miðvikudagur, júlí 23, 2008

Fyrir Evu

Jæja húsmóðirin í Garðabænum heimtar fréttir svo hér koma þær.



Það styttist mjög í sumarfríið og ég verð að viðurkenna að tilhlökkunin er að gera út af við mig. Búin að melda mig í heimsókn hjá Lisi í Vín. Langt síðan ég hef séð hana þannig það verður frábært að ná að catch up aðeins. Ætla líka að reyna að ná kaffibolla með Hrefnu Líneik. Hlæní kemur 29. júlí og er ætlunin að borða smá sushi og smakka hvítvín áður en við förum í reisuna miklu.



Annars er málið að vinna eins og svín þangað til á föstudag í næstu viku. Reyndar ætla ég að kíkja á tónleika á laugardaginn með sænsku hljómsveitinni KENT með upphitun frá dönsku hljómsveitunum Storm, Hard Candy og Marvel Hill. Hugsa þetta verði skemmtilegt kvöld.



Ein spurning hvað tekur maður eiginlega með sér í bakpokaferðalag annað en bakpoka?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst nauðsynlegt að bursta tennur og fara í hreinar nærbuxur á hverjum degi...

þannig að ég myndi sennilegast kaupa einhverjar þægilegar nærur sem kosta ekki krónu (og eru very ugly) fyrir hvern dag og henda bara eftir notkun... en ég bý líka í garðabæ og þar eru allir ríkir.. haha

annars er alveg bókað að þú takir of mikið með þér... vertu bara fegin að þú ert ekki ég því þá væri allur fata skápurinn komin í töskuna og já...

takk fyrir bloggið :)
knús