mánudagur, febrúar 28, 2005

Ekkert smáááá dugleg

Loksins er ég búin að jafna mig á þessari lífsreynslu á föstudag... héðan í frá er bíllinn minn besti vinur.

Annars voru undur og stórmerki að gerast rétt í þessu.... já það sem þið hafið öll beðið eftir.... ég var að bæta inn fullt af djamm myndum á síðuna mína...

Tjekkið á því hér! Þetta eru alveg stórmerkilegar myndir frá singstarpartýi númer 1, innvígslunni, afmæli Trausta, jólaboðum, Danmerkurferð minni, konfektgerð, gamlárs og svo einhver djömm sem ég er ekki viss hvenær áttu sér stað.... tjekk it out!

laugardagur, febrúar 26, 2005

ævintýrið!

Eins og allir vita þá var Hrebbna á leið til Akureyrar. Eitthvað virðist nú erfitt að komast þangað....ég reyndi sko alveg.

Ævintýrið byrjaði í gærmorgun um 7 (já ég veit algerlega óguðlegur tími) en þá var ég á leið út á Reykjavíkurflugvöll grunlaus um atburðina sem eftir áttu að verða.

Þegar ég er að rita mig inn þá kemur í ljós að bókun mín finnst ekki. Ég náttúrulega ekki sátt og svolítið stressuð því vélin átti að fara 7.45. Eftir mikið vesen fattast að ég var bókuð á vitlausa vél eða sem sagt vélina sem átti að fara 8.45! Þegar klukkið slær 7.45 heyrum "farþegar á leið til Akureyrar því miður verðum við að tilkynna um seinkun vegna veðurs" GREAT just my luck.

Við sitjum öll róleg og bíðum! Loksins um 8.45 er tilkynnt um brottför til Akureyrar á flugnúmeri 122 (við hugsum stupid people flugnúmerið er 112). Við hlaupum spennt að útgönguhliði en neiiiiii þetta var 8.45 vélin!!! 10 mín seinna er loks okkar flug! Veiiiiii!

Komin í loftið og hlakka til að komast í skólann... nei sko þarna er Akureyri....bíddu bíddu hvað er að gerast??? Við erum komin að flugbraut en þá er hætt við lendingu! Neiiiiii! Ok hann er að reyna aftur að lenda.....neiiiiiii við vorum næstum alveg komin.... sem sagt hætt við lendingu aftur. "Þetta er flugstjórinn því miður getum við ekki lent vegna lélegs skyggnis og því munum við halda aftur til Reykjavíkur" WHAT the Fuck????

Komin aftur í höfuðborgina og viðtekur bið og aftur bið. Aftur er tilkynnt um brottför til Akureyrar....víííí loksins kemst ég. Komin í loft...og vúhú þarna er Akureyri. Vélin lækkar flugið og enn og aftur er hætt við lendingu.... "þetta er flugstjórinn, við getum ekki enn lent á Akureyri og því munum við lenda á Sauðaárkróki!" HA?! ég vil ekkert fara þangað!

Kemur í ljós að við verðum að bíða í klukkutíma eftir rútu frá Akureyri síðan átti að taka við tveggja tíma rútuferð til höfuðborgar Norðurlands. Sko það gengur ekki alveg því þegar ég loks kemst á þennan ljóta dreifarastað þá er skólinn búinn og ég hef ekkert að gera á þennan stað.

Svaka stuð í flugstöðinni á Króknum! Bið og bið og já meiri bið! Loksins kemur rútan með farþegana á leið til Rvíkur.... við höldum sæl og glöð út í vél AFTUR! Ekki nógu mörg sæti....damn þannig ein skóla systir mín fær að sitja í cockpittinu. Vá þarna er 101 Rvík aftur! Veiiiii...

Ljúft að vera komin með fast land undir fæturna....og kannski losna ég við hellurnar snemma á næsta ári. En magnað að maður skuli lenda í svona. Ég held að þetta sé eitthvað sem bara ég lendi í.

Já sem sagt ég átti að vera í skólanum á föstudag og pínu lítið á sunnudag en er sem sagt ekki þar og kem ekki til með að fara norður neitt í bráð. Næst keyri ég!

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Svefngengill....

Brjálað búið að vera að gera vegna skólans... enda hefur hver stund verið nýtt í að læra. Var langt fram á nótt á netfundi að klára markaðsfræðiverkefni sem nota bene er ekki einu sinni alveg búið.

Svefn hefur ekki verið mikill á allra síðustu dögum og býst ég við að ég muni geta náð upp svefnleysinu um miðja næstu viku... ef ekki þá bara einhvern tíman í apríl.

Í kvöld hinsvegar ætla ég alls ekki að læra! nei ó nei ekki einu sinni að opna vefsíðu skólans! Í kvöld ætla ég að gera allt klárt fyrir skólann.... hehehe nei ok kannski sitja í þvottavél og svona. Svo er Þórunn að hóta einhverri keilu eða eitthvað slíkt. O well! En ég verð að fara snemma að sofa vegna þess ég á að vera mætt út á völl rúmlega sjöööö í fyrramálið.

Ég fór loksins með filmur í framköllun.... myndir af djammi og jólum og Danmörku og hinu og þessu síðan ég veit ekki hvenær.... þannig búast má við myndum á síðuna í næstu viku.... eruði ekki spennt?

miðvikudagur, febrúar 23, 2005


Þetta er ekki svalur einkennisfatnadur!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Stresskastið

Ég er búin að jafna mig á þessu rosa stresskasti sem ég tók í gær. Ég held ég hafi bara allt í einu fattað að ég hef svolítið mikið að gera og þarf að klára mjög mikið á næstu dögum. Ég sé alveg í hyllingum bara það að eiga frídag og hafa hann ekki fullskipaðan heldur að ég geti bara leikið mér að vild. That day will come... I know it! Kannski það gerist í DK??? Who knows?

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ó happy day

Hefur einhver upplifað það að vakna bara í virkilega góðu skapi en svo hefur allt bara gengið á afturfótum þangað til að þið urðuð svo pirruð að þið náðuð varla að anda???

Þessi dagur er í dag hjá mér! Ég er að farast úr stressi út af skólanum og hatri á minni ástkæru vinnu, svo er maður eitthvað að reyna að töfra fram eitt stykki árshátíð fyrir saumaklúbbinn.... en gengur illa því enginn svarar neinu.

Ef einhver þarna úti veit hvað vegið hreyft meðaltal er og einnig hvað Box-Jenkins er þá má hinn sami endilega kenna mér það hið fyrsta til að bjarga geðheilsu minni....sem er á tæpasta vaði þessa stundina.

Takk fyrir að leyfa mér að pústa aðeins kæra heimasíða....

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Innvígslan

Shit! Það var fáranlega gaman í gærkveldi.

Allir urðu vel ölvaðir... ég var að sjálfsögðu þar á meðal. En aldrei svo vant var ekkert vesen, engin trúnó, ekkert drama, engin rifrildi og enginn slasaðist. Ég tel það bara helvíti gott.

Ég söng fullt í singstarinu en ég telst víst ekki sem nein Madonna né sem manneskja sem syngur vel. Jellóshotin runnu ljúflega niður en ég náði því miður ekki nema örfáum. Já að sjálfsögðu varð ég að taka nokkra leiki í uppboðsdrykkjuleiknum.

Fólk virtist skemmta sér konunglega og við létum fólkið sem var verið að víga inn gera hitt og þetta þar á meðal sverja eið inn í félagið.

Er líða fór á kvöldið var stefnan sett á 101... fórum fyrst á Sólon. Mikið rosalega var mikið af fólki þar... ég fékk viðbjóðslega mikla innilokunarkennd og fannst ekkert sérstakt þar þótt ég hafi dansað fullt. Því næst fórum við á Nelly´s en þreyta var komin í liðið og ákveðið var að halda heim á leið.

Leigubílaröðin! Ég held ég hafi aldrei upplifað jafnskemmtilega leigubílaröð. Það var skemmtilegra þar en á Sólon. Hitti fullt af fólki og það var mikið hlegið.

Í dag vaknaði ég fyrir ellefu og var bara hin hressasta. Ótrúlegt en satt! Þórunn mætti svo hingað um hádegi með þynnkumat í för.... hún var ekki jafnhress og ég....heheheeh. Svo fórum við og tókum til eftir teitið. Svo var bara hangið heima það sem eftir lifði af degi. Ljúft!

Ég vil þakka öllum sem ég hitti í gær fyrir frábært kvöld!

laugardagur, febrúar 19, 2005

Dagurinn sem allir hafa beðið eftir.....

Í dag er dagurinn!

Innvígsla Díónýsusar! Þórunn, Kristín og ég erum búnar að undirbúa þetta allt saman og nú er bara málið að skella sér í djammgallann og setja á sig glimmer og gloss og þá erum við reddí.

Ég geri fastlega ráð fyrir að kvöldið verði viðburðarríkt og skemmtilegt. Ekki annað að búast af þessum hópi.

Því miður sit ég hérna í vinnunni þar sem ég fæ að dúsa í allann dag eða alveg til klukkan 20. Vúhú eða þannig. Splittar ekki diff þar sem kvöldið verður svo skemmtilegt.

Í gærkveldi var pítsa og idol hjá Kristínu og Trausta. Svaka stuð, nett tjill enda allir að byggja upp orku í kvöldið.

Akkuru er eins og klukkan gangi aftur á bak?

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Veikindadagar

Þriðji í veikindum að verða búinn! En ég er öll að koma til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sent mér samúðarskeyti og sýnt meðaumkun síðustu daga. Ég vil einnig þakka sjónvarpsstöðum fyrir að vera með afspyrnu lélega sjónvarpsdagskrá.

Annars er stutt í aðalpartý ársins.....Innvígsluhátíð Díónýsusar!! Djöfull hlakka ég til...

Á morgun er flöskudagur en sá dagur verður rólegur vegna laugardagsins. Bæði vegna þess ég þarf að vinna á laugardag og til að vera til í alla drykkjuna í partýinu.

Hera beib átti bumbubúann sinn í morgun... litla (stóra) stelpu 17 merkur og 53 cm! Til hamingju!

Kveð að sinni! Ciao

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Skemmtilegasta sem ég veit

Nú eiga allir að vorkenna mér! Hrebbna er veik. Allt svo ómögulegt og vanlíðanin er alger... not my idea of fun. Eina sem ég bið til allra guðanna (guð, allah, Díónýsus og Bakkus og allir hinir) er að ég verði orðin góð á laugardag.

Samúðarskeyti og símtöl eru velþegin!

mánudagur, febrúar 14, 2005


Sport/á lausu kvöld hjá díónýsus
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, febrúar 13, 2005

LABELLO

Helgin barasta búin.

Föstudagurinn var æði... ok svona til að byrja með var allt voða formal og stirrt. En er leið á kvöldið var svaaaaaka stuð. Byrjaði allt á kokteil og shit hvað manni leið illa þá ofurdressaður og einstaklega sjálfmeðvitaður... þannig við unga pakkið rottuðum okkur saman og héldum okkur þannig allt kvöldið. Loksins var sest til borðs. Ég lenti með mjög skemmtilegu fólki á borði sem betur fer. Eftir langa ræði kom matur, fyrsti réttur og audda vín með.... næsti réttur...meira vín....næsti réttur og meira vín.... og næsti og já you guessed it meira vín. Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður...hikst

Nei ok mitt borð var sem betur fer ekki leiðinlega drukkið eins og mér skilst hafi verið málið á öðrum borðum. En já skemmtiatriðin voru aaalveg huuundleiðinleg nema Jóhannes grínari eða hvað sem hann heitir. Eftir nokkra dansa var ákveðið að halda annað.... Borðfélagar mínir greinilega svo skemmtilegir því fólk vildi ólm fá að halda áfram með okkur. Vér héldum í partý hjá einni samstarfskonu og manni hennar, dönsuðum aðeins þar og héldum næst á Ölstofuna. Þegar á Ölstofuna var komið datt stemmingin eiginlega svolítið niður og fólk fór að týnast heim. Ég var komin með meira en nóg og fór bara heim að lúlla.

Á laugardag vaknaði ég eldsnemma og fór í skólann og svo að vinna. Svaka dugnaður þar á bæ. Ætlaði nú samt að fara eitthvað aðeins út á laugardagskveldið en rúmið mitt ákallaði mig og ég ákvað að dansa við Óla Lokbrá í staðinn.

En kæru borðfélagar LABELLO og takk fyrir frábært kvöld.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Takk takk þið eruð öll frábær...ég vil þakka........

Ég er bara hrærð yfir viðtökum á nýja kommentakerfinu.... vona bara að þið haldið þessu áfram.

Já það er flöskudagur og Hrebbna er á leið á árshátíð í kveld. Ákvað að koma alveg einstaklega mygluð í vinnuna í dag þannig það sjáist alveg pottþétt að ég hafi farið í sparigallann. Það er meira að segja erfitt að viðhalda þessari einstöku myglu en ég mun þrauka þetta daginn á enda.

Vil minna á það að við erum að taka við umsóknum í útivistarfélagið Díónýsus en innvígsluhátíð verður haldin næstu helgi. Einungis er tekið við netumsóknum eða skriflegum umsóknum.... munnlegar umsóknir eru ekki teknar gildar.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Nýtt commentakerfi

Eitthvað var fólk að kvarta að það væri of erfitt að kommenta á þessa síðu.... ég er því búin að liggja sveitt yfir html kennslubókum og þvíumlíku. Nei ok fann eitthvað drasl sem gerði þetta fyrir mig....

En eins gott þið kommentið núna!

Það er ekkert grín að vera svín og trúa á líf eftir jólin

Ofurkonan ég er að reyna að komast í gírinn.

Eins og núna þá er ég að pína sjálfa mig til að læra og taka til.... já já það er alveg hægt að gera tvennt í einu. En neiiii ég sit hér og röfla á þessari síðu....framtakssemin alltaf hreint. Ok ég er þó búin að setja í þvottavélina!

Ef einhver er rosalega vel að sér í markaðsfræði og rekstrarstjórnun þá má sá endilega tala við mig og kenna mér þetta efni.

Í vinnunni tókum ég og Erna upp á því að skrifa fyndna málshætti á blað og hengja upp... skiptumst á að gera. Kann einhver einhverja fyndna málshætti... við erum komnar með marga eftir Sverri Stormsker. Mega ekki vera klúrir þar sem allir meðal annars þingmenn geta séð þá.

Enginn verður óbarinn boxari...

Já fréttir

Brjálað að gera alltaf hreint... nú er maður að þykjast læra og gera verkefni alla daga. Annars fer maður á árshátíð þessa helgi, næstu er það SingstarJelloPartý hjá Þórunni, Þarnæstu Verkefnadagar á Akureyri, og 4 helgar eftir það er teknar frá. OG þá er bara næstum komið sumar!

Tíminn líður miklu hraðar þegar maður hefur nóg að gera þannig ég er mjög sátt. Vildi bara að sumarið væri komið.... þið vitið af hverju.

En já eins og þið sjáið á síðustu færslum var svaka stuð um helgina. Úff segi ég bara. Alltaf gaman að lenda í góðu gítarpartýi en það var á laugardeginum. Ég var eitthvað þunn þannig ég var bara róleg því ég hafði tekið allverulega á því kvöldið áður. En þá var ædolpartý hjá Ólöfu og svo fórum við í drykkjukeilu... ég svindlaði en tapaði samt! Hvernig er það hægt eiginlega?
Já ég vil biðja Þórunni afsökunar á röflinu í mér og Kristínu en Þórunn þessi elska var bílstjóri okkar. Sá einnig til þess að við borðuðum enda sást það á bílnum hennar daginn eftir.


sunnudagur, febrúar 06, 2005


Gítarstemmning er æði
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


Stud i partý :o)
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, febrúar 05, 2005


Dramadrottning 2005
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

vinnan

Vúhú! Þingfundur kláraðist bara mjög snemma í dag... öllum til mikillar furðu. Ég var mjög hamingjusöm þegar ég tölti út úr þinghúsinu um fimmleytið í dag frjáls til að gera það sem mér sýndist.

Aðrar góðar fréttir fékk loksins Atlasferðaávísunina greidda inn á kortið mitt....vúhúhú peningar sem maður var búinn að afskrifa.

humm.... já ég held Kristín Erla sé grunlaus um bloggstríðið!

Á ég enga vini?

Mér finnst þetta svindl og lýsi hér með yfir bloggstríði við Kristín Erlu a.k.a. Miss Pink! Hvernig stendur á því að manneskja sem bloggar örsjaldan en fær samt tugina af kommentum og það um það sem ég er að fara að gera! SVINDL!

Á ég enga vini??? Vill enginn kommenta hjá mér??? Stundum sárnar manni þó það komi ekki tár!

miðvikudagur, febrúar 02, 2005


Er á kaffihúsi með gyðu!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Þetta er Magga!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Nei sko blessaður febrúar

OMG! það er kominn febrúar.... 2. mánuður ársins 2005! Mér finnst þetta alveg rosalegt. Ég verð orðin fertug áður en ég veit af með þessu áframhaldandi ég meina ég var bara 12 ára í gær.

En já svaka gleði með útborgunina í gær... hóst hóst. Helvítis ríkisbatterí.

Humm... hvað hef ég gert sniðugt undanfarna daga... já ég er búin að vinna, læra smá og horfa á imbann og sofa. Farin að æfa mig í dönskunni... ja sa næst nar jeg er fuld skal jeg sikkert snakke dansk. Og hananú!

TIL hamingju með afmælið eftirfarandi...... 1. febrúar: Telma og Íris frænka. 2. febrúar: Hilmir og Hugi.

Jæja hvað segir liðið gott?