mánudagur, febrúar 16, 2004

Hæ hó!!!

Jæja ég veit ég er rosalega löt við að skrifa. Það er búið að vera fullt hús hérna í Bakkasmára síðan á miðvikudag. Lítill tími gefist til tölvudútls.

Það sem er búið að ske:

Fór á Grease á miðvikudag.... æðisleg sýning. Hekla litla frænka var alveg rosalega spennt og hissa þegar hún sá Birgittu og Jónsa! Æ ég skemmti mér alveg konunglega.

Á fimmtudag fór ég á Somethings Gotta Give í lúxus salnum í Álfabakka. Ég ætla aldrei aftur í venjulegt bíó ef myndin sem mig langar á er sýnd þarna.

Föstudag öööö man ekki alveg hvað ég gerði en barbí og slíkt hefur örugglega komið við sögu.

Laugardag fór á Björn Bróðir með Heklu og Víking (nágranninn sem er vinur Heklu) síðan fórum við í Perluna og fengum okkur ís. Seinna um kveldið fór ég og hitti Tinnu og Sollu á Ara Í ögri (home sweet home) Heví stuð þar. Ég var samt bara drúari á bíl. Fullt af liði sem ég þekkti þar. Trúbbarnir voru alveg frábærir (og sætir). En svo bað Solla mig að skutla sér heim en ég sagði ég kæmi rétt strax aftur á Ara..... fór beinustu leið heim og uppí rúm.

Sunnudagur dreif mig á fætur og hringdi í fyllibyttur laugardagskvöldsins. Sambandi náð við tvær, þær Sigrúnu og Rannveigu. Við fórum niður í bæ á Gráa Köttinn í einn kaffibolla, síðan í hressandi göngu um miðbæinn, kíktum aðeins á sýningu á Thorvaldsens og síðan sátum við á Brennslunni og spjölluðum frameftir degi.

Búin að kynna Heklu fyrir undrum internetsins....aðallega þó barbie.com! Hehe hún er að verða fíkill eins og ég. Svo er það ræktin á hverjum degi núna.... svona nett better and new me átak í gangi. Svona er líf Hrebbnu um þessar mundir.

P.s. Ég er enn atvinnulaus ef einhver vill ráða mig í vinnu.

Engin ummæli: