sunnudagur, október 02, 2005

Sjálfspyntingarhvöt

Ég veit ekki hvað er að manni!

Hildur beib átti ammæli í gær og hélt hún magnað teiti í tilefni dagsins. Þrátt fyrir geigvænlega þynnku reyndi Hrebbna að standa undir nafni. Því miður þegar jellóshots og of margir bjórkútar eru í boði þá er ekkert sem stoppar mann. Að sjálfsögðu fann ég mig knúna til að fara í bæinn og hitta Elín Ásu. Eftir of mikla drykkju þá sofnar maður í strætó! Magnað samt að vakna á háréttum tíma. Hristi aðeins rassinn í bænum og fór svo heim að lúlla.

Þráinn á það til að njóta þess að vekja fólk eftir annasöm kvöld, hann hefur allavega vakið mig ansi oft. Í morgun alveg fyrir hádegi og allt þá er bankað hjá mér. Ég fer að öskra eins og hálfviti ókvæðisorðum beint að Þránni. Ekkert svar á móti. Loks þegar maður er búin að staulast úr rúminu stendur eitthvað fífl að betla peninga fyrir Rauða Krossinn. Ok ein spurning það er sunnudagur fyrir hádegi og þetta er kollegi... gerir fólk sér ekki grein fyrir að fólk ætlar að sofa út?

Jæja ég er farin á Laundromat Café að fá mér þynnkumat. Ciao bellas!

Engin ummæli: