Ekki á morgun ekki hinn heldur hinn!
Þvotturinn er þveginn en það gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig. Búin að þvo og þá eru allir þurrkararnir bilaðir... ég með tonn af þvotti og ekki beint þurrkaðstöðu heima hjá mér. Allt reddast á endanum.
Eldaði risotto handa mér og Elínu... namminamm. Ótrúlegt hvað maður getur eldað þegar manni finnst ekkert vera til.
Hlín er einhversstaðar í háloftunum núna á leið til Köben. Gaman gaman.
þriðjudagur, júlí 29, 2008
mánudagur, júlí 28, 2008
Stjörnuspáin!
Tvíburar: Það er eitthvað sem þú gerir mjög svo rétt! Allt í lífi þínu er á sínum stað. Og þar sem þú hefur stjórn á öllu, geturðu hreinlega slappað af og haft það gott.
Ekki slæm stjörnuspá en já slappað verður aldeilis af á næstu vikum. Hlæní kemur annað kvöld og audda er kampavínið komið í kælinn.
Er hægt að vera spenntari???
Ekki slæm stjörnuspá en já slappað verður aldeilis af á næstu vikum. Hlæní kemur annað kvöld og audda er kampavínið komið í kælinn.
Er hægt að vera spenntari???
föstudagur, júlí 25, 2008
6 dagar!
Komin með miðann minn...veiiiiii! Á þessum tíma í næstu viku verð ég og Hlæní í Hamborg að drekka bjór.
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Fyrir Evu
Jæja húsmóðirin í Garðabænum heimtar fréttir svo hér koma þær.
Það styttist mjög í sumarfríið og ég verð að viðurkenna að tilhlökkunin er að gera út af við mig. Búin að melda mig í heimsókn hjá Lisi í Vín. Langt síðan ég hef séð hana þannig það verður frábært að ná að catch up aðeins. Ætla líka að reyna að ná kaffibolla með Hrefnu Líneik. Hlæní kemur 29. júlí og er ætlunin að borða smá sushi og smakka hvítvín áður en við förum í reisuna miklu.
Annars er málið að vinna eins og svín þangað til á föstudag í næstu viku. Reyndar ætla ég að kíkja á tónleika á laugardaginn með sænsku hljómsveitinni KENT með upphitun frá dönsku hljómsveitunum Storm, Hard Candy og Marvel Hill. Hugsa þetta verði skemmtilegt kvöld.
Ein spurning hvað tekur maður eiginlega með sér í bakpokaferðalag annað en bakpoka?
Það styttist mjög í sumarfríið og ég verð að viðurkenna að tilhlökkunin er að gera út af við mig. Búin að melda mig í heimsókn hjá Lisi í Vín. Langt síðan ég hef séð hana þannig það verður frábært að ná að catch up aðeins. Ætla líka að reyna að ná kaffibolla með Hrefnu Líneik. Hlæní kemur 29. júlí og er ætlunin að borða smá sushi og smakka hvítvín áður en við förum í reisuna miklu.
Annars er málið að vinna eins og svín þangað til á föstudag í næstu viku. Reyndar ætla ég að kíkja á tónleika á laugardaginn með sænsku hljómsveitinni KENT með upphitun frá dönsku hljómsveitunum Storm, Hard Candy og Marvel Hill. Hugsa þetta verði skemmtilegt kvöld.
Ein spurning hvað tekur maður eiginlega með sér í bakpokaferðalag annað en bakpoka?
mánudagur, júlí 07, 2008
Flutningar
Ég sit hér á RBG með fullt af kössum í kringum mig og bíð eftir flutningamönnunum. Eftir nokkra klukkustundir verð ég komin íbúðina á Vesterbro með kampavín í glasi...
En váááá hvað er búið að vera mikil törn um helgina! Föstudagur: Vinna á hótelinu og svo bjór með vinnufélögunum eftir vinnu. Varð svolítið fuglur. Laugardagur: Vinna eldsnemma á hótelinu, heim að pakka smá, svo vinna á Basilic. Sunnudagur: Vinna aftur eldsnemma á hótelinu, nokkra klukkutíma svefn og svo vinna á Snorks um kvöldið/nóttina. Í dag vaknaði ég eldsnemma til að klára að pakka öllu og ganga frá og fara í bankann og er því búin að vera á billjón í allann dag. Gvuð hvað ég verð glöð þegar ég er búin að þessu öllu! Ætla aldeilis að sofa eitthvað næstu daga því lítið hefur farið fyrir svefni að undanförnu.
Ég á helgarfrí um helgina og ég held barasta að ég geri alls ekki neitt!
En váááá hvað er búið að vera mikil törn um helgina! Föstudagur: Vinna á hótelinu og svo bjór með vinnufélögunum eftir vinnu. Varð svolítið fuglur. Laugardagur: Vinna eldsnemma á hótelinu, heim að pakka smá, svo vinna á Basilic. Sunnudagur: Vinna aftur eldsnemma á hótelinu, nokkra klukkutíma svefn og svo vinna á Snorks um kvöldið/nóttina. Í dag vaknaði ég eldsnemma til að klára að pakka öllu og ganga frá og fara í bankann og er því búin að vera á billjón í allann dag. Gvuð hvað ég verð glöð þegar ég er búin að þessu öllu! Ætla aldeilis að sofa eitthvað næstu daga því lítið hefur farið fyrir svefni að undanförnu.
Ég á helgarfrí um helgina og ég held barasta að ég geri alls ekki neitt!