mánudagur, mars 28, 2005

Lisi ist so schön & gut, ich liebe sie auf ewig. Schlafen sie af bytte!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, mars 27, 2005

fegrunarslys

Það er farið að vora og auðvitað vill maður líta sem best út. Þar sem ég hef litið út eins og næpa núna í nokkra mánuði ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Ok ég fer ekki í ljós því það er svo óhollt þannig brúnkukrem er næst besta lausnin. Ég hef reyndar oft notað brúnkukrem, þannig ég veit ekki hvað fór úrskeiðis!

Jæja ég fer í sturtu og exfoliata eins og maður á að gera. Svo hefst aðgerð brúnkumeðferð! Passa mig alveg ofboðslega að gleyma engum svæðum og allt sé voðalega jafnt. Var örugglega í klukkutíma að þessu... nei ok ég ýki aðeins. Náttúrulega í lokin þvoði maður og skrúbbaði hendurnar.

Afraksturinn er ég lít út eins og abstract listaverk með hvíta hanska! Vinstri leggur er með dekkri skelli hér og þar ekki ólíkt dalmatíuhundi... hægri leggur hefur tvær skemmtilegar hvítar rendur. Já já svo er ég með hvít svæði hér og þar. Damm og sem var á leið í Bláa Lónið næstu helgi!

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ákvarðanir

Ég er búin að hugsa og hugsa og hugsa um hvað ég vil gera í framtíðinni. Ég er ekki að fíla vinnuna mína neitt rosalega... ég er í námi bara til að vera námi upp á punt... ég bý enn heima hjá foreldrum mínum og verð þar þangað til ég ákveð eitthvað.

Ég hef því ákveðið að flytja til Kaupmannahafnar.... ég fer í maí! Ætla að vinna þar þangað til ég fæ svar frá skólanum sem ég sótti um. Ef ég fæ neitun frá skólanum þá held ég áfram að vinna en ef ég fæ já frá skólanum þá er ég komin í nám í Köben. Elín og Sólveig eru þegar farnar að leita að hentugu húsnæði.

Lisi er búin að vera á landinu í rúma viku. Auðvitað hef ég náð að koma nokkrum bjórum í konuna... hehehe. En annars finnst mér hún snillingur... hún var hérna á landinu í 10-11 mánuði fyrir 5 árum og talar enn þvílíkt flotta íslensku. Ég hugsa að ég gæti þetta ekki.

þriðjudagur, mars 22, 2005

úps!

Ég var svo mikið að hugsa áðan að ég fór óvart yfir á rauðu! Hámark úpsins!

fimmtudagur, mars 17, 2005


Allt vel merkt!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, mars 16, 2005


Magga týnd- nehh bara ad gretta sig!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Þarna er magga!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hvar er magga?
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, mars 15, 2005

First á réttunni svo á röngunni

Oh svo ljúft að þurfa ekki að mæta fyrr en kl.13 í vinnuna! I love it! Sofa út og slæpast alveg fram á hádegi.... mér finnst það eigi að banna vinnu fyrir hádegi alla daga.

Bloggleysi hefur einkennt síðustu daga. En margt hefur gerst. Á föstudagskveld var ég bara í því að undirbúa árshátíð Dísanna en þegar það var allt klárt fór ég til vinafólks m&p að pikka þau upp og horfa á úrslit ædolsins. Endaði í mjög heitum umræðum um Evrópusambandið fram á nótt...

Vaknaði eldsnemma til að halda áfram að undirbúa árshátíðina miklu enn frekar, já ok taka til! Tóti kokkur mætti um hádegi og byrjaði að undirbúa sig. Kl. 14 þá vorum við Dísir mættar niður í skautahöll og fórum á skauta.....dískóskauta! Hehehe það var alveg massíft enda 10 ár síðan ég fór síðast á skauta. Brunað eftir það að versla fyrir kvöldið og svo heim að ganga frá og leggja á borð og gera sjálfa sig sæta.

Stelpurnar fóru að týnast inn og allar svaka sætar og fínar. Um 20 fengum við alveg geggjaðan mat. Í forrétt var þorskur á tagliatellibeði með einhverri pestósósu.... mmmm bara gott. Svo var kálfakjöt, salat og túrineruð kartafla. Í eftirrétt var fjallagrasabúðingur með ferskum berjum og súkkulaðifrauðsósu.

Skemmtiatriðin heppnuðust massa vel hjá okkur og ég er mjög sátt við það. Svo var SingStar fram eftir nóttu og mikil ölvun einkenndi nokkrar stöllur. Fórum allar í bæinn og að venju þá náttúrulega splittaðist allt upp. Ég endaði á Celtic með Kötlu en svo kom Gyðilíus og Tóti kokkur og einhverjir fleiri.

Ég fór snemma heim að mér skilst miðað við margar aðrar... en ég var komin heim um hálf sjö. Fór að vísu ekki að sofa fyrr en um átta þar sem ég fór að laga til!!!

Sunnudagur var letidagur...dundaði mér við að vaska upp þessi 50 glös og álíka mikið af diskum. Fór svo í afmæli til Birtu beib... maður á alltaf að fara í afmæli þegar maður er þunnur....maður fær svo gott að borða. Um kveldið var tekinn bíó með liðinu.

föstudagur, mars 11, 2005

flottir skór

Ég get bara ekki hætt að dáðst að nýju stigvélunum mínum.

Ég vil benda öllum konum á þessa snilldar búð á netinu. Ég held flestar konur eigi bágt með að finna stigvél sem passa ákkúrat á kálfana á þeim... alltof of stórt eða of lítið.

Ég tók áhættu að panta þarna því ég vissi ekkert hvernig þessi skór kæmu til með að líta út við afhendingu né hvort þau kæmu yfirhöfuð. Skórnir kostuðu 75 pund og svo var 4000 kall í tolla. Samtals 12.000 í.kr.

En viku eftir að ég panta eru þau komin heim til mín upp að dyrum. Ég opna kassann og ó gvuð minn almáttugur þau eru geggjuð... æðislegt leðrið í þeim...svo mjúkt, og fallega fóðruð....ótrúlega vönduð stigvél.... æ ég er ástfangin af þessum skóm og ég á mér nýja uppáhalds búð!

flottir skór

Ég get bara ekki hætt að dáðst að nýju stigvélunum mínum.

Ég vil benda öllum konum á þessa snilldar búð á netinu. Ég held flestar konur eigi bágt með að finna stigvél sem passa ákkúrat á kálfana á þeim... alltof of stórt eða of lítið.

Ég tók áhættu að panta þarna því ég vissi ekkert hvernig þessi skór kæmu til með að líta út við afhendingu né hvort þau kæmu yfirhöfuð. Skórnir kostuðu 75 pund og svo var 4000 kall í tolla. Samtals 12.000 í.kr.

En viku eftir að ég panta eru þau komin heim til mín upp að dyrum. Ég opna kassann og ó gvuð minn almáttugur þau eru geggjuð... æðislegt leðrið í þeim...svo mjúkt, og fallega fóðruð....ótrúlega vönduð stigvél.... æ ég er ástfangin af þessum skóm og ég á mér nýja uppáhalds búð!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Allt að gerast!

Greinilegt að það er farið að vora... miklu meira líf og fjör á Austurvelli. Rónarnir eru farnir að sjást þar sitja í litríkum samræðum á hverjum degi. Það er líka svo hlýtt úti að maður finnur alveg að það er sumar alveg á næsta leiti. Oh ég hlakka svo til sumarsins. Danmörk here I come!

Komin með nett ógeð á vinnunni minni og var mjög nálægt því að segja upp í gær. Fékk bara nóg! Hringdi í Elín Ásu alveg brjáluð og sagði að ég kæmi örugglega fyrr en ég ætlaði mér. Náði nú alveg að róast eitthvað. Sólveig og Elín Ása hringdu í gærkveldi og ætluðu að peppa mig upp... ég var á deiti með Óla Lokbrá þannig ég missti af þeim... en heyrði skemmtileg skilaboð á talhólfinu... takk skvísur.

Svo er allt að smella saman með árshátíð Dísanna sem verður heima hjá mér eftir 4 daga. Djöfull hlakka ég til. Þetta verður flottasta árshátíðin hingað til...trúið mér enda ég og Anna Lára í skipulagningu.

Oh svo eru stigvélin sem ég pantaði mér komin.... djöfull verð ég flott.

mánudagur, mars 07, 2005


Tilvonandi eiginmaður og viðhald...
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, mars 05, 2005


Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, mars 04, 2005

Nóg að gera!

Minns er barasta í fríi í dag! Mjööög ljúft og í dag er þéttskipuð dagskrá. Ég fer í klippingu og litun hjá Þórunni... hún ætlar að gera mig að svaka skvísu. Þarf einnig aðeins að kíkja út á bókhlöðu en ég er að gera hópverkefni í Rekstrarstjórnun sem er að gera mig gráhærða.... Spálíkön eru ekki sniðug. Var á fundi í gærkveldi þar sem ég hélt að við myndum ekki geta gert neitt... en svo bara kláruðum við eiginlega ritgerðina.... vúhú!

Í kvöld fer ég svo út að borða með Skemmtifélaginu Labello... sem er félag jákvæðra þingvarða... Caruso here I come. Svo verður eitthvað smá djamm á því liði í kveld.

Á morgun er svo djamm á Díónýsus! Vííííí...

Í gærkveldi þá fór ég á þennan fund og svo honum loknum fór ég út á vídeóleigu og tók tvær myndir og Eva kom í heimsókn og ætlaði að horfa á með mér. Ég var sofnuð held ég áður en það var búið að ýta á play. Týpískt.

Annars eru fleiri útlendingar að koma til Íslands... Lisi vinkona frá Austurríki er að koma þann 16.mars djöööö hvað ég hlakka til að hitta hana. Hún var skiptinemi í MK þegar ég var þar... og ég hef ekki séð hana síðan hún fór til Austria!

Ég er búin að senda myndina hér að neðan af Kristínu og Ásgeiri í ljósmyndasamkeppni... viðfangsefni keppninnar er svipbrigði geta sagt meira en þúsund orð! múhahahah!

Jæja nóg af röfli best að fara að gera eitthvað af viti!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Hvað er að fólki?

Ég fékk e-mail áðan (já já ég veit allir fá email)... kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og ég verð nú að segja að blendnar tilfinningar eru um þetta e-mail. Ég er barasta vægast sagt sjokkeruð. Þetta e-mail var frá fyrrverandi tengdó... hún er að tjá mér það að Jon hefði sagt henni að ég og fjölskylda mín yrðum heima í lok mars. Og barasta hefði bókað far í heimsókn fyrir sig og Jon! Í fyrsta lagi þá hef ég ekkert talað við Jon um hvort ég yrði heima eða ekki heima í mars eða neitt þar í kring. Ég ætlaði satt best að segja að vera í Köben þessa daga eða í London með Elínu... ok Köben ferðin datt niður en var enn að skoða þetta með London! Hver bókar far til Íslands án þess að spyrja fyrst?

Mér finnst þetta mjög óþægilegt vægast sagt.