miðvikudagur, janúar 03, 2007

Loksins loksins...

Smá framtakssemi hefur átt sér stað í dag.... aðallega sökum mikillar eftirspurnar en einnig vegna einstaklega pirrandi svefnleysis. Nýjar myndir eru komnar á myndasíðuna eftir mjög langt hlé. Hléið er sökum þess að myndavélin dó en framtakssemin vegna þess að ný myndavél hefur komið í stað hinnar gömlu.

Hvernig stendur á því að þegar maður er maaaagnað þreyttur og langar bara að kúra þá er ekki séns að ná góðum svefni? Ég vaknaði á ca hálftíma fresti í nótt en gafst svo upp á að reyna að sofa um kl. 7 í morgun... GEISP!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Framtaksemin á einum bæ!

Nafnlaus sagði...

úlala bara fancy fancy, líst vel á þessa breytingu hjá þér :)

knús

Guðrún sagði...

Heyrðu heyrðu, svaka flott skvís :) og tack for sidst :)