis og honum fannst mjög óeðlilegt hversu oft ég fæ hálsbólgu... straight to the throatdoctor thank you very much. Mmmm frostpinnar!
En ég skal keep you updated með þessa fokked up drauma. því mér finnst þeir fyndnir!
Fór til læknis og honum fannst mjög óeðlilegt hversu oft ég fæ hálsbólgu... straight to the throatdoctor thank you very much. Mmmm frostpinnar!
En ég skal keep you updated með þessa fokked up drauma. því mér finnst þeir fyndnir!
verra í dag en í gær
Æðislegt mér líður enn ömurlegra í dag en í gær. Svaf eiginlega ekki neitt í nótt var bara í hálfgerðu móki, hálfa nóttina var ég að byggja geimskip og mér fannst ekkert skrítið við það. Og skrítna við allt þetta var mér fannst þetta hafa gerst eða vera að gerast. Inni á milli voru pásur á geimskipsbyggingu þar sem maður grenjaði úr sársauka. Vá hvað ég vildi ég væri heima hjá mömmu og pabba núna... I want my mommy!!!
Sem stendur gæti ég alveg tekið þátt í fegurðarsamkeppni.... milli norna og aðra skrímsla. Ég er skemmtilega grágræn í framan með rauða hárið úti í allar áttir og svo lítur hálsinn út eins og frankenstein. Og hljóðin sem koma upp úr mér eru ólík öllum öðrum.
Sem stendur gæti ég alveg tekið þátt í fegurðarsamkeppni.... milli norna og aðra skrímsla. Ég er skemmtilega grágræn í framan með rauða hárið úti í allar áttir og svo lítur hálsinn út eins og frankenstein. Og hljóðin sem koma upp úr mér eru ólík öllum öðrum.
mánudagur, nóvember 07, 2005
Enn og aftur...
Já já Hrebbna er enn og aftur komin með hálsbólgu, reyndar í þriðja eða fjórða skipti á skömmum tíma. Versta bara þegar ég fæ hálsbólgu þá fæ ég hita og verð rosalega sljó. Ég held það sé alveg kominn tími til að láta rífa alla kirtla út. Mmmmm þá fær maður að borða ís í heila viku. Fékk tíma hjá lækni á morgun... sjáum til hvað hann segir.
Allir gestir farnir aftur til síns heima bæði Frónarbúar og Baunar.. Ég þarf bara nauðsynlega að laga til hérna núna en það er smá drasl eftir alla sem hefur á hér gengið undanfarið.
Pabbi gamli á afmæli í dag, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI!
Allir gestir farnir aftur til síns heima bæði Frónarbúar og Baunar.. Ég þarf bara nauðsynlega að laga til hérna núna en það er smá drasl eftir alla sem hefur á hér gengið undanfarið.
Pabbi gamli á afmæli í dag, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PABBI!
sunnudagur, nóvember 06, 2005
úff!
Gærkveldið var rosalegt... ótrúlegt hvað gerist þegar maður er búin að ákveða við sjálfa sig að fara snemma heim og helst ekki drekka neitt. En í teiti meðal íslendinga er sjaldan hægt að neita áfengi.
Reef n Beef var svakalega gott eins og ávallt. Reyndar hafði þynnka einhver áhrif á að maður nyti matsins til hins ítrasta, einnig hafði sitt að segja að við urðum svoooo saddar eiginlega strax á forrétti.
En ég er komin með mikið efni í góða bók jafnvel bíómynd eða þáttaröð. Drama virðist elta mig og mína.
Núna þarf Hrebbna að drullast til að gera stærðfræðiverkefni og svo er það svefn.
Reef n Beef var svakalega gott eins og ávallt. Reyndar hafði þynnka einhver áhrif á að maður nyti matsins til hins ítrasta, einnig hafði sitt að segja að við urðum svoooo saddar eiginlega strax á forrétti.
En ég er komin með mikið efni í góða bók jafnvel bíómynd eða þáttaröð. Drama virðist elta mig og mína.
Núna þarf Hrebbna að drullast til að gera stærðfræðiverkefni og svo er það svefn.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Fullt af myndum
Var að bæta inn fullt af myndum frá lífinu hér í Köbenhavn þar má meðal annars sjá myndir af íbúðinni minni. Það var svakalega gaman í gær byrjuðum á skólabarnum og fórum svo í partý til skólafélaga míns þaðan fórum við á barinn hans Dennis í Nyhavn... ölvun var gífurleg en skemmtun í hámarki. Sést vel á myndunum.
Í kveld munum við stöllur fara á Reef n Beef, auðvitað verður maður að leyfa sveitapakkinu að smakka krókódíl, kengúru og emu. Senere i aften munum við fara í teiti til Herra Þráins og Frú Maríönnu. En hann átti einmitt afmæli um daginn. Jæja komin tími til að fara að fegra sig fyrir kvöldið.
Ciao!
Í kveld munum við stöllur fara á Reef n Beef, auðvitað verður maður að leyfa sveitapakkinu að smakka krókódíl, kengúru og emu. Senere i aften munum við fara í teiti til Herra Þráins og Frú Maríönnu. En hann átti einmitt afmæli um daginn. Jæja komin tími til að fara að fegra sig fyrir kvöldið.
Ciao!
föstudagur, nóvember 04, 2005
Enn á lífi
Bara brjálad ad gera thannig ég hef barasta ekki haft tíma til ad blogga. Íris og Hulda mættu á svædid í gær og verdur København tekin med trompi. Í dag snjóar thví jólabjórinn kemur á barina... svaka hefd hér á bæ.
Fyndid einn kennarinn minn var ad fatta ádan ad ég væri íslensk... hann hélt ég væri kani....múhahahahahaha!
Jæja best ad fara ad borda eitthvad og svo drekka bjór.
Fyndid einn kennarinn minn var ad fatta ádan ad ég væri íslensk... hann hélt ég væri kani....múhahahahahaha!
Jæja best ad fara ad borda eitthvad og svo drekka bjór.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
íbúðin mín
Fór og tók smá flipp í IKEA í gær... sit núna með eitt stykki kommóðu í billjón pörtum á gólfinu. Ég elska húsgögn frá IKEA ódýrt og yfirleitt mjög flott hönnun... EEEEN ég þoli ekki að setja þetta drasl saman.
Þrátt fyrir púslið þá er íbúðin mín að verða svo sæt... keypti mér alvöru gardínur (ekki eitthvað sem ég föndraði), loftljós og fleira smá dót. Þyrfti eiginlega að taka myndir þegar allt er reddí til að sýna ykkur. Einstaklega Hrebbnuleg híbýli.
Jæja best að halda áfram að púsla...
Þrátt fyrir púslið þá er íbúðin mín að verða svo sæt... keypti mér alvöru gardínur (ekki eitthvað sem ég föndraði), loftljós og fleira smá dót. Þyrfti eiginlega að taka myndir þegar allt er reddí til að sýna ykkur. Einstaklega Hrebbnuleg híbýli.
Jæja best að halda áfram að púsla...
mánudagur, október 31, 2005
Stórhættulegt að fara í strætó
Já já hrakfarir mínar af almenningssamgöngum halda áfram. Var í dag búin að mæla mér mót við Sólveigu og geri náttúrulega ráð fyrir að metróinn virki. Ég skokka út á metróstöð og hvað haldiði 20 mín í næsta metró á leið í bæinn.... WTF hann á að vera á 4-6 mínútna fresti. Ákveð að sjálfsögðu að taka bara strætó þá... kem upp og út og sé strætóinn og hleyp náttúrulega á eftir honum. Næ strætó og bíð eftir að stelpan á undan mér komi sér inn.... haldiði ekki að strætóbílstjóradjöfullinn hafi barasta ekki lokað á mig og ég var ekki alveg komin inn. Ég skyldi ekki alveg hvað í fjáranum var að gerast en samt var etta frekar sárt.... ég er alveg marin eftir fávitann. Besta er eftir... hann fór að öskra á mig! Eitthvað með að ég verði að vera sýnileg í speglinum og bla bla bla. Halló ég stóð í röð til að komast inn ef hann gat séð alla aðra af hverju ekki mig?
Hver setti eiginlega þessi álög á mig?
Hver setti eiginlega þessi álög á mig?
sunnudagur, október 30, 2005
Dansferill minn endaði í gær
Já já enn og aftur kemur vonda sífulla tvíburasystir mín fram á sjónarsviðið. Ég sat í mestu makindum í gærkveldi að horfa á vídeó og sauma út á meðan hún var eitthvað að fyllibyttast. Ég frétti að hún hefði eitthvað verið að dansa og flogið á hausinn og lent á kinninni... röflað í fólki... reynt að hringja í foreldra sína bara til að spjalla kl.3 um nóttina...drukkið óhóflega... en þó haft vit á því að fara heim þegar nóg var komið.
Best að minna ykkur sem eruð á Íslandi að nú er bara klukkutíma mismunur á okkur.
Best að minna ykkur sem eruð á Íslandi að nú er bara klukkutíma mismunur á okkur.
laugardagur, október 29, 2005
Halloween
Nohh bara komin helgi enn og aftur.
Kíkti á fredagsbar í gær að venju... nokkur í bekknum ákváðum að halda upp á Halloween ærlega þannig í kvöld ætlum við að hittast heima hjá einum, borða saman og drekka smá og fara svo í partý sem er haldið á bar sem við förum oft á. Þetta verður örugglega massa stuð.
Íris og Hulda koma svo á fimmtudag, hlakka þvílíkt til að sjá þær stöllur.
Ég þarf svooo að þvo þvott en vá hvað það er nú samt leiðinlegt... ég án djóks fór og keypti mér sokka þannig ég gæti frestað því aðeins að þvo. Svona er maður hrikalegur. Jæja best að drífa sig í þessu.
Kíkti á fredagsbar í gær að venju... nokkur í bekknum ákváðum að halda upp á Halloween ærlega þannig í kvöld ætlum við að hittast heima hjá einum, borða saman og drekka smá og fara svo í partý sem er haldið á bar sem við förum oft á. Þetta verður örugglega massa stuð.
Íris og Hulda koma svo á fimmtudag, hlakka þvílíkt til að sjá þær stöllur.
Ég þarf svooo að þvo þvott en vá hvað það er nú samt leiðinlegt... ég án djóks fór og keypti mér sokka þannig ég gæti frestað því aðeins að þvo. Svona er maður hrikalegur. Jæja best að drífa sig í þessu.
fimmtudagur, október 27, 2005
allir vegir færir í stóra eldhúsinu
Nú get ég eldað hvað sem er... þarf bara að finna einhvern sem nennir að vaska upp eftir mér. Hrebbna er búin að kaupa sér ofn!!!! Fíni ofninn minn er örbylgjuofn og grill líka... I love it! Hver vill koma í mat?
Eldaði fyrir stelpurnar í gær kálfakjöt í Marsalasósu og svepparisóttó... voðalega gott hjá mér. Ég er mjög fegin að ég elda alltaf fyrir heilan her því þá á ég afgang. Híhí!
Verst við ofninn hann þarf að vera í stofunni þar sem það er ekki pláss í eldhúsinu! Múhahahaha.
Eldaði fyrir stelpurnar í gær kálfakjöt í Marsalasósu og svepparisóttó... voðalega gott hjá mér. Ég er mjög fegin að ég elda alltaf fyrir heilan her því þá á ég afgang. Híhí!
Verst við ofninn hann þarf að vera í stofunni þar sem það er ekki pláss í eldhúsinu! Múhahahaha.
miðvikudagur, október 26, 2005
Back to life
Þá er orðið rólegt hjá manni enn á ný... í nokkra daga að minnsta kosti. Nú hef ég kjörið tækifæri til að þvo þvottinn (þið ættuð að sjá hverju maður er farin að vera í saman) og líka vaska upp (enn og aftur það allra leiðinlegasta sem ég geri) og þrífa íbúðina. Einstaklega skemmtilegt....
Já svona fyrst maður er byrjaður þá kannski væri sniðugt að hengja aðeins upp myndir og annað slíkt. Kaupa fleiri ljós og gardínur. Bara reyna að gera huggulegt hérna inni.
Annars er ég víst að fara að elda í kvöld en Sólveig og Elín Ása ætla að kíkja í heimsókn. Ég er búin að lofa að búa ekki til ofursterkar núðlur. Bara veit ekki alveg hvað ég á að elda. Mig dreymdi reyndar gúllas en það er aðeins og mikið vesen að búa það til.
Jæja to the laundryroom....
Já svona fyrst maður er byrjaður þá kannski væri sniðugt að hengja aðeins upp myndir og annað slíkt. Kaupa fleiri ljós og gardínur. Bara reyna að gera huggulegt hérna inni.
Annars er ég víst að fara að elda í kvöld en Sólveig og Elín Ása ætla að kíkja í heimsókn. Ég er búin að lofa að búa ekki til ofursterkar núðlur. Bara veit ekki alveg hvað ég á að elda. Mig dreymdi reyndar gúllas en það er aðeins og mikið vesen að búa það til.
Jæja to the laundryroom....
mánudagur, október 24, 2005
Búið og gert
Vááá spennufall!
Þá erum við búin að kynna og svara öllum spurningum. Við fengum mjög góða dóma og það var lítið sett út á hjá okkur... fyrir utan við vorum kannski of nákvæm í mælingum og annað smotterí sem var alls ekki slæmt. Af þeim sem eru búin þá erum við held ég búin að fá bestu dóma...allavega vorum við ánægð með það sem var sagt, sumir eru frekar pissed. Frekar óþægilegt að hafa 7 kennara spyrja mann spjörunum úr ég byrjaði að skjálfa aðeins í hnjánum þegar ég byrjaði að tala.
Svo í kvöld verður fagnað!
Híhí mig dreymdi kynninguna í alla nótt á alla versta vegu mögulega. Sem betur fer fór allt betur en í draumunum.
Þá erum við búin að kynna og svara öllum spurningum. Við fengum mjög góða dóma og það var lítið sett út á hjá okkur... fyrir utan við vorum kannski of nákvæm í mælingum og annað smotterí sem var alls ekki slæmt. Af þeim sem eru búin þá erum við held ég búin að fá bestu dóma...allavega vorum við ánægð með það sem var sagt, sumir eru frekar pissed. Frekar óþægilegt að hafa 7 kennara spyrja mann spjörunum úr ég byrjaði að skjálfa aðeins í hnjánum þegar ég byrjaði að tala.
Svo í kvöld verður fagnað!
Híhí mig dreymdi kynninguna í alla nótt á alla versta vegu mögulega. Sem betur fer fór allt betur en í draumunum.
sunnudagur, október 23, 2005
Dugnaðarforkurinn ég
Sunnudagur og minns búin að afreka margt í dag... sem stendur sit ég í skólanum að skrifa upp kynninguna. Ótrúlegt hvað maður nær að gera mikið ef maður vaknar snemma um helgar... þarf að gera þetta oftar.
Fór og fékk mér nokkra bjóra í gær en aldrei svo vant var ég komin heim fyrir 2. Sem telst nú bara mjööööög snemmt í mínum orðaforða. Elín fór heim fyrr en það var ekki vegna þreytu... hún var alveg veeeel í glasi. Gellan var virkilega að reyna að pína ofan í mig staup (ég var ekki einu sinni búin að drekka sopa af bjórnum mínum)svo var hún eitthvað að hóta að lýsa yfir vantrausti á mig sem formann Díónýsusar. BLAH!
Ég er nú ekki frá því að ég sé komin með smá fiðring í magann fyrir kynninguna á morgun. Ætli þetta verði svona taugaveiklunarræða hjá mér eða næ ég að fela stressið. Samt skrítið að ég er bara að fara að tala fyrir framan fólk sem ég þekki... það verða bara kennararnir og hópurinn minn viðstaddir. Ætli ég sé ekki bara stressuð því maður er búin að leggja svo rosalega mikla vinnu í þetta og ef einhver fer að segja að þetta sé allt vitlaust.
Wish me luck!
Fór og fékk mér nokkra bjóra í gær en aldrei svo vant var ég komin heim fyrir 2. Sem telst nú bara mjööööög snemmt í mínum orðaforða. Elín fór heim fyrr en það var ekki vegna þreytu... hún var alveg veeeel í glasi. Gellan var virkilega að reyna að pína ofan í mig staup (ég var ekki einu sinni búin að drekka sopa af bjórnum mínum)svo var hún eitthvað að hóta að lýsa yfir vantrausti á mig sem formann Díónýsusar. BLAH!
Ég er nú ekki frá því að ég sé komin með smá fiðring í magann fyrir kynninguna á morgun. Ætli þetta verði svona taugaveiklunarræða hjá mér eða næ ég að fela stressið. Samt skrítið að ég er bara að fara að tala fyrir framan fólk sem ég þekki... það verða bara kennararnir og hópurinn minn viðstaddir. Ætli ég sé ekki bara stressuð því maður er búin að leggja svo rosalega mikla vinnu í þetta og ef einhver fer að segja að þetta sé allt vitlaust.
Wish me luck!
laugardagur, október 22, 2005
kaffiiiiii
Það er laugardagsmorgunn og ég er búin að vera vakandi í marga klukkutíma.... og maður er alveg hress og kátur. Fór með Elín Ásu í brunch áðan og var svo mætt tímanlega í skólann að vinna að verkefninu. Ótrúlegt samt að maður fær bara lykla að skólanum og maður má vera hér nákvæmlega þegar manni hentar. Mér þykir etta æði. Við erum samt ekki nema ca. 5 manns hérna núna.
Úff var að hella upp á kaffi... smá sterkt... ok ég er sú eina sem vill drekka það, það er ekta Hrebbnu-sterkt. MMmmmm gott!
Ég fékk mér 2-3 bjóra í gær og ég varð bara slöpp og syfjuð af þeim og fór því bara heim til Elínar að glápa á sjónvarpið hjá henni (hún er með miklu fleiri stöðvar en ég).
Jæja best að koma sér aftur að verki...
Annars var ég að setja inn myndir... tjekkið á þeim. Ciao Bellas!
Úff var að hella upp á kaffi... smá sterkt... ok ég er sú eina sem vill drekka það, það er ekta Hrebbnu-sterkt. MMmmmm gott!
Ég fékk mér 2-3 bjóra í gær og ég varð bara slöpp og syfjuð af þeim og fór því bara heim til Elínar að glápa á sjónvarpið hjá henni (hún er með miklu fleiri stöðvar en ég).
Jæja best að koma sér aftur að verki...
Annars var ég að setja inn myndir... tjekkið á þeim. Ciao Bellas!
föstudagur, október 21, 2005
Tæp á geði
Fyndið hvað spennan er orðin mögnuð hér í skólanum. Flestir hópar eru að rífast um hitt og þetta... búin að verða vitni að örugglega 6 hávaðarifrildum í dag. Svo eru aðrir sem snappa bara rétt aðeins í átt að þeim sem eru í kring.
Auðvitað eru einhver vandamál í mínum hóp...að venju. Helvítis útlendingar! Nota bene ég telst ekki sem útlendingur í þessum skilningi.
Fólk er virkilega stressað og ég held flestir verði hérna alla helgina að vinna. Þetta er allt að smella saman hjá mér og Línu en það er líka vegna þess að við erum búnar að vinna eins og fáranlingar. Þrátt fyrir það mun ég mæta hér snemma í fyrramálið og halda áfram. :)
Á eftir að semja fyrirlesturinn, fara yfir öll skjöl, setja upp öll skjöl á töflurnar og klára smotterí....ok shit það er soldið mikið.
Mig langar samt óheyrilega mikið í bjór þessa stundina...humm ætli það sé skilyrt viðbrögð þar sem klukkan er orðin meira en 14 á föstudegi? Ég og Lína ætlum að vinna aðeins lengur fara svo á skólabarinn í einn bjór og svo halda áfram að vinna.
Auðvitað eru einhver vandamál í mínum hóp...að venju. Helvítis útlendingar! Nota bene ég telst ekki sem útlendingur í þessum skilningi.
Fólk er virkilega stressað og ég held flestir verði hérna alla helgina að vinna. Þetta er allt að smella saman hjá mér og Línu en það er líka vegna þess að við erum búnar að vinna eins og fáranlingar. Þrátt fyrir það mun ég mæta hér snemma í fyrramálið og halda áfram. :)
Á eftir að semja fyrirlesturinn, fara yfir öll skjöl, setja upp öll skjöl á töflurnar og klára smotterí....ok shit það er soldið mikið.
Mig langar samt óheyrilega mikið í bjór þessa stundina...humm ætli það sé skilyrt viðbrögð þar sem klukkan er orðin meira en 14 á föstudegi? Ég og Lína ætlum að vinna aðeins lengur fara svo á skólabarinn í einn bjór og svo halda áfram að vinna.
fimmtudagur, október 20, 2005
Einbeitingarskortur
I am very easily distracted....
Já sem sagt á að vera að skrifa skýrslu um building regulations and guidelines for indoor climates.... en dett alltaf inn á einhverjar skemmtilegar heimasíður í staðinn. Ég held ég sé núna búin að skoða alla linka á öllum heimasíðum vina minna. Spila nokkra tölvuleiki og skoða MBL.is ca 20 sinnum svo ekki sé minnst á B2 álíka oft. Já og náttúrulega spjalla við ALLA á MSN listanum mínum. Hvað er að mér eiginlega... af hverju get ég ekki einbeitt mér að því að klára þetta ógeð. Þetta er án efa eitt leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við. OK OK kannski ekki leiðinlegasta þau voru nokkur í HA sem voru ekkert sérlega skemmtileg og einnig í FAU.... umorðum etta þá aðeins þetta er leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við í KTS. En já ef einhver vill vita um finnskar og danskar bygginarreglur then I´m your man...ööö woman!
Humm takið eftir hvað það er mikið um skammstafanir í þessum pistli?
Já sem sagt á að vera að skrifa skýrslu um building regulations and guidelines for indoor climates.... en dett alltaf inn á einhverjar skemmtilegar heimasíður í staðinn. Ég held ég sé núna búin að skoða alla linka á öllum heimasíðum vina minna. Spila nokkra tölvuleiki og skoða MBL.is ca 20 sinnum svo ekki sé minnst á B2 álíka oft. Já og náttúrulega spjalla við ALLA á MSN listanum mínum. Hvað er að mér eiginlega... af hverju get ég ekki einbeitt mér að því að klára þetta ógeð. Þetta er án efa eitt leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við. OK OK kannski ekki leiðinlegasta þau voru nokkur í HA sem voru ekkert sérlega skemmtileg og einnig í FAU.... umorðum etta þá aðeins þetta er leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við í KTS. En já ef einhver vill vita um finnskar og danskar bygginarreglur then I´m your man...ööö woman!
Humm takið eftir hvað það er mikið um skammstafanir í þessum pistli?
veikindi
Auðvitað þegar ég má minnst við því þá verð ég veik. En reyndar betra núna en á mánudag. Hrebbna er sem sagt með kvef, hita og hálsbólgu. Ég er búin að sturta í mig heitu tei í allan dag og er ekki frá því að það virkar helvíti vel. Þrátt fyrir vanlíðan hefur maður setið yfir verkefninu í dag gengur hægt en gengur samt. Ég vorkenndi sjálfri mér svo áðan að ég fór og keypti mér ís...það er svo gott í hálsinn eða eitthvað.
Djöfull hlakka ég til á mánudag eftir kynninguna... I will be free!!!!!!
Djöfull hlakka ég til á mánudag eftir kynninguna... I will be free!!!!!!
miðvikudagur, október 19, 2005
miðvikudagur
Já sannaðist í gær kenningin mín um þriðjudaga! Ég legg til að þriðjudögum verði breytt í frídaga... hlýtur að vera betra. Annars á ég frí næsta þriðjudag þannig kannski sjáum við þá hvort það sé satt.
Ótrúlegt en satt man ég enn eftir að taka blessaða fjölvítamínið og er alveg sannfærð um að mér líði eitthvað betur. En er samt eitthvað slöpp í dag... ég held ég sé með ofnæmi fyrir kulda. Hrebbna fór út í sokkabuxum, gallabuxum, tveimur peysum, einum síðermabol, ullarkápu, með trefil og lúffur í dag....smá kalt. Ok ég er líka heimsins mesta kuldaskræfa. Það sannaðist þegar ég bjó á Flórída... hvaða heilvita manneskja þarf úrval af flíspeysum í 25 stiga hita?
Jæja best að fara að gera vinnu hálfvitana upp á nýtt!
Ótrúlegt en satt man ég enn eftir að taka blessaða fjölvítamínið og er alveg sannfærð um að mér líði eitthvað betur. En er samt eitthvað slöpp í dag... ég held ég sé með ofnæmi fyrir kulda. Hrebbna fór út í sokkabuxum, gallabuxum, tveimur peysum, einum síðermabol, ullarkápu, með trefil og lúffur í dag....smá kalt. Ok ég er líka heimsins mesta kuldaskræfa. Það sannaðist þegar ég bjó á Flórída... hvaða heilvita manneskja þarf úrval af flíspeysum í 25 stiga hita?
Jæja best að fara að gera vinnu hálfvitana upp á nýtt!
þriðjudagur, október 18, 2005
STREEEEESSSS
Prófdagur nálgast og við sitjum sveitt yfir verkefninu... helvítis útlendingarnir í hópnum mínum skilja ekki neitt og hafa þar af leiðandi ekki gert neitt. Verkefnin sem þeir fengu úthlutað hafa þeir setið yfir í margar vikur en greinilega ekki skilið hvað átti að gera! Þannig nú verðum ég og Lina að gera allt upp á nýtt og ekki er mikill tími til stefnu.
FREKAR PIRRUÐ!!!
Já já svo er annað fólk sem greinilega nennir ekki að gera vinnu sína sjálft og stelur bara því sem maður er búinn að gera af skólanetinu!
Sorrý ef ég er búin að vera dugleg og klára allt mitt á góðum tíma...
AAARG!!!
Ok þá er ég búin að pústa aðeins... líður miklu betur.
FREKAR PIRRUÐ!!!
Já já svo er annað fólk sem greinilega nennir ekki að gera vinnu sína sjálft og stelur bara því sem maður er búinn að gera af skólanetinu!
Sorrý ef ég er búin að vera dugleg og klára allt mitt á góðum tíma...
AAARG!!!
Ok þá er ég búin að pústa aðeins... líður miklu betur.
mánudagur, október 17, 2005
Þá er kominn mánudagur.... úff þriðjudagur á morgun sem er dagurinn sem ég hata mest í vikunni. Þetta er orðið frekar slæmt þegar manni er farið að kvíða fyrir deginum. Hvað ætli gerist á morgun? Verð ég barin í metró af dverg með álfa eyru? Sef ég yfir mig í þúsundasta skipti? Týni ég einhverju eins og skónum mínum meðan ég er í þeim? Who knows!
Helgin er búin að vera æði....mikið tjill! Erna kom í heimsókn og náði að versla óheyrilega mikið í þessu stutta stoppi. Ég sýndi henni þetta helsta eins og maður gerir alltaf.... allt nema barina (sem ég kann best).
Annars fékk ég mér nokkra bjóra með Hinriki og Hildi í gær... það er ekki hægt að fara heila helgi án þess að fá sér öl. Fórum á einhvern stað sem er svoooo mikil snilld og ég barasta skil ekki af hverju danirnir mínir séu ekki búin að kynna þetta fyrir mig áður. Á þessum stað er hægt að fá frosin skot... mmmmm. Og spila tónlist sem ég fíla... who can ask for more?
Helgin er búin að vera æði....mikið tjill! Erna kom í heimsókn og náði að versla óheyrilega mikið í þessu stutta stoppi. Ég sýndi henni þetta helsta eins og maður gerir alltaf.... allt nema barina (sem ég kann best).
Annars fékk ég mér nokkra bjóra með Hinriki og Hildi í gær... það er ekki hægt að fara heila helgi án þess að fá sér öl. Fórum á einhvern stað sem er svoooo mikil snilld og ég barasta skil ekki af hverju danirnir mínir séu ekki búin að kynna þetta fyrir mig áður. Á þessum stað er hægt að fá frosin skot... mmmmm. Og spila tónlist sem ég fíla... who can ask for more?
fimmtudagur, október 13, 2005
Helgi...
Vúhú! Enginn skóli á morgun... vííííí. Þarf ekki einu sinni að mæta á neina fundi. Hrebbna er mjög ánægð. En í tilefni af veru ýmissa íslendinga á landinu verður aðeins fengið sér í aðra tánna í kveld. Reyndar verður þetta eini dagurinn í fríi í eina og hálfa viku... Verðum líklega í skólanum mjööööög lengi alla daga í næstu viku.
Annars er maður orðinn ansi sýrður í verkefninu... það er evaluation eftir rúma viku og fólk liggur við sefur í skólanum. Ég fékk nett taugaáfall í gær (eða fyrradag) þegar mér var tjáð að ég yrði að kynna aukahlutverk mitt. Aðalhlutverk mitt sem stendur er öll viðskipta- og lögfræðihliðin og kostnaðarútreikningar, halda utan um fyrirtækið, sjá til þess að öll skjöl líta út eins og þau eiga að gera og skipa fólki fyrir. Svo náttúrulega þarf ég að setja allt saman í lokin og vera viss um að allt sé rétt. En neiiii Hrebbna fær ekki að kynna sína massífu vinnu heldur þarf ég að kynna burðarverkfræðina... eins gott að kynna sér hana STRAX. Jú jú þekki hana aðeins en ekki séns að ég gæti svarað hvaða spurningu sem er.
Næsta vika verður HELL!!!
Hópvinnan er farin að ganga miklu betur... enda sprakk allt í síðustu viku og þurftum að hafa fund að ræða allt sem betur má fara.
Jæja hálftími í bjór best að klára þetta sem ég er að gera.... leiter!
Annars er maður orðinn ansi sýrður í verkefninu... það er evaluation eftir rúma viku og fólk liggur við sefur í skólanum. Ég fékk nett taugaáfall í gær (eða fyrradag) þegar mér var tjáð að ég yrði að kynna aukahlutverk mitt. Aðalhlutverk mitt sem stendur er öll viðskipta- og lögfræðihliðin og kostnaðarútreikningar, halda utan um fyrirtækið, sjá til þess að öll skjöl líta út eins og þau eiga að gera og skipa fólki fyrir. Svo náttúrulega þarf ég að setja allt saman í lokin og vera viss um að allt sé rétt. En neiiii Hrebbna fær ekki að kynna sína massífu vinnu heldur þarf ég að kynna burðarverkfræðina... eins gott að kynna sér hana STRAX. Jú jú þekki hana aðeins en ekki séns að ég gæti svarað hvaða spurningu sem er.
Næsta vika verður HELL!!!
Hópvinnan er farin að ganga miklu betur... enda sprakk allt í síðustu viku og þurftum að hafa fund að ræða allt sem betur má fara.
Jæja hálftími í bjór best að klára þetta sem ég er að gera.... leiter!
þriðjudagur, október 11, 2005
Barin í strætó
Alltaf svo gaman á morgnanna! Eins og ég held allir vita þá er ég svo innilega ekki morgun manneskja, í mínum fullkomna heimi þarf maður aldrei að mæta neitt fyrr í fyrsta lagi klukkan 10 og þá eftir nokkuð marga kaffibolla.
Í morgun vaknaði maður massa tímanlega og hljóp út í metró.... vííí metró eitthvað bilaður þannig maður varð að hoppa í strætó. Þegar í strætó er komið stend ég þarna í mínu sakleysi að lesa morgunblöðin. Einhver gutti labbar inn með útileigustól æ svona sem er eins og þrífótur sem maður slengir yfir öxlina. Jæja þetta var eins og að vera í Steina og Olla mynd. Gaurinn barði mig ítrekað með helvítis stólnum... ég bað hann vinsamlegast að passa sig... dúddinn tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og hélt áfram að vera óþolandi. Þetta hefði ekki verið neitt mál nema gaurinn plantaði sér beint fyrir framan mig og skuggalega nálægt mér þrátt fyrir massa pláss. Og hann var fyrir mér þannig ég komst ekki neitt þrátt fyrir bað ég hann um að færa sig á þremur mismunandi tungumálum. Var farin að blóta honum skuggalega á íslensku.
Þannig ég varð sein og barin þegar ég loks mætti í skólann.
Í morgun vaknaði maður massa tímanlega og hljóp út í metró.... vííí metró eitthvað bilaður þannig maður varð að hoppa í strætó. Þegar í strætó er komið stend ég þarna í mínu sakleysi að lesa morgunblöðin. Einhver gutti labbar inn með útileigustól æ svona sem er eins og þrífótur sem maður slengir yfir öxlina. Jæja þetta var eins og að vera í Steina og Olla mynd. Gaurinn barði mig ítrekað með helvítis stólnum... ég bað hann vinsamlegast að passa sig... dúddinn tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og hélt áfram að vera óþolandi. Þetta hefði ekki verið neitt mál nema gaurinn plantaði sér beint fyrir framan mig og skuggalega nálægt mér þrátt fyrir massa pláss. Og hann var fyrir mér þannig ég komst ekki neitt þrátt fyrir bað ég hann um að færa sig á þremur mismunandi tungumálum. Var farin að blóta honum skuggalega á íslensku.
Þannig ég varð sein og barin þegar ég loks mætti í skólann.
mánudagur, október 10, 2005
Erfiður dagur í gær
Dagurinn í gær var ekkert sérlega skemmtilegur. Smá þynnka enn og aftur eftir kúreka og indjána partýið. En það var samt ekki ástæða ömurleikans.
Hrebbna nennti ekki að drullast í vinnuna fyrr en alltof seint... þannig ég vissi ég myndi ekki fara snemma að sofa. O well mæti í vinnuna audda var ég búin að taka að mér aukasvæði þar sem ég hafði aldrei komið áður. Ég byrja bara að vinna... með bilaða i-podinn minn sem hefur 9 lög inná honum en frýs ansi oft samt sem áður. Orðin svolítið sýrð á Outkast og Black Eyed Peas (af hverju voru það einu lögin sem náðu að hlaðast inn?) La la la lí gaman að ryksuga... humm hvaða lykt er þetta? Voðalega er þetta drasl kraftlaust. PÚFF! Ryksugan bræddi úr sér. Oh! Æði!
Jæja ég þekkti þetta nýja svæði ekkert neitt rosalega vel en gerði mitt besta... villtist aðeins um. Úps nei á ekki að fara þangað... nei ok þetta er út á gang... svona sem gengur og gerist þegar maður hefur ekki hugmynd hvar maður er.
Ég held bara áfram að þrífa og syngja með B.E.P. wonder if I´d take you home la la la. Ákveð að hlaupa út og reykja eina sígó. Meðan ég sit úti þá kemur securityið...damn! Já sem sagt kerfið fór í gang þegar ég opnaði einhverja hurðina...ekki heyrði ég neitt! Greinilega verið að syngja þegar kerfið hljómaði. oh þannig það fór einhver hálftími í að redda því.
Hrebbna auli! Nennti svo ekki að vera þarna en audda ákkúrat þetta skipti er mánaðarleg gólfbónun...já einmitt eina skiptið sem langar svo ekki að gera neitt auka þá er massa auka.
Ég var þarna þrefalt lengur en venjulega vegna óheppni! Ég var svooo ekki hamingjusöm í gær.
Hrebbna nennti ekki að drullast í vinnuna fyrr en alltof seint... þannig ég vissi ég myndi ekki fara snemma að sofa. O well mæti í vinnuna audda var ég búin að taka að mér aukasvæði þar sem ég hafði aldrei komið áður. Ég byrja bara að vinna... með bilaða i-podinn minn sem hefur 9 lög inná honum en frýs ansi oft samt sem áður. Orðin svolítið sýrð á Outkast og Black Eyed Peas (af hverju voru það einu lögin sem náðu að hlaðast inn?) La la la lí gaman að ryksuga... humm hvaða lykt er þetta? Voðalega er þetta drasl kraftlaust. PÚFF! Ryksugan bræddi úr sér. Oh! Æði!
Jæja ég þekkti þetta nýja svæði ekkert neitt rosalega vel en gerði mitt besta... villtist aðeins um. Úps nei á ekki að fara þangað... nei ok þetta er út á gang... svona sem gengur og gerist þegar maður hefur ekki hugmynd hvar maður er.
Ég held bara áfram að þrífa og syngja með B.E.P. wonder if I´d take you home la la la. Ákveð að hlaupa út og reykja eina sígó. Meðan ég sit úti þá kemur securityið...damn! Já sem sagt kerfið fór í gang þegar ég opnaði einhverja hurðina...ekki heyrði ég neitt! Greinilega verið að syngja þegar kerfið hljómaði. oh þannig það fór einhver hálftími í að redda því.
Hrebbna auli! Nennti svo ekki að vera þarna en audda ákkúrat þetta skipti er mánaðarleg gólfbónun...já einmitt eina skiptið sem langar svo ekki að gera neitt auka þá er massa auka.
Ég var þarna þrefalt lengur en venjulega vegna óheppni! Ég var svooo ekki hamingjusöm í gær.
laugardagur, október 08, 2005
Þynnka?
Hvað haldiði? Hrebbna er þunn og ekki er það í fyrsta skipti ó nei. Djöfull var gaman í gær... þið getið alveg séð það á myndunum. Mig vantar höfuðverkjatöflur...
Er á leið í matarboð heima hjá Ellu en það er ég sem elda...vúhúhú og svo þarf maður að fara í cowboys og indians partý í kveld. Oh svooo erfitt að vera ég! Mig langar ekki alveg að fara að djamma en ætli maður verði ekki plataður eins og alltaf.
Er á leið í matarboð heima hjá Ellu en það er ég sem elda...vúhúhú og svo þarf maður að fara í cowboys og indians partý í kveld. Oh svooo erfitt að vera ég! Mig langar ekki alveg að fara að djamma en ætli maður verði ekki plataður eins og alltaf.
fimmtudagur, október 06, 2005
Akkuru? þvottapælingar
Af hverju er ég svona mikill imbi að biða með að þvo þangað til allt er orðið skítugt?
Af hverju þvæ ég ekki oftar og þá minna í einu?
Af hverju er fólkið í þvottahúsinu svona frekt?
Af hverju eru ekki til miklu stærri þvottavélar þannig maður gæti sett allt dökkt í hana í einu?
Af hverju tekur svona langan tíma að þvo þvott?+
Af hverju finnst mér allra leiðinlegast í geimi að þvo þvott?
Þegar ég er orðin ríkari þá mun ég hafa manneskju sem þvær fötin fyrir mig... getur verið að ég fari bara að leita mér að karlmanni í þeim eina tilgangi.
Af hverju þvæ ég ekki oftar og þá minna í einu?
Af hverju er fólkið í þvottahúsinu svona frekt?
Af hverju eru ekki til miklu stærri þvottavélar þannig maður gæti sett allt dökkt í hana í einu?
Af hverju tekur svona langan tíma að þvo þvott?+
Af hverju finnst mér allra leiðinlegast í geimi að þvo þvott?
Þegar ég er orðin ríkari þá mun ég hafa manneskju sem þvær fötin fyrir mig... getur verið að ég fari bara að leita mér að karlmanni í þeim eina tilgangi.
???
Gvuð hvað varð um tímann???
Það er fimmtudagur og mér finnst eins og helgin hafi verið í gær. Það er 6. október en mér finnst eins og árið hafi bara rétt verið að byrja. Það eru næstum 5 mánuðir síðan ég flutti út en mér finnst eins og ég hafi flutt út í gær. Hmmm maður ætti kannski að fara að huga að jólagjöfum og slíku stússi þannig maður verði ekki á síðustu stundu eins og ávallt fyrr.
Rannveig ætlar að kíkja í heimsókn á morgun. Það er víst skemmtilegra í DK en í Sverige. híhíhí
Dukes of Hazard er geggjuð mynd! Allir að sjá hana...mjög fyndin.
Það er fimmtudagur og mér finnst eins og helgin hafi verið í gær. Það er 6. október en mér finnst eins og árið hafi bara rétt verið að byrja. Það eru næstum 5 mánuðir síðan ég flutti út en mér finnst eins og ég hafi flutt út í gær. Hmmm maður ætti kannski að fara að huga að jólagjöfum og slíku stússi þannig maður verði ekki á síðustu stundu eins og ávallt fyrr.
Rannveig ætlar að kíkja í heimsókn á morgun. Það er víst skemmtilegra í DK en í Sverige. híhíhí
Dukes of Hazard er geggjuð mynd! Allir að sjá hana...mjög fyndin.
miðvikudagur, október 05, 2005
ekki meiri pirringur
Jæja búin að jafna mig aðeins á pirringnum... sem betur fer, ég held ég sé svolítið skæð þegar ég er pirruð.
En já framtakssemin hefur verið aðeins í dag... lagaði aðeins til hjá mér og nennti loks að vaska upp. Þvotturinn bíður ennþá...
komst að því í dag að Þráinn er barasta með heilt bókasafn um allt það sem við erum að læra... og það á íslensku. Fínt að komast í það.
En já framtakssemin hefur verið aðeins í dag... lagaði aðeins til hjá mér og nennti loks að vaska upp. Þvotturinn bíður ennþá...
komst að því í dag að Þráinn er barasta með heilt bókasafn um allt það sem við erum að læra... og það á íslensku. Fínt að komast í það.
shit for brains!
Hvað er að fólki eiginlega??? Copy-paste er ekki menntun! AARG!
Nenni ekki meiru kjaftæði í dag, farin heim að glápa á imbann!
Nenni ekki meiru kjaftæði í dag, farin heim að glápa á imbann!
Dagurinn í gær batnaði...
Eftir hrikalegan morgun í gær ákvað ég að leyfa mér að fara í klippingu. Ég er svooo sæt núna eftir að Kiddi töframaður lék listir sínar við hárið á mér. Elín Ása er eins og hún hafi farið í extreme makeover en við tvær erum búnar að ákveða að vera hárgreiðsluvinkonur (hehehe eins og ég sé ekki nóg með henni). Ég ætla alltaf að fara í klippingu hjá honum, því hann er snillingur og næst ætla ég að splæsa á litun líka.
Svo hef ég ákveðið að skella mér í dönskuskóla svona til að skilja aðeins meira.
Múhahahaha voðalega er FM 957 sýrð! Er að hlusta á netinu og þau eru actually að spila 10 ára gamalt Backstreet Boys lag... kannski er allt útvarp svona ég veit það ekki því ég hef ekki hlustað á útvarp í örugglega hálft ár.
Annars er vinnudagur í skólanum í dag, þannig engir tímar en massa vinna. Best að fara að gera eitthvað af viti.
Svo hef ég ákveðið að skella mér í dönskuskóla svona til að skilja aðeins meira.
Múhahahaha voðalega er FM 957 sýrð! Er að hlusta á netinu og þau eru actually að spila 10 ára gamalt Backstreet Boys lag... kannski er allt útvarp svona ég veit það ekki því ég hef ekki hlustað á útvarp í örugglega hálft ár.
Annars er vinnudagur í skólanum í dag, þannig engir tímar en massa vinna. Best að fara að gera eitthvað af viti.
þriðjudagur, október 04, 2005
Enn batnar það
kemst ekki inn á skólameilið mitt og það er óvænt skyndipróf í tímanum! Love my life at the moment.
mánudagar ekkert mál!
Úff ég sem hélt að mánudagar væru erfiðustu dagar vikunnar... ekkert miðað við þriðjudaga. Eins og ég talaði um daginn þá sef ég oftast yfir mig á þriðjudögum. Í dag vaknaði ég tímanlega og rauk út. Kem út á metróstöð, ok, nýbúin að missa af metró. Bíð og bíð svo loksins kemur annar... einhver gömul kelling fyrir framan mig er svo lengi að drulla sér inn og engin leið til að komast fram úr henni.... ég missi af metró!!!! Jæja 10 mín í næsta vegna einhverrar bilunar (á að vera mun styttra á mili)... rétt svo kemst inn í hann. Frekar þröngt og greinilegt að gellan sem stóð við hliðina á mér borðaði massa hvítlauk í gær.
Þetta er sko ekki búið.... þegar ég kem út úr metró sé ég strætóinn minn keyra í burtu! Fuck! Stend og bíð, verð pirraðri með hverri mínútu sem líður. Loksins kemur guli vagninn. Fer inn og hlamma mér í eitthvað sæti, akkúrat á liðamótunum (tvöfaldur vagn). Þá sem sagt lekur inn og eina fokking sætið sem var blautt var sætið sem ég hlammaði mér. Þannig nú er ég pirruð og blaut á rassinum og klukkið ekki nema 8.40! Vonandi verða ekki fleiri svona uppákomur í dag... annars á ég eftir að öskra.
Greinilegt að kaffidrykkja verður massíf í dag...
Þetta er sko ekki búið.... þegar ég kem út úr metró sé ég strætóinn minn keyra í burtu! Fuck! Stend og bíð, verð pirraðri með hverri mínútu sem líður. Loksins kemur guli vagninn. Fer inn og hlamma mér í eitthvað sæti, akkúrat á liðamótunum (tvöfaldur vagn). Þá sem sagt lekur inn og eina fokking sætið sem var blautt var sætið sem ég hlammaði mér. Þannig nú er ég pirruð og blaut á rassinum og klukkið ekki nema 8.40! Vonandi verða ekki fleiri svona uppákomur í dag... annars á ég eftir að öskra.
Greinilegt að kaffidrykkja verður massíf í dag...
mánudagur, október 03, 2005
skóli smóli
Ég drullast í skólann í dag myglaðri en vanalega búin að sitja sveitt og læra stærðfræði og eðlisfræði fyrir tímann. Svo líður og bíður en kennarinn mætti barasta ekki... þvílík hneysa!
Auðvitað var föstudagurinn rifjaður upp í skólanum í dag... ég held allir hafi skemmt sér vel. Ha ég nei nei ég var ekkert á djamminu ég var heima að horfa á videó alla helgina!
Jæja best að drulla sér í vinnuna og rumpa essu af og fara svo að læra smá.
Þarf reyndar að þvo þvott og laga til hjá mér en ææææ það má bíða aðeins.
Auðvitað var föstudagurinn rifjaður upp í skólanum í dag... ég held allir hafi skemmt sér vel. Ha ég nei nei ég var ekkert á djamminu ég var heima að horfa á videó alla helgina!
Jæja best að drulla sér í vinnuna og rumpa essu af og fara svo að læra smá.
Þarf reyndar að þvo þvott og laga til hjá mér en ææææ það má bíða aðeins.
sunnudagur, október 02, 2005
Sjálfspyntingarhvöt
Ég veit ekki hvað er að manni!
Hildur beib átti ammæli í gær og hélt hún magnað teiti í tilefni dagsins. Þrátt fyrir geigvænlega þynnku reyndi Hrebbna að standa undir nafni. Því miður þegar jellóshots og of margir bjórkútar eru í boði þá er ekkert sem stoppar mann. Að sjálfsögðu fann ég mig knúna til að fara í bæinn og hitta Elín Ásu. Eftir of mikla drykkju þá sofnar maður í strætó! Magnað samt að vakna á háréttum tíma. Hristi aðeins rassinn í bænum og fór svo heim að lúlla.
Þráinn á það til að njóta þess að vekja fólk eftir annasöm kvöld, hann hefur allavega vakið mig ansi oft. Í morgun alveg fyrir hádegi og allt þá er bankað hjá mér. Ég fer að öskra eins og hálfviti ókvæðisorðum beint að Þránni. Ekkert svar á móti. Loks þegar maður er búin að staulast úr rúminu stendur eitthvað fífl að betla peninga fyrir Rauða Krossinn. Ok ein spurning það er sunnudagur fyrir hádegi og þetta er kollegi... gerir fólk sér ekki grein fyrir að fólk ætlar að sofa út?
Jæja ég er farin á Laundromat Café að fá mér þynnkumat. Ciao bellas!
Hildur beib átti ammæli í gær og hélt hún magnað teiti í tilefni dagsins. Þrátt fyrir geigvænlega þynnku reyndi Hrebbna að standa undir nafni. Því miður þegar jellóshots og of margir bjórkútar eru í boði þá er ekkert sem stoppar mann. Að sjálfsögðu fann ég mig knúna til að fara í bæinn og hitta Elín Ásu. Eftir of mikla drykkju þá sofnar maður í strætó! Magnað samt að vakna á háréttum tíma. Hristi aðeins rassinn í bænum og fór svo heim að lúlla.
Þráinn á það til að njóta þess að vekja fólk eftir annasöm kvöld, hann hefur allavega vakið mig ansi oft. Í morgun alveg fyrir hádegi og allt þá er bankað hjá mér. Ég fer að öskra eins og hálfviti ókvæðisorðum beint að Þránni. Ekkert svar á móti. Loks þegar maður er búin að staulast úr rúminu stendur eitthvað fífl að betla peninga fyrir Rauða Krossinn. Ok ein spurning það er sunnudagur fyrir hádegi og þetta er kollegi... gerir fólk sér ekki grein fyrir að fólk ætlar að sofa út?
Jæja ég er farin á Laundromat Café að fá mér þynnkumat. Ciao bellas!
laugardagur, október 01, 2005
fyndið
Ég var að sækja póstinn minn og þar var bréf frá kommúnunni. Bla bla bla þú ert útlendingur bla bla bla við ætlum því að bjóða þér að læra dönsku frítt í allt að þremur árum. Já ok þetta er kannski ekki merkilegt en akkuru er bréfið á dönsku þegar það er gert ráð fyrir að maður kunni ekki neina dönsku????
fimmtudagur, september 29, 2005
Heilsuátak
Nú ætla ég....aftur... að vera geggjað heilsusamleg! Fór í Bilka í dag og keypti mér fjölvítamín. Mér líður strax miklu betur þó ég sé ekki enn búin að taka eina einustu töflu. Ég er sannfærð um að heilsan sé betri bara við að hafa keypt etta. Svo er annað mál hvort maður muni eftir að taka etta. Já já svo er það sama gamla að vera duglegri við að fara í ræktina og reyna að borða hollt.
Annars fór ég í gærkveldi í mat til Ellu. MMMmmmm ekkert smá gott og ég át á mig gat. Í næstu viku ætla ég svo að elda fyrir hana. Hmmm hvað ætti ég eiginlega að elda?
Svo er bara flöskudagur á morgun....vííííí! Ætli maður kíkji ekki við á skólabarnum í nokkra Hof.
Annars fór ég í gærkveldi í mat til Ellu. MMMmmmm ekkert smá gott og ég át á mig gat. Í næstu viku ætla ég svo að elda fyrir hana. Hmmm hvað ætti ég eiginlega að elda?
Svo er bara flöskudagur á morgun....vííííí! Ætli maður kíkji ekki við á skólabarnum í nokkra Hof.
miðvikudagur, september 28, 2005
Djööööö
Hrebbna vitleysingur!!!
Eyddi óvart einni möppu á tölvunni sem innihélt alla tónlistina mína... og vitiði hvaða takka hún ýtti á.... update i-pod! AAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGG
Nú hef ég enga tónlist... þarf að hlaða öllu upp á nýtt. Ég er frekar reið út í sjálfa mig þessa stundina!
Eyddi óvart einni möppu á tölvunni sem innihélt alla tónlistina mína... og vitiði hvaða takka hún ýtti á.... update i-pod! AAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGG
Nú hef ég enga tónlist... þarf að hlaða öllu upp á nýtt. Ég er frekar reið út í sjálfa mig þessa stundina!
útþrá
Ok ég er svolítið sorgleg þessa stundina... ég er að skoða vefsíður allra flugfélaga sem ég finn og leita að einhverju ódýru og spá í að skella mér eitthvert fljótlega. Veit ekkert hvert eða hvað ég ætla gera. Mig langar bara eitthvað út í heim.
Kannski maður eigi bara að halda sér heima hjá sér og kannski fara í dagsferð út í Malmö eða eitthvað álíka. Oh!
Kannski maður eigi bara að halda sér heima hjá sér og kannski fara í dagsferð út í Malmö eða eitthvað álíka. Oh!
ljóskumóment!
Búin að þrá að fara í bíó í lengri tíma... þannig Elín Ása og ég fórum loksins í gærkveldi. Maður varð náttúrulega að sjá Hitchhiker´s Guide to the Galaxy í kvikmyndahúsi. Þess ber að nefna að danir eru mjöööööög eftir á í að sýna myndir. Það er ekki eins mikil bíómenning eins og heima. Svo kostar þetta enn meira en heima hér!!! Eða hvað er annars bíómiðinn komin upp í heima? Fyndna hér er það eru númeruð sæti!!!
Jæja við erum þokkalega tímanlega förum og kaupum okkur popp og kók og bíðum eftir að vera hleypt inn í salinn. Ég kíki á miðann og sé í hvaða sal við erum og labba bara beinustu leið þar inn þegar það er opnað sagði örugglega við hana við ættum að fara í sal 11 þó við ættum að vera í sal 12.... Elín eltir mig bara. Við sitjum þarna og jöpplum á poppinu og horfum á allar auglýsingarnar. Djöfull er etta löng og súr auglýsing... einhver danskur AA fundur. Hmmm ég held barasta ég hafi aldrei séð svona langa auglýsingu. Elín spyr hvort við séum ekki örugglega í réttum sal... ég svara ööö ég er ekki viss. Kíki á miðann. Elín við þurfum að koma okkur héðan út! híhíhí sátum þarna í 20 mín grunlausar um ljóskuskapinn. Svo gat Elín ekki fattað hvernig ætti að opna hurðina þannig enn meiri hlátur. Náðum réttu myndinni á háréttu augnabliki!
Fínasta skemmtun... nema þegar ég var búin í bíó þá voru ansi mörg missed calls og allt frá Hildi. Hún ákvað að fara í leik við sjálfa sig um hvað hún gæti sett mörg missed calls á símann minn.... hún er ekki í lagi.
Jæja við erum þokkalega tímanlega förum og kaupum okkur popp og kók og bíðum eftir að vera hleypt inn í salinn. Ég kíki á miðann og sé í hvaða sal við erum og labba bara beinustu leið þar inn þegar það er opnað sagði örugglega við hana við ættum að fara í sal 11 þó við ættum að vera í sal 12.... Elín eltir mig bara. Við sitjum þarna og jöpplum á poppinu og horfum á allar auglýsingarnar. Djöfull er etta löng og súr auglýsing... einhver danskur AA fundur. Hmmm ég held barasta ég hafi aldrei séð svona langa auglýsingu. Elín spyr hvort við séum ekki örugglega í réttum sal... ég svara ööö ég er ekki viss. Kíki á miðann. Elín við þurfum að koma okkur héðan út! híhíhí sátum þarna í 20 mín grunlausar um ljóskuskapinn. Svo gat Elín ekki fattað hvernig ætti að opna hurðina þannig enn meiri hlátur. Náðum réttu myndinni á háréttu augnabliki!
Fínasta skemmtun... nema þegar ég var búin í bíó þá voru ansi mörg missed calls og allt frá Hildi. Hún ákvað að fara í leik við sjálfa sig um hvað hún gæti sett mörg missed calls á símann minn.... hún er ekki í lagi.
þriðjudagur, september 27, 2005
útrás!
Eru ekki einhver løg sem banna framkvæmdir fyrir klukkan 8 á morgnanna??? Their byrjudu fyrir utan hjá mér í gærmorgun kl. 7!!! Og etta var eini dagurinn sem ég gat sofid adeins lengur.
Eftir miklar rannsóknir er ég búin ad komast ad thvi thad er erfidast ad vakna á réttum tíma á thridjudøgum. Ég sef sem sagt oftast yfir mig á thridjudøgum... hata ad vakna og drulla mér út í flýti. Einnig er mesta kaffithørfin á thridjudøgum... I wonder why?
Eftir miklar rannsóknir er ég búin ad komast ad thvi thad er erfidast ad vakna á réttum tíma á thridjudøgum. Ég sef sem sagt oftast yfir mig á thridjudøgum... hata ad vakna og drulla mér út í flýti. Einnig er mesta kaffithørfin á thridjudøgum... I wonder why?
föstudagur, september 23, 2005
Klukk og það ert þú
Nú hef ég verið klukkuð tvisvar einu sinni af Helenu og svo af Ásgeiri.... satt best að segja hélt ég að ég væri gleymd í bloggheiminum því enginn var búinn að klukka mig. Búin að fylgjast með þessu hingað og þangað undanfarnar vikur.
1. Ég hef fests á ótrúlegustu stöðum... inni í sófa, inni á baðherbergi, í skóm, og uppi á þaki...og fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Já ég er sko sem sagt svolítið óheppin. ( ef þið viljið nánari útskýringar verðiði að biðja fallega)
2. Ég elska beljur.
3. Þegar ég var krakki (ca. 3.ára) þá ætlaði ég að giftast George Micheal
4. Ég er skít skít skít hrædd við nálar og sprautur.
5. Ég var vinnualki....ég er það ekki lengur.
Já þá á ég að klukka fólk!
Ég klukka á Ellen, Ellu, Önnu Jónu, Möggu Linnet og Þráin & Maríönnu. Good luck!
1. Ég hef fests á ótrúlegustu stöðum... inni í sófa, inni á baðherbergi, í skóm, og uppi á þaki...og fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Já ég er sko sem sagt svolítið óheppin. ( ef þið viljið nánari útskýringar verðiði að biðja fallega)
2. Ég elska beljur.
3. Þegar ég var krakki (ca. 3.ára) þá ætlaði ég að giftast George Micheal
4. Ég er skít skít skít hrædd við nálar og sprautur.
5. Ég var vinnualki....ég er það ekki lengur.
Já þá á ég að klukka fólk!
Ég klukka á Ellen, Ellu, Önnu Jónu, Möggu Linnet og Þráin & Maríönnu. Good luck!
Heimsóknin búin
Snökt snökt þá eru mamma og pabbi farin heim til Íslands eftir annasama daga hér í Köben.
Fyrsta daginn fórum við á kollegíið mitt og settið fékk að sjá hvernig ég bý. Því næst var farið að leita að "hótelinu" þeirra. Hehehehe smá sjokk fyrir fólkið ekki alveg sem var búist við. En you get what you pay for. Því næst var rölt um bæinn og kíkt við í Nyhavn...audda var einn öl drukkinn á Hviids Vinstue. Um kveldið fórum við á gamla vinnustaðinn minn í mat....Reef n Beef. Ég fékk mér krókódílinn...mmmmm og svo fengum við mamma, Aussie discovery og Death by chocolate í eftirrétt. MMMMmmmm
Annan daginn fóru gamla fólkið í golf....kemur á óvart! Um kveldið fórum við í Tívolí! Byrjuðum á að borða á Hereford.... shit hvað maturinn var góður. Svo var farið í tækin. Í gamla daga þurftu mamma og pabbi að hafa hemil á mér og Davíð í kringum svona tæki.... þetta kvöld var ég að hafa hemil á þeim. Við fórum í öll helstu tækin... gamla rússibanann, töfrateppið, Dæmonin (oftar en einu sinni), turninn og fleira. Massa gaman!
Þriðja daginn fóru gamla fólkið í dýragarðinn og garð í Frederiksberg og rölta um allann bæinn. Síðan komu þau og hittu mig og Elín Ásu á Baresso. Við röltum svo með þeim niður strætið. Þess má geta þegar foreldrar mínir eru með í för þá er stoppað oft og svalað þorstanum. Svo enduðum við í drykkjum á Marakesh...ekkert smá flott og þjóninn kom meira að segja með smakk handa okkur. Við borðuðum svo kvöldmat á Italíano... Gamla fólkið vildi endilega sjá Christaniu og audda fórum við þangað og teiguðum öllara í Nemólandi. Svo var farið aftur niður í bæ og tjekkað á nokkrum stöðum áður en haldið var heim á leið.
Síðasta daginn þeirra eyddi mamma í nokkrum verslunum meðan pabba var plantað á kaffihús staðsett í grennd við verslanirnar. Ég kom svo og hitti þau og fór með mömmu í nokkrar búðir og svo borðuðum við á Jensen Böfhus. Þá var bara kominn tími á að fara út á flugvöll. Kvaddi þau, fór að vinna og fór heim og rotaðist fyrir framan sjónvarpið.
Það er búið að vera voðalega ljúft að hafa þau í heimsókn. Þau mega alveg koma oftar.
Fyrsta daginn fórum við á kollegíið mitt og settið fékk að sjá hvernig ég bý. Því næst var farið að leita að "hótelinu" þeirra. Hehehehe smá sjokk fyrir fólkið ekki alveg sem var búist við. En you get what you pay for. Því næst var rölt um bæinn og kíkt við í Nyhavn...audda var einn öl drukkinn á Hviids Vinstue. Um kveldið fórum við á gamla vinnustaðinn minn í mat....Reef n Beef. Ég fékk mér krókódílinn...mmmmm og svo fengum við mamma, Aussie discovery og Death by chocolate í eftirrétt. MMMMmmmm
Annan daginn fóru gamla fólkið í golf....kemur á óvart! Um kveldið fórum við í Tívolí! Byrjuðum á að borða á Hereford.... shit hvað maturinn var góður. Svo var farið í tækin. Í gamla daga þurftu mamma og pabbi að hafa hemil á mér og Davíð í kringum svona tæki.... þetta kvöld var ég að hafa hemil á þeim. Við fórum í öll helstu tækin... gamla rússibanann, töfrateppið, Dæmonin (oftar en einu sinni), turninn og fleira. Massa gaman!
Þriðja daginn fóru gamla fólkið í dýragarðinn og garð í Frederiksberg og rölta um allann bæinn. Síðan komu þau og hittu mig og Elín Ásu á Baresso. Við röltum svo með þeim niður strætið. Þess má geta þegar foreldrar mínir eru með í för þá er stoppað oft og svalað þorstanum. Svo enduðum við í drykkjum á Marakesh...ekkert smá flott og þjóninn kom meira að segja með smakk handa okkur. Við borðuðum svo kvöldmat á Italíano... Gamla fólkið vildi endilega sjá Christaniu og audda fórum við þangað og teiguðum öllara í Nemólandi. Svo var farið aftur niður í bæ og tjekkað á nokkrum stöðum áður en haldið var heim á leið.
Síðasta daginn þeirra eyddi mamma í nokkrum verslunum meðan pabba var plantað á kaffihús staðsett í grennd við verslanirnar. Ég kom svo og hitti þau og fór með mömmu í nokkrar búðir og svo borðuðum við á Jensen Böfhus. Þá var bara kominn tími á að fara út á flugvöll. Kvaddi þau, fór að vinna og fór heim og rotaðist fyrir framan sjónvarpið.
Það er búið að vera voðalega ljúft að hafa þau í heimsókn. Þau mega alveg koma oftar.
mánudagur, september 19, 2005
Bið og meiri bið
Nú sit ég bara hérna og bíð eftir að fara að sækja gamla settið út á flugvöll. Ég er ekkert smá spennt að sjá þau.
La la la la!
Er samt ekki farin að nenna að hoppa með flöskurnar út í búð... finnst einhvern of mikið af þeim til að fara með þær. Kannski ég plati einhvern til að hjálpa mér. Oh ég er svoooo mikill slugsi.
Í kveld fer maður svo að borða á Reef n Beef. Humm ætti maður að fá sér kengúru, krókódíl eða jafnvel Emu?? Humm... hvað finnst ykkur?
La la la la!
Er samt ekki farin að nenna að hoppa með flöskurnar út í búð... finnst einhvern of mikið af þeim til að fara með þær. Kannski ég plati einhvern til að hjálpa mér. Oh ég er svoooo mikill slugsi.
Í kveld fer maður svo að borða á Reef n Beef. Humm ætti maður að fá sér kengúru, krókódíl eða jafnvel Emu?? Humm... hvað finnst ykkur?
sunnudagur, september 18, 2005
Letilíf
Það varð ekkert úr gærdeginum... ég fór ekki einu sinni út úr húsi. Fór samt í heimsókn,fékk heimsókn og náði í Take-away... ljúft að búa á kollegíinu.
Í dag hefur dugnaðurinn verið aðeins meiri... ég hef ekki verið jafnmikill haugur. Búin að skúra og ganga frá þvottinum...loksins! Þyrfti eiginlega að fara og fá lánaða borvélina og klára að hengja upp myndir. En blah! Maður má nú ekki gera of mikið í einu.
Þarf að fara að vinna en gvuð ég held barasta að skúringakvóti dagsins sé uppurinn. Fer og verð massa dugleg þar á eftir. Fyndna er að yfirmaður minn er alltaf að tala um að klóna mig... honum finnst þetta svo vel gert, en málið er að ég er miklu fljótari að þessu en ég á að vera. Núna er ég komin með lykla að pleisinu og má fara og klára etta þegar mig hentar. Kemur sér held ég mjög vel þegar maður nálgast verkefna skil.
Fann loksins DVD fjarstýringuna... hún er búin að vera týnd í lengri tíma... fann hana bakvið ofninn.
Uppgötvun dagsins í gær: það er mute takki á tölvunni sjálfri...hljóðkortið var ekki bilað. Úps! Krúsi var heillengi að reyna að laga hljóðið.
Í dag hefur dugnaðurinn verið aðeins meiri... ég hef ekki verið jafnmikill haugur. Búin að skúra og ganga frá þvottinum...loksins! Þyrfti eiginlega að fara og fá lánaða borvélina og klára að hengja upp myndir. En blah! Maður má nú ekki gera of mikið í einu.
Þarf að fara að vinna en gvuð ég held barasta að skúringakvóti dagsins sé uppurinn. Fer og verð massa dugleg þar á eftir. Fyndna er að yfirmaður minn er alltaf að tala um að klóna mig... honum finnst þetta svo vel gert, en málið er að ég er miklu fljótari að þessu en ég á að vera. Núna er ég komin með lykla að pleisinu og má fara og klára etta þegar mig hentar. Kemur sér held ég mjög vel þegar maður nálgast verkefna skil.
Fann loksins DVD fjarstýringuna... hún er búin að vera týnd í lengri tíma... fann hana bakvið ofninn.
Uppgötvun dagsins í gær: það er mute takki á tölvunni sjálfri...hljóðkortið var ekki bilað. Úps! Krúsi var heillengi að reyna að laga hljóðið.
laugardagur, september 17, 2005
Like a virgin...
Fór á nett djamm í gærkveldi... söng Like a virgin í karókí... dansaði eins og fífl við hundlélega tónlist. Myndirnar segja sitt. Geggjað stuð!
Ég bý á sjöundu hæð.... og lyftan er biluð! Ekki það skemmtilegasta... sem betur fer er ég ekki á áttundu hæð.
Mig vantar metnaðinn til að fara út í búð... nenni því ekki og þarf sérstaklega að fara með flöskur áður en flöskurnar taka yfir íbúðina. Svo ætti ég að laga til og þrífa hérna... sérstaklega þar sem það verður að vera fínt þegar gamla settið kemur og sér hvar ég bý.
Ég bý á sjöundu hæð.... og lyftan er biluð! Ekki það skemmtilegasta... sem betur fer er ég ekki á áttundu hæð.
Mig vantar metnaðinn til að fara út í búð... nenni því ekki og þarf sérstaklega að fara með flöskur áður en flöskurnar taka yfir íbúðina. Svo ætti ég að laga til og þrífa hérna... sérstaklega þar sem það verður að vera fínt þegar gamla settið kemur og sér hvar ég bý.
fimmtudagur, september 15, 2005
Erfitt ad vakna
Vodalega er erfitt ad vakna suma daga. Thad eru einhverjar svaka framkvæmdir heima hjá mér og gvud hvad their byrja snemma med læti... takk fyrir um 6 á morgnanna.
I-pod eyrnartólin mín eru ad gefa upp øndina... hægra megin er ég búin ad líma saman efsta lagid vid hátalarann... vinstri hlutinn fékk ad fara í smá bad í skúringaføtu í gær... virkar samt. Kannski ég thurfi ad hoppa út í Fona og kaupa mér ný heyrnartól.
Í gærkveldi fór Hrebbna ad horfa á fótbolta. Ég hef nú ekki verid talin mikil fótboltaáhugamanneskja hingad til og ég hugsa ad ég muni ekki gerast thad á næstunni. Lidid sem mér var sagt ad halda med vann... en thad var Barcelona. Annars var thetta ágætis skemmtun, thad voru alveg nokkrir sætir ad spila thannig madur fylgdist bara med theim. Markmadurinn hjá Barcelona sló alveg í gegn hjá okkur stelpunum.
Jæja nú er ég farin ad læra smá Ciao!
I-pod eyrnartólin mín eru ad gefa upp øndina... hægra megin er ég búin ad líma saman efsta lagid vid hátalarann... vinstri hlutinn fékk ad fara í smá bad í skúringaføtu í gær... virkar samt. Kannski ég thurfi ad hoppa út í Fona og kaupa mér ný heyrnartól.
Í gærkveldi fór Hrebbna ad horfa á fótbolta. Ég hef nú ekki verid talin mikil fótboltaáhugamanneskja hingad til og ég hugsa ad ég muni ekki gerast thad á næstunni. Lidid sem mér var sagt ad halda med vann... en thad var Barcelona. Annars var thetta ágætis skemmtun, thad voru alveg nokkrir sætir ad spila thannig madur fylgdist bara med theim. Markmadurinn hjá Barcelona sló alveg í gegn hjá okkur stelpunum.
Jæja nú er ég farin ad læra smá Ciao!
þriðjudagur, september 13, 2005
Enn á lífi
Jæja ég er enn á lífi eftir helgina... en verkefninu var mjøg vel fagnad á føstudagskveld medal annars med teiti heima hjá mér! Myndirnar segja meira en thúsund ord.
Nú er madur allann daginn i skólanum og svo beint í vinnuna. Thannig madur fer út á morgnanna um korter yfir sjø og svo er madur ad detta inn heima um 8-9 leytid. Ágætt ad hafa svona rútínu.
Svo koma mínu ástkæru foreldrar á mánudag... djø hlakka ég til. Ætla ad leyfa theim ad bjóda mér út ad borda og svona.
AutoCAD verkefnid bídur mín vúhú!
Nú er madur allann daginn i skólanum og svo beint í vinnuna. Thannig madur fer út á morgnanna um korter yfir sjø og svo er madur ad detta inn heima um 8-9 leytid. Ágætt ad hafa svona rútínu.
Svo koma mínu ástkæru foreldrar á mánudag... djø hlakka ég til. Ætla ad leyfa theim ad bjóda mér út ad borda og svona.
AutoCAD verkefnid bídur mín vúhú!
fimmtudagur, september 08, 2005
TGIF
Nohh barasta komin helgi hjá Hrebbnunni! Kláruðum fyrsta hluta af annarverkefninu í dag...OG skiluðum! Margir hópar eru varla hálfnaðir en það á að skila á morgun. Djööö er ég góður hópstjórnandi. Þetta var meira að segja geggjað flott hjá okkur. Sem þýðir að á morgun erum við í fríi. Ljúft!
Ég var að byrja í nýrri vinnu sem hentar betur með skólanum en kaffihúsið. Ég er sem sagt að skúra skrifstofur í 1.5 tíma á dag... fæ borgað fyrir 2. Meget fint! En svo tek ég einhverjar aukahelgarvaktir á kaffihúsinu... fer reyndar alveg eftir skólanum. Mig grunar að skólinn eigi eftir að taka mestan hluta af sólarhringnum.
Landmælingar eru ekkert sérlega skemmtilegar þótt myndirnar í linknum hér til hliðar benda til annars. En með öllu skemmtilegu fylgir eitthvað leiðinlegt.
Annað kveld ætla nokkrir krakkar úr bekknum að kíkja hingað á Dalslandsgade í smá bjór og stuð. Fagna fyrsta hluta!
Jæja þvotturinn kallar á mig...
Ég var að byrja í nýrri vinnu sem hentar betur með skólanum en kaffihúsið. Ég er sem sagt að skúra skrifstofur í 1.5 tíma á dag... fæ borgað fyrir 2. Meget fint! En svo tek ég einhverjar aukahelgarvaktir á kaffihúsinu... fer reyndar alveg eftir skólanum. Mig grunar að skólinn eigi eftir að taka mestan hluta af sólarhringnum.
Landmælingar eru ekkert sérlega skemmtilegar þótt myndirnar í linknum hér til hliðar benda til annars. En með öllu skemmtilegu fylgir eitthvað leiðinlegt.
Annað kveld ætla nokkrir krakkar úr bekknum að kíkja hingað á Dalslandsgade í smá bjór og stuð. Fagna fyrsta hluta!
Jæja þvotturinn kallar á mig...
miðvikudagur, september 07, 2005
mánudagur, september 05, 2005
myndir gærdagsins
þvílíkt hvað ég er dugleg í dag... myndir frá piknikkinu á ströndinni og frá tívolíinu í gærkveldi eru komnar inn! Ætli ég verði ekki svona dugleg á næstunni þar sem maður er komin með svona helvíti skemmtileg leikföng...fartölva og myndavél. Aint no stopping me now.
Ég er að læra sem stendur en fer að vinna aðeins á eftir. Stelpurnar eru nú staddar í Fields ad eyða árslaunum kærasta sinna hehehehe. Nei nei segi svona bara. Svo í kveld gerum við eitthvað sniðugt er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað það verður en það kemur bara í ljós.
Þórunn og Kristín fara á morgun og Eva og co koma. Daginn eftir Eva fer er Lisi að spá í að kíkja til Köben. Eins og áður hefur komið fram er september greinilega heimsóknarmánuður.
Jæja best ad fara að klára efnislistann fyrir skólann þannig maður þurfi nú ekki að læra í kvöld.
Ég er að læra sem stendur en fer að vinna aðeins á eftir. Stelpurnar eru nú staddar í Fields ad eyða árslaunum kærasta sinna hehehehe. Nei nei segi svona bara. Svo í kveld gerum við eitthvað sniðugt er reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað það verður en það kemur bara í ljós.
Þórunn og Kristín fara á morgun og Eva og co koma. Daginn eftir Eva fer er Lisi að spá í að kíkja til Köben. Eins og áður hefur komið fram er september greinilega heimsóknarmánuður.
Jæja best ad fara að klára efnislistann fyrir skólann þannig maður þurfi nú ekki að læra í kvöld.
myndir
ó ég gleymdi að tjá mig um nýjasta leikfangið mitt... Digital myndavél!!!! En já afrakstur laugardagsins má finna í myndaalbúminu hér til hliðar! Set inn myndir frá gærdeginum seinna í dag. ENJOY!
Erfið helgi að baki
Kristín og Þórunn komust örugglega á áfangastað og má segja að þær hafa fengið að sjá dágóðan hluta af Kaupmannahöfn á mjög stuttum tíma... þegar ég hef aðeins meiri tíma þá mun ég skrifa nákvæmlega hvað á daga okkar hefur drifið en nú þarf ég að drífa mig í stærðfræðitíma...vúhú!
Komment helgarinnar: Fyrstur út er fúlegg! Segir manneskjan sem var fyrst út!
Komment helgarinnar: Fyrstur út er fúlegg! Segir manneskjan sem var fyrst út!
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
þæðö
Nú er Hrebbna komin með íslenska stafi þökk sé Tomma! Hann var svo yndislegur ad setja aðeins betra stýrikerfi á tölvuna mína en það sem fylgdi svona þannig maður gæti nú líka skrifað rétta íslensku. Það hefur farið aðeins í taugarnar á mér að geta ekki notað íslenska stafi. Samt þarf aðeins að rifja upp hvar íslensku stafirnir eru þar sem ég er með lyklaborð á dönsku og orðin aðeins of vön dönsku uppsetningunni.
Fór í afar ljúfengan mat til hennar Hildar áðan... snilldar kokkur þar á ferð. Sérstaklega gaman að vera svona einbúi eins og ég og fá heimaeldaðan mat sem er hollur í þokkabót. Ristað brauð verður ansi oft í kvöldmat hér á bæ.... hver nennir ad elda handa einum?
Jæja ætli það sé ekki sniðugast að fara að hátta... enda þarf maður að vakna á óguðlegum tíma á morgnanna.
Fór í afar ljúfengan mat til hennar Hildar áðan... snilldar kokkur þar á ferð. Sérstaklega gaman að vera svona einbúi eins og ég og fá heimaeldaðan mat sem er hollur í þokkabót. Ristað brauð verður ansi oft í kvöldmat hér á bæ.... hver nennir ad elda handa einum?
Jæja ætli það sé ekki sniðugast að fara að hátta... enda þarf maður að vakna á óguðlegum tíma á morgnanna.
mánudagur, ágúst 29, 2005
Vika 35
Ný vika vúhú!! Já thad er sem sagt allt mælt í vikum hér í Baunalandi. Ég er sem sagt loksins búin ad jafna mig á thynnku helgarinnar. En gvuuud hvad var gaman í skólanum í dag.... fólk var ad ræda føstudaginn hele dagen. Sumir gerdu fleiri skandala en adrir. Mér fannst nú fyndnast thegar fólk var ad lýsa yfir ad ég hefdi nú bara verid helvíti edrú! Ég hef allavega aldrei dansad uppi á bordum thegar ég hef verid edrú... ok ég var reyndar ekki sú eina heldur tókum vid okkur nokkrar saman úr bekknum og dønsudum... fegin er ég ad hafa ekki gert neitt stórtækt af mér.
Thessi vika verdur barasta helv. skemmtileg! Thórunn og Kristín skvísur koma á fimmtudag og madur verdur víst ad sýna theim bæinn. Svo verdur reyndar fullt ad gera í skólanum... vid erum ad byrja almennilega á stóra verkefninu okkar. Ég er hópstjóri thannig ég tharf ad segja øllum fyrir verkum og skipuleggja hvernig vid viljum gera allt. Samt soldid erfitt thar sem tveir í hópnum eru ekkert sérlega gódir í ensku...annar their kann varla neitt. Og hinn er svo stressadur ad vid erum komin med vedmál um hvenær hann fer yfir um eda fær magasár (ok ég veit vid erum vond).
Ég er í algeru "ég nenni ekki" skapi núna! Tharf ad laga til hérna heima hjá mér sérstaklega thar sem madur er ad fá heimsókn. Uppvaskid hrannast upp... um leid og ég á ekki fleiri gløs thá vaska ég upp, mér finnst thad allavega gott plan. Svo væri heldur ekki vitlaust ad thvo smá thvott. En ég ætla bara ad vera løt í kveld!
Thessi vika verdur barasta helv. skemmtileg! Thórunn og Kristín skvísur koma á fimmtudag og madur verdur víst ad sýna theim bæinn. Svo verdur reyndar fullt ad gera í skólanum... vid erum ad byrja almennilega á stóra verkefninu okkar. Ég er hópstjóri thannig ég tharf ad segja øllum fyrir verkum og skipuleggja hvernig vid viljum gera allt. Samt soldid erfitt thar sem tveir í hópnum eru ekkert sérlega gódir í ensku...annar their kann varla neitt. Og hinn er svo stressadur ad vid erum komin med vedmál um hvenær hann fer yfir um eda fær magasár (ok ég veit vid erum vond).
Ég er í algeru "ég nenni ekki" skapi núna! Tharf ad laga til hérna heima hjá mér sérstaklega thar sem madur er ad fá heimsókn. Uppvaskid hrannast upp... um leid og ég á ekki fleiri gløs thá vaska ég upp, mér finnst thad allavega gott plan. Svo væri heldur ekki vitlaust ad thvo smá thvott. En ég ætla bara ad vera løt í kveld!
laugardagur, ágúst 27, 2005
afneitun!
Ég er ekkert thunn nei alls ekki.... ef ég segi etta nógu oft thá hlýtur etta ad vera satt...er thaggi? Í gærkveldi var sem sagt partý í skólanum. Úff ad smakka áfegni frá mørgum løndum getur verid erfitt. Ég var med Opal fløsku og audda vard ég alltaf ad taka staup med hinum.... Ég var reyndar ein af fáum sem komst í bæinn. Fólk var alveg ølvad og vel thad... kennararnir sérstaklega! Ein íslensk stelpa (Ásta) mætti med hákarl og brennivín, ég held barasta ad thad hafi verid vinsælast af øllu sem var í bodi. Já gleymdi ad segja ad thad mættu allir med eitthvad frá sínu landi, mat og/eda drykk. Jón Gunnar mætti med hardfisk sem einnig var mjøg vinsæll. Harpa bakadi kleinur fyrir kvøldid en var svoooo svekkt thegar henni var sagt ad kleinur thekkjast vel i Danmørku. Ég mætti med rækjusalat en ég held fólk hafi verid eitthvad hrætt vid ad prófa thad... kláradist ekki nema helmingurinn af thví sem ég bjó til thannig thad verda rækjusamlokur í øll mál næstu daga.
Hey já annars er nyja fartølvan loksins komin inn a netid! I love it. Er ad koma skipulagi á tónlistarsafni mínu og setja yfir á Mr. Pink (i-podinn). Mig vantar fleiri uppástungur á hvad tølvan á ad heita!
Note to self: rækjusalat er ekki thynnkuvænn matur!
Hey já annars er nyja fartølvan loksins komin inn a netid! I love it. Er ad koma skipulagi á tónlistarsafni mínu og setja yfir á Mr. Pink (i-podinn). Mig vantar fleiri uppástungur á hvad tølvan á ad heita!
Note to self: rækjusalat er ekki thynnkuvænn matur!
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Roskilde
Í dag var sérlega skemmtilegur dagur thar sem deildin min í (leik)skólanum fórum i ferdalag. Vid fórum til Hróarskeldu ad skoda hús á mismunandi byggingastigum. "krakkar mínir thetta er húsgrunnur" múhahahahaha. En ég verd ad vidurkenna danir gera hlutina ekki alveg eins og íslendingar. Allavega thá vorum vid ad thramma i allan dag í grenjandi rigningu á byggingasvædum. Hrebbna hélt nú thad yrdi gott vedur eins og í gær (25 stiga hiti og ekki ský á himni) tók bara med sér thunna íthróttapeysu =ég var ad frjósa í hel! Svo fórum vid í einhverja verksmidju sem steypir veggi í mót reyndar alveg áhugavert. Reyndar fengum vid 45 min í mat í Roskilde og thá fórum vid stelpurnar og fengum okkur einn bjór.... híhí fá smá hlýju í líkamann.
Fyndnast var nú thegar um thad bil 8 manns fóru ad æpa "einn bjór og eitt skot takk!" "hálsbrjóstsykur" "kjúklingasamloka" og "rassgat" og ønnur vel valin ord á íslensku. Ég er sem sagt ordin íslenskukennari dananna (nei ekki banana) hérna... thau ætla ad kenna mér meiri dønsku á móti. Ég er reyndar farin ad tala bara dønsku vid danina, get tekid thátt í samrædum og alles.
Minns er farin ad lúlla!
Fyndnast var nú thegar um thad bil 8 manns fóru ad æpa "einn bjór og eitt skot takk!" "hálsbrjóstsykur" "kjúklingasamloka" og "rassgat" og ønnur vel valin ord á íslensku. Ég er sem sagt ordin íslenskukennari dananna (nei ekki banana) hérna... thau ætla ad kenna mér meiri dønsku á móti. Ég er reyndar farin ad tala bara dønsku vid danina, get tekid thátt í samrædum og alles.
Minns er farin ad lúlla!
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Strætó
Ég fór í eina skemmtilegustu strætoferd i gær! Sat tharna grunlaus med bókina og vid erum rétt farin frá Nørreport Station kl. 07.45 i gærmorgun. Allt i einu byrjar strætobilstjorinn ad tala i kallkerfid.
Ég er ekki morgunhress kona en tharna var eg farin ad skellihlæja asamt flestum farthegum strætosins. Thetta hljómadi alveg eins og ad vera i flugvél kannski er gaurinn bara ad æfa sig fyrir flugmannsstarfid.
Godan daginn kæru farthegar, thid erud stødd i stræto 150S a leid til Kokkedal. Vid munum stoppa a mørgum stødum a leidinni t.d. bla bla blah og bla bla. Ég vona ad thid njótid ferdarinnar og eigid frábæran dag!
Ég er ekki morgunhress kona en tharna var eg farin ad skellihlæja asamt flestum farthegum strætosins. Thetta hljómadi alveg eins og ad vera i flugvél kannski er gaurinn bara ad æfa sig fyrir flugmannsstarfid.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Geisp!
Vodalega er erfitt ad vakna a morgnanna! Mer finnst thad ætti ad banna allar samkomur fyrir 10 a morgnanna... tha yrdi lif mitt miklu skarra og eg thyrfti ekki ad innbyrda jafnmikid af kaffi.
Rannveig ætlar ad yfirgefa mig i dag og halda til Sviarikis. Humm thad verdur skritid ad vera aftur ein.
Eg er sko buin i skolanum en sit i skolastofunni ad tjekka a meilinu....sem nota bene er bara fullt af junkmeili! Hint hint folk ma alveg senda mer personuleg email... ekki bara forwardad drasl. Reyndar er eg meira ad segja hætt ad fa forwardad drasl.
En allavega skjaumst seinna kæru lesendur.
Rannveig ætlar ad yfirgefa mig i dag og halda til Sviarikis. Humm thad verdur skritid ad vera aftur ein.
Eg er sko buin i skolanum en sit i skolastofunni ad tjekka a meilinu....sem nota bene er bara fullt af junkmeili! Hint hint folk ma alveg senda mer personuleg email... ekki bara forwardad drasl. Reyndar er eg meira ad segja hætt ad fa forwardad drasl.
En allavega skjaumst seinna kæru lesendur.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Helgin!
Helgin var møgnud! A føstudag tok madur nett djamm eiginlega bara upphitun fyrir laugardaginn. Forum Hildur, Krusi, Iva, Thrainn, Marianna og eg og fengum okkur ad borda i Christaniu... urdum natturulega ad turistast. Svo var haldid afram a næsta bar Troellen....odyr bjor og skot! Mayer tekinn med trompi næst var skoppad a Reef n Beef ad smakka strawberry Mojito ad hætti Aaron.... mmmm bara gott! Audda stoppudum ekki thar heldur var endad a Lurblaessen einhvern timan um morguninn.
Laugardagur!
Thurfti natturulega ad vakna snemma til ad sækja Rannveigu og gestina hja Thranni og Mariønnu ut a flugvøll. Smaaaa thynnka en ekkert svo mikil. Dreif Rannveigu heim henti tøskunum og forum ut aftur... kaffihus i sma thynnkumat og svo i BILKA! Eg elska Bilka.... mig langar ad eiga heima i BILKA.... akkuru er ekki Bilka heima? Bilka er snilld! hehehe Eftir verslunarædid mitt thar skundudum vid heim ad undirbua matarbodid.
Elin og Solveig mættu svo i mat til min (sterkustu nudlur i heimi og Korma kjulli i eftirrett jardarber og italskan is) Drukkum nokkra bjora og svona kosilegheit. Partystundin var tha runnin upp.... i stræto til Hildar i thetta lika magnada teiti. Fyndnast var nu thegar reglan um ad thad mætti ekki tala islensku var. Seint og um sidir var skundad aftur nidur i bæ og tha a heimapøbbinn Lurblaessen.... eg og Rannveig stauludumst heim einhvern timan um morguninn eftir vel heppnad djamm.
Sunnudagur!
Møgnud thynnka! Rett hoppudum nidur a pizzastadinn herna a kollegiinu til ad na okkur i mat... svo var glapt a imbann. Um 18 rifum vid okkur ur volædinu og forum og gerdum okkur sætar. Forum ut ad borda a Reef n Beef med Thranni, Mariønnu og 3 vinkonum hennar sem eru i heimsokn. Folkinu fannst magnad ad vera ad borda krokodil og kenguru... en shit hvad thetta var gott! Svo var einn bjor drukkinn og farid heim. Nema Rannveig, Solveig og Aaron heldu afram... Rannveig stauladist heim rett adur en vekjaraklukkan min var stillt til ad fara i skolann.muhahhahahahaa
I dag mætti madur svo ofurfersk i skolann hehehe kannski eg fari ad reyna ad vekja Rannveigu nuna.
Laugardagur!
Thurfti natturulega ad vakna snemma til ad sækja Rannveigu og gestina hja Thranni og Mariønnu ut a flugvøll. Smaaaa thynnka en ekkert svo mikil. Dreif Rannveigu heim henti tøskunum og forum ut aftur... kaffihus i sma thynnkumat og svo i BILKA! Eg elska Bilka.... mig langar ad eiga heima i BILKA.... akkuru er ekki Bilka heima? Bilka er snilld! hehehe Eftir verslunarædid mitt thar skundudum vid heim ad undirbua matarbodid.
Elin og Solveig mættu svo i mat til min (sterkustu nudlur i heimi og Korma kjulli i eftirrett jardarber og italskan is) Drukkum nokkra bjora og svona kosilegheit. Partystundin var tha runnin upp.... i stræto til Hildar i thetta lika magnada teiti. Fyndnast var nu thegar reglan um ad thad mætti ekki tala islensku var. Seint og um sidir var skundad aftur nidur i bæ og tha a heimapøbbinn Lurblaessen.... eg og Rannveig stauludumst heim einhvern timan um morguninn eftir vel heppnad djamm.
Sunnudagur!
Møgnud thynnka! Rett hoppudum nidur a pizzastadinn herna a kollegiinu til ad na okkur i mat... svo var glapt a imbann. Um 18 rifum vid okkur ur volædinu og forum og gerdum okkur sætar. Forum ut ad borda a Reef n Beef med Thranni, Mariønnu og 3 vinkonum hennar sem eru i heimsokn. Folkinu fannst magnad ad vera ad borda krokodil og kenguru... en shit hvad thetta var gott! Svo var einn bjor drukkinn og farid heim. Nema Rannveig, Solveig og Aaron heldu afram... Rannveig stauladist heim rett adur en vekjaraklukkan min var stillt til ad fara i skolann.muhahhahahahaa
I dag mætti madur svo ofurfersk i skolann hehehe kannski eg fari ad reyna ad vekja Rannveigu nuna.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Fløskudagur
Um helgina verdur nog um ad vera... serstaklega thegar kemur ad djammi. Fjørid byrjar um kl.14 a skolabarnum. Eitthvad var folk ad hota ad fara ad syna myndir ur rusttur, eg veit ekki alveg hvort madur filar thad.
Hey eg er farin a kaffihus med stelpunum skrifa meira i dag!
Hey eg er farin a kaffihus med stelpunum skrifa meira i dag!
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Little green bag... lalalalalaliiiii
Sit herna i tølvustofunni svaka stud.... reyndar er geggjud svitafyla af gaurnum vid hlidina a mer! Eeeew! Yuck!! En eg var lika allt i einu farin ad syngja med einu laginu sem eg er ad hlusta a i ipodinum. Eg held samt søngurinn minn se skarri en lyktin.
I skolanum i dag forum vid i syningarsal fyrir byggingarvorur... thar gat madur lært ad setja hus saman... ad einhverju leyti. Eg kom sjalfri mer magnad a ovart med ad virkilega kunna eitthvad, eg thykist til dæmis vita allt um gifsveggi. Eg er ekki alveg eins græn og eg helt eg væri. Oh svo gaman ad vera eg....hehehehehe
Oh ja svo sofnadi eg i stræto i dag... vaknadi thegar eg var løngu komin fram hja stødinni minni, næsti stræto tilbaka takk fyrir. Geggjad othægilegt thegar svona gerist! En thad er samt svo gott ad sofa i stræto.
Humm hvad ætti eg ad fara ad bralla nuna? Nenni eiginlega ekki ad fara ad thrifa... en thad verdur vist ad gerast! Ciao
I skolanum i dag forum vid i syningarsal fyrir byggingarvorur... thar gat madur lært ad setja hus saman... ad einhverju leyti. Eg kom sjalfri mer magnad a ovart med ad virkilega kunna eitthvad, eg thykist til dæmis vita allt um gifsveggi. Eg er ekki alveg eins græn og eg helt eg væri. Oh svo gaman ad vera eg....hehehehehe
Oh ja svo sofnadi eg i stræto i dag... vaknadi thegar eg var løngu komin fram hja stødinni minni, næsti stræto tilbaka takk fyrir. Geggjad othægilegt thegar svona gerist! En thad er samt svo gott ad sofa i stræto.
Humm hvad ætti eg ad fara ad bralla nuna? Nenni eiginlega ekki ad fara ad thrifa... en thad verdur vist ad gerast! Ciao
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
fleiri heimsoknir
Mamma og pabbi voru ad tilkynna mer um Danmerkurfør thann 19. sept og thau verda alveg til 22.sept. Oh thad verdur svoooo gaman ad sja thau.
Eg ætti eiginlega ad fara ad vinna i thvi ad hengja upp myndir og kannski kaupa stola.. klara ad gera ibudina kosy... serstaklega thar sem Rannveig kemur a laugardag.
Svo natturulega Thorunn og Kristin Erla 1.sept-6. sept.
svo Eva og co 6.sept til 12.sept en thær gista hja Hildi.
Svo eru fullt af ødru folki ad koma i heimsokn... en dagsetningar ekki komnar a hreint. GAMAN GAMAN GAMAN
David og Ellen fara til Myrtle Beach i dag og eg segi bara Bon Voyage! Aumingja M&P ordin aaaaalein i kotinu.
Jæja best ad fara ad borda eitthvad adur madur a ad mæta i vinnuna.
Eg ætti eiginlega ad fara ad vinna i thvi ad hengja upp myndir og kannski kaupa stola.. klara ad gera ibudina kosy... serstaklega thar sem Rannveig kemur a laugardag.
Svo natturulega Thorunn og Kristin Erla 1.sept-6. sept.
svo Eva og co 6.sept til 12.sept en thær gista hja Hildi.
Svo eru fullt af ødru folki ad koma i heimsokn... en dagsetningar ekki komnar a hreint. GAMAN GAMAN GAMAN
David og Ellen fara til Myrtle Beach i dag og eg segi bara Bon Voyage! Aumingja M&P ordin aaaaalein i kotinu.
Jæja best ad fara ad borda eitthvad adur madur a ad mæta i vinnuna.
mánudagur, ágúst 15, 2005
Blah!
I skolanum thessa dagana er kynning....i alveg thrjar vikur! Manni finnst stundum halfasnalegt ad vakna kl. 06.30 til ad vera komin i skolann kl 08.15 til ad hlusta a bullshit. I dag var hinsvegar einn afkastamesti dagurinn hingad til. En annars verd eg ad segja ad eg er ad fila skolann rosalega vel. Folkid er yndi sem med mer i bekk og lika sem er i hinum international bekknum. Verd ad segja fyrsta skipti sem eg vard halfful a føstudag vegna thess eg fengi ekki ad fara i skolann fyrr en a manudag....hihihi eg er ruglud!
Jæja best ad fara ad hitta Elin Asu.... ciao!
Jæja best ad fara ad hitta Elin Asu.... ciao!
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Thvottur og ønnur skemmtun
I dag er thvottadagur! Ønnur eins skemmtun fyrirfinnst ekki....blahhhh! Reyndar var eg farin ad ganga i osamstædum sokkum thvi allt var ohreint... Annars er nett thynnka i gangi i dag. I gærkveldi for eg med Hörpu, stelpu i skolanum a smaaaa djamm. Vid forum a Cosmopol og thar sem vid erum svo skemmtilegar akvad staffid ad henda okkur ekki ut thegar thau lokudu heldur ad bjoda okkur med a fylleri. OJ bara Sambucca er ekki gott fyrir heilsuna serstaklega daginn eftir.
Tölvan min er ekki enn komin og eg er ordin meira en litid spennt ad fara ad leika mer a henni. En hun hlytur ad koma a næstu dögum.
Rannveig ætlar ad koma i heimsokn a laugardag...ætli madur verdi ekki ad syna henni næturlifid her i landi.
Eg lofa eg fer ad skrifa mun reglulegra her inn a... serstaklega thegar græjan verdur komin i hus. Hmmm hvad ætti eg ad skira laptopinn minn?
Tölvan min er ekki enn komin og eg er ordin meira en litid spennt ad fara ad leika mer a henni. En hun hlytur ad koma a næstu dögum.
Rannveig ætlar ad koma i heimsokn a laugardag...ætli madur verdi ekki ad syna henni næturlifid her i landi.
Eg lofa eg fer ad skrifa mun reglulegra her inn a... serstaklega thegar græjan verdur komin i hus. Hmmm hvad ætti eg ad skira laptopinn minn?
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
I love copenhagen
Lífið er yndislegt... lalalalalala eins og segir í laginu. Margt búið að vera að gerast eins og fyrri daginn. Tinna og Siggi voru hér í köben til að sjá U2 og audda náði ég að hella nokkrum bjórum í Tinnu. Oh það var svo gaman að sjá þau.
Já svo eru Ella, Þráinn og Maríanna flutt til Kaupmannahafnar og ég hef tekið það að mér að kenna þeim á það að búa hér.
Svo fór maður í klippingu í gær... enda komin tími á það... nú er ég svaka gella. Svo fórum ég og Elín Ása að slæpast vorum að reyna að byggja upp hugrekki að láta mála okkur í Magasín en því miður náði við ekki nógu miklu hugrekki... en ég fann lyktina af hverju einasta ilmvatni sem var til sölu. Djöfull er til mikið af vondum lyktum. Svo var slæpst aðeins meira um bæinn... og að lokum fórum við stöllur ásamt Sólveigu á Italiano og fengum okkur svaka gott að borða. MMMMmmmmm bara gott
Í dag fór ég í skólann í fyrsta skipti... reyndar bara á kynningarfund. Svo á morgun er rusttur... heil helgi af drykkju til að hrista fólkið saman.... híhíhí ég hlakka svo til. En annars líst mér voðalega vel á skólann og hlakka bara til að byrja af fullum krafti.
Jæja ég er hundleiðinlegur gestur hjá Sólveigu og Elínu þar sem ég er bara að hanga í tölvunni.
Bið að heilsa öllum!
Já svo eru Ella, Þráinn og Maríanna flutt til Kaupmannahafnar og ég hef tekið það að mér að kenna þeim á það að búa hér.
Svo fór maður í klippingu í gær... enda komin tími á það... nú er ég svaka gella. Svo fórum ég og Elín Ása að slæpast vorum að reyna að byggja upp hugrekki að láta mála okkur í Magasín en því miður náði við ekki nógu miklu hugrekki... en ég fann lyktina af hverju einasta ilmvatni sem var til sölu. Djöfull er til mikið af vondum lyktum. Svo var slæpst aðeins meira um bæinn... og að lokum fórum við stöllur ásamt Sólveigu á Italiano og fengum okkur svaka gott að borða. MMMMmmmmm bara gott
Í dag fór ég í skólann í fyrsta skipti... reyndar bara á kynningarfund. Svo á morgun er rusttur... heil helgi af drykkju til að hrista fólkið saman.... híhíhí ég hlakka svo til. En annars líst mér voðalega vel á skólann og hlakka bara til að byrja af fullum krafti.
Jæja ég er hundleiðinlegur gestur hjá Sólveigu og Elínu þar sem ég er bara að hanga í tölvunni.
Bið að heilsa öllum!
laugardagur, júlí 23, 2005
Lifid heldur afram
Haebbs, eg veit thad er ansi langt sidan eg hef bloggad en skortur a tima og tolvu med interneti kemur thar sterkt inn i afsokunarrodina.
Margt hefur verid brallad her undanfarid... humm vinna, soldyrkun, bakken ferd, nyhavn, fylleri, karoki, Gudjo og brodir hans komu i heimsokn og svo nuna eru Elin Arnbjorns og Trausti i heimsokn.
Skolinn minn byrjar eftir 2 vikur og gvud hvad eg er farin ad hlakka til!!!!!
Annars er Hrebbna komin med nytt simanumer og er thad 31 14 20 40 og ef einhver vill endilega senda mer post tha er heimilisfangid mitt Dalslandsgade 8 A702, 2300 København S
Svo eru Thorunn og Kristin ad koma i heimsokn 1. sept....djoooo hvad eg hlakka til ad sja thaer.
I kveld er stelpuparty hja Hildi og verda thar gørottir drykkir a bodstolum... segi ykkur frettir af thvi sidar.... until later...ta ta
Margt hefur verid brallad her undanfarid... humm vinna, soldyrkun, bakken ferd, nyhavn, fylleri, karoki, Gudjo og brodir hans komu i heimsokn og svo nuna eru Elin Arnbjorns og Trausti i heimsokn.
Skolinn minn byrjar eftir 2 vikur og gvud hvad eg er farin ad hlakka til!!!!!
Annars er Hrebbna komin med nytt simanumer og er thad 31 14 20 40 og ef einhver vill endilega senda mer post tha er heimilisfangid mitt Dalslandsgade 8 A702, 2300 København S
Svo eru Thorunn og Kristin ad koma i heimsokn 1. sept....djoooo hvad eg hlakka til ad sja thaer.
I kveld er stelpuparty hja Hildi og verda thar gørottir drykkir a bodstolum... segi ykkur frettir af thvi sidar.... until later...ta ta
sunnudagur, júlí 03, 2005
hæhæ!
Þá er ég flutt í litlu sætu íbúðina mína... myndir koma þegar ég er búin að ganga frá öllu. Fór á föstudag með Hildi í IKEA og tók nett kaupæði.... keypti reyndar bara það helsta sem manni vantar þegar maður er að flytja í fyrsta skipti,2 borð, matarstell, IKEA startpakki fyrir eldhús, lampi, sturtuhengi, viskustykki, hnífapör, bleikan klósettbursta, 2 hirslur á baðherbergið, glös, uppþvottagrind, handklæði, sköfu til að taka vatnið af golfinu, hanka, púðaver og rúmföt... allt þetta kostaði ekki nema 25.000 íslenskar. Ég held þetta sé ekki hægt heima. Svo fékk ég lánað hjá Hildi sjónvarp, sjónvarpsborð og borð sem verður skrifborð/borðstofuborð já og skrifborðsstól.
Núna er Hrebbna, Elín og Hildur á leiðinni á ströndina. Ætluðum að kíkja á hróarskeldu nema hvað það er soldið dýrt... ákváðum að spara aðeins.
Þangað til næst.... nú mega allir kíkja í heimsókn!
Núna er Hrebbna, Elín og Hildur á leiðinni á ströndina. Ætluðum að kíkja á hróarskeldu nema hvað það er soldið dýrt... ákváðum að spara aðeins.
Þangað til næst.... nú mega allir kíkja í heimsókn!
miðvikudagur, júní 29, 2005
jábbsí jíbbí
Sæl veriði kæru lesendur...
ég verð að biðja írisi afsökunar á að hafa ekki minnst á hana í síðustu færslu... hún var nú fyrst til að óska mér til hamingju á sjálfan ammælisdaginn. Fórum á kaffihús og röltum aðeins á strikinu. Svo var bara haldið út á flugvöll og sagt bless.
En annars er margt búið að gerast hér kóngsins köben. Sólin er orðin fastagestur ásamt hitanum. Hrebbna er orðin svolítið brún og sæt.
Elín og ég fórum í tilefni af frídegi á mánudag í Bakken, fórum reyndar aðeins á ströndina fyrst þótt vindur hefði verið. Þrjóskan var til staðar og við ætluðum okkur að sleikja sólina. Þegar við vorum komnar með meira en nóg röltum við og keyptum okkur turband og fórum í öll tækin oft og mörgum sinnum. Sólveig og Aaron komu og voru með okkur í smátíma... en fóru ekki í nærri jafnmörg tæki og ég og Elín. Við gengum í barndóm og hegðuðum okkur eins og verstu krakkar og öskruðum í öllum rússibönunum. Geggjað gaman.
Í gærkveldi buðum við Hildi og Krúsa í mat... líka til að fá Krúsa til að setja upp eitt stykki sturtu... híhíhí. Það var svaka næs kvöld!
Svo flytur Hrebbna burt frá Sydhavn alla leið á Amager á föstudaginn. Ég á held ég eftir að sakna stelpnanna svolítið mikið.
Síðasta fimmtudag var Skt. Hans Aften og það voru brennur og uppákomur um alla borg. Við fórum á Nyhavn og drukkum öl og horfðum á brennuna þar. Voðalega gaman allt saman. Tók nokkrar myndir á símann og set þær inn við tækifæri. Ég tapaði einum sígarettupakka til bryggjunnar...Capri eru ekki góðar sígarettur þegar maður situr á bryggju! Feitur sígarettupakki hefði ekki dottið á milli. Hildur á þetta allt saman á videó og ef þið komið til köben þá sýnir hún ykkur örugglega þetta fyndna videó.
Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meir... enda kominn langur pistill. Bið að heilsa öllum...knús og kossar!
ég verð að biðja írisi afsökunar á að hafa ekki minnst á hana í síðustu færslu... hún var nú fyrst til að óska mér til hamingju á sjálfan ammælisdaginn. Fórum á kaffihús og röltum aðeins á strikinu. Svo var bara haldið út á flugvöll og sagt bless.
En annars er margt búið að gerast hér kóngsins köben. Sólin er orðin fastagestur ásamt hitanum. Hrebbna er orðin svolítið brún og sæt.
Elín og ég fórum í tilefni af frídegi á mánudag í Bakken, fórum reyndar aðeins á ströndina fyrst þótt vindur hefði verið. Þrjóskan var til staðar og við ætluðum okkur að sleikja sólina. Þegar við vorum komnar með meira en nóg röltum við og keyptum okkur turband og fórum í öll tækin oft og mörgum sinnum. Sólveig og Aaron komu og voru með okkur í smátíma... en fóru ekki í nærri jafnmörg tæki og ég og Elín. Við gengum í barndóm og hegðuðum okkur eins og verstu krakkar og öskruðum í öllum rússibönunum. Geggjað gaman.
Í gærkveldi buðum við Hildi og Krúsa í mat... líka til að fá Krúsa til að setja upp eitt stykki sturtu... híhíhí. Það var svaka næs kvöld!
Svo flytur Hrebbna burt frá Sydhavn alla leið á Amager á föstudaginn. Ég á held ég eftir að sakna stelpnanna svolítið mikið.
Síðasta fimmtudag var Skt. Hans Aften og það voru brennur og uppákomur um alla borg. Við fórum á Nyhavn og drukkum öl og horfðum á brennuna þar. Voðalega gaman allt saman. Tók nokkrar myndir á símann og set þær inn við tækifæri. Ég tapaði einum sígarettupakka til bryggjunnar...Capri eru ekki góðar sígarettur þegar maður situr á bryggju! Feitur sígarettupakki hefði ekki dottið á milli. Hildur á þetta allt saman á videó og ef þið komið til köben þá sýnir hún ykkur örugglega þetta fyndna videó.
Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meir... enda kominn langur pistill. Bið að heilsa öllum...knús og kossar!
þriðjudagur, júní 21, 2005
Nóg búið að gerast
Við höfum átt nokkra sumardaga hérna í Köben, sá besti var 18. júní þegar haldið var upp á 17. júní á Amagerströndinni. Það var steikjandi hiti og við sátum bara ásamt mjög mörgum íslendingum að drekka bjór og hafa það gott. Þegar leið að kveldi þá héldum við heim til Hildar og Krúsa og sátum í garðinum til miðnættis. Fórum þá aðeins í bæinn.... sumir entust betur en aðrir.
