fimmtudagur, mars 30, 2006

Vax og fegrun

Þrátt fyrir gífurlega fegurð er alltaf hægt að auka á hana. Ég keypti mér því eitthvað gasalega sniðugt gukk til að fjarlægja öll óæskileg hár. Kassinn sagði að þetta væri sársaukalaust og ekkert mál. Kassinn laug! Cold Wax Strips... ég fer eftir leiðbeiningum og byrja á löppunum........ Legg þetta pent á og svo átti að rífa. Það tók mig sirka 10 tilraunir í að rífa af.... djöööö hvað þetta er heví sárt. Við skulum bara segja að öll óæskileg hár eru enn á sínum stað. Er einhver svo mikill masókisti að geta pyntað sjálfa sig svona hrikalega? Frekari fegrunaraðgerðir verða prófaðar á næstunni.

Nú er einungis vika í partýið! Vúhú! Ég er reyndar ekki búin að missa 20 kg á einum mánuði eins og ég hafði vonast til myndi gerast. Kraftaverk gerast alveg þannig enn er von.

þriðjudagur, mars 28, 2006

fyndnast í heimi!!!

Vissiru að ef þú googlar orðið framtakssemi þá er síðan mín sú fyrsta sem kemur upp! Mér finnst þetta óendanlega fyndið! Sérstaklega þar sem ég er nú ekkert voðalega framtakssöm.

mánudagur, mars 27, 2006

Hrokafyllri andskota hef ég ekki kynnst

Dagurinn í dag hefur verið einstaklega viðburðarríkur eða ætti ég að segja fullur af óvæntum uppákomum... kynntum verkefnið okkar og ég verð að segja að það varð ekki alveg eins og ég var búin að plana það. En ég hef ákveðið að láta þetta ekki pirra mig meira í dag.

Já já svo skilaði ég dönsku skattskýrslunni minni í dag hún kom heldur ekki út eins og ég hafði planað.

Fékk upplýsingar um orlofið mitt og það kom einnig á óvart... en skemmtilega á óvart.

Hitti íslensku mafíuna á Baresso eftir skóla en ég var kannski ekki alveg eins glæsileg eins og ég á mér til að vera. Ástæðan er jú svefnleysi undanfarna daga vegna verkefnisins. Ég vissi ekki hvað var upp né niður; var eiginlega meira bara á Autopilot.

Náði að sofna aðeins og núna er Hildur í snyrtingu hjá mér. Oh hún verður sko alveg bomba!

Nýja lífsmottóið mitt: Þetta reddast...

sunnudagur, mars 26, 2006

Thad snjóar!!!

Ég barasta trúi thessu engan veginn... thad á ad vera komid vor en nei nei thad snjóar og barasta er ekta vetrarvedur.

Svo var klukkan ad breytast thannig smá sjokk hjá mér í dag. Ég hélt klukkid væri ellefu (thegar ég ætladi ad vera komin í skólann) en nei nei thá var klukkid tólf. Tapadi klukkutíma! En sem betur fer gerdu allir adrir í hópnum mínum sømu mistøk.

Nú styttist í partýid mikla!! Djøøø hvad tilhløkkunin er ordin geigvænleg. Einnig tilhløkkun til Íslandsferdar... tvær vikur!

laugardagur, mars 25, 2006

Svo bjartsýn að það er vitleysa

Einhvern veginn þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ofurbjartsýn. Ég hélt að hitastigið væri álíka og hefur verið undanfarna daga þannig ég skellti mér bara í flíspeysuna og hljóp út. Andskoti hafði ég rangt fyrir mér... það var svo drullukalt að ég hélt ég væri komin á Norðurpólinn. Ég hefði alveg viljað vera í ullarkápunni með húfu, trefil og vettlinga. Á ég virkilega að trúa því að vorið er farið og vetur kominn aftur? snökt snökt!

föstudagur, mars 24, 2006

Hvað er að gerast?

Föstudagur en ekki flöskudagur. Voðalega gaman í skólanum í dag allir enn að farast úr stressi, kennararnir með biðlista í að svara spurningum... mjög fyndið þeir sem vildu spyrja að einhverju áttu að skrifa nafnið sitt upp á töflu og svo var farið eftir þeirri röð.

Vá hvað ég væri til í að vera á sólarströnd núna að sötra kokteila og með engin deadlines eða stress. Geisp... Annars er ég búin að afreka ekkert smá í dag og verð að segja ég sé barasta pínu stolt af mér.

Vaknaði eldsnemma, fékk mér hafragraut í morgunmat.... halló ég borða næstum aldrei morgunmat og vakna næstum aldrei snemma. Þannig það er í sjálfu sér nógu mikið til að vera stolt af.

Best að halda áfram með vesenið...

fimmtudagur, mars 23, 2006

hæ dúllurnar mínar!

Nóg að gera í skólanum þar sem við erum að fara að kynna verkefnið okkar á mánudag. Sé fram á það að fá að eyða helginni minni í skólanum... vei!

Á laugardagskvöld ætlum við íslenska mafían að halda skipulagningarfund vegna stóra partýsins þann 7.apríl næstkomandi... vúhú! Ætlum að elda eitthvað gúmmulaði og hygge okkur.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Þjóðvegarollan


Eftir miklar umræður komumst við að því í dag að þessi stúlkuKIND sem svarar nafninu Hildur er best lýst sem þjóðvegarollu. Af hverju spyrðu?
Hún er þrjóskari en andskotinn alveg eins og blessuðu kindurnar.
Hún fer ekki auðveldu leiðina alveg eins og rollurnar þegar þær fara að grasinu á erfiðasta svæðinu.
Hún er hrifin af tjöru alveg eins og rollurnar sem éta þjóðvegagrasið.
Hún er þorin alveg eins og rollurnar þegar þær bifast ekki þegar þær horfa á ljósin á bílnum þínum standandi á miðjum veginum.
Hún er bjartsýn alveg eins og rollurnar þegar þær bifast ekki þegar þær horfa á ljósin á bílnum þínum á miðjum veginum.
Svo er hún voðalega hrifin af "felulitum" rollunnar.

Vorið er að koma

Í dag í fyrsta skipti í lengri tíma er ekki svo kalt og sólin skín. Þegar ég fór út fékk gleðitilfinningu um að vorið er aaaalveg á næsta leiti. Oh hvað ég hlakka til. Það eru komin 1001 plön um hvað á að gera í sumar nú er bara spurning hvað af þessu verður að veruleika.


Já já ég var komin í metró í morgun því ég þurfti að fara að hitta hópinn minn í skólanum... nei nei þeir hættu við. Þannig ég hélt bara heim á leið, kom við í bakaríinu og fékk heitt brauð og valhoppaði heim á leið. Fékk mér kaffi og sígó með Kötlu via Skype... já allir að fá sér Skype.

Voðalega er þetta viðbjóðslega hamingjusöm færsla... vantar bara bleiku skýin og einhyrningana.

þriðjudagur, mars 21, 2006

PARTÝ Ársins!


Þann 7.apríl um kl.20.00 hefst partý ársins!! Lesendum mínum er að sjálfsögðu boðið en það verður haldið Öresundskollegí í einum af partýsölunum. Þema teitisins verður sluts, ho´s og pimps!

Hver ætlar svo að mæta???


Hæ beibur

Hvað segiði dúllurnar mínar?

Já loksins loksins lét ég verð af því að þvo þvott.... bara 8 vélar takk fyrir. Nú þyrfti ég bara að fá vilja til að vaska upp... úff!


En jæja best að fara að læra aðeins.

sunnudagur, mars 19, 2006

Þarf að kaupa mér svona...



Já áhugavert! Var einmitt að spá hvort ég þyrfti ekki að kaupa mér svona. Spurning hvort þetta sé skyldueign þegar maður verður ríkur og frægur?

Á að vera að læra

Verð bara að deila þessu með ykkur...

Vó!

Ég er svo mikil húsmóðir í dag að án djóks þá eru smákökur að bakast í ofninum...

Eðlilegt?

Ekkert djamm á Hrebbnunni í gær... enda smá þynnka í gangi. En hverjum hefði dottið í hug að Þráinn fyrrverandi ofurdjammari og Hrebbna formaður drykkjufélags myndu sitja á laugardagskveldi að horfa á American Idol og ég að sauma, hann að vaska upp? Við hlógum óendanlega mikið að þeirri staðreynd að við erum að fullorðnast aðeins. Annars var svo bara horft á videó.

laugardagur, mars 18, 2006

Skiluru?


Ég var ógó sæt í gær sem Silvía Night. Fyndna var að margir héldu ég væri alltaf svona... híhí vitleysingar! Ég fékk svo mikla athygli að ég er að spá í að vera alltaf svona á djamminu. En já nú er komin pása í djamminu...

Já og svo er barasta búin að vera dugleg í dag... myndirnar komnar á netið!

föstudagur, mars 17, 2006

Gleðilegan Heilags Patreksdag

Mmmm mig langar í eitthvað ógeð en átakið er enn í gangi. Ég og Hildur fórum á HRC í gærkveldi og fengum okkur bara salat. En ég held bjórinn sem fylgdi hafi nú ekki verið sérlega hollur.

Í kvöld er svo grímuballið í skólanum... ég er farin að hlakka massa til. Best að koma sér út í búð að versla í salatið sem ég ætla að koma með. Og fiffa til búninginn.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Átak...

Átak bara hollusta gengur ágætlega... gulrætur og vatn í morgunmat. Ég ætla samt ekki ad hætta ad drekka kaffi, ég hef reynt thad ádur og ég vorkenni fólkinu í kringum mig í theim adstædum.

Annars mætti ég klukkutíma of snemma í skólann í dag... hefdi alveg verid til í ad sofa lengur.

Fleiri fréttir... minns ætlar ad skreppa á frónid í páskafríinu. Kem thann 10.apríl og fer aftur heim til mín thann 17. apríl. Tekid verdur vid tímapøntunum í gegnum tølvupóst.

sunnudagur, mars 12, 2006

Húsmóðir með meiru...

Þessa helgina hefur ekki verið neitt djamm á íbúa A702 og heimalningum. Þess í stað ákváðum við að nota bjórpeningana í að kaupa gourmetmat og elda og hygge okkur.

Elduðum alveg veislumáltíð í gærkveldi og horfðum á of mikið sjónvarpsefni. Daginn í dag byrjuðum við á að baka köku og fórum svo í verslun að kaupa inn fyrir veislumáltíð kvöldsins. Mmmm góður matur og næsheit... þarf að gera þetta oftar.

Ágætt að fá svona helgar öðru hverju. Næsta föstudag er grímuball hjá bekknum og Hrebbnan ætlar að öllum líkindum að fara sem Silvía Nótt, ofurstjarna. ÚÚ yeah beibí, skilurru.

föstudagur, mars 10, 2006

Kormákur...

Kormákur er rosalega lasinn, ég held það sé vegna þess ég hef ekki verið mikið heima til að tala við hann og Breka. Ég ákvað því að vera heima í kvöld til að ræða aðeins við þá og halda þeim félagsskap. Vona að þeir hressist við.

Ég var að fá yfirlit yfir rafmagnsnotkun og hita, Hrebbna barasta notar varla neitt. Og ég er því búin að ofgreiða og fæ sem sagt góðan afslátt á leigunni í næsta mánuði. Mjööög sátt við það þar sem ég er alveg einstaklega fátæk um þessar mundir. Atvinnuleit stendur nú yfir og vona ég að vera komin með tekjulind á næstunni.

þriðjudagur, mars 07, 2006

kannski að koma sumar

Sólin brosti aðeins í dag... þrátt fyrir sól var skítakuldi. Þrátt fyrir kulda ákvað ég að fara í góðan göngutúr hér um hverfið. Hressandi!

Mig langar að einhver taki mig í makeover... ég held ég þurfi á því að halda. Kenna mér að mála mig, klippa mig geggjað töff og breyta fatastílnum mínum... bara gera mig að skutlu...

Sjálfsagi óskast keyptur... Leti fæst gefins á sama stað gegn því að verða sótt.

mánudagur, mars 06, 2006

Mér lídur svo vel ad ég gæti hoppad af thaki....

Ædislegt! Ég hef nád ad næla mér í einhverja pest en ég hallast frekar ad thví ad thetta sé matareitrun eda eitthvad slíkt. Já sem sagt sídasti sólarhringur hefur verid frábær...sjaldan upplifad eins mikla skemmtun. Fadmandi herra Gustavsberg eins og hann sé my long lost love.

En thar sem ég er svo mikid hørkutól ákvad ég ad fara samt í skólann. Ég held ég sé á leidinni heim aftur.

laugardagur, mars 04, 2006

Ekki fréttir

American Idol er málið! Búin að grenja úr hlátri yfir þessum þætti að undanförnu. I luv it!

Þráinn vill loksins fara út að leika með okkur byttum þannig það verður eitthvað teigað af öl í kvöldinu. Bara gaman að því.

Ég vildi ég væri með einkaþjón til að þvo þvottinn minn, vaska upp og þrífa hjá mér. En sko málið er sá þjónn mætti ekki heimta mikið í laun kannski einstaka bjór en það er það einasta sem ég gæti borgað. Umsóknir óskast í kommentakerfi.