fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ofurdömur eru menningarlegar...

Ég er að vinna í því að verða dama. Þetta er hörkuvinna og þvílíkt erfitt. Í gær gerðumst við danmerkurdömur menningarlegar. Við fórum á LISTASAFN!!!! Eyddum 2 tímum í að virða fyrir okkur verk Picasso, Rembrandt, Matisse, Munch, Rubens, Mantegna, El Grecho og fullt meira. Reyndar of mikið meira... vorum orðnar svolítið þreyttar.

Að ganga rétt, að tala rétt, að sitja rétt, að borða rétt, að drekka rétt, að hlæja rétt er allt svooooo erfitt. Ég fæ oft bakþanka yfir því hvort ég geti yfirhöfuð orðið dama.

En við stöllur ákváðum að tvisvar í mánuði ætlum við að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að fara á listasafn.

Engin ummæli: