Þá er einstaklega góðri Íslandsferð lokið. Búin að ná að skoða landið, hitta fjölskylduna og vinina og borða á mig gat. Nú sit ég á flugvellinum og líður svolítið eins og þegar Palli var einn í heiminum. Hér er næstum ekkert fólk nema örfáar hræður í fríhöfninni og get svarið fyrir að ég held það sé barasta enginn í þessari álmu sem ég sit núna. Ég hef aldrei upplifað þetta á flugvelli fyrr.
En að sjálfsögðu eins og er siðurinn, þegar ég er að fljúga, þá er seinkun... ég held bráðum að ég fari barasta að gera ráð fyrir þessum blessuðu seinkunum.
En sjáumst hress og kát í Köben í kveld.
þriðjudagur, september 26, 2006
fimmtudagur, september 21, 2006
Ísland
ísland eftir nokkra tíma... og er Hrebbnan búin að pakka? Neibbs! Hvað þarf ég að taka með eiginlega?
O well... sjáumst!
O well... sjáumst!
miðvikudagur, september 20, 2006
þriðjudagur, september 19, 2006
Sófinn
Ég hef verið all verulega þreytt eftir vinnu í gærkveldi því ég sofnaði á sófanum með allt kveikt og í öllum fötum... nota bene var í vinnudressinu. En hey ég svaf allavega vel! Ég held án djóks að ég gæti sofið standandi stundum.
Nú er mig farið að langa að breyta þessari síðu enn og aftur... þessi þörf kemur yfir mig ca. einu sinni á ári. Bara verst ég er ekkert með neina gífurlega kunnáttu á html. Einhver þarna úti sem vill hjálpa mér?
Nú er mig farið að langa að breyta þessari síðu enn og aftur... þessi þörf kemur yfir mig ca. einu sinni á ári. Bara verst ég er ekkert með neina gífurlega kunnáttu á html. Einhver þarna úti sem vill hjálpa mér?
föstudagur, september 15, 2006
Yndi
Vei borðaði mat áðan sem gerði mig svona líka veika... ég verið að tilbiðja hvítu skálina í allt kvöld. Yndislegt... eða þannig. Átti að fara í vinnuna en gat ekki alveg staðið upp af baðherbergisgólfinu.
Já svo er minns að koma á klakann eftir viku. Hlakka voða til að hitta alla en ekki eins mikið til að fljúga.... það er bara svo leiðinlegt!
Jæja best að fara að lúlla bráðum.
Já svo er minns að koma á klakann eftir viku. Hlakka voða til að hitta alla en ekki eins mikið til að fljúga.... það er bara svo leiðinlegt!
Jæja best að fara að lúlla bráðum.
sunnudagur, september 10, 2006
Rólegheit eða þannig
Góð helgi að baki sérstaklega í ljósi þess þetta var helgin sem ég hef unnið minnst í mjög marga mánuði.
Í gærkveldi héldum við surprise matarboð til heiðurs Maríönnu. Sparimatur og sparivín mmmm ég væri alveg til í svona mat á hverjum degi. Til hamingju með ammælið Maríanna.
Nóttin í nótt verður fyrsta í langan tíma sem ég mun eyða ein í íbúðinni minni. Ég hlakka barasta soldið til í að vera ein.
Í gærkveldi héldum við surprise matarboð til heiðurs Maríönnu. Sparimatur og sparivín mmmm ég væri alveg til í svona mat á hverjum degi. Til hamingju með ammælið Maríanna.
Nóttin í nótt verður fyrsta í langan tíma sem ég mun eyða ein í íbúðinni minni. Ég hlakka barasta soldið til í að vera ein.
þriðjudagur, september 05, 2006
Fokkedí fokk
Hele ÖK familien var hér í M í mat og allt í einu hringir dyrabjallan, við hugsum öll hver í fjáranum getur etta verið? Jæja ég fer til dyra og þar stendur einhver asnalegur dani merktur DR bak og fyrir. Allavega þá er ég að fara að fá reikning fyrir ríkissjónvarpinu... ææææði!
Jól?
Gvuð minn almáttugur það var verið að auglýsa jólahlaðborð í sjónvarpinu. Hallóóóó það er enn sumar!!!