föstudagur, nóvember 12, 2004

Gleði gleði

Sælt veri pakkið!

Stórtíðindi.... Hildur og Elín Ása Baunabúar eru lent á Fróninu. Hef spjallað við Hildi nokkrum sinnum í símann síðan í gærkveldi en stefni á að hitta hana á eftir. Elín Ásu hef ég hinsvegar hitt... hún hefur ekkert breyst því við hittumst yfir "einum" bjór. Svaka stuð en hún náði nú að draga einn danann með sér. Sá mun vera ástfanginn af landi og þjóð en þykir veðrið miður (má ekki segja þetta um alla sem koma til landsins?)

Hópverkefni mitt um Stimpilklukkulaust vinnuumhverfi hjá DeCODE er loksins lokið og farið Norður (og niður). Mikill léttir að þetta sé búið....

Annaðkveld verður teiti að hætti Díonýsusar.... hlaupkennt áfengi, uppboðsdrykkjuleikur og SingStar verða við lýði. Þeir sem eru áhugasamir um að mæta hafið samband.

Engin ummæli: