mánudagur, febrúar 09, 2004

Jæja!!

ég var að fá svar frá LYST ehf!!!!
Þetta er skítabatterí sem allir ættu að forðast að eiga viðskipti við!

Hér er svarið:
Sæl,
Ef að fólk hefur ekkert merkilegra um að ræða heldur en tómatsósuna hjá
McDonald's og okkar verðstefnu , þá er það þeirra val.
Við stöndumst flestar verðkannanir miðað við aðra á sama markaði.

Kveðja
Björn


Ég tel þetta ekki vera góða viðskiptahætti af hálfu LYST ehf. og ef þetta er hvernig fólk kemur fram við viðskiptavini þá er ég viss um að þetta fyrirtæki er ekki fjárhagslega sterkt. Grunnhugmyndir í viðskiptafræði ganga út á að hafa viðskiptavininn góðan. Eins og allir vita þá hefur slæmt umtal mun verri og meiri áhrif en góð auglýsing.

Engin ummæli: