fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Veikindadagar

Þriðji í veikindum að verða búinn! En ég er öll að koma til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sent mér samúðarskeyti og sýnt meðaumkun síðustu daga. Ég vil einnig þakka sjónvarpsstöðum fyrir að vera með afspyrnu lélega sjónvarpsdagskrá.

Annars er stutt í aðalpartý ársins.....Innvígsluhátíð Díónýsusar!! Djöfull hlakka ég til...

Á morgun er flöskudagur en sá dagur verður rólegur vegna laugardagsins. Bæði vegna þess ég þarf að vinna á laugardag og til að vera til í alla drykkjuna í partýinu.

Hera beib átti bumbubúann sinn í morgun... litla (stóra) stelpu 17 merkur og 53 cm! Til hamingju!

Kveð að sinni! Ciao

Engin ummæli: