Yndislegt að vera komin heim. Í gærkveldi ætluðu ég og Hildur rétt að kíkja á barinn í einn tvo bjóra.... þið vitið hvernig það endaði, eins og alltaf! Í dag vorum við sambýlingarnir ofur duglegar og fórum og versluðum í matinn, skáparnir hér voru orðnir ansi tómir. Nú eigum við fullt fullt af dósamat og ýmsu öðru góðgæti. Ég var eitthvað þyrst í verslunarleiðangrinum en við enduðum með að kaupa 14.5 lítra af vökva. Svo þurftum við náttúrulega að bera allt heim.... Hildur er búin að vera að bölva mér í allan dag. Í tilefni af stuttri dvöl minni í Baunalandi ákvað ég að bjóða gellunum í mat... Voða gott allt saman.
Svo er það bara Frakkland á föstudag! Djöfull hlakka ég til en samt finnst mér eitthvað voða skrítið að ég sé aftur á leið til útlanda nýkomin heim og allt það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli