föstudagur, desember 29, 2006

Köben again

Þá er maður komin heim eftir góða ferð til Íslands... gvuð hvað maður át mikið. Kvöldmaturinn í kvöld verður sushi til svona aðeins að vega upp á móti kjötáti síðustu daga. Oh ég elska sushi!

Íbúðin hins vegar er svoooo köld! Ofnarnir virka ekki eins og þeir eiga að gera þannig það er eins og að búa í kæliskápnum í Bónus. Ég svaf meira að segja með húfu í nótt. Ég er samt búin að biðja um að þetta verði lagað en allt hér í DK virkar mjög hægt. Ætli ég þurfi ekki að fara að fjárfesta í rafmagnsofni. Annars er aðeins skárra ef ég kveiki á bakarofninum og hef hann opinn.

Var að skipuleggja vinnuskemaið fyrir janúar og gvuuuuð hvað ég verð busy! Að reyna að skipuleggja vinnu á þremur stöðum er ekkert auðvelt. En við erum að tala um tvo staði á dag og ca 12-14 tíma vinnudaga. Stuð í janúar!

miðvikudagur, desember 27, 2006

SNL - Digital Short - A Special Christmas Box *Uncensored Ve

JT is da man!
Danish language

Sjúklega fyndið

þriðjudagur, desember 19, 2006

I´m leaving on a jetplane

Ísland eftir nokkra klukkutíma og þvílíkur farangur! Oh verst að þurfa að sitja í þessari fjárans flugvél svona lengi til að komast á áfangastað.... not my idea of fun.

En annars beibur ég geri ráð fyrir að ég verði með gamla íslenska númerið ef einhver vill tala við mig.... síjú leiter!

sunnudagur, desember 17, 2006

jólakonfekt

Vegna þess mér leiddist ákvað ég að hringja í liðið hér á ÖK og plata það í konfektgerð. Audda tóku allir vel í þá hugmynd og nú eru komnar þrjár tegundir af trufflum, og 4 aðrar tegundir af konfekti og tvær tegundir af karamellum. Þvílíkur dugnaður.

Annars er allt búið að vera vitlaust hér í Köben í dag... eldar, sprengjur, víkingasveitir, 300 manns handteknir, allt út af Ungdomshuset. Sírenur hljóma hér í nágrenninu nokkuð reglulega þrátt fyrir að vera mjög langt frá átakasvæðinu. Að fylgjast með fréttunum er í senn spennandi og svolítið ógnvekjandi. Elín Ása var að fara í partý í Nørrebro í kvöld en þurfti að leggja á sig marga kílómetra krók á göngunni til að komast þar sem hún þurfti að komast. Mér finnst einstaklega furðulegt að mbl er ekki búið að koma með frekari fréttir af þessu og kannski nákvæmari fréttir. Þar er sagt að þetta sé götubardagi vegna félagsmiðstöðvar.... ekki alveg!Þetta er búið að vera í uppsigi í marga marga mánuði.

Jæja kominn háttatími á mig!

föstudagur, desember 15, 2006

Tíminn flýgur hratt á gervihnattaröld

Vóóóó hvað gerðist eiginlega? Sofnaði ég í margar vikur eða eitthvað? Jólin eftir rúma viku!!! Ég hef ekki náð að klára neitt af þessu sem ég ætlaði að gera fyrir jólin.... úps!

Annars er ég byrjuð í nýrri vinnu.... ítalskur staður alveg við Gammel torv-Nytorv. Ég er voðalega alþjóðleg í þessum vinnum mínum... búin að vinna á áströlskum, dönskum, írskum, frönskum og nú ítölskum og svo skúra hjá amerísku fyrirtæki fyrir íslenskan mann. God damn man!

Úff púff hvað ég er eitthvað löt í augnablikinu... var reyndar komin í vinnuna frekar snemma í morgun og fór svo að snattast út um allann bæ eftir vinnu og endaði í Fields þangað til mér var hent þaðan út rúmlega 21.00. Ég á skilið að vera löt. Fínt að liggja í leti með ipodinn í eyrunum að spila kapal! En ætli maður þurfi ekki að láta sjá sig drekka bjór einhversstaðar í kveldinu.

laugardagur, desember 09, 2006

Normalt?

Bara spyr er það eðlilegt að vera komin í kjól og máluð og alles um hádegi á laugardegi?
Ég er sem sagt að fara í julefrokost með Elínu og familíunni hennar og svo heldur dagskráin áfram fram á miðja nótt.... gvuð ég veit ekkert hvort maður nái að gera allt sem maður er búin að lofa sér í.

Annars TIL HAMINGJU DAVÍÐ!!! Litli bróðir var að klára BS gráðuna sína og útskrifast í dag. Ógó stolt af drengnum, sérstaklega þar sem hann er á einhverjum afrekslista og læti.

miðvikudagur, desember 06, 2006

samhengi?

Ég er byrjuð að stússast í kringum jóladótaríið... ætla sko að vera tímanlega í ár. Mission sem ég er búin að eiga núna í hálft ár kláraðist í gær, en það var að finna fallegan kjól. Ég er búin að leita og leita að kjól síðan í sumar og í gær fann ég einn geeeeggjaðan. Ég var svo ánægð með hann að ég klæddist honum á rauðvíns-osta-fótbolta-skvísukvöldinu í gær. Ég held fáir hafi nokkurn tíman haft þetta þema...

Annars er ég núna að gera það sem mér þykir allra leiðinlegast í geimi, yup you guessed it ÞVOTTUR. Í þetta sinn var það orðið svo slæmt að mig var farið að dreyma helvítis þvottavélina. Um leið er ég að íhuga að jafnvel að hugsa um að koma í verk að þrífa íbúðina. Af hverju þarf maður stundum að eiga svona hrikalega leiðinleg verk sem þarf að ynna af hendi?

sunnudagur, desember 03, 2006

tölvumál


Ég var að fá svona spurningar í gær í vinnunni... var að reyna að kenna rúmlega sextugum karli og einum fimmtugum á e-mail. Þeir báðu um að ég setti etta upp og já já það gerði ég. En þeir halda að þetta sé eitthvað aaaaalllt annað en það er. Einnig voru þeir ekki að fatta heimasíðu veitingarstaðarins... ég var án djóks spurð hvort væri ekki hægt að fá öll e-mail þýdd beint á frönsku... ég spurði er það hægt með reikningana og allt hitt sem kemur í snailmail. Ég útskýrði þetta væri nákvæmlega sama nema tekur ekki jafnlangan tíma að fara á milli. Ég veit þetta er eitthvað sem þeir skilja ekki en shiiiiit hva ég var orðin pirruð.

laugardagur, desember 02, 2006

Íslandsferð enn á ný

Það er komin dagsetning á jólaferðina á Frónið... ég lendi þann 19.des en flýg aftur til Baunalands þann 28. des. Jábbs ég mun eyða áramótunum hér fjarri flugeldum og leigubílageðveiki. En aftur á móti þá mun ég elda veislumáltíð fyrir Baunanna sem verða hér... ætlum að gera etta voða notalegt.

Oh ég nenni ekki að fara og taka jólahreingerningu hérna og nenni engan veginn að setja í þessar 20 vélar sem ég þarf að setja í.