þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ó happy day

Hefur einhver upplifað það að vakna bara í virkilega góðu skapi en svo hefur allt bara gengið á afturfótum þangað til að þið urðuð svo pirruð að þið náðuð varla að anda???

Þessi dagur er í dag hjá mér! Ég er að farast úr stressi út af skólanum og hatri á minni ástkæru vinnu, svo er maður eitthvað að reyna að töfra fram eitt stykki árshátíð fyrir saumaklúbbinn.... en gengur illa því enginn svarar neinu.

Ef einhver þarna úti veit hvað vegið hreyft meðaltal er og einnig hvað Box-Jenkins er þá má hinn sami endilega kenna mér það hið fyrsta til að bjarga geðheilsu minni....sem er á tæpasta vaði þessa stundina.

Takk fyrir að leyfa mér að pústa aðeins kæra heimasíða....

Engin ummæli: