föstudagur, desember 29, 2006

Köben again

Þá er maður komin heim eftir góða ferð til Íslands... gvuð hvað maður át mikið. Kvöldmaturinn í kvöld verður sushi til svona aðeins að vega upp á móti kjötáti síðustu daga. Oh ég elska sushi!

Íbúðin hins vegar er svoooo köld! Ofnarnir virka ekki eins og þeir eiga að gera þannig það er eins og að búa í kæliskápnum í Bónus. Ég svaf meira að segja með húfu í nótt. Ég er samt búin að biðja um að þetta verði lagað en allt hér í DK virkar mjög hægt. Ætli ég þurfi ekki að fara að fjárfesta í rafmagnsofni. Annars er aðeins skárra ef ég kveiki á bakarofninum og hef hann opinn.

Var að skipuleggja vinnuskemaið fyrir janúar og gvuuuuð hvað ég verð busy! Að reyna að skipuleggja vinnu á þremur stöðum er ekkert auðvelt. En við erum að tala um tvo staði á dag og ca 12-14 tíma vinnudaga. Stuð í janúar!

Engin ummæli: