mánudagur, nóvember 01, 2004

Komin tími á smá tjill

Gærdagurinn var hálf ónýtur verð ég að segja... þynnka og meiri þynnka. Lærdómur var ekki svo mikill að minnsta kosti ekki í því magni sem var áætlað.

Laugardagskveldið var mjög skemmtilegt en ég verð nú að viðurkenna að Bold and The Beautiful er sko ekkert drama miðað við hvernig Díonýsusarhópurinn er orðinn. Í ellinni mun ég setjast og skrifa handrit að einni góðri sápuóperu og nota einungis það sem hefur gerst innan hópsins. Uppboðsdrykkjuleikurinn gerði alveg góða hluti í partýinu en gestgjafinn var orðinn all drukkinn svo mjög að hann varð frá að hverfa úr bænum.

Ég var svaka vinsæl í gær... allir að kíkja í heimsókn og fá sögur helgarinnar. Tjaa og það var alveg hægt að segja nokkrar.
Engin ummæli: