laugardagur, janúar 28, 2006

Dömufréttir

Áfram með operation dama. Það er ekkert svo rosalega erfitt að klæða sig upp og mála sig þannig maður líti út eins og dama. Tekur tíma en alveg vel hægt að framkvæma það. Erfiða dæmið hinsvegar er að haga sér öllum stundum eins og dama. Þetta er svo erfitt að ég er alveg úrvinda eftir daginn og fer snemma í háttinn.

Búin að komast að því að eftirfarandi er ekki dömulegt:

að drekka bjór
Hlæja hátt
Tala hátt
að prumpa
að kúka
að vera þunn
að vera full
að láta eins og fífl
að hlusta á rokk
að hlusta á hip hop (mar á bara að hlusta á Celine Dion)
að klæðast öllu svörtu
að vera ómáluð
að reykja
að tala um hluti mjög opinskátt
að segja það sem manni finnst
að hafa ekki hreint heima hjá sér
að borða annað en salat
kem með meira á næstu dögum....

Í gærkveldi fórum ég, Elín Ása og Sólveig út að borða á Italiano. Vorum rosalega dömulegar til að byrja með en þegar leið á kvöldið gáfumst við upp á því....

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ofurdömur eru menningarlegar...

Ég er að vinna í því að verða dama. Þetta er hörkuvinna og þvílíkt erfitt. Í gær gerðumst við danmerkurdömur menningarlegar. Við fórum á LISTASAFN!!!! Eyddum 2 tímum í að virða fyrir okkur verk Picasso, Rembrandt, Matisse, Munch, Rubens, Mantegna, El Grecho og fullt meira. Reyndar of mikið meira... vorum orðnar svolítið þreyttar.

Að ganga rétt, að tala rétt, að sitja rétt, að borða rétt, að drekka rétt, að hlæja rétt er allt svooooo erfitt. Ég fæ oft bakþanka yfir því hvort ég geti yfirhöfuð orðið dama.

En við stöllur ákváðum að tvisvar í mánuði ætlum við að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að fara á listasafn.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

eitthvað til í þessu?

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Tvíburinn streitist enn á móti hugmyndinni um að fara betur með sig. Tvíburakjáni. Sjálfselska er ekki alltaf neikvæð. Þú hefur miklu meira að gefa ef þú nærð innri stöðugleika, afslöppun og heilsu.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

heilsan?

Það er búið að vera þvílíkur ólifnaður á manni að undanförnu og nú er tími til að breyta því. Til dæmis núna alveg tvo daga í röð hef ég munað eftir fjölvítamíninu og ekkert drukkið kaffi bara grænt te. Ég og Hildur duttum samt í nammipokann í gær.

Annars var stóri þvottadagurinn í gær.... það er ekki alveg pláss fyrir allan hreina þvottinn! Enda voru þetta nokkur tugir kíló af þvotti.

Núna erum við stöllur að leita okkur að einhverju áhugamáli... áhugamál sem er ekki drykkja og eitthvað sem því fylgir. Við ætlum að fara á eitthvað námskeið en spurning í hverju. Komnar með nokkrar hugmyndir en þær eru spænskunámskeið, Tai Chi, dömunámskeið, eitthvað föndurnámskeið... tek fegin við öllum uppástungum í kommentum.

Smá innskot: gafst upp á kaffileysinu! En bara einn bolli...

mánudagur, janúar 23, 2006

Raunveruleikinn blasir við

Þetta massífa frí er senn á enda einungis vika eftir! Skvísurnar eru farnar af landi brott með örugglega einhverja yfirvigt. Það er búið að drekka ófáa kokteila og enn fleiri bjóra á meðan þær voru í heimsókn. Auðvitað líka búið að borða slatta af góðum mat.

Í gær eyddum við deginum í að labba á milli kaffihúsa, inni á milli fræddi ég þær um arkitektúrinn og sögu Kaupmannahafnar. Án djóks þá var bara alltof kalt til að vera á röltinu.

Stelpunum fannst auglýsingapóstkortin frábær og kaffihús var ekki nógu flott ef það var ekki hægt að finna póstkort þar. Einhver á eftir drepast úr hlátri eftir nokkra daga.

Allavega hefur verið mikið hlegið þessa helgina. Dömunámskeiðið í hámarki! Einnig líkamsræktin hlæðu þig granna....og losa!

laugardagur, janúar 21, 2006

OFUR Konur með mission....

Hvernig er hægt að eyða svona geigvænlegum tíma í búðum marga daga í röð.... ég gafst upp í gær og fór ekki einu sinni með í dag.

Við stöllur fórum út að borða á Reef n Beef í gærkveldi.... verður maður ekki að fara með alla þangað? Þær fengu að bragða á krókódíl, kengúru og svo eftirrétt. Ég hélt mig við mitt uppáhald krókódíl í aðalrétt og ravíoli í forrétt. Auðvitað var kokteillistinn aðeins prófaður. Svo var farið aðeins á Shamrock að smakka á bjór. Enduðum hér á kollegíinu. Hulda Soffía entist ekki jafn lengi og við frænkurnar en við erum náttúrulega ekki með stopptakkann í lagi. Við frænkurnar tókum bjórkeppni við heilt rugbylið á barnum og auðvitað bárum við sigur úr býtum, ok ég en Gugga tók samt þátt.

Í kvöld á svo að endurtaka leikinn en á annan hátt. Best að henda inn nokkrum myndum.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Heimsóknin mætt

Yo yo yo,
Gugga og Hulda Soffía mættar á staðinn en því miður tóku þær íslenska snjóinn með sér. Þær voru ekki búnar að vera hérna lengi þegar allt í einu kemur þessi líka vetur. Auðvitað hindraði það ekki búðarráp á strikinu. Danskur öl bragðaður ásamt nokkrum kokteilum en svo var ákveðið að hafa bara rólegt kvöld. Helgin verður tekin með stæl það er alveg á hreinu.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Ljúfa líf

Næstu daga er ég alfarið í fríi... Skólinn minn byrjar ekki fyrr en 27.janúar og þá bara á einhverju 3 vikna námskeiði í einhverja örfáa tíma á dag. Að loknum þessum þremur vikum hefst svo skólinn aftur á billjón.

Gugga og vinkona hennar ætla að kíkja hingað til Köben á morgun í djammæfingabúðir. Sella kemur svo 30. janúar í annað sinn en það var svona hrikalega gaman hjá okkur stöllum í síðustu heimsókn að hún barasta varð að koma aftur. Ég er að spæla að kíkja fyrstu helgina í febrúar í heimsókn til Rannveigar í Lundi. Svo veit ég að Þórunn er mikið að spæla í að koma hingað í febrúar. Vill einhver annar koma í heimsókn líka, um að gera fara að ákveða dagsetningu þar sem dagskráin er þéttsetin?

En úff 25 ára á þessu ári! Sólveig átti kvartaldarafmæli í gær... Mér finnst ég ekkert vera orðin svona gömul. En já við stelpurnar ákváðum við ætlum bara að vera 23 ára áfram.... það er fínn aldur og ekki ætlast til of mikils af manni þá. 25 ára krísan alveg í hámarki þessa dagana.

mánudagur, janúar 16, 2006

Ferðasagan

Ljúft að sofa í sínu eigin rúmi í nótt. Ég þori að veðja að enginn nenni að lesa svona langa færslu.

En já ferðasaga! Ég stóð í þeirri trú að ég þyrfti ekki að sitja nema í 14 tíma í rútu til að komast á áfangastað en neiiii bætið við 13 tíma. Mætti upp í skóla á tilsettum óguðlegum tíma eftir að hafa ekkert sofið því mér fannst ekki taka því þar sem ég sat við bjórdrykkju ásamt Sellu og Hildi. Þynnka og 27 tímar í langferðarbifreið fer ekkert sérlega vel saman. Ég svaf mest megnis. Þegar á áfangastað var komið máttum við gjöra svo vel að fara í skíðafötin inni á einhverjum subbubar og halda upp í fjall að renna okkur. Í eftirmiðdaginn fengum við svo að fara í íbúðir okkar. Fínasta íbúð sem ég deildi ásamt 9 öðrum. Fyrsta kvöldið var bara rólegt þar sem fólk var bara að jafna sig eftir ferðina.

Annar dagur uppgötvaði ég að ég kynni enn að standa á skíðum en fyrri dagurinn hafði ekki einkennst af þeim hæfileikum. Datt ekki nema tvisvar alla ferðina en gerði það náttúrulega með stæl. Um kvöldið héldum ég og Lina á djammið í stórbænum Vars. Fórum á eitthvað diskótek þar sem við vorum eina kvenfólkið á staðnum.... vorum frekar vinsælar. Skriðum heim einhvern tíman um morguninn vel hífaðar.

Næstu dagar voru allir mjög svipaðir skíði....bjór...snemma að hátta... vaknað snemma og haldið aftur á skíði.

Eitt kveldið var svokallað barslalom.... barsvig! Sem sagt einn drykkur á hverjum bar og svo haldið á næsta. Ég held við höfum náð að heimsækja alla barina í þessum smábæ. Hrebbna var náttúrulega last one standing.... kemur ekki á óvart þar sem Danir eru ekki sérlega skemmtilegir djammarar. Já gleymdi að tilkynna það ég var eini útlendingurinn í öllum hópnum. Þannig ég fékk óverdóse af tungumálum sem ég skil ekki, danska, franska og þýska eru ekkert sérlega sterk tungumál hjá mér. Danskan hins vegar eftir vikuna er orðin helvíti öflug og ég barasta farin að syngja með hástöfum Kim Larsen og öðrum dönskum söngvurum.

En já mjög skemmtileg ferð, kynntist fullt af fólki og lærði dönsku.

Á þessu ári hef ég komið til Íslands, Danmerkur, Þýskalands, Sviss og Frakklands... geri aðrir betur.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Komin heim frá Vars

Jæja þá er 27 tíma rútuferðin búin og ég loks komin aftur til DK. Segi ykkur betur frá öllu seinna en nú er tími á sturtu þar sem maður er ekkert sérlega hreinn eftir að hafa verið utangarðsmaður núna í næstum 2 sólarhringa. Síja leiter

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Komin í DK gírinn

Yndislegt að vera komin heim. Í gærkveldi ætluðu ég og Hildur rétt að kíkja á barinn í einn tvo bjóra.... þið vitið hvernig það endaði, eins og alltaf! Í dag vorum við sambýlingarnir ofur duglegar og fórum og versluðum í matinn, skáparnir hér voru orðnir ansi tómir. Nú eigum við fullt fullt af dósamat og ýmsu öðru góðgæti. Ég var eitthvað þyrst í verslunarleiðangrinum en við enduðum með að kaupa 14.5 lítra af vökva. Svo þurftum við náttúrulega að bera allt heim.... Hildur er búin að vera að bölva mér í allan dag. Í tilefni af stuttri dvöl minni í Baunalandi ákvað ég að bjóða gellunum í mat... Voða gott allt saman.

Svo er það bara Frakkland á föstudag! Djöfull hlakka ég til en samt finnst mér eitthvað voða skrítið að ég sé aftur á leið til útlanda nýkomin heim og allt það.

mánudagur, janúar 02, 2006

Fyrsti póstur á árinu 2006

Gleðilegt ár allir saman! Vonandi hafiði skemmt ykkur mega vel á gamlárskvöld. Vist mín á fróninu er senn á enda en ég fer á óguðlegum tíma í fyrramálið aftur til DK.

Dagurinn í gær var ekki góður dagur... ég hef sjaldan verið svona hrikalega þunn. Það átti meira að segja að vera djamm í gærkveldi en Hrebbna gat ekki hreyft sig.

Úff ég nenni ekki að pakka! Ég er núna að pakka þeim hlutum sem ég tók ekki með þegar ég flutti fyrst út. Shit hvað ég á mikið af fötum og drasli. Og manni finnst allt svo ómissandi.