sunnudagur, október 23, 2005

Dugnaðarforkurinn ég

Sunnudagur og minns búin að afreka margt í dag... sem stendur sit ég í skólanum að skrifa upp kynninguna. Ótrúlegt hvað maður nær að gera mikið ef maður vaknar snemma um helgar... þarf að gera þetta oftar.

Fór og fékk mér nokkra bjóra í gær en aldrei svo vant var ég komin heim fyrir 2. Sem telst nú bara mjööööög snemmt í mínum orðaforða. Elín fór heim fyrr en það var ekki vegna þreytu... hún var alveg veeeel í glasi. Gellan var virkilega að reyna að pína ofan í mig staup (ég var ekki einu sinni búin að drekka sopa af bjórnum mínum)svo var hún eitthvað að hóta að lýsa yfir vantrausti á mig sem formann Díónýsusar. BLAH!

Ég er nú ekki frá því að ég sé komin með smá fiðring í magann fyrir kynninguna á morgun. Ætli þetta verði svona taugaveiklunarræða hjá mér eða næ ég að fela stressið. Samt skrítið að ég er bara að fara að tala fyrir framan fólk sem ég þekki... það verða bara kennararnir og hópurinn minn viðstaddir. Ætli ég sé ekki bara stressuð því maður er búin að leggja svo rosalega mikla vinnu í þetta og ef einhver fer að segja að þetta sé allt vitlaust.

Wish me luck!

Engin ummæli: