sunnudagur, febrúar 29, 2004

Idol keppnin um starfið heldur áfram!
4 manna úrslit í fyrramálið og ég er í þeim úrslitum.... þannig það eru 25% líkur á að ég fái þetta starf.

Helgin var mjög fín.
Föstudag elduðum ég og Sigrún svaka góðan mat og fengum okkur smá í glas en enduðum fyrir framan sjónvarpið að horfa á bíómynd (eða öllu heldur hrutum í kór)

Á laugardag fór ég í barnaafmæli fékk þar þvílíkar kræsingar... en svo varð ég að yfirgefa það teiti til að fara í það næsta sem sagt afmælið hennar Sigrúnar. Nokkrir öllarar drukknir síðan fórum við á Sirkus en ég fór mjög snemma heim... nennti ekki að djamma... enda sofnaði ég um leið og ég kom heim.

Síðan hef ég þvegið þvott og gert svakalega spennandi hluti eins og laga til í dag.

Nokkrir dagar þangað til Jonathan kemur!!!

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

GOLF

Það er náttúrulega ekki í lagi með mann...... fór áðan í golf út á Korpu í snjókomu. Tók níu holur með mömmu og Önnu. Voðalega skemmtilegt og hressandi.

Annars var svaka fjör á árshátíðinni á laugardag... byrjuðum í keilu (ég vann) síðan var það potturinn á sólbaðsstofunni Sælunni og gerðum okkur klárar þar... svaka skutlur alveg. Síðan var haldið heim til Gyðu í fordrykk... og smá leiki. Síðan var farið í mat á Tapas mmmmmm ekkert smá gott... síðan farið á NASA að hlusta á Nýdönsk. En ég náttúrulega varð að fara á minn heimabar að hitta fyllibytturnar mínar. Á Ara í Ögri voru mörg kunnugleg andlit vel í glasi. Eftir að hafa setið þar að sumbli komu Gyða og Sella og rændu mér og við fórum á Celtic (my old bar). Þar ákvað ég að taka að mér að finna karlmenn handa þeim tveimur... tókst alveg ágætlega því tveir guttar ákvaðu að elta okkur heim. En við svona pent losuðum okkur við þá í Kópavoginum.

Þynnkan á sunnudag var ekkert svo slæm hefur alveg verið mun verri.

Næsta Alþingisviðtalið er í fyrramálið og ég verð nú að segja ég er ansi spennt. Læt ykkur vita hvernig fer.

föstudagur, febrúar 20, 2004

friður

Nú er heimilislífið komið í venjulegt form hérna í Kópavogi.

Ok soldið erfitt þegar 6 manneskjur eru saman komnar á einn stað í rúma viku.....

Amma er flutt inn og ég held að þetta hafi verið met einum og hálfum sólarhring eftir að við byrjuðum að flytja inn fyrir hana er allt klárt eins og það á að vera. Búin að skrúfa fullt af húsgögnum frá IKEA saman... ég er orðinn pró í því verð ég að segja.

Fór í atvinnuviðtal í gær... var nett stressuð en það fór vel. Um 300 manns sóttu um þetta starf hjá Alþingi en 10 manns komast áfram í næsta viðtal og ég er þar á meðal. Nokkuð gott verð ég að segja. En ég er soldið hrædd um þessar 9 aðrar manneskjur séu mikil samkeppni... ég meina hafi jafnvel meiri menntun og reynslu en ég. En ég verð bara jákvæð, næsta viðtal verður líklega á mánudag. En djö.. væri ég til í að vinna þarna.

Á morgun er svo árshátíð Dísanna úr Réttó.... oh ég hlakka svo til.... en smá vandamál ég hef ekki hugmynd í hverju ég á að klæðast. Einhverjar uppástungur???




mánudagur, febrúar 16, 2004

Hæ hó!!!

Jæja ég veit ég er rosalega löt við að skrifa. Það er búið að vera fullt hús hérna í Bakkasmára síðan á miðvikudag. Lítill tími gefist til tölvudútls.

Það sem er búið að ske:

Fór á Grease á miðvikudag.... æðisleg sýning. Hekla litla frænka var alveg rosalega spennt og hissa þegar hún sá Birgittu og Jónsa! Æ ég skemmti mér alveg konunglega.

Á fimmtudag fór ég á Somethings Gotta Give í lúxus salnum í Álfabakka. Ég ætla aldrei aftur í venjulegt bíó ef myndin sem mig langar á er sýnd þarna.

Föstudag öööö man ekki alveg hvað ég gerði en barbí og slíkt hefur örugglega komið við sögu.

Laugardag fór á Björn Bróðir með Heklu og Víking (nágranninn sem er vinur Heklu) síðan fórum við í Perluna og fengum okkur ís. Seinna um kveldið fór ég og hitti Tinnu og Sollu á Ara Í ögri (home sweet home) Heví stuð þar. Ég var samt bara drúari á bíl. Fullt af liði sem ég þekkti þar. Trúbbarnir voru alveg frábærir (og sætir). En svo bað Solla mig að skutla sér heim en ég sagði ég kæmi rétt strax aftur á Ara..... fór beinustu leið heim og uppí rúm.

Sunnudagur dreif mig á fætur og hringdi í fyllibyttur laugardagskvöldsins. Sambandi náð við tvær, þær Sigrúnu og Rannveigu. Við fórum niður í bæ á Gráa Köttinn í einn kaffibolla, síðan í hressandi göngu um miðbæinn, kíktum aðeins á sýningu á Thorvaldsens og síðan sátum við á Brennslunni og spjölluðum frameftir degi.

Búin að kynna Heklu fyrir undrum internetsins....aðallega þó barbie.com! Hehe hún er að verða fíkill eins og ég. Svo er það ræktin á hverjum degi núna.... svona nett better and new me átak í gangi. Svona er líf Hrebbnu um þessar mundir.

P.s. Ég er enn atvinnulaus ef einhver vill ráða mig í vinnu.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Jæja!!

ég var að fá svar frá LYST ehf!!!!
Þetta er skítabatterí sem allir ættu að forðast að eiga viðskipti við!

Hér er svarið:
Sæl,
Ef að fólk hefur ekkert merkilegra um að ræða heldur en tómatsósuna hjá
McDonald's og okkar verðstefnu , þá er það þeirra val.
Við stöndumst flestar verðkannanir miðað við aðra á sama markaði.

Kveðja
Björn


Ég tel þetta ekki vera góða viðskiptahætti af hálfu LYST ehf. og ef þetta er hvernig fólk kemur fram við viðskiptavini þá er ég viss um að þetta fyrirtæki er ekki fjárhagslega sterkt. Grunnhugmyndir í viðskiptafræði ganga út á að hafa viðskiptavininn góðan. Eins og allir vita þá hefur slæmt umtal mun verri og meiri áhrif en góð auglýsing.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Heilsan er ekki hin besta í dag!!!

Jæja nú man ég afhverju ég segist alltaf vera hætt að drekka.... en samt þynnkan er nú ekki eins slæm og hún hefur yfirleitt verið.... vonandi verður þetta bara 2-3 dagar í þynnku þá!

Villibráðarkvöldið var geggjað.... maturinn var yndislegur.... fólkið skemmtilegt.... mikil ölvun (allavega á mér). Það var hreindýrapaté, gæs ( á margan hátt), skarfi, lundi, og eitthvað fleira sem fuglamorðinginn Gunnbjörn kom með. Kalli ákvað að ég væri deitið hans og hélt því fram að deit ættu að þjóna undir deitin sín. Ég hélt nú ekki! Þetta var sko alveg massíft kvöld.

Um þrjúleytið ákveð ég að yfirgefa teitið sem stóð enn í fullum gangi. Og hélt niður í one ó one. Hitti fullt af liði á Ara og Þórunn ákvað það væri rosalega sniðugt að við tvær fengum okkur tvöööö skot hver.... oj oj oj oj. Smá stund að jafna sig svo aftur skot smá stund jafna sig og aftur á barinn og svo aftur og aftur og aftur. Úff! Gaui og Rannveig voru eitthvað mússí mússí þannig ég ákvað að tylla mér á milli þeirra... veit ekki alveg hvernig ég komst fyrir. Horfði á svona mússí mússí allstaðar í kring. Þannig ég og Þráinn stofnuðum enn eina undirdeild í Díonýsus.... sem sagt Félag Grasekkna.

Jæja fórum eftir okkur var hent út af Ara á Nelly´s OMG.... ég hef held ég ekki farið þangað síðan ég fékk aldur til að drekka... sem eru nú komin nokkur ár. One G&T daaaaarling!

Klukkið var orðið margt og ekkert blóð eftir í áfenginu í líkamanum... þannig haldið var heim á leið. Herra Leigubílsstjóri Í Ópavog takk!

Hér í nafla alheimsins var fólkið sem ekki hefur stopptakka enn að sumbla Ingvar og Frú Magnea audda og Herra Þórir. Aumingja Jonathan því Ingvar fór eitthvað að rugla í honum í símanum. Úps!

Bíó í kveld held ég með strákunum og Rannveigu.... veit ekki samt... þýðir það ekki maður þurfi þá að fara úr náttfötunum í föt?

kók er lífsbjörg í þynnkunni!

laugardagur, febrúar 07, 2004

ÚFF!!

Var að byrja aftur í gyminu....harðsperrur dauðans þegar ég vaknaði í morgun. En svo er málið að fara ca 4-5 sinnum í viku. Þannig í sumar verð ég orðin flott.

Hitti Tinnu á kaffihúsi á fimmtudag svaka stuð að slúðra en svo mættu Þráinn, Kiddi og Gaui óvart þannig við fengum náttúrulega smá slúður frá honum Þránni.

Íris kíkti í heimsókn í gær og gvuð við vorum að blaðra lengi lengi og reyktum eins og strompar (mér var líka illt í lungunum í morgun.) Íris til hamingju með hálfrar aldar afmælið um daginn!!

Djamm í kveld 22 manns á leiðinni í mat. Sem betur fer þurfum við ekki að elda... það er séð um það fyrir okkur. Við þurftum hinsvegar að þrífa húsið þannig fólkið kæmist að fyrir rykinu. En djö hvað ég hlakka til.

Grease á miðvikudag með mömmu, Birnu og Heklu. Hekla:"já Hrefna ég held það verði svakalega gaman að sjá Birgitttu og Jónsa" krakkinn er fimm ára!!!

Ég er enn atvinnulaus... mér finnst það ekkert skemmtilegt... eða veistu jú að vísu ég hef eiginlega ekki tíma til að vinna ég er svo upptekin í að hitta fólk. Verst maður fær ekki borgað fyrir það.

Dabbi býr með eitthvað meira en lítið furðulegum gaur... check it!!

Jon kemur líklega að heimsækja mig eftir mánuð en þá er spring break í FAU. Oh hvað ég hlakka til!!!

Jæja best að klára að útrýma rykinu.... skjáumst seinna!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Jæja komin heim úr sveitinni


Þá er maður komin frá Ísafirði. Það var svaka stuð og ég svaka vinsæl meðal fólks á aldrinum 2 ára til 5 ára. Hegna koma leika núna!!! Hjá Birnu fékk maður þvílíkar kræsingar og ég get ekki sagt að það hafi verið hægt að léttast heima hjá henni. MMMM góður matur. Amma var hress og næstum til í flutninginn í höfuðborgina. Hekla er þvílíka pæjan, svaka stuð að hafa mig þarna til að greiða henni og leika við hana. Ég held ég hafi rétt sloppið við að vera veðurteppt þarna. Set inn myndir frá ferðinni þegar ég nenni.

Annars er ég búin að vera svaka löt að fara út að leika við krakkana. Finnst voðalega þægilegt að vera heima og horfa á imbann og leika í tölvunni. En um helgina meðan ég var í sveitinni missti ég af ansi mörgum teitum og einu stykki sumarbústaðaferð.... æ vá ég var bara fegin því þá þurfti ég ekkert að hanga í neinni þynnku.

Merki um að ég er orðin aðeins eldri.... ég nenni ekki að djamma því ég nenni ekki að vera þunn. En maður fær sér örugglega eitthvað í glas um helgina. Villibráðarkvöld Íslenskra Matvæla er á laugardag hérna heima hjá okkur.... búið að vera árlega í fimm ár. Ef einhver vill koma út að leika við mig þá má alltaf bjalla í mig.