fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Svefngengill....

Brjálað búið að vera að gera vegna skólans... enda hefur hver stund verið nýtt í að læra. Var langt fram á nótt á netfundi að klára markaðsfræðiverkefni sem nota bene er ekki einu sinni alveg búið.

Svefn hefur ekki verið mikill á allra síðustu dögum og býst ég við að ég muni geta náð upp svefnleysinu um miðja næstu viku... ef ekki þá bara einhvern tíman í apríl.

Í kvöld hinsvegar ætla ég alls ekki að læra! nei ó nei ekki einu sinni að opna vefsíðu skólans! Í kvöld ætla ég að gera allt klárt fyrir skólann.... hehehe nei ok kannski sitja í þvottavél og svona. Svo er Þórunn að hóta einhverri keilu eða eitthvað slíkt. O well! En ég verð að fara snemma að sofa vegna þess ég á að vera mætt út á völl rúmlega sjöööö í fyrramálið.

Ég fór loksins með filmur í framköllun.... myndir af djammi og jólum og Danmörku og hinu og þessu síðan ég veit ekki hvenær.... þannig búast má við myndum á síðuna í næstu viku.... eruði ekki spennt?

Engin ummæli: