föstudagur, desember 31, 2004


Bless 2004... Hallóóó 2005!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nohh það er bara komið að því! 2005!!!


Ég er bara ekki að ná þessu... annars er bara stuð í vinnunni eða þannig. Bara 4 tímar eftir...hehehe.

Jæja hvað ætlar pakkið svo að bralla í kveld? Sjálf mun ég snæða heima í Kópavogi ásamt velvöldum fjölskyldumeðlimum.... því næst mun ég halda fyrir miðnætti í teiti í Kringlunni (húsin ekki verslunarmiðstöðin). Þar munum við familían brenna fullt af peningum í formi ljósa. Um 12 leytið kyssir maður alla í 10 metra radíus og sýpur á freyðivíni. Drykkja heldur áfram þar til bílstjóri minn a.k.a. Þórunn ákveður að komið sé nóg en þessi drykkja mun fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í hinum ýmsu teitum. Allir sem vilja að ég heiðri þá með nærveru minni sendið umsókn í síma 693-7206 og mun ígrunda þær umsóknir gaumgæfilega.

Sjáumst hress og kát árið 2005!


miðvikudagur, desember 29, 2004

Heil og sæl!

Ég er endalaust búin að borða góðan mat... enda hættir það strax á nýju ári. Ok ég er ekki að strengja áramótaheit þannig séð en maður ætlar samt aðeins að taka betur á matarræðinu.

Í kvöld fer maður í saumó hjá Dísunum... margar stúlkur þar sem maður hefur ekki séð síðan í sumar. Vonandi fær maður eitthvað skemmtilegt slúður á þeim bænum.

Ég er bara ekki að fatta að það sé að koma 2005! Þegar ég var lítil hélt ég á þessum tíma væru komnir fljúgandi bílar og allt yrði svoooo tæknilegt. Svo ekki sé á það minnst þá hélt ég að ég yrði orðin fullorðin þá. En ekki var framtíðarsýn mín alveg nákvæm.

Var hjá Þórunni í gær í smá videóglápi... fórum allt í einu að pæla það eru ekki nema 6 ár í þrítugt! Gvuð minn almáttugur. Hvar verð ég þá? Ætli ég verði enn á hótel M&P og ekki enn búin að finna mig og hvað ég vil gera? Eða verð ég einhver rosa hotshot í svaka vinnu og komin með börn og mann og hús?


laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól allir saman!!!!

Ég er búin að hafa það massa gott... gvuð ég fékk miklu fleiri pakka en ég bjóst við. Mér skilst að glasamotturnar sem ég bjó til hafi slegið í gegn en á þeim voru ýmsar uppskriftir að dýrindis drykkjum og málshættir sem áttu við hvern þann sem fékk slíkan pakka. Auðvitað er maður búinn að borða á sig gat enda er það leyfilegt um jól. Er í vinnunni að vísu núna en það er allt í lagi því maður er að vinna svo stutt. Ég vona að allir hafi það sem best um hátíðirnar og segi bara gleðileg jól aftur.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Heil og sæl,

Ég fór í jólaglögg til Kötlu beib í gær... var samt bara edrú...enda vinna í dag. Afrekaði mjög mikið í dag....kláraði að föndra jólagjafirnar, alveg stórglæsileg útkoma.

Fékk einkunn fyrir Aðferðir og Atvinnulíf í gær.... vááááá ég bjóst ekki við þessu... ég hélt ég væri fallin því prófið var svakalegt. Lokaeinkunn mín var með þeim hæstu af þeim sem sátu kúrsinn en mér skilst að um 43% hafi fallið. Þannig ég náði með glæsibrag. Ég er ógeðslega stolt af mér að geta þetta með þessari líka vinnu sem ég er í.

Svo var maður að hengja upp myndir sem átti að hengja upp fyrir mööörgum árum síðan. Seint klára sumir en klára þó.þriðjudagur, desember 21, 2004

Nóg að gera alltaf hreint..... pælið í því það eru alveg að koma jól.... ég er ekki einu sinni búin að föndra allar jólagjafir. En þetta er samt í fyrsta sinn sem ég er svo gjörsamlega ekkert stressuð fyrir jólin. Oh svo gaman

kem eftir smá....

laugardagur, desember 18, 2004


Singstarpartý í kvöld
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, desember 16, 2004

Sæl veriði kæru lesendur,

AJ kúl J segir það sé ömurlegt að það sé ekki hægt að kommenta.... ég er sammála en því miður þá skortir mig tæknikunnáttu til að fixa þetta problem. Ég lýsi hér með eftir hjálp. Ég er búin að sitja hér sveitt að reyna að laga þetta en ekkert gerist.

Að öðru ég er alveg að missa mig í föndri þessa dagana....konfekt, trölladeig, og fleira sniðugt sem verður ekki sagt frá hér vegna þess þetta eru jólagjafir.

Jólakortin hrannast inn.... búin að fá frá forsætisráðherra, AJ & co, The Lazares og fleirum.... því miður (eða ekki) hef ég ekki haft þann sið að senda jólakort.... ég hringi bara í liðið sem mér finnst verðskulda jólakveðjur og sendi hinum email eða sms. Ég skil ekki að fólk skuli vera að fara á taugum vegna jólakorta miklu persónulegra að hringja í viðkomandi og óska því gleðilegra jóla og fá frétta af öllum.

Jólafílingurinn alveg að hertaka allt....nema hvað djöfull eru sum jólalög leiðinleg.

Læt þetta næga að sinni er að setja inn fullt af myndum sem áttu að vera lööööngu komnar.

mánudagur, desember 13, 2004


Kaffi hjá Kötlu
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, desember 10, 2004

Já já galsinn orðinn allverulegur... enda er þing að fara í vetrarfrí.

Magga ákvað aðeins að djóka áðan.... ætlaði að djókfella mig....nema hvað ég datt.... flaug eftir ganginum. Nokkrir þingmenn og forsætisráðherra urðu vitni að þessu falli.... allir skellihlógu. Ég er sem sagt skemmtiatriði Alþingis í kveld.

En sagan segir Fall er fararheill....

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Nýja uniformið? Til að auka áhorf á Alþingisstöðina!!!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Mig langar ad komast út úr thessu húsi!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, desember 09, 2004


Sponsor næturvökunnar er LAVAZZA KAFFI
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Hæbbs,

Ég fékk að fara "snemma" heim úr vinnunni í gærkveldi, alveg klukkan 20! En í dag og á morgun verð ég ekki eins lánsöm því ég verð eitthvað fram á nótt.

En við heimkomu í gær fór ég rakleiðis í rúmið og glápti á imbann.... ég held ég hafi ekki náð meira en fimm mínútum af þessum blessaða þætti. Mjög gott að sofa!!!!

OG svo allir að mótmæla hækkun á innritunargjöldum....

miðvikudagur, desember 08, 2004

3 tímar af svefni í nótt og mööööööörgum kaffibollum seinna.

Já prófadagurinn mikli var í dag.... ekki alveg skemmtilegasta próf sem ég hef farið í en sjáum bara til.

Fékk einkunn fyrir DeCode verkefnið.....brilleraði feitast, 9.2 og 9.8 takk fyrir. En nú er ég í vinnunni og er ekki alveg að meika það. Kaffið virkaði í nótt en er ekki að virka núna....því miður. Ég er grumpy og leiðinleg.

Bíllinn fór í viðgerð í Heklu í dag.... mér finnst Heklustarfsfólk mjöööög leiðinlegt!

Fór á Hótel Borg í hádegismat í dag í boði Halla Blö.... mjög nettur jólamatur.... vissi samt ekki hvert ég ætlaði þegar allir fóru að syngja jólalög... edrú í þokkabót. I don´t sing to remember I sing when I don´t.

Jæja pistillinn verður ekki lengri að sinni.... en ég tek við samúðarskeytum vegna þess að þurfa að hanga í vinnunni.


þriðjudagur, desember 07, 2004


GEIMVERUR.... Aaaa allir að flýja! Öll próf frestuð! ( I wish) ;-)
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Saklaust blóm? Ó nei þetta er háþróað morðvopn gegn mér.
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Og svefnlausanóttin hefst! Oh svo gaman í prófum...
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, desember 05, 2004

achlo

GEIIISP!

Brjálað að gera alltaf hreint!

Á flöskudag eftir vinnu dreif ég mig heim og gekk frá þannig það væri heimsóknavænt. Nokkrir vinnufélagar komu svo að loknum þingfundi og við föndruðum aðeins....já meira konfekt.... og svo var smá drukkið af ethanóli. Við vorum nú öll frekar slöpp þ.e.a.s. enginn dansandi uppi á borðum eða þvíumlíkt.

Laugardagsmorgunn (eiginlega enn um nóttina.... ok klukkið var níu) komu Amma D. og Föðursystirin í kaffi. Að lokinni heimsókn þeirra skreið ég aftur upp í rúm (fann greinilega fyrir eftiráhrifum rauðvíns kvöldsins áður.... maginn var á hvolfi)
Úff síminn hringir....shit ég var búin að lofa að föndra trölladeig... damn ég er alltof þunn hugsa ég. Harka mér í sturtu og voila næstum því eins og ég sé ekki þunn....legg áherslu á næstum því.

Herinn mætir... Þórunn (23 ára), Birta (3 ára), Gudjó (24 ára) og Anna Karen (4 ára)... ég vippa upp trölladeigi og við byrjum öll að leira. Þessi elsti missti fljótt einbeitinguna, þessar yngstu stuttu síðar. Ég og Þórunn sátum yfir þessu föndri langt fram á kvöld í gær. Svaka stuð!

Kíktum aaaaðeins í bæinn í gærkveldi....Mjög ömurleg tónlist á Hressó...fyrsta skipti í langan tíma.

Í DAG: Vinna og aðeins meiri vinna... smá löggu og bófa paranoju leikur og þreyta.

Vííííí ég eignast fjölskyldu mína á ný á morgun.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Mætt aftur í vinnuna hress og kát....

var fram yfir miðnætti í gær... svaka stuð á þingfólki. Fyndna í gær var ég beðin um að pakka inn smá pakka.... nú voru góð ráð dýr. Það var ekkert til hérna, þá meina ég af innpökkunardóti. Fundum einhvern skítugan bút af selló og ég byrja, frekar slappt. Ok ég hljóp niður í kjallara klippti strigapoka utan af einhverju jólatré.... voila slaufa, síðan klippti ég pottaplönturnar hérna til bara nokkur laufblöð og verð að segja pakkinn varð eins og hann hefði verið pakkaður inn í blómabúð.

Allir vinirnir eitthvað að deita núna....spennandi tímar.

Fólk má koma í kaffi til mín í kvöld... ég lofa að vera heima... (nema ég fái einhver betri tilboð.)


þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Yo yo yo

Stuð á minni.... eða þannig. Klukkið er hálf ellefu og ég er að passa húsið meðan það er eitthvað partý hérna í vinnunni. Svaka stuð. Ég hef að vísu náð aðeins að glugga í bækurnar en samt ekkert að ráði finnst mér.

Það er ógislega kalt hérna og mér finnst það ekkert sniðugt.

Áætlun mín að útrýma öllum jólarósum er ekki alveg að takast... þær eru allsstaðar. Ég náði varla að anda í gær... ekki þægileg tilfinning.

Ég þarf að þvo þvott en ég nenni því ómögulega bráðum fer maður að ganga um í samkvæmiskjólum.... þá vitiði ástæðuna.

Yo yo yo

Stuð á minni.... eða þannig. Klukkið er hálf ellefu og ég er að passa húsið meðan það er eitthvað partý hérna í vinnunni. Svaka stuð. Ég hef að vísu náð aðeins að glugga í bækurnar en samt ekkert að ráði finnst mér.

Það er ógislega kalt hérna og mér finnst það ekkert sniðugt.

Áætlun mín að útrýma öllum jólarósum er ekki alveg að takast... þær eru allsstaðar. Ég náði varla að anda í gær... ekki þægileg tilfinning.

Ég þarf að þvo þvott en ég nenni því ómögulega bráðum fer maður að ganga um í samkvæmiskjólum.... þá vitiði ástæðuna.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Mér finnst jólarósir mjög vond blóm....

var að dreifa slíkum blómum um húsið og nú er ég að deyja!

Öll bólgin og ógeðsleg. Hendurnar á mér eru eins og þær séu að springa. Svo hósta ég eins og fífl.

note to self: Ekki kaupa jólarósir

sunnudagur, nóvember 28, 2004

ÉG er á lífi

Voruði farin að sakna mín???

ég hef búið í vinnunni síðustu daga... nóg að gera.

Á föstudag var málstofan í skólanum... djöfull gekk okkur vel! Við vorum flottastar. Svöruðum þessum fáum spurningum sem hann fann upp á alveg 100%.

Ég og Þórunn fórum á kojufyllerí á föstudagskvöldið... drukkum nokkrar flöskur af hvítvíni... en eitthvað fannst okkur vanta fólk í þetta fámenna samkvæmi því kúguðum strákana í heimsókn. Þeim fannst við ekkert sérlega skemmtilegar held ég. Okkur fannst þeir ekkert sérlega hressir.

Á laugardag var operation KONFEKT! byrjuðum á að fara í Bónus og versla allt hráefni. Síðan var eldhúsið í Bakkasmáranum lagt undir föndrið. Vorum að fram á kvöld... afraksturinn stórglæsilegur. Myndir koma síðar.
Síðan enduðum ég, Þórunn og Helena í trylltum dansi og viðreynslum í bænum.

Í dag: VINNA

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hæ hæ,
helgin er liðin og enn ein löng vinnuvika tekin við... þessa vikuna fæ ég að vera í vinnunni langt fram á kvöld öll kvöld. Á föstudag a.k.a. flöskudag verður málstofa í skólanum þar sem hópurinn minn mun ræða um verkefnið sem við gerðum um DeCode. Ég verð að viðurkenna ég er nett stressuð fyrir það.

Ótrúlegt hvað fólk getur velt sér upp úr smáatriðum eða jafnvel hlutum sem skipta svo gjörsamlega engu máli. Ég er að vinna með svolítið mikið af þannig fólki. Stundum er mjög erfitt að vera í vinnunni. Það eru fjórir hérna að ræða um vatnsglas sem var á vitlausum stað...og það hefur verið umræðuefnið í næstum hálftíma. Splittar ekki diff fólk!!!!! Gvuð minn almáttugur mætti halda að heimurinn væri að farast.

En helgin var mjög skemmtileg að vanda.... ég sá Bridget Jones Edge of Reason .....snilldarlegasta mynd sem ég hef séð. Svo var annað skemmtilegt brallað. Jæja ég ætla að fara að flýja þetta samtalið um glasið.... later.


föstudagur, nóvember 19, 2004

Skólagjöld

Ég er reið!

Ok það er svo sem voðalega oft sem ég er reið en í þetta sinn ættu allir nemendur sem stunda nám við HÍ, KHÍ og HA að vera reiðir.

Málið er nefnilega að "skólagjöldin" okkar munu hækka allsvakalega um áramótin. Já já ég veit þetta eru víst ekki skólagjöld þetta heita víst innritunargjöld.

Ríkisstjórnin var að minnsta kosti að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að allir ríkisháskólarnir þrír munu núna rukka um heilar 45.000 kr. á ári sem gerir 12.500 kr. hækkun frá því sem nú er.

Það er nógu erfitt og dýrt að vera í námi og ekki fær maður há námslán... Ég skal samþykkja þessa hækkun ef námslán verði þá hækkuð allsvakalega jafnvel að því marki að maður geti lifað af þeim.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004


Kennaradeilan leyst!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Erfið helgi

Mikil áreynsla um þessa helgi svo mikil að ég er enn að jafna mig. En vá hvað var gaman á laugardag!

Ég skal blogga sögur helgarinnar síðar....

Þessa vikuna er ég að spæla í smá jólabakstri og konfektgerð... hver vill vera memm?

föstudagur, nóvember 12, 2004

Gleði gleði

Sælt veri pakkið!

Stórtíðindi.... Hildur og Elín Ása Baunabúar eru lent á Fróninu. Hef spjallað við Hildi nokkrum sinnum í símann síðan í gærkveldi en stefni á að hitta hana á eftir. Elín Ásu hef ég hinsvegar hitt... hún hefur ekkert breyst því við hittumst yfir "einum" bjór. Svaka stuð en hún náði nú að draga einn danann með sér. Sá mun vera ástfanginn af landi og þjóð en þykir veðrið miður (má ekki segja þetta um alla sem koma til landsins?)

Hópverkefni mitt um Stimpilklukkulaust vinnuumhverfi hjá DeCODE er loksins lokið og farið Norður (og niður). Mikill léttir að þetta sé búið....

Annaðkveld verður teiti að hætti Díonýsusar.... hlaupkennt áfengi, uppboðsdrykkjuleikur og SingStar verða við lýði. Þeir sem eru áhugasamir um að mæta hafið samband.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Við erum í gátukeppni hérna í vinnunni og ég er að urlast!

Bræður tveir hétu Jón og Jón
Glímdu þeir við stærðar ljón
báðir höfðu dapra sjón
hvor hafði verri sjón?
What is greater than god
More evil than the devil
The poor have it
The rich need it
and if you eat it you die?
I am the beginning of the end
You can see me twice in a week
but not in a day
Once in a year
but twice in a decade
Who am I?
Sko búin að geta síðustu, ég kom með númer tvö en númer eitt er að gera mig nett brjálaða. Svör óskast í gestabók.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Gleðidagur í lífi mínu

já... þeir sem þekkja mig vita að ég lifi ekki daginn af án kaffi. Í dag losnaði ég undan þeim álögum sem fylgt hafa vinnustað mínum... þ.e.a.s. virkilega vont kaffi. Í dag birtist allt í einu dýrindis maskína...expressóvél! Ég var í sæluvímu þegar ég sá manninn koma inn með risastóran kassa með mynd af alvöru expressovél að utan. Svo í hádeginu sat maður eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum þegar maðurinn var að tengja fínheitin. Fyrsti bollinn var unaðslegur! Og númer tvö var enn betri...númer þrjú hreint æði... svo leyfði ég öðrum að komast að...hehehe

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Hæbbs

Rólyndishelgi alveg hreint... ok fyrir utan smá hliðarspor á föstudaginn.

Dateið hjá mér og Sigrúnu fór svona líka helvíti vel... Reyndar varð úr heljarinnar djamm. Byrjuðum á ölstofunni í einum bjór og fórum svo að hitta Kötlu og Tinnu á Kúltúr og þar voru teigaðir maaargir Leffe Blonde og allt í einu var maður komin í G&T... obbosí alveg óvart.

En á föstudag tók ég eftir að ég daðra soldið mikið.... en það er líka bara allt í lagi... þá kannski eignast maður kall einhvern daginn.

Stundum verð ég svo reið... vinkona mín er æði! Ef ég væri karlmaður myndi ég reyna við hana. En samt virðast karlmenn vera svo hrikalega leiðinlegir við hana. Hún á þetta svo ekki skilið. Sem sagt hún hefur setið og beðið eftir einum á kaffihúsi tvisvar í vikunni og hann ekki mætt. Fool me once... shame on you... fool me twice shame on me. Æ flestir karlmenn eru fífl eða blindir að sjá ekki hvað þeir hafa.

Í gær tók ég nett ofvirkniskast... var vöknuð fyrir 10 (já fyrir hádegi) þrátt fyrir feiknadjamm kvöldsins áður. Lærði slatta... síðan fórum ég og mamma út að leika, ok fórum að skoða í BYKO (því það er gaman). Síðan var golfhermirinn tekinn með trompi... hvernig stendur á því að ég sló 3 sinnum í röð næstum 200 metra högg en svo þegar allt liðið var mætt að horfa þá vantaði amk 50 metra á hvert högg. ARG! Mamma sá samt flottu höggin. At least I have a witness. En það er samt eitthvað afbrigðilegt við að sjá fólk vera að slá golfkúlu í háhæluðum skóm. Its called CLUELESS GOLF...

Jáhá... í gærkveldi tók ég mig til og færði öll húsgögnin í herberginu mínu... ég verð að viðurkenna ég er með netta strengi núna. Ég er nú samt ekki að fatta hvernig ég fór að því að færa risastóra furufataskápinn minn...alein! IKEA verður tekið með trompi á eftir en ég ætla að fara að fjárfesta í nokkrum hlutum... t.d. ljósum og soleiðis dótarí. Oh það verður svo fínt hjá mér.


föstudagur, nóvember 05, 2004

helgin

jæja komin helgi enn einu sinni....

Ég er búin að vera að vinna til kl. 20 öll kvöld í þessari viku og hef komið heim til mín alveg gjörsamlega uppgefin.... því hef ég ekki farið út á meðal skemmtilegs fólks í heila viku. Í kveld breytum við því... ég og Sigrún ætlum á double date í kveld... með okkur sjálfum. Eins og ég lýsti yfir fyrir ekki svo löngu þá hef ég ákveðið að gerast sjálfkynhneigð. Ég er alveg gjörsamlega dolfallin og ástfangin...af sjálfri mér. Þetta dæmi er alveg að virka. En allavega þá ætlum við að fara og fá okkur eitthvað gott að borða og síðan kannski nokkra öllara á Kúltúr. Katla og Tinna munu líklega slást með í för á þetta hópstefnumót. En eins og yfirlýsingin í póstinum á undan gaf út þá mun ég ekki fara á neitt ofsa djamm.

Helgin er þrælskipulögð... lærdómur, þrif, lærdómur, tjill og margt fleira.

Jæja óskið mér góðs gengis á deitinu í kvöld... múhahahahahaha

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Draumar

Gvuð minn almáttugur nú er vinnan búin að taka yfir allt....

Í nótt dreymdi mig einkar furðulegan draum...

Ég var allt í einu orðin blaðamaður fyrir stúdentablaðið eða á vegum SUS eða eitthvað slíkt. Ég var úti á skrifstofu Framsóknarflokksins að taka viðtal við nokkra ráðherra og þingmenn. Meðal þeirra sem sátu þarna voru Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Magnús Stefánsson, Guðni Ágústsson, Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Birgisson, síðan aðstoðarmenn Davíðs og Halldórs og einhverjir fleiri... en allavega þá er ég að spurja allskonar spurninga meðal annars hvenær þeir ætluðu sér að breyta kerfinu hjá LÍN og ýmislegt annað. En það fyndna í draumnum þá var Halldór Ásgríms með sínar eigin spurningar tilbúnar og svör við þeim. Ég vildi nú ekki nota þær spurningar þannig þá gat hann og vildi ekki svara neinu öðru.

mér finnst svona draumar benda til þess að ég taki vinnu mína allt alltof alvarlega.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Komin tími á smá tjill

Gærdagurinn var hálf ónýtur verð ég að segja... þynnka og meiri þynnka. Lærdómur var ekki svo mikill að minnsta kosti ekki í því magni sem var áætlað.

Laugardagskveldið var mjög skemmtilegt en ég verð nú að viðurkenna að Bold and The Beautiful er sko ekkert drama miðað við hvernig Díonýsusarhópurinn er orðinn. Í ellinni mun ég setjast og skrifa handrit að einni góðri sápuóperu og nota einungis það sem hefur gerst innan hópsins. Uppboðsdrykkjuleikurinn gerði alveg góða hluti í partýinu en gestgjafinn var orðinn all drukkinn svo mjög að hann varð frá að hverfa úr bænum.

Ég var svaka vinsæl í gær... allir að kíkja í heimsókn og fá sögur helgarinnar. Tjaa og það var alveg hægt að segja nokkrar.
laugardagur, október 30, 2004

Laugardagur

Jæja þá er kominn laugardagur! Stuð stuð stuð...

Ég sit hér í vinnunni og horfi á lokaðar skólabækurnar og er að leita að orkunni til að opna þær og lesa. Þetta kemur ég er alveg viss um það og gerist af sjálfu sér...múhahahaha yeah right

Í kvöld er síðan teiti með ótrúlega skemmtilegu og rugluðu fólki. Ég veit að þar verður fólk sem maður hefur ekki séð lengi. En já enn einu sinni er maður á leiðinni á skrallið...

Mig langar alveg massíft í digital vél og finn sérstaklega fyrir því þegar maður er á leiðinni í svona partý með fólki sem maður hittir sjaldan.

G&T daaaaling tonight!


föstudagur, október 29, 2004

Ó gvuð!

Shit var að uppgötva að nóvember byrjar á mánudag! Þá er það officialt sumarið er búið... búhúhúhú... sko ég er búin að vera í afneitun að sumarið sé búið síðan í ágúst. Nú er barasta árið eiginlega búið og maður þarf að fara að huga að jólainnkaupum.

Voðalega næs að geta sofið út og bara verið róleg á náttfötunum...

Í gærkveldi fór ég í skólann... alveg svaka stuð að læra um Barbara, eða, Modus Ponens og Modus Tollens svo allar rökvillurnar. Svo lærði Hrebbna er heim var komið og skilaði verkefni á elleftu stundu (hahahah klukkan var 11 þegar ég skilaði því).

Á morgun þarf maður svo að vinna í 12 tíma og fara svo í ammælisteiti.

Jæja best að skella sér í föt og fara að gera eitthvað af viti.

fimmtudagur, október 28, 2004

Flöskudagur á morgun

Á morgun á ég frí....

Það sem ég get gert í fríinu mínu er ýmislegt....

Gæti sko alveg:
Lagað til
Sofið út
farið að versla (nema hvað ég er soldið blönk)
horft á sjónvarp
Lært fullt
heimsótt fólk
farið á kaffihús

allar uppástungur er vel þegnar.... ef ykkur leiðist þá bara bjallið í mig.miðvikudagur, október 27, 2004

bíó

Hæbbs allir,

Lítið búið að gerast... og já ég er búin að jafna mig á þynnkunni. Ég er eitthvað ósköp löt þessa dagana barasta nenni engu. Að vísu hef ég fengið að vinna soldið lengi síðustu tvo daga en í dag verð ég búin um kl. 16 (þvíííílíkur lúxus).

Ég skrapp í kvikmyndahús í gærkveldi með Rannveigu gellu. Við sáum snilldarmynd að nafni Dodgeball. Shit við hlógum allann tímann. Mig var farið að verkja í kinnar og maga af of miklum hlátri.

Við ákváðum samt að ekki þessa helgi heldur næstu (5.-6. nóv) myndum við stefna á hópferð á eitthvað flott veitingahús... þeir sem vilja vera memm er bent á að hafa samband við mig... já ég veit alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Síðan er stefnan tekin á eitthvað heljarinnar skrall.

Jæja best að drífa sig í vinnu....sit sko í kaffi! Leiter babes!

sunnudagur, október 24, 2004

dj-amm

úff erfiður dagur í dag!

Afmælið í gærkveldi var mjög skemmtilegt... Um leið og ég kom blandaði ég sterkan G&T og voru margir slíkir teigaðir um kvöldið (og nóttina). Afmælisbarnið eldaði alveg dýrindis mat með aðstoð Sigrúnar (ég held samt Katla hafi frekar aðstoðað Sigrúnu). Allavega fékk ég rosa góðan mat.
Ég var orðin alveg verulega ölvuð...hehehe bara fyndið. Fórum á Kaffi Kúltúr að venju. Hitti margt fólk og tjáði mig um mína skoðun á hinu og þessu... En svo var lokað þar og ég ákvað að rölta yfir á Hressó að hitta mann og annan. Nú var kvöld að morgni komið og alveg tímabært að skríða í bælið... leigubílaröðin tekin með trompi og var komin heim snemma í morgun.

Dagurinn í dag hefur einkennst af þynnku! En ég fór nú samt í saumó til Guðrúnar (til hamingju með þessa geggjuðu íbúð) en kvöldið hefur farið í tiltekt og þvott...ætti sko eiginlega að vera að læra en af tvennu illu valdi ég þennan kost.


laugardagur, október 23, 2004

Afmæli og fleira

Busy vika alveg....

Bara allir að eiga afmæli..... Þráinn varð 24 ára á miðv. 20/10, í gær áttu þrjár stöllur afmæli... Amma Lilla varð 75 ára, Hera varð 19 ára og Sunna varð 23 ára, í kveld munum við halda upp á 23 ára afmæli Kötlu en hún á afmæli á morgun.

Eftir 12 tíma vinnu mun ég sem sagt skunda í Eskihlíðina og borða dýrindis mat að hætti Kötlu (líklega með hjálp Sigrúnar). Síðan verður EKTA stelpudjamm... oh ég hlakka svo til.

Í dag verðum ég, Þórunn og Helena með smá ferðafund en við hyggjum á landvinninga í Danmörku. Þurfum náttúrulega að tjekka á liðinu okkar þar.

Þarf að læra soldið í dag þannig eins gott ég verði dugleg í vinnunni við að lesa....

Góða skemmtun í kvöld gott fólk...


Afmæli og fleira

Busy vika alveg....

Bara allir að eiga afmæli..... Þráinn varð 24 ára á miðv. 20/10, í gær áttu þrjár stöllur afmæli... Amma Lilla varð 75 ára, Hera varð 19 ára og Sunna varð 23 ára, í kveld munum við halda upp á 23 ára afmæli Kötlu en hún á afmæli á morgun.

Eftir 12 tíma vinnu mun ég sem sagt skunda í Eskihlíðina og borða dýrindis mat að hætti Kötlu (líklega með hjálp Sigrúnar). Síðan verður EKTA stelpudjamm... oh ég hlakka svo til.

Í dag verðum ég, Þórunn og Helena með smá ferðafund en við hyggjum á landvinninga í Danmörku. Þurfum náttúrulega að tjekka á liðinu okkar þar.

Þarf að læra soldið í dag þannig eins gott ég verði dugleg í vinnunni við að lesa....

Góða skemmtun í kvöld gott fólk...


miðvikudagur, október 20, 2004

Bensínstöð

Oh stundum er svo gaman að vera stelpa.... og leika ljósku á bensínstöð!

Það fór öryggi í bílnum mínum sem olli því að rúðuþurrkurnar vildu ekki virka. Þurfti að stoppa og kaupa bensín og í leiðinni ætlaði ég að athuga hvort einhver kynni etta. Hér kemur samtalið:

H:Hæ geturu fyllt hann af bensíni... heyrru veistu nokkuð hvað er að ef rúðuþurrkurnar vilja bara ekki hreyfast?
Bensínkall: Já það getur verið margt (fer síðan að skoða) Ég ætla að spurja Jón.
(Jón kemur) Jón: hvað er dæmið?
H: sko ég var bara að keyra og set rúðuþurrkurnar í gang og þær vilja baaara ekki hreyfast! (clueless svipurinn)
Jón: Ég ætla að spyrja strákana á verkstæðinu (á meðan þrífur Bensínkallinn allar rúður)
H: já helduru að þeir viti hvað þetta er?
Jón: Strákarnir segja þú megir bara fara með bílinn inn þótt þeir séu búnir að loka.
(ég fer með bílinn hinum megin við húsið, þar taka á móti mér þrír karlmenn)
Kall númer eitt: Hvað er vesenið?
H: sko ég veit ekkert hvað gerðist fyrst virkuðu þurrkurnar en nú ekki.
(þeir fara allir þrír að skoða)
K1: þetta er örugglega öryggið
H: ha er öryggi í bílum?
K2: já já og þeim fer alltaf fjölgandi
H:Ó (Joss Stone vælandi í geislaspilaranum mínum á fullu)
K3: verðum bara að finna öryggið
K2: þetta er nú nýlegur bíll
H: já ég fékk hann í síðustu viku
K2: *glott*
K3: (búinn að finna öryggisboxið og hinir allir að grúska í kringum hann)
Þeir finna loksins hvað er að og ég elti einn inn á bensínstöðina aftur.
Bensínkall: eru ekki strákarnir að redda þér?
H: jú þeir segja etta sé öryggi sem er farið (enn meiri clueless svipur með svona who would have thought ívafi)
ég borga 80 kr fyrir tvö öryggi
K2: situr dótaríið í
H: jæja hvað skulda ég ykkur
K1: sestu bara upp í bíl
K2: alltaf gaman að redda ungum stúlkum
H:neiiiii common á ég ekki að borga ykkur
K2: sestu bara upp í bíl og allir glotta út í eitt...
H:takk kærlega strákar og skunda upp í bíl.

Ég er viss um ef ég hefði verið töffara strákur hefði ég þurft að borga eitthvað og þeir hefðu ekki verið hálftíma eftir að búið var að loka að redda einhverju.


þriðjudagur, október 19, 2004

tilgangslaus póstur

Sæl veriði

Lítið að frétta af mér. Það var mjög kalt fyrir norðan en lærði fullt af essu. Alltaf að taka með sér peysu var t.d. eitt af mínum mikilvægum lexíum.

Geisp! Hmmm ég veit eiginlega ekki hvað ég á að tjá ykkur um mig og mitt líf.

Segi ykkur meir þegar eitthvað gerist.

sunnudagur, október 17, 2004


Tad er svona kalt!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Akureyri

Ég er stödd á Akureyri þessa stundina sem þykir kannski ekki ýkja merkilegt. En það snjóar hérna!!!! Það er skítkalt og snjóar... ég er bara ekki að ná þessu.

Í gærkveldi var mér til allrar minnar hamingju boðið í mat. Sem sagt ég hitti fyrrverandi samstarfsfélaga mína úti á flugvelli og þau aumkuðu sér yfir einmanna námsmanninum. Þvílíkar kræsingar lá við maður væri bara kominn í jólagírinn. Þakka kærlega fyrir mig!

Gistiheimilið sem ég er á í þetta skipti er mun skemmtilegra en það sem ég var á í ágúst... allavega sef ég ekki á IKEA barnarúmi... ok kannski smá ýkjur en það rúm var alveg eins og rúmið sem ég átti sem krakki.

En já ég ferðast bara með forsetanum... hehe hann var í sama flugi og ég í gær. En ég fattaði það ekki fyrr en flugfreyjan var að bjóða okkur velkomin.... Herra forseti og aðrir farþegar. Hey er ég bara aðrir farþegar??? hún hefði átt að segja Herra forseti, Hrebbna og aðrir farþegar!

Jæja best að fara í dæmatíma í bókhaldi!

Kuldakveðjur að norðan

föstudagur, október 15, 2004

Bíll og myndir

MYNDIR já loksins bomba ég myndum hérna inn!


Annars að frétta ég keypti mér glæsikerru í dag.... Rauðan Polo árgerð 2003... ég er svoooo mikil pæja!

Og Dabbi bró til hamingju með 21. árs afmælið megir þú drekka vel og lengi í USA.

miðvikudagur, október 13, 2004

Allt og ekkert

Hæ fólk!

Lítið búið að gerast undanfarið... mestmegnis mín yndislega vinna (hóst hóst).

Ellen klára komst í skólann til hans Dabba bró... þannig þau skötuhjú munu stofna heimili saman í janúar..... til hamingju bæði tvö.

Þarf að fara norður um helgina á verkefnadaga... vúhú... enn á ný nennti enginn með mér. Þeirra missir að þurfa vera án mín heila helgi.

Ég þarf virkilega að laga til hjá mér... en kem mér engan veginn í það. Ef einhver er með hreingerningaræði þá er þeim gvuðvelkomið í heimsókn. Ég skal bjóða bjór fyrir verkið.

þriðjudagur, október 12, 2004

Sùr mjòlk ì kaffi er ekki gourmet

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, október 10, 2004

Thrir og halfur timi eftir...

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

DRú-aRi

Hæ fólk!

Sit hér í vinnunni að láta mér leiðast. Helgarvaktir eru sem sagt bara það að vakta húsið í 12 tíma þá er ekkert stress og maður er bara í góðu geimi að dunda sér. Nema hvað nú er 2 og hálfur tími búinn og ég er búin að lesa Moggan (lau og sun), DV(helgar), fréttablaðið (lau og sun), skoða helstu vefsíður sem kallast skyldulesning, fara og kaupa mér kaffi og morgunmat, horfa á teiknimyndir.... og margt fleira! Nenni eiginlega ekki að læra ákkúrat núna.... hef 9 og hálfan tíma til þess...

Annars var gærkveldið fínt... Fór og sótti Helenu og Guðný síðan Þórunni og síðan var haldið til Gudjó. Enginn mættur þangað of course (fashionably late my ass). Síðan mætti Gaui... ALLIR hinir beiluðu! Síðan var haldið í bæinn á Prikið smá hringur þar síðan var það Hressó en ég stakk af... heilsaði aðeins upp á Hadda á Ara og skutlaði honum heim. Ég var bara drú á bíl... fín tilbreyting og æði að vakna í morgun.

laugardagur, október 09, 2004

Hestbak og fleira...

Fór í gær í haustferð með vinnunni. Mjög skemmtilegt að fara á hestbak í mosó síðan að skoða gróðurhús... ok mér fannst það eiginlega ekki sérlega áhugavert. Eftir að hafa drukkið smááááá bjór var haldið á Áslák í mosó...borðað og drukkið meira. Síðan var rútuferð aftur niður á Alþingi... sumir voru orðnir veeeel í glasi. Margir ætluðu að halda djamminu áfram en ég ákvað að skreppa heim og skipta um föt.... er ekki alveg að fíla mig á djamminu í hestafötum. Mætti síðan heim til einnar og þar var dansað og djammað fram á nótt. Hitti síðan félaga mína og það var svaka stuð.

Svo í dag hef ég gert ýmislegt... skrítið að hafa frídag og ekki mikið planað. En ég náði í gleraugun mín... skrítið að hafa þau. Síðan rölti maður á Laugaveginum og fór í IKEA, síðan til ömmu gömlu. Bara að slæpast í allann dag... massíft mar. Hestaferðin í gær eitthvað búin að segja til sín í dag bæði í harðsperrum og þynnku.

Jæja svo á að bralla eitthvað í kvöld en er ekki alveg viss hvað ég meika mikið.

fimmtudagur, október 07, 2004

Eg hata ad fòlk geti sent manni sms an tess madur hafi minnstu hugmynd um hver tad s?!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Var að fá þennan líka sniiiillldar póst!


Ágætu konur - stöndum saman gegn hryðjuverkum

Við vitum allar að það er dauðasynd fyrir Talibana að sjá klæðalausa konu,
ef það er ekki eiginkona hans, og er hann nauðbeygður til að fremja
sjálfsmorð ef það hendir.

Svo á laugardaginn kemur klukkan 16 biðjum við allar konur að standa fyrir
utan heimili sín, gjörsamlega naktar, til að aðstoða ríkisstjórnina við að
auðkenna óæskilega hryðjuverkamenn. Það er mælt með því að þið farið í
göngutúr naktar um nágrannahverfið til að ná sem bestum árangri í baráttunni
við hryðjuverk!

Allir karlmenn eru beðnir um að taka sér sæti í hægindastól utan við hús sín
til að sanna að þeir eru ekki hlynntir Talibanahreyfingunni og að sanna að
þeim finnst sjálfsagt að líta naktar konur, jafnvel þótt þær séu ekki
eiginkonur þeirra. Þar sem að Talibanar umbera ekki áfengisnotkun myndi
kaldur bjór í hendinni vera enn frekara tákn um stuðning við baráttuna við
hryðjuverk.

Ríkisttjórnin þakkar þáttöku borgaranna í baráttunni við hryðjuverk og biður
um aðstoð þína í þessum aðgerðum gegn hryðjuverkum.

Það er borgaraleg skylda þín að senda þennan póst áfram!

sunnudagur, október 03, 2004

Djamm og meira djamm

Undur og stórmerki gerðust um helgina!

Eitthvað sem ég taldi mér fræðilega ómögulegt.... ég djammaði tvo daga í röð! OG OG OG varð EKKI þunn! Hvernig stendur á þessu? Hin gullna formúla til að koma í veg fyrir þynnku.... þegar maður kemur heim af djamminu borða skyr eða jógúrt taka bólgueyðandi og drekka vatn. Maður verður alveg eiturhress morguninn eftir þrátt fyrir lítinn svefn.

En já helgin mín var einkar skemmtileg. Á flöskudag þá fórum við út að borða saman nokkrir vinnufélagar, á Pasta Basta... snilldarmatur og góð þjónusta. Að því loknu skellti maður sér á Oktoberfest hjá Háskólanum síðan fór ég með Kötlu og Sigrúnu á Kaffi Kúltur en var síðan sótt þaðan af Kidda og Þránni og við fórum á Hressó þaðan á Ara og Prikið og eitthvað fleira. Hittum náttúrulega Þórunni og Birnu og það ansi oft.... virðist sem ansi margir hafi verið að djamma á þessum degi.

Laugardagurinn hefst á að sækja bílinn hennar Þórunnar og minn... alveg snilld að gera grín að Didda. Smá þynnkumatarfílingur tekinn á etta. Sótti Heklu beib og fór með hana í mekka sælgætisgrísa...nammiland í Hagkaup. Síðan voru Hilmir og Hugi sóttir og farið niður á tjörn að gefa öndunum brauð. Það þarf heila herdeild til að passa þá. Fórum í kakó á Hressó og þjónninn þar var ekkert sérlega ánægður að hafa börn inni á staðnum. Skilaði þeim af mér og þá var komin tími á næsta djamm.... busy schedule. Anna Jóna og ég mættum í afmælisteiti til Sellu Gellu... gvuð hættuleg bolla. AJ tók nett á því og ég týndi henni... en hitti Gudjó og Hlyn í staðinn... og við fórum á Kaffi List síðan mættu restin af díonýsusarpakkinu þangað. Ég fór nú bara snemma heim vegna vinnu í dag... tólf tímar takk fyrir.

Þetta er bara stytt útgáfa af öllu sem gerðist ef þú vilt vita meira bjallaðu á mig.... ég sleppti öllu góðu slúðri.

þriðjudagur, september 28, 2004

hrakfarir!

ÚFF!

Síðustu dagar hafa einkennst af hrakförum og byltum. Hér má finna lýsingu af gærkveldinu. Á laugardagskvöld flaug ég á hausinn og er stórsködduð eftir það. Síðan hefur mér tekist að hella öllu yfir mig sem ég hef komist yfir. Hvað er að gerast???

Svo núna er ég að verða veik!

Eftir allt sem hefur á gengið hlýtur eitthvað gott að fara að gerast.


föstudagur, september 24, 2004

sorgleg

Hvað er sorglegra en að sitja ein heima hjá sér og sötra bjór fyrir framan imbann?!

fimmtudagur, september 23, 2004

Enn og aftur sit ?g og bìd à flugvelli... Alltaf gaman ì vinnunni

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, september 22, 2004

Just one of those days

Úff dagurinn byrjaði ekki vel...

Ótrúlegt hvað ein drykkjarskyr.is getur þakið marga fermetra þar á meðal buxurnar og skónna mína. Tók alltof langan tíma að skúra eftir þessar hrakfarir.

Sýnist dagurinn ekkert vera að skána.

mánudagur, september 20, 2004

Bæjarrònarnir òvenju ròlegir thò ölvadir eru.

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, september 19, 2004

Gærkveldið

Jæja, hvar skal byrja?

Fór á djammið eins og sést á póstinum á undan. Nett tekið á því. Ég og Þórunn vorum fyrstar að byrja á þambinu. Gerðum ávaxtasjeika með vodka... mjög gott. Þegar Helena mætti þá var meira teigað... meðan hún málaði sig fórum ég og Þórunn í drykkjuleik....
Birna mætti síðan og við stelpurnar skemmtum okkur konunglega að ræða allt milli himins og jarðar.

Bærinn tekinn með trompi.... Þórunn orðin vel hífuð og fer og nær í strákana á Pravda og dregur þá á Hressó. Hressó er skemmtilegur staður, hitti fullt af fólki sem maður þekkir.

Þegar leið og kvöldið/nóttina/morguninn og drykkirnir urðu fleiri og fleiri þá sá maður viðreynslur í hverju horni, sumt tókst annað ekki. Gvuð og Satan skemmtu fólki múhahhahaa.

Þegar okkur var hent út af Hressó fórum við á Gaukinn og þykjast ætla að spila pool... varð aldrei neitt úr því. Leigubílaröðin tekin með trompi... Helena a.k.a. fór af kostum.
Fyndid, àhugavdert, skemmtilegt og einstaklega ölvad kvöld!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, september 18, 2004

Katla...efnafrædibòk...4tonn af rusli.... Muhahaha

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, september 17, 2004

Tad eru alveg tìu manns ad mòtmæla kennaraverkfallinu fyrir framan thingid.

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, september 16, 2004


Birta dúlla

Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, september 14, 2004

Kaffiòverdose!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Lagar allt!

Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Kaffi kaffi kaffi

Jæja!

Helgin... fór á djammið og það var alveg massíft þótt ég hafi óvart orðið 5. hjólið en þá drakk ég bara þess meira.... Þórunn þórunn það vantar alveg ginið í þetta tonik.... nei Hrebbna það vantar tonik í ginið. Whatever... ég var allavega skrautleg að vanda. Hitti nýju kærustu frænda míns, hún er sko útlensk og veit hvað rugby er.... ég var svoooo hamingjusöm að fá að tjá mig um þessa snilldar íþrótt.
Þórunn er nýji lærimeistari minn... hún er snillingur verð ég að segja.

Sunnudagur... Ok ég verð að viðurkenna heilsan var ekki alveg á besta veg. En samt náði ég að fara og hitta Helenu og þórunni á kaffihúsi um miðjan dag. Svona fá fregnir af kvöldinu áður. Síðan var matarboð heima. Vííííí

Kaffinámskeiðið hefst í kvöld... enn tækifæri að koma með mér. Svo held ég að við kellingarnar í vinnunni ætlum á brjóstsykursgerðarnámskeið (vá langt orð).

Gleraugu eru dýr! Fór að leita í gær. humpf!

mánudagur, september 13, 2004

Ég thurfti ad skafa af bìlnum ì morgun...sumarid er buid!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, september 10, 2004

Óréttlæti

Eitt það sem mér finnst sárast í heimi er óréttlæti.

Svona um helgina?
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, september 09, 2004

Bruminnn minn....

Ömurleg tilvera... ok kannski ekki svoooo slæm. Bíllinn minn er eitthvað að stríða mér og mér finnst það ekkert gaman.

Svo er minns að fara í innflutningspartý á laugardag en er eiginlega alveg lens með hvað ég á að gefa gestgjafanum... allar uppástungur ritaðar í gestabók eru vel þegnar.

miðvikudagur, september 08, 2004

Kristall!

Núna er síðan mín að taka á sig algerlega nýja mynd... var komin með nett ógeð á hinu draslinu.

Annars skráði ég mig á kaffinámskeið hjá Kaffitár í dag... hlakka geggjað til að fara. Ef einhverjum langar með bara bjalla á mig.

Fyrsti fjarfundur í skólanum er á morgun... smá tilhlökkun og kvíði í gangi. Mér finnst ég ekki hafa lesið alveg nóg fyrir tímann. En svo var ég samt að frétta af fólki sem ekki enn hefur keypt bókina þannig ég er í betri málum en þau.

Hvet alla til að kvitta í gestabók sem er hér fyrir neðan!

Bara ad tjekka hvort etta virkar.

Hrebbna á flippi
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
M?r finnst leidinlegt ad bìda à flugvöllum!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, september 06, 2004

Í vinnunni

Jæja,
Í morgun fór Hrebbna í sjónmælingu sem er nú ekki neitt merkilegt fyrirbæri. En sko ég hélt ég væri í mínus... og það var búið að mæla mig þannig fyrir nokkrum árum en svo allt í einu núna þá er ég í plús með smá sjónskekkju. Stórfurðulegt!

Og svo fór ég og fjárfesti í sjónvarpi... gamla ákvað að verða svarthvítt og flökta, fjarstýringin drapst og hljóðið var orðið dapurt. Svo maður ákvað að smella sér í ELKO og rétta fram debetkortið. Tækið ætlaði nú ekki að passa inn í bílinn... kassinn var svo stór.

Gærkveldið hjá mér fór í videógláp horfði á Cheaper by the dozen og East is East.

sunnudagur, september 05, 2004

Bloggedí blogg

Djös ans hel...blíbb blíbb... er búin að vera að reyna að breyta útliti þessarar síðu og gera hana aðeins notendavænni en það virðist ekkert ætla að virka hjá mér.... Búin að væla í Dabba að breyta fyrir mér en gengur eitthvað illa.

Annars að frétta:

  • Vinna vinna vinna,
  • skólinn hefst á fimmtudag en ég var fyrir norðan síðustu helgi (27.-29.ágúst) alveg einstaklega fróðleg helgi
  • byrjuð í ræktinni aftur (harðsperrur dauðans)
  • það verður massíft að gera hjá mér í haust, með allt þetta dótarí fyrir höndum.
  • fór á djammið með Kötlu á föstudag... mjög áhugavert kvöld.
  • fór í vinnuna á laugardagsmorgun kl. 8 um morgunin vægast sagt þreytt
  • hitti Sigrúnu í gærkvöldi í dinner and a movie... dinner á brennslunni en draumaland í bíó
  • þetta var í fyrsta skipti sem ég sef heila mynd í bíó
  • er meira og meira farin að spæla í að flytja að heiman
  • flestar vinkonur mínar eru fluttar til útlanda í að minnsta kosti önn. (ákkúrat þegar ég er flutt heim)

En ég lofa ferðasögu af Deutschland seinna þegar ég hef framkallað myndirnar...

Ég lofa einnig að fara að blogga aðeins meira... nú þar sem ég verð meira fyrir framan tölvu vegna skólans mun ég sennilega leita meira hingað til að eyða tímanum sem ég á að nota í lærdóm.

Okay öö hver er G?

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Eurotrip 2004 finido

Þá er Evrópusvaðilförinni lokið. Hér kemur sagan af London hlutanum... hitt kemur síðar.

Djö var gaman mar! OG nei ekkert höstl...eða telst að sitja við hliðina á virkilega sætum gaur í flugvél með?

Daginn sem ég var að fara fannst mér ég ekkert vera að fara neitt....svo um hádegi var ég komin með er "ég með allt stressið". Audda var ég með AAAALLT of mikið af farangri. So what I am a girl!

Svo allt í einu púff var ég í London! Fer í lest svo leigubíl... tekur forever... og voilá Hótelið mitt. OK the ShitHotel. Ekki flott.. ekkert eins og myndirnar gáfu til kynna og svo framvegis.... bara ógeðslegt. En allavega hoppaði í önnur föt og í leigubíl... og á bar að hitta Chris og Aliciu. Drukkum alveg all svakalega... enduðum í trylltum dansi á klúbb. Ég var nú orðin soldið þreytt eftir nokkra klukkutíma þannig ég dreif mig heim á Roachmotel.

Daginn eftir hittumst við öll í lunch og ég fór í verslunarleiðangur....versla versla versla versla.... svo djammað um kvöldið. Skemmtilegasta djamm sem ég hef á ævi minni farið á. Fórum á klúbb sem heitir UnderWorld í Camden. Dansaði eins og ég ætti lífið að leysa...

Laugardeginum eyddum við í Camden á markaðinum þar... bara gaman. Verslaði aðeins meira... Tjilluðum svo nett um kvöldið fórum til Soho og sátum á bar þar mjög róleg.

síðan þurfti ég að vakna klukkan 4 um nóttina til að fara í leigubíl, lest og flugvél.... ok tjekka mig út af Ógeðishótelinu.


Next stop... Germany!

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

pynting

Gvuð ég bara verð að tjá mig um pyntinguna sem ég fór í áðan.

Hrebbna litla ákveður að hún verði nú að vera sæt og fín og ekki með loðnar lappir (svo það sé nú einhver séns að hún nái sér í karlmann einhverntímann) í útlandinu (nota bene Hrebbna er hætt að spá í útlendingum.... alltof mikið vesen). Mæti blásaklaus á stofuna og mér er bent á að sitjast upp í eitthvað skrapatól sem líktist stökkbreyttum tannlæknastól. Jæja eftir nokkrar vangaveltur um hvernig ég skyldi snúa mér tókst mér þetta. Ok byrjar vel voða kósí, undir teppi og svona. Síðan setur hún eitthvað mjög heitt og mjúkt á lappirnar síðan Áááááááááááááááái! Ok fyrri löppin var ekkert svo hrikalega slæm, soldið vont en ekkert öskrandi sársauki. En shit þegar hún byrjaði á hinni hélt ég að þetta væri mitt síðasta. Þegar Katla hefur vaxað mig hefur etta aldrei verið svona hrikalega sárt. En ég má þakka gvuði fyrir að þetta tók snöggt af. Eftir á var einhverju kremi nuddað yfir sárin og send heim til mín. Kvölin að vera kvenmaður!

það styttist

Shit ég er að fara á morgun! Ég hlakka svo til.... búin að fara og ná í smá vasapening, búin að vera að stússast fullt út af þessu. Ég er meira að segja komin með alþjóðlegt ökuskirteini (einhver grá bók sem ég vissi ekki væri til)

Eva gella flytur til Noregs á morgun... þannig við ætlum að fara og kveðja hana í kveld á Players. Ég náttúrulega komin í frí þá þannig alveg óhætt að fá sér smá bjór.

Síðan um hádegi á morgun fer ég út á völl. Djö hlakka ég til mar. Sianara alles sammen!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Fréttir

Ég er orðin svaka spennt á að yfirgefa landið í nokkra daga. Fer til London á fimmtudag og fer síðan þaðan til Frankfurt á Sunnudag og verð hjá Hrefnu gellu í alveg viku.

Um helgina var maður að vinna við forsetainnsetninguna.... þvílíkt stress! En maður var svoooo ánægður þegar þetta var búið.

Ég held þetta sé fyrsta verslunarmannahelgin sem ég fæ mér ekki í glas og geri ekkert nema vinna alla helgina. Fékk mér einn bjór á sunnudag og var bara orðin vel hífuð eftir hann ef ég hefði drukkið annann þá hefði ég drepist áfengisdauða.

Ég þarf alveg all illilega á nuddi að halda.... bakið er í messi... mælir einhver með góðum stað eða góðu fólki? Þarf náttúrulega að vera í góðu standi fyrir verslunarferðina mína!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Á leið til útlanda

VEI VEI VEI! Ég fer til London og svo Þýskalands í næstu viku aaaaaleeein! Djö ég hlakka svo til.  Var bara að ganga frá öllu rétt í þessu.

föstudagur, júlí 23, 2004

margt hefur gerst!

Alveg einstaklega margt hefur gerst að undanförnu.   

 Fékk útlendinga í heimsókn sem ég hafði ekki séð í ansi mörg ár.... djö hvað það var nú skemmtilegt. Mikið fyllerí og smá túristaleikur.

Fór í óvissuferð með Dísunum. Geysissafnið skoðað ásamt Geysi og Strokk. Síðan var farið á hestbak (hef ekki gert það í ansi mörg ár) þaðan haldið á Þingvelli og útihátíðarstemmari til staðar. Einstaklega skemmtilegur dagur... sunnudagurinn ekki eins skemmtilegur eins og Dísir urðu vitni að. 

Jon hélt til síns heima í vikunni... þannig Hrebbna er farin að tala íslensku á ný.

Magga sem vinnur með mér nauðlenti flugvélinni sinni, varð vitni að manni verða fyrir bíl, og fékk aðrar slæmar fréttir allt á einum degi.

Um helgina verður útihátíð að Óðalssetrinu Búrfelli með hressu fólki. Hlakka alveg einstaklega til að skoppa af stað úr bænum. 

Er að spæla í að fara til London og Þýskalands eftir verslunarmannahelgina sko að hitta útlendingana sem voru hér um daginn og svo náttúrulega Hrefnu gellu.


fimmtudagur, júlí 08, 2004

Vestfirðir

Eitt sem hægt er að segja um ferð helgarinnar til Vestfjarða.... ÞAÐ VAR KALT!

Keyrðum af stað á fimmtudag eftir að ég var búin í vinnunni. Vorum komin til Ísafjarðar um kvöldmatarleitið... pabbi taldi sig vera í formúlunni á malarvegunum, fannst þetta svaka stuð sýndist mér. Það var nú sól og sumar á Höfuðborgarsvæðinu og allstaðar á leiðinni... soldið kaldara á Ísafirði.

Á föstudag var vaknað snemma (sumir fyrr en aðrir en tvíburarnir voru komnir á lappir um 6)Tókum saman allt dótaríið sem var nú ekkert smááááá mikið. Fórum svo á bátinn hans Lalla og út á sjó. Stoppuðum í kvínni hans og gáfum þorskunum að borða og síðan var haldið út á mitt djúpið. Svo á miðju djúpinu á lygnum sjó í frábæri veðri var stoppað og snæddir ostar og rauðvín.

Sigldum inn á Flæðareyri og manni varð næstum strax kalt... en þá var farið í að finna stað fyrir tjöldin og gera allt klárt. Þegar allt var komið á sinn stað var snæddur hátíðar kvöldverður. Síðan setið að sumbli fram á nótt... sumir lengur en aðrir. Á laugardag var hið hefðbundna útileigu líf stundað. Reynt að drekka á sig hita um kvöldið með misjöfnum árangri. Hekla var eiginlega eina sem var ekki til í að fara að sofa.

Sunnudagsmorgunn ákvað Hilmir að það væri tímabært að vekja mig og gerði það. Pakkað saman öllu og haldið út í bát. Siglt heim á Ísafjörð... sturta og svo brunað í bæinn. Vorum komin heim um eitt eftir miðnætti. Þreytt eftir helgina... mjög fegin að sjá rúmin okkar.

mánudagur, júlí 05, 2004

Þeir sem þekkja mig ættu að finnast þetta mjöööög fyndið

UCAUTION
IN THE INTEREST OF SAFETY IT IS ADVISABLE TO KEEP HREFNA ÞóRISDóTTIR AWAY FROM FIRE AND FLAMES.

Username:

From Go-Quiz.com

mánudagur, júní 28, 2004

Hallo kalló!

Sit hérna í vinnunni að bíða eftir að klukkið verði 20. Gengur alveg óvenjulega hægt finnst mér. Mætti sko klukkan 13 í dag. Þvílíkur lúxus... fór og keypti rúnstykki í morgunmat og svona fíneri og dundaði mér við lestur á blöðunum.

Búin að eiga frekar bágt í dag... er alveg að drepast í bakinu. Þetta er ekkert grín að vera svona stífur og vera með verk frá rassi og upp í haus og verkjatöflur eru ekkert að virka. Eins gott ég verði góð fyrir fimmtudag því þá keyrum við vestur á Ísafjörð og svo á föstudag förum við með bát yfir á Flæðareyri.
Speaking of which... þarf að redda mér tjaldi og græjum.

laugardagur, júní 26, 2004

Geisp

Úff búin að sitja hérna í vinnunni í ca 10 tíma og nú eru bara 2 eftir. Hef næstum sofnað nokkrum sinnum en afrekað það einungis einu sinni í dag. Örugglega mjög sniðugt að fara og kaupa smá sælgæti núna til að vakna. (Alltaf að hafa tilefni.)

föstudagur, júní 25, 2004

djammpacked sumar

Hvað á þetta eiginlega að þýða að hafa öll partý alltaf á sama degi? 10. júlí er ekki sniðugur dagur til að halda partý nú þegar hefur mér verið boðið á ca. 5 staði það kvöld, og það er bara 25. júní!

Næstu helgi verð ég fyrir vestan nánar tiltekið á Ísafirði og Flæðareyri. Ég hlakka mjög til. Dalalífsstemmingin í botn.

Kanarnir sem ég hef ekki séð í 16 ár koma 10. júlí og verða til 14. That is going to be very interesting I must say.

Dagsetning er komin á sumarhátíð Dísanna en hún verður 17.-18. júlí. Einhvern veginn grunar mig að skipuleggjendur hátíðarinnar Tinna og Guðrún séu búnar að selja okkur sem ódýrt vinnuafl upp í sveit allavega miðað við lýsingar.

Búrfellsdjamm 23.-25. júlí með Kötlu, Sigrúnu, Sollu, Bylgju, Tinnu og fleirum skemmtilegum stöllum.

Svo eitthvað meira sem stendur í minnisbókinni.

Um helgina hins vegar verð ég að vinna næstum allann tímann. VEI! Vinna sko fyrir fríinu.

sunnudagur, júní 20, 2004

tjill og fleira

Hæ hó,

Lítið að frétta af mér... Um helgina hef ég afrekað að fara í nokkrar heimsóknir, "djammið" með Þórunni, Víkingahátíð, út að borða, bíó, fá nokkrar heimsóknir og svo núna er ég stödd í vinnunni.

Jon fór í fyrsta skipti út án mín í gær... á djammið með Hadda og strákunum. Ég held hann hafi skemmt sér alveg þokkalega. Ég þurfti að fara snemma að sofa til að geta vaknað til að fara í vinnuna.

Símbloggið er ekki að virka sem er alveg ömurlegt.

Þórunn og Birta kíktu í heimsókn til mín í vinnuna áðan... Birta var eitthvað svaka feimin við mig. Mútur virkuðu ekki einu sinni, reyndi alveg gulrætur og kleinuhring en neibbs enn feimin.

Ég verð að fara að gera eitthvað í útlitinu á þessari síðu... og kommentakerfið og koma upp linkunum og og og og

miðvikudagur, júní 16, 2004

Hæ hó jíbbjei

Jæja næstum því alveg kominn 17. júní! Ætli maður opni ekki eins og einn bjór í kveld að fagna þessum merka degi... samt þarf ég að mæta í vinnu í fyrramálið.

Um helgina var haldið upp á 23 ára afmælið mitt.... úff! Mikil drykkja og ölvun.... en alveg einstaklega skemmtilegt. Sjálfum afmælisdeginum eytt í meiriháttar þynnku.

Svo fékk ég margt skemmtilegt í ammælisgjöf... oh ég er svooooo mikið afmælisbarn í mér,finnst þetta alveg ótrúlega gaman.

Af afmælisgjöfum til sjálfrar mín.... ég keypti mér annað par af skóm! Ok ég er með smá svona bara pínulítið skóæði.

p.s. Ekki láta aðra sjá um að panta hlöllabátinn fyrir þig á djamminu.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Ýmislegt í gangi

Ákveðin hefð sem hefur verið hjá mér í ansi mörg ár.... það er ég kaupi mér alltaf skó rétt fyrir afmælið mitt... svona afmælisgjöf til sjálfrar mín. Í ár keypti ég voða sæta hvíta og rauða strigaskó. Ég er alveg einstaklega ánægð með þessi kaup mín og er ógeðslega sæt í þeim.

Everyone watch out!

mánudagur, júní 07, 2004

If god was a DJ....

Jæja þá er kominn mánudagurinn enn á ný. Að vísu verður þetta soldið skemmtileg vika því Sólveig og Elín koma til Íslands.... í tilefni af afmælinu mínu (eða eitthvað svoleiðis). Skrítið maður eldist og eldist en samt finnst manni að maður sé bara 12 ára ennþá. Mér finnst ég lítið hafa breyst síðan ég var unglingur nema náttúrulega maður er kominn með smá reynslu í kladdann. Shit ég er orðin 23 ára gömul... sem í sjálfu sér er ekkert gamalt en ég hélt nú þegar ég var yngri að þegar ég yrði 23 ára væri ég komin með hús, bíl, mann og börn....og væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða. En ég er bara komin með eitt af þessum lista þ.e.a.s. manninn en samt ég er ekki gift eins og ég hélt ég yrði. 23 ára var alveg voðalega gamalt! Ég hrekk alveg í kút þegar talað er um mann sem konuna...oftast nær krakkar. Svo þegar maður pælir í því þá eru margir vina manns kominn með allt á þessum lista... kannski maður sé bara svona seinþroska eða eitthvað.

laugardagur, júní 05, 2004

Dagurinn

Þá er maður á helgarvakt og svona skemmtilegheit. Að vísu það er voðalega ljúft að vera hérna um helgar einhvern svo mikil ró yfir öllu.

Maður kíkti aðeins á kaffihús með vinnufélögunum í gær eftir vinnu svona eins og einn tveir bjórar teigaðir. Síðan haldið heim í mat... Birna og Lalli nærðu sig með okkur. Ræddi alveg heillengi við Birnu um ríkisstjórnina og slíkt. Very interesting to say the least. Jon er komin með nett ógeð held ég á þessum pælingum mínum þó hann skilji ekki einu hvað ég er að segja þegar ég er að ræða þetta. Hann hlakkar bara til að fara að læra íslensku.

Seinna í gærkveldi var kíkt í bjór á kaffihús með Sigrúnu og Kötlu. Svaka stuð. Verst að þurfa að mæta í vinnunna því ég var alveg komin í nettann djammgír. Ó well kannski í kveld.

Rölti mér áðan upp á kaffitár og fékk mér ótrúlega góðann machiato hjá Sigrúnu og svo skoðaði maður í búðarglugganna. Keypti mér voðalega töff úr í Skarthúsinu... mjög ánægð með þessi kaup mín.

Oh mig langar svo í skó... helst rauða.... og tösku í stíl. Reyndar langar mig bara að fara á verslunarfyllerí.... en ég er að reyna að vera skynsöm og sparsöm. Sérstaklega ef maður ætlar að flytja af hótel mömmu í haust.

föstudagur, júní 04, 2004

Fjölmiðlafrumvarp

Blessaði forsetinn neitaði barasta að skrifa undir. Ég verð nú að játa þetta var nokkuð sem ég bjóst svo aldeilis ekki við. Ég er greinilega í mjög fámennum hópi sem taldi þetta vitlaust af honum. Þetta er alls ekki hans vald að mínu mati, Hann á ekki að vera pólitísk vera að neinu leiti. Deila má afhverju Dabbinn setti lögin hvort það hafi verið til að vernda fjölmiðlastreymi til þegna þessa lands eða sem persónulegar árásir á Jón Ásgeir. Lögin í sjálfu sér eru mjög sniðug að mínu mati að minnsta kosti eftir breytingar og slíkt. Eitthvað sem er þarft hér á þessu skeri þar sem Íslendingar eru með fréttaþyrstustu þjóðum heims. Ég vil ekki mengaðann fréttaflutning að neinu leiti...Fjölmiðlar eru öflugt tæki sem má ekki vera í eigu fyrirtækis sem á stórann hluta alls markaðar á Íslandi. Kolkrabbinn á sínum tíma var ekki næstum því eins stór og öflugur og þetta apparat er orðið í dag....

Mjög margir eru á móti mínum skoðunum þessa dagana og greinilegt að mörgum er ansi heitt í hamsi. En það er rosalega gaman að fylgjast með hvað margir hafa opnað augun gagnvart stjórnmálum og hvar valdið liggur.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Nýtt útlit á ný

Vegna geigvænlegar óánægju hef ég ákveðið á næstu dögum að breyta útliti síðunnar aftur á allra næstu dögum.... þar með talið commentakerfi og að sjálfsögðu koma linkarnir aftur og fleiri til.

Bíðið spennt!

sunnudagur, maí 30, 2004

Hvernig líst fólkinu á?

Breytti útlitinu soldið... en hey ég á eftir að fá smá ráðgjöf frá litla bróður um hvernig ég bý til linka.
Hallo kallo....

Sit hér á þessum sólríka degi inni í vinnunni. Kannski maður rölti sér niður á Ingólfstorg á eftir og kaupi sér ís. Það er frídagur þannig það er ljúft að vera í vinnunni, annað en stressið sem einkennt hefur staðinn á undanförnum vikum.


Jon kemur í fyrramálið (í nótt)þannig maður þarf að koma sér í ensku gírinn aftur. Eins og það er stutt síðan ég kom heim er ég hrikalega heft eitthvað í enskunni. Maður er greinilega enga stund að missa niður orðaforðann.

Tók nett djamm á föstudag... úff ég verð að fara að passa mig á djamminu... maður drekkur og drekkur og svo allt í einu er klukkan orðin 8 næsta dag.

Ok klukkan er tæpilega 14 á frídegi ég er í dag búin að afreka meira en ég hef gert á heilli viku síðustu tvo mánuði.
*Vaknaði fyrir átta og mætti í vinnunna.
*Búin að fara á 101 hótel og fá mér kaffi hjá Kötlu.
*Spássera mig um í miðbænum.
*Vinna soldið (mun meira en venjan er á svona dögum)
*Spila nokkra tölvuleiki
*Horfa á vikuskammt af Nágrönnum
*horfa á formúluna
*Rækta vina og fjölskyldutengsl
*svara emailum
*skrá mig í háskólann á Akureyri
*Búin að lesa DV, Moggann og Fréttablað fyrir föstudag, laugardag og sunnudag!
og mun fleira.... mér þykir þetta einstakur árangur! Sérstaklega sé tekið tillit til þess ég er alveg einstaklega svefnþurfi manneskja á venjulegum frídegi.


fimmtudagur, maí 27, 2004

Blö! Blö!

Pixies í gærkveldi var geggjað! Ótrúlega furðuleg stemming þar sem flest allir tónleikagestir voru komin yfir tvítugsaldurinn. Allir í nett tjilli og svona. En vá hvað þetta er góð tónlist! ÆÐI!

Stefnt er að fresta þinginu á morgun... ég vona það gangi eftir þannig maður getur farið að eiga sér líf aftur eftir alla þessa törn.

Jæja ég ætla að halda áfram að "vinna"!

mánudagur, maí 24, 2004

Howdy neighbor!

Wazzzuup? Var að vinna alla föstudagsnóttina þannig lítið um tjútt þá. En vá ég heldur betur bætti það upp á laugardag! Fór fyrst í saumó og át þar á mig gat í boði Sunnu. Einstaklega skemmtilegt en svo var komið að því að hefja drykkjuna. Helena and yours truly sátum í Bakkasmára og drukkum tvo bjóra og ákváðum þá að hitt the town. Kíktum á Þjóðleikhúskjallarann. Mjög skemmtilegt þar... björguðum félögum frá skrítnum stelpum og svona. Einhverra hluta vegna var ég á einhverjum sér deal á barnum því ég fékk nokkrum sinnum 2 bjóra en borgaði bara fyrir einn. Skemmtilegur díll þar.
Héldum áfram á Nelly´s ásamt ýmsu fylgdarliði sem við höfðum sankað að okkur.... fórum þar í fyllerísleiki. Þegar búið var að loka þar hófst leitin að opnum stað og þann fundum við í Hafnarstræti, Da Boomkicker. Drykkjan hélt áfram og áfram og áfram....

p.s. Var mjöööög þunn á sunnudag.

föstudagur, maí 21, 2004

Hellooo pípól!

Jæja allt er vænt sem vel er grænt... og allt er gott sem endar næstum því vel. Já allavega ég fékk símann aftur létt skemmdan. Litlar stelpur sem búa ofar í götunni fundu hann undir einhverjum grænum bíl og gengu svo hús úr húsi í leit að eigandanum. Djö ég var svooooo fegin.

Annars er ég að massa vinnutímana alveg hreint. Maður fer bráðum að heimta bedda hérna í vinnunni. En ég verð nú að segja ég er orðin nett sýrð á þessum blessaða fjölmiðlaleik.

Anna Jóna & Hörður og Ellen útskrifast öll um helgina til hamingju nýstúdentar! Frekar flott hjá Önnu Jónu og Herði að púnga út einu barni í miðjum prófum en samt ná að útskrifast með öllum hinum. Og Ellen að hafa þetta af þó endurfundir þeirra Davíðs hafi átt sér stað í miðjum prófum. En Ég vissi að þið gætuð þetta öll. TIL HAMINGJU!!!

Bæ ðí vey ég þarf að fara að kíkja á litla prinsinn hann Högna Alvar Harðarson.

Vitiði mér fyndist alls ekkert verra að hætta í vinnunni ákkúrat núna og fara heim í nett tjill.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Và hvad er mikill munur à rìkiskaffi og kaffihùsakaffi! Fòr ùt à brennslu og gvud hva etta er gott! Bùin ad drekka of mikid sull undanfarid!

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, maí 16, 2004

Ótrúlega ömurlegt að bjóða "vinum" sínum (að ég taldi) í partý og síðan manns eigin síma stolið!

Ég er bara mest pirruð og reið ákkúrat núna. Og mér finnst þetta mjög sárt að maður getur ekki treyst fólki sem maður er búinn að þekkja í mörg ár á heimili sínu.

Vodafone þykist ekki geta gert rassgat ekki einu sinni séð hvaða númer var síðast hringt í og þeim er svoooo drullusama.

Mig langar helst að fara að gráta núna vegna vantraust á þessum svokölluðum vinum og líka yfir að missa þennann rándýra flotta síma og öll símanúmerin mín.p.s. hvernig í andskotanum á ég að vakna núna þar sem síminn var vekjaraklukkan mín?

laugardagur, maí 15, 2004

Ömurlegt samsæri ì gangi! Lagid okkar er ekki ad fà nein stig. O well best ad drekka meira

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, maí 13, 2004

Júróvisjhon

Jæja á laugardag er ég búin að fá leyfi til að fara úr vinnunni um 18-19! Þvílíkur lúxus! En þá verður brunað heim í BAkkasmára og grillið kynt. Síðan teigaðir nokkrir velkaldir og síðan er aldrei að vita. EF einhver vill vera memm þá er bara koma í nafla alheimsins a.k.a. Kópavogur komið bara með eigin neysluvörur svo sem kjöt og ethanol. ÉG skal bjóða upp á franskar og eitthvað annað sneddí meðlæti... allavega látið mig vita.

klukkutímar

Klukkutímarnir í vinnunni fljúga alveg....

8 down 6 to go

þriðjudagur, maí 11, 2004

Miklar vangaveltur

Ég er alveg að spæla hvort ég eigi að gjörbreyta síðunni ok þetta look fer geggjað í taugarnar á mér en aftur á móti held ég að ég tapi flestum commentum og slíku ef ég breyti. Nema ég plati einhvern sem er ekki alveg jafn tölvufatlaður og ég að redda þessu.

Hvaða litur finnst ykkur eiga við mig?

Ég er að sjálfsögðu í vinnunni og verð hér eiginlega bara alla daga og allar nætur hér á næstunni. Ef það er mikið í fréttum af þinginu má búast við það sé mikið að gera hjá mér. Kaffi er alveg að redda mér en ætli maður verði ekki komin í hörðu efnin í lok viku.... eins og magic.

Ok útskýring

Þú veist að þegar maður er að drekka bjór þá rennur hann svo hratt í gegn... því maður er alltaf að pissa.... hence you don´t buy the drinks you rent them.

sunnudagur, maí 09, 2004

You don't buy the drinks you rent them!

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er búin að standa í þeirri trú í allann dag að það sé föstudagur þvílíkt svekkelsi þegar ég fattaði að í dag er bara fimmtudagur.

Hlakka samt alveg til að komast heim og í afslöppun á eftir. Og gvuð hvað ég öfunda mömmu, pabba, Dabba og Jon og alla hina sem fá að upplifa hita og gott veður þessa dagana. Það er svooo hrikalega kalt úti sérstaklega hérna í miðbænum. Aumingja fólkið úti á þessum mótmælendafundi Norðurljósa á Austurvelli. Get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að standa þarna úti akkúrat þessa stundina.

Á morgun fer ég svo loksins í klippingu þannig ég hætti kannski að líta út eins og lukkutröll. Þetta er alveg fáranlegt verð ég að segja, hvað hárið á mér vex hratt þetta er bara eins og illgresi.

Hey en hvernig líst liðinu svo á gsm bloggið? Að skoða myndir og slíkt. Mér finnst þetta sjálfri mjög góð leið til að miðla myndunum úr nýja símanum mínum.

miðvikudagur, maí 05, 2004


Ullum bara á fólk sem finnst gsm blogg leiðinlegt!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hvernig væri ad senda þessari stúlku e-mail eða sms eða bara hringja í hana því hún er munaðarlaus!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Veiii katla er komin heim!! Hér sést stúlkan háma í sig íslenska kjötsúpu í alþingishúsinu.

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Sokkarnir alveg ad passa vid dragtina!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, maí 04, 2004


Alger tímaeyðsla

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, maí 03, 2004


Tharna vildi ég vera essa stundina

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, apríl 30, 2004SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nei sko það er barasta kominn föstudagur.....

GLEÐI GLEÐI GLEÐI! Mamma á fullu að gera sig og pabba reddí fyrir sunnudaginn.... en þá fara þau í sitt langþráða golffrí til Myrtle Beach... Dabbi bró hlakkar líka til að fá þau en aðallega að ég held til að fá einhverja stórsteikina.

Dabbi er nú búinn að panta mat hjá mér kvöldið sem hann kemur heim... m&p fannst þetta svo sniðugt hjá honum að nú eru þau líka búin að panta mat kvöldið sem þau koma heim. Riiiight.... 5812345 já eina stóra með öllu sko mig búin að elda! múhahahhaa

Ég held ég fái að fara soldið snemma heim í dag eða það er allavega planið á þinginu... en það er nú aldrei að vita hvað þessu fólki dettur í hug að tjá sig um.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Oh mér fannst þetta smsblogg svoooo sniðugt en það virðist ekki ætla að virka hjá mér.... átti að standa: Veist þú hver er aftastur í símaskránni hvað þá næst aftastur?

Annar laaaangur dagur í vinnunni. Búin að vera í 12 tíma á eftir ca 5 tíma. En mér finnst etta samt mjög skemmtilegt. Að vísu sé ég soldið eftir því að hafa ekki farið beint að hátta í gær þegar ég kom heim í stað þess að lesa fram á nótt. Stupid me.

Getur verið að kallinn minn komi barasta og verði hér í sumar. Kemur í ljós. Sem þýðir að öllum líkindum þá skrepp ég ekki til Florida í haust. En Þýskaland er enn á áætlun kannski maður lengi bara þá ferð og taki einhver önnur lönd með í leiðinni.

Við fáum svo útlendinga í heimsókn um miðjan júlí þetta eru nágrannar okkar frá Florida fyrir hva ca 15 árum... og ég hef ekki séð þau síðan þá! This is gonna be very interesting. Ég er meira að segja að spæla í að taka þessa tvo daga sem þau verða hérna í frí.

Jæja best að fara að fylgjast með....

(það er ekki í lagi með mann að kveikja á Alþingisrásinni á sjónvarpinu um leið og maður kemur heim)


SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ok klukkið er 18 og ég er búin að vera hérna í 9 tíma og á líklega eftir að vera hérna í 9 tíma í viðbót!
Ósköp getur þetta fólk talað!

Humm kannski ég ætti að gera svona sjálsskoðunarlista um sjálfa mig... svona eins og Sella gerði um daginn og margir bloggarar hafa verið að gera undanfarin misseri. En það er eiginlega spurning hvort ég hreinlega nenni því og einnig hefur fólk virkilega áhuga að vita eitthvað svona.

En sko það er aldrei að vita hvað gerist eftir 2-3 klukkutíma.

Svo var ég að komast að því ég er ekki að fara að gera rassgat um verslunarmannahelgina (sérstaklega ekki fara til Eyja eins og til stóð) því ég verð að vinna hérna við forsetasetninguna sem er 1. ágúst. Annar dagur sem ekki kemur til greina sem djammdagur (öllu heldur kvöldið áður) er 17. júní. O well kannski safnar maður einhverjum pening í staðinn. Sem er náttúrulega alveg sérstaklega gott ef maður hefur í hyggju að fara af hótel mömmu.
Hellúúúú

Ekkert smá gott veður! Væri alveg til í að vera úti á Austurvelli með ís að sóla mig og komast úr þessari þvílíkt hlýrri dragt! Maður er að kafna.

Kíkti á Prestó í gær og hitti Hildi og Evu og fékk þennann líka lesa-undir-próf-fíling. Kepptumst alveg við að koma frá okkur eigin blaðri. En nú styttist skuggalega í að M&P fari út, Dabbi komi heim frá USA og Katla komi heim frá Austria og svo má ekki gleyma próflokum hjá öllum nemendum og AUdda júróvisíon! HELL YEAH!

mánudagur, apríl 26, 2004

Oh ég er svo mikill snillingur....

Náttúrulega fæ svo stuttan matartíma og þá heldur maður að maður spari fullt af tíma með að gera marga hluti í einu. Eins og málshátturinn sem ég fékk í páskaeggi tvisvar sem krakki segir OFT TEFUR FLÝTINN. já já það var sko alveg dæmið rétt í þessu var sko að henda jógúrtinni í ískápinn, setja matinn minn í örbylgjuofninn, tala í símann og vaska upp gafal allt á sama tíma... nema hvað hillan í ískápnum var eitthvað laus þannig ég missti gafalinn og jógúrtin smallaðist í gólfið og ALLT út í jógúrt... Tók mig korter að þrífa þetta upp... nákvæmlega helmingurinn af matartímanum!

Lítur út fyrir að verða langur dagur í þinginu.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Yo PEOPLE!

Vinnan búin að vera massíf! Þannig mér finnst ég stundum hafa ósköp lítið að kjafta um... þannig ég skrifa bara ekki neitt.

Jæja búin að vinna að því þessa dagana að hitta vini mína aaaaðeins meira en ekki neitt. Hitti Hildi á kaffihúsi í gær, Sigrúnu í gær og talaði við nokkra vinina í síma.

Hey svo er nýjasta af mér að frétta að ég er alvarlega að spá í að yfirgefa hótel mömmu í sumar... fara að leigja hjá Kötlu beib. Er að vinna að fjárhagsáætlun þessa dagana... Að vísu verð ég þá aðeins lengur að safna mér fyrir eigin íbúð en þetta hlýtur að hafast einhvern daginn. Dabbi bró (þótt hann búi í USA) er búinn að innrétta herbergið mitt og gera ráðstafanir með það svæði sem talist hefur mitt fram að þessu.

Svo datt mér annað snilldarlegt í hug... að Jon komi bara sem skiptinemi í HÍ einhvern tímann þá lærir hann íslensku eins og honum langar svo til að gera og þá getum við prófað að búa saman á þessu landi. Svo ekki sé talað um auðveldara að fá dvalarleyfi með því að vera í skóla.

Vika í útborgunardag!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Stundum fer fólk í taugarnar á mér og ég veit ekki af hverju!

mánudagur, apríl 12, 2004

GLEÐILEGA PÁSKA!!!!

Sat sæl og át mitt sjálfkeypta páskaegg í gær það sést samt ekki högg á vatni, því held ég að ég verði étandi súkkulaði það sem eftir er mánaðarins.

Kominn svona nettur sumarferðahugur í mann... nýjasta hugmyndin hjá mér og Jon er að kíkja aðeins til Evrópu í sumar... fljúga til Amsterdam (mætumst bara í flugvélinni) síðan vera þar í nokkra daga og keyra svo til Hrefnu og Ben og eyða smá tíma með þeim og svo jafnvel keyra eitthvað meira um Evrópu. Mér finnst þetta massíf góð hugmynd. Stefni fastlega á að framkvæma hana.

Síðan er hugmyndin líka að ég skreppi til Florída í sumar og tjekki aðeins á fólkinu. Það er hugmynd sem verður framkvæmd alveg sama hvað.

Þannig ég mun safna eitthvað af ferðapunktum!! Wúhúhú!

Annars er ég í vinnunni núna... mætti klukkan átta í nótt (ok í morgun) og fæ að fara klukkan tuttugu (20.00) LAAAANGUR dagur!

Styttist í: að Katla komi heim, að mamma og pabbi fari út, að Dabbinn komi heim og að sumarið komi

laugardagur, apríl 10, 2004

YO YO YO Einn dagur í páskaeggjaát

Hva segist?? Ég skellti mér barasta á djammið í gærkveldi. Svona nett frændsystkinadjamm. Fór reyndar aðeins öðruvísi en hafði verið á dagskrá en hvað um það skiptir engu máli. ótrúlega fyndið fórum náttúrulega frænkurnar í heimsókn til Ara og urðum að fá okkur grjónagrautinn hans. Að því loknu fórum við út að labba í rigningunni. Ferðinni var heitið á kjallarann en neiiiii það var LOKAÐ!!! þvílíkt hneyksli.

Heyrðum þá að Gunnar væri á Amsterdam og skelltum okkur þangað.... ég hafði ekki komið þangað síðan ég var 18 ára. Very interesting. Klukkið var orðið margt og við ákváðum barasta að skella okkur heim. Rúmið kallaði alveg á mig.... hrebbna hrebbna farðu að sofa Gerði bara eins og mér var sagt.

föstudagur, apríl 09, 2004

Heil og sæl gott fólk

Barasta í fríi í dag!! Voðalega notalegt að vakna bara þegar maður vaknar en ekki við vekjaraklukkuna.
Í gærkveldi fór ég og hitti skvísurnar Sigrúnu, Tinnu og Sollu á einu kaffihúsinu. Sátum þar og spjölluðum heillengi náttúrulega fengum okkur einn bjór til að létta um vöðvanna í kjaftinum. Plönuðum eitt stk. pottagellupartý um miðjan maí... en þá verður Katla einnig komin heim. Oh ég er strax farin að hlakka til. Annars talaði ég aðeins við Kötlu beib í gær og þá segir hún mér að hún hafi átt kærasta í alveg heila viku. En svo flutti hún burt og henni var alveg sama. Ótrúleg!

Fer bráðum alveg næstum því alveg að nenna að setja myndir inn.

Í kveld langar mig soldið að fá mér í glas og fara á lífið. Hver og hver og vill og verður?

Hey ég gleymdi nú alveg að tilkynna um mitt nýjasta apparat! Mega flott alveg. Fjarskiptatæki af gerðinni SonyEricsson með myndavél og læti. Þetta er alveg tæki sem tekur smá tíma að læra á. OG ég get notað hann hvar sem er í heiminum. Sem er mér mjög mikilvægt.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Gleðilegan Skírdag!!

Ok ég reddaði þessu með páskaeggið bara sjálf.... fór bara í Bónus og keypt eitt Nóa nr. 6! Þannig ég er í góðum málum! Kannski ef mamma og pabbi eru góð fá þau að smakka.

Fór um allann bæinn að leita að páskaeggi fyrir Heklu. Átti sko að vera Púkaegg með Mæju Pæju... ekki til í Bónus, ekki í Hagkaup, ekki í Nóatúni, ekki í 10/11 neiiii ég fann það loksins hjá Nammi.is í Smáralind. Ósköp var ég nú ánægð. Og býst við að Hekla verði það líka!

Núna er ég í vinnunni með sjónvarpsfjarstýringuna í einni, lyklaborðið í hinni og borða inn á milli. Frekar nett!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er með það alveg innstimplað í hausinn á mér að það sé föstudagur... en það er bara miðvikudagur! Ok að vísu eru allir í fríi á morgun (audda ekki ég samt) þannig það má segja að það sé plat föstudagur.

Birna og Hekla komu og borðuðu hádegismat hérna niðri á þingi. Voða stuð... Hekla þekkti sko alveg dökkkrullhærða gaurinn sem var í sama flokki og mamma hennar og var að heilsa henni. Sýndi þeim húsið og svona skemmtilegheit. Síðan fara þær til Florida á morgun og mér skilst það eigi að kíkja aðeins í Disney. Oh örugglega gaman að vera 5 ára og upplifa svona í fyrsta sinn.

Mér finnst mamma mín eigi að gefa mér páskaegg því ég er svo góð! Hver er sammála mér?

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ok þessir þingmenn tala bara til að tala....

Jæja Hrebbna hélt saumaklúbb um helgina og tókst það með ágætum. Eldaði dýrindis mat og hafði kælt hvítvín með og síðan massífur eftirréttur. Eitthvað þurfa þessar stúlkur að læra á klukku því mjöööög fáar mættu á réttum klukkutíma.

Á Laugardagskveldið var mér boðið í sjötugsafmæli til frænda míns. Mjög nett það teiti... tók að mér að skipuleggja ættarmót í Reykjanesi (á Vestfjörðum) í sumar. Don´t know how I get myself into these things. En allavega mætti síðan til Þóris frænda því ég og Íris vorum á leiðinni á tjúttið. Í bæinn við héldum að lokinni örlítilli drykkju. Stoppuðum aðeins í heimsókn hjá vini okkar Ara og skófluðum í okkur grjónagraut að sið Ara. Því næst ráfuðum við í bænum að leit að hlýjum stað sem seldi öl. Eftir að hafa rannsakað nokkra staði fórum við inn á kjallara sem kenndur er við leikhús. Hittum þar fullt af vinum og vandamönnum og ákváðum að dvelja þarna það sem eftir var kvöldsins eða þangað til við vorum ekki velkomnar þar inni lengur. Dönsuðum frá okkur vit og vitleysu. Svo mikið að erfitt er enn að stíga í fæturna þó liðið sé mjög á vikuna.
Svo var stoppað við hjá Nonna og spjölluðum þar við nokkra vestfirðinga og þóttumst vera læknar við annann og töldum honum trú að best væri fyrir hann að koma aðeins við á slysó. Náðum okkur síðan í leigara og héldum heim á leið.

Sunnudegi var eytt í þynnku!

Mánudagur.... var til miðnættis í vinnunni þótt allir þingmenn væru næstum því sammála um mál dagsins.

mánudagur, mars 29, 2004

Ekki sældin að vera ég í dag!!!

Búin að liggja heima hjá mér massa veik í dag.... ég held ég hafi smitast af tveimur ungum herramönnum frá Vestfjörðum af skemmtilegri uppgangspest.

Ég barasta skil ekki að Alþingi hafi bara ekki farið á hvolf í dag... án mín! Ég er náttúrulega alveg ómissandi í hverju starfi sem ég tek mér fyrir hendur og án mín virkar ekki neitt. Af hverju heldur maður þetta alltaf? Var meira að segja búin í sturtu og var við það að fara að setja upp maskarann þegar ég fatta að það er ekki séns að ég hafi orku til að fara upp stigann...hvað þá hlaupa upp stigann,út í bíl, keyra í vinnuna og vinna í allann dag!

Allir að vorkenna mér!!!

sunnudagur, mars 28, 2004

Best að koma einhverju frá sér!

Ok komnar núna tvær djammlausar helgar í röð... og helgin þar á undan var ekkert massíf heldur. Hrefna er að breytast í góðu stúlkuna. Fór samt tvisvar út að næra mig með fjölskyldunni.

Vinnan: skemmtileg vinna... verst ég get ekki farið að selja sögurnar til Séð og Heyrt þar sem ég er bundin trúnaði. En ótrúúúlega margir furðufuglar á Íslandi sem hafa ekkert betur við tímann sinn að gera nema ónáða fólkið á Alþingi. En ég er orðin meira stjórnmálalegrisinnaðri en áður. Nú lifi ég náttúrulega í þessu samfélagi og get vel hugsað mér að fara út í eitthvað svona þegar ég er búin að ákveða eftir hvaða braut ég ætla mér. já þetta er ekki fjölskylduvæn vinna því á morgnanna þegar maður mætir veit maður aldrei hvenær maður er búinn...fyrr en á þeirri sekúndu sem maður er búinn. Fundir geta dregist endalaust en svo aðra daga þá bara ganga þeir eins og spretthlaupari.

Foreldrarnir sjást varla þessa dagana en þau eru svo upptkekin með þennan blessaða golfhermi sinn. Ég er nú búin að prófa nokkrum sinnum og fíla þetta alveg svona líka mikið.

Annað sem ég bara verð að tjá mig um... ein óábyrgasta fréttamennska sem ég hef á ævinni minni orðið vitni af er DV upp á síðkastið. Þeim greinilega er alveg sama um allt og alla og hreinlega rústa mannorði manna án þess svo mikið að pæla meira í hlutunum. Ég skil ekki hvernig fólk sem þarna vinnur getur sofið á nóttunni vitandi að sumt sem þeir birta eru klárlega lygar og uppspuni þeirra eða annarra biturra manna í samfélaginu. Ég hvet alla að styrkja ekki þessar lygar með kaupum á auglýsingum né kaupum á blaðinu sjálfu. DV er orðið eins og national enquirer í Bandaríkjunum sem iðullega birtir fréttir um tvíhöfða snjóskrímsli og annan skáldskap sem þá dettur í hug. Þetta blað höfðar til þeirra sem eru fávísir og fáfróðir og trúa öllu líkt og DV gerir nú. Fólk sem hefur ekki hæfileika til að greina á milli skáldskapar og raunveruleika.
PISSES ME OFF!!!

Gleðifréttir:Útborgunardagur í vikunni!! Sá fyrsti af vonandi mörgum. Fer líklega á nett eyðslufyllerí.

miðvikudagur, mars 24, 2004

ÉG á miða á PIXIES nanananananananana!!

Mest lítið að frétta bara vinna og ekkert annað. Á mér lítið líf þessa dagana. Nennti ekki að gera neitt um helgina sat mest megnis uppí sófa að horfa á kassann.

En annars fer bráðum að koma golfvertíð og djööö hlakka ég til.

mánudagur, mars 15, 2004

Hæ hæ,
Mest lítið að frétta hér.

Fór á djammið á laugardag með Rannveigu og hitti fullt af fólki sem ég þekkti. Bærinn var alveg pakkaður, raðir á ólíklegustu stöðum og alveg nóg af slagsmálum. Úff ég þoli ekki að horfa upp á þetta macho kjaftæði. Svoooo mikið rugl.

Annars var alveg fínt þó ég hafi eiginlega ekki alveg komist í djammgírinn en dansinn hjá mér og Rannveigu við Drey, Outkastlagið og sísí fríkar út bjargiði öllu.

Horfði á snilldar mynd á SKY í gær. BEST IN SHOW!! Var að vísu búin að sjá hana nokkrum sinnum áður en hún verður betri og betri í hvert skipti. Massíf fyndin mynd í documentarystíl um hundasýningar...þvílík geggjun.

Svo er málið að fara á fullt í ræktina aftur.... þótt vinnan sé í sjálfu sér líkamsrækt...hlaupandi um allar þessar byggingar (svo tekur maður stigana til að fá meira út úr essu).

Er að spæla í að loka þessari síðu og fá mér þjónustu hjá Blog.central.is! Ætla að melta það í nokkra daga.

laugardagur, mars 13, 2004

Hæ Fólk!

Þá er kallinn minn farinn af landi brott...búhúhú! Enduðum ferðina hans í Bláa Lóninu í afslöppun! Oh það var frekar nice.
En annars er ég að fíla mig feitast í vinnunni. Þetta er mjög skemmtileg vinna með fullt af áhugaverðu fólki. Nöfnin eru farin að stimplast við andlitin þannig þetta er ekki eins ruglandi og fyrsta daginn.

Svo á miðvikudag er ég að fara á boðsýningu á The Passion of the Christ... alþingisliðinu er boðið. Ég hlakka svoldið til þar sem ég hef heyrt mjög mikið um þessa mynd og hvað fólki finnst hún ógeðsleg og mikil óheilagleiki og þvíumlíkt.

En annars í kveld er stefnan tekin á one-ó-one Smokeybay. Samt einhvern veginn ekki alveg að nenna því!

mánudagur, mars 08, 2004

Shit!

Er hérna í Alþingishúsinu fyrsti vinnudagurinn langt kominn. Búin að heilsa tugum af fólki og þingmönnum og ráðherrum. Allir virtust vita hver ég var enda var víst send út tilkynning um mig nýja starfsmanninn! Ég man ekki helminginn af nöfnunum sem mér voru tjáð í dag.... en þetta kemur. Sem betur fer veit ég nokkurn veginn alla þingmenn og ráðherra. Svo er ég næstum farin að rata milli húsa. Búin að fara í öll ráðuneytin í dag og svona skemmtilegheit.

Þetta er rosalega mikið að meðtaka á einum degi..En vá ég vona að þingfundi fari að ljúka þannig ég geti farið heim. Mér er illt í fótunum og orðin frekar ringluð.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Vei!

Eftir nokkra klukkutíma kemur Jonathan... djöfull hlakka ég til að sjá hann! Ég skil samt ekki afhverju Ameríkuflug þarf endilega að vera svona hrikalega snemma á morgnanna. þetta er óguðlegur tími verð ég að segja.

Ég og mamma erum búnar að vera svakalega duglegar að þrífa í dag... þannig allt er fínt þegar hann kemur.

Gvuð minn almáttugur ég er að horfa The Bachelor... þetta er þvílíkt hallærislegt. Þessar stelpur hafa ekki einu sinni hitt gaurinn en eru sannfærðar um að þetta sé hinn einu sanni. Ég er ekki að fatta þetta, flestar mjög fallegar og "gáfaðar" og menntaðar konur en samt halda þær gætu fundið ást í einhverjum hallærissjónvarpsþætti.miðvikudagur, mars 03, 2004

Oh mig langar svooo að breyta útliti þessarar síðu en mig skortir kunnáttu og hæfni í því þannig ef einhver bíður sig fram í að hjálpa mér látið mig vita!!!

Annars fór ég í dag í mátun fyrir nýju vinnufötin mín... ég fæ sérsaumaðar á mig 2 dragtir og svo tvær skyrtur og bindi. Geggjuð gella.

Ég er skíthrædd við að byrja þarna á mánudag... ég hef ekki hugmynd hvar allt er né nákvæmlega allt sem ég á að gera. En þetta hlýtur að reddast.

Svo er ég í kvöld búin að vera að skoða háskólana hér heima sem bjóða upp á fjarnám en mig langar rosalega til að taka nokkra kúrsa svona með vinnu. Þannig ég sé allavega að mennta mig eitthvað líka.

Ohhhh svo kemur Jonathan eftir 2 daga!!! Búin að ákveða hvað ég ætla að elda handa honum á föstudagskvöld og alles. Ég hlakka svooo til. Verst að ég verð að vinna eitthvað meðan hann er hérna.

mánudagur, mars 01, 2004

Þá er maður komin með vinnu á Alþingi!!!

Fór í morgun kl 10 í viðtal svo var hringt fyrir hádegi og ég beðin að mæta aftur klukkan hálf þrjú. Mér þótti þetta ansi dularfullt... tvööö viðtöl á einum degi! Þannig ég spurði náttúrulega ráðningarfulltrúann í símanum hvað væru margir að fara í annað viðtal. Hún sagði það væri einungis ein manneskja. Jæja ég fer í viðtalið og þegar því er lokið spyr ég þýðir þetta ég sé búin að fá starfið... þau segja ég sé komin ansiii nálægt því.

Svo um klukkutíma seinna hringir ráðningarfulltrúinn og segir til hamingju þú ert idol dagsins. HEHEHE ég sem sagt fékk starfið. Fer í einhverja mátun og slíkt á fimmtudag síðan byrja ég á mánudag.

Ég er ekkert smá ánægð og stolt... að vera valin úr svona stórum hópi mér finnst etta geggjað!