Já Gudjó kíkti í heimsókn til okkar frá Noregi. Hann er orðinn ástfanginn af Danmörku og held það hafi ekki liðið heill klukkutími þar sem hann tjáði okkur hrifningu sinni á þessari borg. Hann fór í dag þó hann hafi ekki einu sinni viljað það.
Afmælisdagurinn minn var frábær... það var klikkað að gera í vinnunni... Hildur, Elín og Jóhannes sátu á einu borði, á næstu sátu Sólveig og fjölskylda og svo á næsta Kobbi frændi og hans fjölskylda... Staðurinn þétt setinn af íslendingum sem maður þekkti. Ég fékk að hætta fyrr í tilefni dagsins og fékk nokkra kokteila á barnum. Fórum svo á mjöööög mikið djamm.
Ég er reyndar búin að vera að drepast úr ofnæmi... ofnæmislyfin mín ekki einu sinni að virka. Þannig ætli maður verði ekki að kíkja til doktorsins og heimta sterkari lyf þannig maður geti nú notið lífsins til hins ítrasta.
Þórunn átti afmæli á laugardaginn og elskan hennar gaf henni gjafakort til að koma í heimsókn til mín þannig nú bíð ég bara eftir að sjá hana. Já til hamingju með afmælið Þórunn mín. Vonandi hafi þér þótt afmælissöngurinn á talhólfinu þínu skemmtilegur.
Jæja þessi pistill verður ekki lengri að sinni en ég ætla leyfa Hildi að fá tölvuna sína aftur.
Já Gudjó kíkti í heimsókn til okkar frá Noregi. Hann er orðinn ástfanginn af Danmörku og held það hafi ekki liðið heill klukkutími þar sem hann tjáði okkur hrifningu sinni á þessari borg. Hann fór í dag þó hann hafi ekki einu sinni viljað það.
Afmælisdagurinn minn var frábær... það var klikkað að gera í vinnunni... Hildur, Elín og Jóhannes sátu á einu borði, á næstu sátu Sólveig og fjölskylda og svo á næsta Kobbi frændi og hans fjölskylda... Staðurinn þétt setinn af íslendingum sem maður þekkti. Ég fékk að hætta fyrr í tilefni dagsins og fékk nokkra kokteila á barnum. Fórum svo á mjöööög mikið djamm.
Ég er reyndar búin að vera að drepast úr ofnæmi... ofnæmislyfin mín ekki einu sinni að virka. Þannig ætli maður verði ekki að kíkja til doktorsins og heimta sterkari lyf þannig maður geti nú notið lífsins til hins ítrasta.
Þórunn átti afmæli á laugardaginn og elskan hennar gaf henni gjafakort til að koma í heimsókn til mín þannig nú bíð ég bara eftir að sjá hana. Já til hamingju með afmælið Þórunn mín. Vonandi hafi þér þótt afmælissöngurinn á talhólfinu þínu skemmtilegur.
Jæja þessi pistill verður ekki lengri að sinni en ég ætla leyfa Hildi að fá tölvuna sína aftur.
sunnudagur, júní 12, 2005
jábbs er á lífi
Sælt veri fólkið!
Ég dýrka köben... ætla aldrei að flytja heim þar sem maður þarf borga 600 kall fyrir bjórinn!
Já sem sagt hef stundað bjórdrykkju mjög stíft enda ódýrara að kaupa sér stóran bjór en að kaupa sér stóra kók.... ég er bara að vera hagsýn.
Vinnan er frábær, mér líður strax eins og ég hafi alltaf þekkt vinnufélagana.... þetta er svolítið eins og ein stór fjölskylda. Rosalega góður mórall... en ég hef samt eiginlega búið í vinnunni síðan ég byrjaði. Staðurinn var að flytja og þá fengum við að vera þrælarnir og flytja allt... þá mættum við eldsnemma á morgnanna og þurftum að vinna langt fram á kvöld. Ég hef sem sagt gert lítið annað en að flytja síðustu tvær vikur. Fyrst flutti ég hingað, svo fluttum við Elínu og svo Sólveigu og svo náttúrulega allt IKEA dótið sem við keyptum og svo Reef n Beef.
En þessi pistill verður ekki lengur að sinni! En Til hamingju með afmælið á morgun Hrebbna. Ég á afmæli á morgun, ég á afmæli á morgun lalalalalala.
Ég dýrka köben... ætla aldrei að flytja heim þar sem maður þarf borga 600 kall fyrir bjórinn!
Já sem sagt hef stundað bjórdrykkju mjög stíft enda ódýrara að kaupa sér stóran bjór en að kaupa sér stóra kók.... ég er bara að vera hagsýn.
Vinnan er frábær, mér líður strax eins og ég hafi alltaf þekkt vinnufélagana.... þetta er svolítið eins og ein stór fjölskylda. Rosalega góður mórall... en ég hef samt eiginlega búið í vinnunni síðan ég byrjaði. Staðurinn var að flytja og þá fengum við að vera þrælarnir og flytja allt... þá mættum við eldsnemma á morgnanna og þurftum að vinna langt fram á kvöld. Ég hef sem sagt gert lítið annað en að flytja síðustu tvær vikur. Fyrst flutti ég hingað, svo fluttum við Elínu og svo Sólveigu og svo náttúrulega allt IKEA dótið sem við keyptum og svo Reef n Beef.
En þessi pistill verður ekki lengur að sinni! En Til hamingju með afmælið á morgun Hrebbna. Ég á afmæli á morgun, ég á afmæli á morgun lalalalalala.
sunnudagur, júní 05, 2005
baunabúinn talar
Sæl veriði!
Fyrsta vikan mín hér í köben hefur verið alveg frábær. Búin að kynnast bjórnum svolítið vel... kannski of vel. Nehhh! Híhí. Annars fórum við á svolítið mikið djamm á föstudaginn með fólkinu á Reef´n´Beef....gat ekki hreyft mig í gær fyrir þynnku.
Ég fór til himnaríkis á föstudag... himnaríki heitir Fields! og Bilka er ein sniðugasta búð ever! Það er allt svo obboslega ódýrt. Mikið búið að hlæja að mér yfir undrun minni á öllu.
Jæja best að fara að gera sig klára í vinnuna.... sjáumst síðar!
Fyrsta vikan mín hér í köben hefur verið alveg frábær. Búin að kynnast bjórnum svolítið vel... kannski of vel. Nehhh! Híhí. Annars fórum við á svolítið mikið djamm á föstudaginn með fólkinu á Reef´n´Beef....gat ekki hreyft mig í gær fyrir þynnku.
Ég fór til himnaríkis á föstudag... himnaríki heitir Fields! og Bilka er ein sniðugasta búð ever! Það er allt svo obboslega ódýrt. Mikið búið að hlæja að mér yfir undrun minni á öllu.
Jæja best að fara að gera sig klára í vinnuna.... sjáumst síðar!
mánudagur, maí 30, 2005
það er bara komið að því!
Jáhá! ég er bara ekki að ná þessu. Hmmm maður ætti kannski að fara að klára að pakka og svona... ég meina ég fer eftir nokkra klukkutíma. Ó well etta reddast.
Það mættu fullt af fólki að kveðja mig í tuttugasta skipti í gærkveldi á Players. Þessi kveðjuhátíð er búin að vera svolítið lengi ég viðurkenni það alveg. En maður er svo skemmtilegur þannig það má alveg kveðja mann oft og mörgum sinnum. Svo er ég held ég búin að bjóða allri íslensku þjóðinni að koma í heimsókn og gista í stóru stóru stóru íbúðinni minni.
Ég átti mega aulahroll um helgina.... úff fæ enn hroll /hrollur/. Málið er þannig ég fór í útskriftarveislu til Írisar og það var aaaaaðeins drukkið. Jæja Hrebbna kemur heim um 2 og fer að lúlla. Voðalega gaman í draumalandi og man ekki hvaða þvælu mig var að dreyma en allt í einu hringir síminn. Hrebbna var aðeins of föst í draumaheimi en nær ekki að svara... þess í stað lítur hún á klukkuna og sér að klukkan er sex. SHIT! OMG! Ég er búin að sofa í allann dag! Hefst þá mikla panikkastið... Ég dríf mig í sturtu, klæði mig og ég veit ekki hvað og hvað. Velti fyrir mér allann tíman hvernig í andskotanum fór ég að því að sofa í 16 tíma. Slíkt hefur ekki gerst síðan ég var á gelgjunni. Svo byrjaði ásökunin... voðalega er fjölskylda mín leiðinleg að vekja mig ekki sérstaklega á síðasta degi mínum á Íslandi og af hverju var ég svona mikill auli að stilla ekki vekjaraklukku. Ég fer upp í eldhús til að ná niður hjartslættinum... lít á klukkuna þar og einhvern veginn finnst mér allt skrítið... hálf súrrealískt. Þá fatta ég að kveikja á sjónvarpinu... merkileg uppgötvun þar. Við erum að tala um klukkan 6 en ekki klukkan 18! 4 tímar af svefn ekki 16! Var reyndar voðalega fegin en shit hvað aulahrollurinn er mikill þegar ég hugsa til þessa. Ég fór barasta aftur að sofa með velstillta vekjaraklukku.
Verið sæl að sinni kæru landar en næsti pistill verður skrifaður í Kóngsins Köben!
Það mættu fullt af fólki að kveðja mig í tuttugasta skipti í gærkveldi á Players. Þessi kveðjuhátíð er búin að vera svolítið lengi ég viðurkenni það alveg. En maður er svo skemmtilegur þannig það má alveg kveðja mann oft og mörgum sinnum. Svo er ég held ég búin að bjóða allri íslensku þjóðinni að koma í heimsókn og gista í stóru stóru stóru íbúðinni minni.
Ég átti mega aulahroll um helgina.... úff fæ enn hroll /hrollur/. Málið er þannig ég fór í útskriftarveislu til Írisar og það var aaaaaðeins drukkið. Jæja Hrebbna kemur heim um 2 og fer að lúlla. Voðalega gaman í draumalandi og man ekki hvaða þvælu mig var að dreyma en allt í einu hringir síminn. Hrebbna var aðeins of föst í draumaheimi en nær ekki að svara... þess í stað lítur hún á klukkuna og sér að klukkan er sex. SHIT! OMG! Ég er búin að sofa í allann dag! Hefst þá mikla panikkastið... Ég dríf mig í sturtu, klæði mig og ég veit ekki hvað og hvað. Velti fyrir mér allann tíman hvernig í andskotanum fór ég að því að sofa í 16 tíma. Slíkt hefur ekki gerst síðan ég var á gelgjunni. Svo byrjaði ásökunin... voðalega er fjölskylda mín leiðinleg að vekja mig ekki sérstaklega á síðasta degi mínum á Íslandi og af hverju var ég svona mikill auli að stilla ekki vekjaraklukku. Ég fer upp í eldhús til að ná niður hjartslættinum... lít á klukkuna þar og einhvern veginn finnst mér allt skrítið... hálf súrrealískt. Þá fatta ég að kveikja á sjónvarpinu... merkileg uppgötvun þar. Við erum að tala um klukkan 6 en ekki klukkan 18! 4 tímar af svefn ekki 16! Var reyndar voðalega fegin en shit hvað aulahrollurinn er mikill þegar ég hugsa til þessa. Ég fór barasta aftur að sofa með velstillta vekjaraklukku.
Verið sæl að sinni kæru landar en næsti pistill verður skrifaður í Kóngsins Köben!
laugardagur, maí 28, 2005
Surprise!!!
Krakkarnir skipulögðu surprise-kveðju-partý handa mér í gær. TAKK KÆRLEGA FYRIR MIG! Ég hélt ég væri að mæta til Þórunnar bara til að hitta hana og Kristínu en neibb það mættu barasta flestir úr Díónýsus. Frábært kvöld!
Fórum svo í bæinn... aldrei svo vant þá entist ég barasta helvíti lengi. Jagermeisterinn frá því í gær er ekki að gera góða hluti í dag....
Svo á eftir þá er ég að fara í útskriftarveislu til Írisar... úff meiri drykkja!
Er að setja inn myndirnar þannig tjekkið á því!
Fórum svo í bæinn... aldrei svo vant þá entist ég barasta helvíti lengi. Jagermeisterinn frá því í gær er ekki að gera góða hluti í dag....
Svo á eftir þá er ég að fara í útskriftarveislu til Írisar... úff meiri drykkja!
Er að setja inn myndirnar þannig tjekkið á því!
föstudagur, maí 27, 2005
Labello
Í gærkvöldi fór ég og hitti félagið Labello. SingStar + Smá Drykkja + skemmtilegt fólk = frábært kvöld! SingStar eru svoooo miklu skemmtilegra þegar maður hefur tvo míkrafóna þá er hægt að fara í allskonar fáranlega leiki. Ég tók nokkrar myndir og mun setja þær á síðuna við tækifæri. En ég verð að viðurkenna ég er soldið hás!
Sjitt sjitt sjitt sjitt! Það er föstudagur og ég fer út á mánudag.... hvað er ég búin að gera??? EKKI RASSGAT!!! Fyrirutan að kveðja fólk....
En annars veit ég ekkert hvað er planið fyrir kvöldið en ég lít á þetta sem síðasta tækifæri að hitta mína ástkæru Díónýsusar félaga...
Annaðkvöld verður Hrebbna víst í útskriftarveislu hjá snillingnum Írisi sem var að klára B.S. í viðskiptalögfræði! Á sunnudag verður svo grillveisla fyrir familíuna svo á mánudag sionara, ciao, au revoir, see ya later, bless!
Sjitt sjitt sjitt sjitt! Það er föstudagur og ég fer út á mánudag.... hvað er ég búin að gera??? EKKI RASSGAT!!! Fyrirutan að kveðja fólk....
En annars veit ég ekkert hvað er planið fyrir kvöldið en ég lít á þetta sem síðasta tækifæri að hitta mína ástkæru Díónýsusar félaga...
Annaðkvöld verður Hrebbna víst í útskriftarveislu hjá snillingnum Írisi sem var að klára B.S. í viðskiptalögfræði! Á sunnudag verður svo grillveisla fyrir familíuna svo á mánudag sionara, ciao, au revoir, see ya later, bless!
miðvikudagur, maí 25, 2005
4 Dagar
Shit!!!
Ég ætti kannski að fara að leita að ferðatöskunum mínum... ákveða hvað ég ætla að taka með...
Fór á kaffihús með Hrebbnu, Gimpinu og Önnu í gær... svaka stuð! Fórum á Hressó eitthvað um kl.21.00. Öll borðin í reyk voru upptekin þannig við settumst við borðið sem var fjærst öllu fólki en næst reyknum... neibb máttum samt ekki reykja. En fyndna var það mátti reykja á öllum borðum kl. 22.00 en alls ekki fimm mínútur í tíu! Mér finnst þessar fimm mínútur til eða fá fáranlegar... já ég viðurkenni asnalegt af mér að geta ekki beðið með að reykja þennan eina klukkutíma en ég var ekkert ein. Góður kaffibolli er fullkomnaður með sígarettu, það vita allir! Tala nú ekki um þörfina að reykja ef maður er að drekka hvítvín eða bjór.
Í hádeginu í dag ætla ég að hitta Írisi frænku, lögfræðinginn minn, híhí... ætlum eitthvað gott í lunch. Svo í kveld ætla ég að hitta mínar ástkæru Dísir á Brennslunni. Nóg að gera.... þarf líka að tala aðeins við LÍN og Hagstofuna. hmmm hverju fleiru er ég að gleyma?
Ég ætti kannski að fara að leita að ferðatöskunum mínum... ákveða hvað ég ætla að taka með...
Fór á kaffihús með Hrebbnu, Gimpinu og Önnu í gær... svaka stuð! Fórum á Hressó eitthvað um kl.21.00. Öll borðin í reyk voru upptekin þannig við settumst við borðið sem var fjærst öllu fólki en næst reyknum... neibb máttum samt ekki reykja. En fyndna var það mátti reykja á öllum borðum kl. 22.00 en alls ekki fimm mínútur í tíu! Mér finnst þessar fimm mínútur til eða fá fáranlegar... já ég viðurkenni asnalegt af mér að geta ekki beðið með að reykja þennan eina klukkutíma en ég var ekkert ein. Góður kaffibolli er fullkomnaður með sígarettu, það vita allir! Tala nú ekki um þörfina að reykja ef maður er að drekka hvítvín eða bjór.
Í hádeginu í dag ætla ég að hitta Írisi frænku, lögfræðinginn minn, híhí... ætlum eitthvað gott í lunch. Svo í kveld ætla ég að hitta mínar ástkæru Dísir á Brennslunni. Nóg að gera.... þarf líka að tala aðeins við LÍN og Hagstofuna. hmmm hverju fleiru er ég að gleyma?
þriðjudagur, maí 24, 2005
Styttist og styttist
Jeee dúdda mía... ég held barasta að öll mín föt séu hrein...hver einasti sokkur takk fyrir! Þetta gerist einmitt bara í þeim tilfellum þar sem Hrebbna flytur til útlanda.
Annars fékk ég leigusamninginn sendann í gær... skil ekki alveg það stendur Hrefra Þorisdótter og greinilega að ég búi í Færöerne. Samt er allt annað rétt og svo kíkti ég á umsóknina mína á netinu og hún er líka alveg rétt allavega á ég heima á Íslandi þar. Weird!!!
Helgin er liðin og auðvitað var þetta helgi sem fór í sukk og ölvun. Á föstudag urðu einn bjór að mööööörgum og endaði með að ég var sótt af foreldrum mínum á Hressó......múhahahahahaha ekki alveg þannig þau læstu sig víst úti og ég var komin með nóg þannig ég hélt heim á leið með þeim. Reyndar var svo löng leigubílaröð á laugardagsnóttina að Hrebbna taldi það mjöööög sniðugt að ganga heim til sín. Einum og hálfum tíma seinna er ég komin heim í Kópavoginn...næst þegar ég geng heim af djammi þá mun ég vera í flíspeysu, með húfu, trefil og vettlinga og helst í snjógalla yfir.
Annars fékk ég leigusamninginn sendann í gær... skil ekki alveg það stendur Hrefra Þorisdótter og greinilega að ég búi í Færöerne. Samt er allt annað rétt og svo kíkti ég á umsóknina mína á netinu og hún er líka alveg rétt allavega á ég heima á Íslandi þar. Weird!!!
Helgin er liðin og auðvitað var þetta helgi sem fór í sukk og ölvun. Á föstudag urðu einn bjór að mööööörgum og endaði með að ég var sótt af foreldrum mínum á Hressó......múhahahahahaha ekki alveg þannig þau læstu sig víst úti og ég var komin með nóg þannig ég hélt heim á leið með þeim. Reyndar var svo löng leigubílaröð á laugardagsnóttina að Hrebbna taldi það mjöööög sniðugt að ganga heim til sín. Einum og hálfum tíma seinna er ég komin heim í Kópavoginn...næst þegar ég geng heim af djammi þá mun ég vera í flíspeysu, með húfu, trefil og vettlinga og helst í snjógalla yfir.
fimmtudagur, maí 19, 2005
10 dagar
Nú er maður búin að vera í fríi í nokkra daga og verð að segja þetta er ansi ljúft. En núna er allt í einu stressið vegna ferðarinnar að hellast yfir mig.... hvað á ég að taka með... næ ég að gera allt sem ég þarf að gera á 10 dögum?? and so on.... Þetta reddast ég veit það alveg en ég held það sé í eðli mínu að stressast svolítið.
Er á leiðinni núna út á flugvöll að sækja ömmurnar sem eru að koma frá Benedorm. Síjú leiter!
Er á leiðinni núna út á flugvöll að sækja ömmurnar sem eru að koma frá Benedorm. Síjú leiter!
sunnudagur, maí 15, 2005
Helgin
Þessi helgin hefur verið alveg hreint mögnuð!
Föstudagurinn var æði... var ég búin að segja ykkur að ég er hætt að vinna??? híhíhíhí. Þegar ég var búin að hjóla heim....sem notabene var í rigningu og mótvindi og ég gleypti líklega eitthvað um 30 stk af flugum, var grillveisla hér á vegum Dabba bró. Þar sem ég var nú að fagna ákveðnum tímamótum í lífi mínum fékk ég mér bjór með þeim meðan ég beið eftir fréttum af mínum ástkæru útlendingum. Strákarnir voru að spila actionary og ég verð að segja Montana og Bermuda shorts.... jááááá ekkert svindl....
En loks var kominn tími að fara í bæinn... fór með Hildi,Evu og Krúsa og hitti á Sólon Hrefnu, Ben og Gimpus... og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Íris og Hulda komu síðar... Það var mikið rætt og fólk skemmti sér ágætlega....Dabbi bró skemmti sér allavega mjööög vel....híhíhí. Ég því miður hafði lítið úthald þetta kvöld og hélt heim á leið meðan allir voru enn í fullu fjöri.
Í gærkveldi fór ég, Þórunn og Kristín á RossoPomodoro... mæli ekki með staðnum. Maturinn var ekkert góður og það var ekki hægt að tala saman þarna vegna hávaða. Þeir mega þó eiga það hvítvínið var ágætt. Síðan héldum við þrjár heim til Þórunnar og héldum stelpukvöld. Við horfðum á Cinderella Story...drukkum hvítvín... dönsuðum...tókum myndavélaflipp... sungum... lékum við köttinn...ræddum ýmislegt.... híhíhí...mjög skemmtilegt kvöld. Þórunn hækja var alveg á því að fara í bæinn en við hinsvegar bönnuðum henni það.
Ég er komin með spennuhnút í magann af tilhlökkun fyrir flutninginn.
Föstudagurinn var æði... var ég búin að segja ykkur að ég er hætt að vinna??? híhíhíhí. Þegar ég var búin að hjóla heim....sem notabene var í rigningu og mótvindi og ég gleypti líklega eitthvað um 30 stk af flugum, var grillveisla hér á vegum Dabba bró. Þar sem ég var nú að fagna ákveðnum tímamótum í lífi mínum fékk ég mér bjór með þeim meðan ég beið eftir fréttum af mínum ástkæru útlendingum. Strákarnir voru að spila actionary og ég verð að segja Montana og Bermuda shorts.... jááááá ekkert svindl....
En loks var kominn tími að fara í bæinn... fór með Hildi,Evu og Krúsa og hitti á Sólon Hrefnu, Ben og Gimpus... og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Íris og Hulda komu síðar... Það var mikið rætt og fólk skemmti sér ágætlega....Dabbi bró skemmti sér allavega mjööög vel....híhíhí. Ég því miður hafði lítið úthald þetta kvöld og hélt heim á leið meðan allir voru enn í fullu fjöri.
Í gærkveldi fór ég, Þórunn og Kristín á RossoPomodoro... mæli ekki með staðnum. Maturinn var ekkert góður og það var ekki hægt að tala saman þarna vegna hávaða. Þeir mega þó eiga það hvítvínið var ágætt. Síðan héldum við þrjár heim til Þórunnar og héldum stelpukvöld. Við horfðum á Cinderella Story...drukkum hvítvín... dönsuðum...tókum myndavélaflipp... sungum... lékum við köttinn...ræddum ýmislegt.... híhíhí...mjög skemmtilegt kvöld. Þórunn hækja var alveg á því að fara í bæinn en við hinsvegar bönnuðum henni það.
Ég er komin með spennuhnút í magann af tilhlökkun fyrir flutninginn.
föstudagur, maí 13, 2005
Síðasti vinnudagurinn
Mér hefði ekki órað að þessi dagur kæmi svona snöggt.... síðasti dagurinn minn á þinginu. Dagurinn hefur verið æði. Ég hef fengið fullt af blómum, nammi, popp, og þvílíka kaffiveislu og auðvitað fullt af kveðjum.
Ég vaknaði reyndar allt allt of snemma en það var vegna þess að litli bró var að lenda á Fróninu. Velkomin til Íslands... how do you like Iceland? híhíhí
Hann afhenti mér græjuna mína.... bleikur ipod....svoooooo sætur! Ég er búin að vera að fikta í honum í allann dag. Veistu ég skil bara ekki hvað ég gerði án ipodsins! Ég er líka svo helvíti kúl með hann!
Jæja fyrst ég var vöknuð svona snemma ákvað ég að hjóla í vinnuna... já ok líka þannig að liðið mitt myndi vinna í innanhúskeppninni í Hjólað í Vinnuna sem við gerðum.... með 621 KM og einungis eru 10 manns í þessu liði. Ég tel það alveg helvíti gott!
Ég fékk mega aulahroll í morgun... ég var að hjóla og náttúrulega að testa nýju græjuna. Ok það var eitthvað voða gott lag... og ég VARÐ að syngja með... og ekkert lágt sko. Jæja ég var þarna í öskjuhlíðinni að ég taldi alveg ein með kanínunum. Og er að syngja úr mér lungun... þið vitið ég er ekki þekkt fyrir að vera með fallegustu söngrödd. En allavega ég er alveg að missa mig með dansi og alles... helduru að það hafi ekki einhver gaur næstum hjólað á mig.... ég bara skil ekki af hverju hann horfði svona furðulega á mig, híhí hann hefur eflaust ekki fílað sönginn minn. Ok ég viðurkenni mér brá alveg massíft. Híhíhí!
Ég vaknaði reyndar allt allt of snemma en það var vegna þess að litli bró var að lenda á Fróninu. Velkomin til Íslands... how do you like Iceland? híhíhí
Hann afhenti mér græjuna mína.... bleikur ipod....svoooooo sætur! Ég er búin að vera að fikta í honum í allann dag. Veistu ég skil bara ekki hvað ég gerði án ipodsins! Ég er líka svo helvíti kúl með hann!
Jæja fyrst ég var vöknuð svona snemma ákvað ég að hjóla í vinnuna... já ok líka þannig að liðið mitt myndi vinna í innanhúskeppninni í Hjólað í Vinnuna sem við gerðum.... með 621 KM og einungis eru 10 manns í þessu liði. Ég tel það alveg helvíti gott!
Ég fékk mega aulahroll í morgun... ég var að hjóla og náttúrulega að testa nýju græjuna. Ok það var eitthvað voða gott lag... og ég VARÐ að syngja með... og ekkert lágt sko. Jæja ég var þarna í öskjuhlíðinni að ég taldi alveg ein með kanínunum. Og er að syngja úr mér lungun... þið vitið ég er ekki þekkt fyrir að vera með fallegustu söngrödd. En allavega ég er alveg að missa mig með dansi og alles... helduru að það hafi ekki einhver gaur næstum hjólað á mig.... ég bara skil ekki af hverju hann horfði svona furðulega á mig, híhí hann hefur eflaust ekki fílað sönginn minn. Ok ég viðurkenni mér brá alveg massíft. Híhíhí!
fimmtudagur, maí 12, 2005
Gleði gleði gleði
Þá er þingið búið og Hrebbna næstum því alveg hætt að vinna. Hætti sko á morgun... Vúhúhúhú! Í tilefni af því að ég er hætt að vinna og flestir búnir í prófum, og fullt af útlendingum eru komnir heim ætla ég að skála í svo sem einum tveimur bjórum annaðkveld... þeir sem vilja taka þátt í skálinni er bent á að hringja í mig.
Ég veit að margir hafa gefist upp á að reyna að ná í mig... enda er síminn hættur að hringja og aldrei fær maður sms... EN PEOPLE I´m baaack!
Það verður massíft að gera í partýstandinu þangað til ég fer út... kannski ég ætti að byrja að æfa mig í kvöld?
Lítur út fyrir að síðustu mánuðir af ömurlegheitum séu að borga sig! Ég hugsa að ég væri ekki svona spennt nema ég vissi að það verður BARA gaman í sumar.
Ég veit að margir hafa gefist upp á að reyna að ná í mig... enda er síminn hættur að hringja og aldrei fær maður sms... EN PEOPLE I´m baaack!
Það verður massíft að gera í partýstandinu þangað til ég fer út... kannski ég ætti að byrja að æfa mig í kvöld?
Lítur út fyrir að síðustu mánuðir af ömurlegheitum séu að borga sig! Ég hugsa að ég væri ekki svona spennt nema ég vissi að það verður BARA gaman í sumar.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Blööööö
Síðasti þingdagurinn!!!!!!!!!!!!
ég er svoooooo hamingjusöm!!!!!!!!!!!!!!!!!!
en ég hætti samt ekki að vinna fyrr en á föstudag....hikst flöskudag.
vííííííííííííííííííí
ég er svoooooo hamingjusöm!!!!!!!!!!!!!!!!!!
en ég hætti samt ekki að vinna fyrr en á föstudag....hikst flöskudag.
vííííííííííííííííííí
þriðjudagur, maí 10, 2005
Rugl
Kvöldið/nóttin endaði í 17.5.... ég er ekki sátt en ég þarf að mæta aftur nákvæmlega 11 tímum eftir ég stimplaði mig út... liggur við hann ætlaðist til að ég mætti eftir skemmri tíma, ég tók það ekki í mál.
Núna er það ræktin... þó ég sé að drepast úr þreytu.
Núna er það ræktin... þó ég sé að drepast úr þreytu.
Ok ekki snidugt lengur bùin ad hanga h?r ì fimmtàn og hàlfan tìma... Femten og en halvs timer! Enn eru 5 à mælendaskrà &mega tau tala eins lengi og teim hentar
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Still alive
Jáhá 14.5 tímar í vinnunni komnir og enn má búast við að minnsta kosti 4 tímum. Smá þreyta farin að síga á verð ég að viðurkenna. Manni líður helst eins maður sé að taka þátt í maraþonvökukeppni eða einhverju álíka. Ég er orðin stjörf og komin með nett ógeð á umhverfinu. Best að skella sér út í smá göngutúr þá hlýtur maður að vakna aðeins. ÚFF! Ég held ég eigi sko alls ekki eftir að sakna kvölda eins og kvöldinu í kvöld.
By the way ég hætti á föstudag.... ú yeah baby yeah!
By the way ég hætti á föstudag.... ú yeah baby yeah!
mánudagur, maí 09, 2005
Já maður finnur sér eitthvað til dundurs... 13.5 tímar búnir...of mikið eftir!
Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nokkrir kaffibollar bùnir ekki veitir af... Tòlf og hàlfur tìmi bùnir, slatti eftir!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Galsi farin ad gera vart vid sig... Ellefu og hàlfur tìmar bùnir enn òvitad um hvad teir verda margir ì heild.
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Góðar fréttir og mega spenningur
Það fer allt að verða klárt. Fékk áðan e-mail þess efnis sem mér er boðið íbúð á kollegie. Ég verð að segja ég fékk nettan sting í magann.... ég er alveg að fara. Já þannig að öllum líkindum mun Hrebbna búa á Öresundskollegie... í stúdíóíbúð.
Nú eru einungis 20 dagar í brottför og síðustu dagarnir í vinnunni. Þvílík tímamót... hvernig ætli allt verði... ætli ég eigi eftir að fíla Köben... ætli ég eigi eftir að fíla skólann.... en hvað með námið....á ég eftir að vera í skemmtilegri vinnu.... á ég eftir að kynnast nýju fólki.... á ég eftir að gefast upp og koma heim strax aftur????
Ekki laust við það að maður sé farin að finna fyrir smá hræðslu en samt góðri hræðslu.
Og fyndna er að mér finnst ég í fyrsta skipti vera á leiðinni út til að búa á einhverjum stað en ekki bara vera þar.... Á Florida var ég bara þar... vissi alltaf að ég myndi enda heima á Íslandi.... í þetta sinn veit ég ekkert hvenær ég kem til með að flytja til Íslands aftur og finnst það fínt.
Nú eru einungis 20 dagar í brottför og síðustu dagarnir í vinnunni. Þvílík tímamót... hvernig ætli allt verði... ætli ég eigi eftir að fíla Köben... ætli ég eigi eftir að fíla skólann.... en hvað með námið....á ég eftir að vera í skemmtilegri vinnu.... á ég eftir að kynnast nýju fólki.... á ég eftir að gefast upp og koma heim strax aftur????
Ekki laust við það að maður sé farin að finna fyrir smá hræðslu en samt góðri hræðslu.
Og fyndna er að mér finnst ég í fyrsta skipti vera á leiðinni út til að búa á einhverjum stað en ekki bara vera þar.... Á Florida var ég bara þar... vissi alltaf að ég myndi enda heima á Íslandi.... í þetta sinn veit ég ekkert hvenær ég kem til með að flytja til Íslands aftur og finnst það fínt.
sunnudagur, maí 08, 2005
VIKA!
ótrúlegt en satt þá líður tíminn rosalega hratt.... sem er bara gott. Ég hætti að vinna eftir viku og gvuð hvað ég verð fegin að ganga burt frá þessu kjaftæði sem maður fær að þola hér.
Ég er alveg að missa mig af spenningi að vera að fara! Þyrfti að fara að ganga frá hlutunum mínum og svona.... það getur beðið þangað til ég er hætt.
En því miður verður þessi vika mjög busy þar sem þetta er loka vika þingsins og því fær maður að dúsa í vinnunni um það bil 16 tíma á dag.
Ég er alveg að missa mig af spenningi að vera að fara! Þyrfti að fara að ganga frá hlutunum mínum og svona.... það getur beðið þangað til ég er hætt.
En því miður verður þessi vika mjög busy þar sem þetta er loka vika þingsins og því fær maður að dúsa í vinnunni um það bil 16 tíma á dag.
laugardagur, maí 07, 2005
Rannsóknir og heimska mín
Foreldrar mínir voru með matarboð hérna í tilefni af brúðkaupsafmæli sínu þannig ég ákvað að flýja heimilið... Í stað þess að hanga með tvennum hjónum sem voru að fagna 22 árum sem þau hafa verið gift hringdi ég nokkur símtöl og voila mér boðið í mat til Kötlu beib.
Hún eldaði handa mér dýrindis Thai kjúklingarétt.mmmmmm svona á ég eftir að gera í Köben. Við teiguðum smá öl og svona fínerí. Svo komu Atli og Þórunn hækja í heimsókn og við spiluðum Trivial og Popppunkt. Djöööö hvað mér leið eins og ég væri massa heimsk. Mæli ekki með 10 ára gömlu Trivial...
Þórunn ákvað að halda heim til sín en við Katla og Atli ákváðum að halda áfram. Enduðum á Café Kúltúr... þegar okkur var hent út þaðan fattaði ég að bjórarnir væru farnir að segja aðeins til sín og til að forðast það að gera mig að fífli fór ég heim... en ég veit að hinir héldu áfram sínum rannsóknum á næturlífi Reykjavíkur.
Ótrúlegt en satt þá er maður bara massa spræk í dag... er að spæla að nýta mér verðstríðið á geisladiskum og kíkja kannski aðeins í ræktina.
Hún eldaði handa mér dýrindis Thai kjúklingarétt.mmmmmm svona á ég eftir að gera í Köben. Við teiguðum smá öl og svona fínerí. Svo komu Atli og Þórunn hækja í heimsókn og við spiluðum Trivial og Popppunkt. Djöööö hvað mér leið eins og ég væri massa heimsk. Mæli ekki með 10 ára gömlu Trivial...
Þórunn ákvað að halda heim til sín en við Katla og Atli ákváðum að halda áfram. Enduðum á Café Kúltúr... þegar okkur var hent út þaðan fattaði ég að bjórarnir væru farnir að segja aðeins til sín og til að forðast það að gera mig að fífli fór ég heim... en ég veit að hinir héldu áfram sínum rannsóknum á næturlífi Reykjavíkur.
Ótrúlegt en satt þá er maður bara massa spræk í dag... er að spæla að nýta mér verðstríðið á geisladiskum og kíkja kannski aðeins í ræktina.