mánudagur, júní 30, 2003

Hann lendir á Fróninu

Þá er allt komið á hreint með flug og slíkt hjá Jon og Sarah systur hans.

Þau fara í loftið 11. júlí og lending er hérna 12. júlí klukkan 6.25 um morguninn. Síðan fara þau tilbaka 22. júlí.

Loksins búin á næturvöktunum þarf ekkert að mæta í heila viku á óguðlegum tíma í vinnuna.... bjór og sígó með Kötlu og Sigrúnu í kvöld.... ætli ég kunni að fara á kaffihús lengur?? Nei í alvöru ég manneskjan sem fór á kaffihús 3-4 sinnum á dag hefur eiginlega ekkert farið síðan ég kom heim frá Florida. Nett skrítið. Ég held meira að segja að bróðir minn sé búinn að fara oftar en ég.

Búin að sofa í allann dag eftir vinnu sko þannig maður verður í nettum fíling í kvöld.

sunnudagur, júní 29, 2003

Jæja langt síðan ég hef skrifað!

Ég er búin að vera vinna eins og vitleysingur. Búin að vera að elda, þjóna og þrífa herbergi.... massa gaman.

Kíkti til Marínar í kveðjupartý en var bara stutt því ég þurfti að fara að vinna klukkið 4 í nótt. Woohoo ég er búin á morgunvöktum á morgun svo eru það kvöldvaktir í vikunni, nema náttúrulega bæði morgun og kvöldvaktir næstu helgi. Verð sko að safna... en ég held ég fái samt frí á miðvikudag.... hlakka massa til að sofa út og vera bara að dúllast. Svo er saumó á miðvikudagskvöld, maður fær þá slúðrið í æð. hehe

Kallinn minn kemur 11. júlí váá hvað ég hlakka til. Það er massíf dagskrá plönuð... hitta þetta og hitt fólk og skoða þetta og hitt. Tek alveg við uppástungum um hvað verður að sýna þeim (systir ætlar líka að koma.)

úúú mig langar á kaffihús og fá mér bjór!!

útborgunardagur í næstu viku!!

föstudagur, júní 20, 2003

Settið komið heim

Já já svaf svona pínu yfir mig í morgun þegar ég átti að vera að sækja þau. Týpískt en pabbi hringdi nú þegar þau voru rétt lent og þá var ég nú lögð af stað og tilkynnti honum að ég væri aðeins sein þannig þau settust bara og fengu sér drykk og sígó... þannig ég þurfti að bíða eftir þeim.

Annað kvöld verður stórfamilían í grillveislu hérna í Kópavoginum... svona vegna þess að allir eru komnir aftur til landsins, ég frá Florida, Dabbi frá Kýpur, settið frá USA og Birna og co frá Noreg. Þannig ég fæ að fara í barbie með Heklu á morgun ásamt að leika aðeins við Tvistana sem ég hef nú ekki séð síðan um jólin... nú eru þeir víst algerir skæruliðar hlaupandi út um allt.

Fór í vinnuna í kvöld... það hafði ekki verið rassgat að gera allann daginn og um leið og ég kom fylltist allt. Það er betra þá er tíminn fljótari að líða. Og hið ótrúlegasta gerðist ég fékk tip frá Þjóðverjum sem gerist bara aldrei.
Og ég komst að því ég er betri í þýsku en ég er í frönsku þrátt fyrir að hafa lært frönsku í menntaskóla. Veeerí Vííírd

miðvikudagur, júní 18, 2003

Ok þrjú djömm á 4 dögum

föstudagurinn 13. júní
halda upp á þessi fjölmörgu ár mín.... hrunið ærlega í það.
Enduðum tvær á djamminu ég og Elín Ása úff boðar aldrei gott þegar við tvær eru þær einu eftir. Við getum allavega sagt að hvorugar okkar man eftir öllu kvöldinu.

Laugardagurinn 14. júní
Ok eftir kvöldið áður var deginum eytt ýmist skjálfandi upp í sófa í móki eða ælandi fyrir framan hvítu skálina. Oj oj ætlaði sko ekki að djamma neitt. Jæja crewið kom í heimsókn og við erum að tala um að mér var fleygt inn í sturtuna og látin fara í djammföt og mála mig. Síðan var settur bjór fyrir framan mig og mér gert skilt að drekka hann. ok þetta tókst svona næstum því. Ok ég var svona aðeins að byrja að finna á mér eftir bjór, blush og freyðivín en samt var ég enn að deyja úr þynnku. Fínt í bænum en samt erfitt.

Sunnudagurinn 15. júní
Æði ég vaknaði og engin þynnka... bara eyddi deginum í að þvo þvott og slík skemmtilegheit.

Mánudagurinn 16. júní
Ok ég ætlaði ekki að gera bofs en svo kom Katla og var alveg á því að við ættum að djamma. Jájá þetta er hluti af afmælisgjöfinni þinni. Hva getur maður sagt annad en Ok? þannig í djammgallann einu sinni enn og síðan haldið heim til Kötlu. Elduðum svka fínan indverskan mat... ok ég brenndi Nan brauðin aðeins en vá splittar ekki diff. Síðan voru það drykkirnir rauðvín með matnum, síðan bjór og síðan G&T. Ok gítarinn var spilaður af kappi og sungið hástöfum með.
Síðan var haldið á ball með Jagúar shit hvað var gaman þar. En þeir hættu frekar snemma að spila þá var audda farið á barinn okkar.... Celtic Cross. Jæja haldið heim til Kötlu að sofa eftir að búið var að loka þar. Með smááá stopp í vöffluvagninum.

Þriðjudagurinn 17. júní
Ok vaknað heima hjá Kötlu við lætin í hallargarðinum og ilminn af pönnukökum að bakast mmm yndislegt að vakna óþunnur eftir svona heljarinnar djamm og fá pönnukökur frá Kötlu sem var nota bene í þjóðbúning. Síðan fór ég bara heim og horfði á imbann og þvoði þvott.

Settið kemur heim í fyrramálið þannig maður þarf að vakna fyrir allar aldir að sækja þau en það er allt í lagi ég er vön.

föstudagur, júní 13, 2003

Ég á afmæli í dag

Úff 22 ára mér finnst það soldið mikið.... sérstaklega því mér finnst svo stutt síðan:
ég var á leikskóla
síðan ég byrjaði í 6 ára bekk
maður lék sér í barbie (ok kemur ennþá fyrir þegar Hekla kemur í bæinn)
fékk gat á hausinn í leikfimi í breiðó þegar ég var 7 ára
flutti út til Florida í fyrsta skipti
flutti út til Florida í annað skipti
kom aftur heim og byrjaði aftur í Breiðó
byrjaði í réttó
fermdist
fór á Halló Akureyri (fyrsta útihátíðin)
var í unglinga"vinnunni"
lét keyra á mig
útskrifaðist úr Réttó
byrjaði í MR
hætti í MR
byrjaði í Mk
útskrifaðist úr MK
Vann í nokkra mánuði á fullt af stöðum
flutti til Florida í þriðja skipti

uh ok kannski er etta ekkert svo gamalt en samt það er hægt að deila 11 í ess tölu!!!
En í kvöld mun ég drekkja sorgum mínum í bjór og fagna því að ég sé til.

Takk Amma Doja, Mamma og Pabbi, Katla, Sólveig, Kristín Erla, Gyða, Anna Lára, Íris, Dabbi bróðir, Tinna, Eva Rut, Elín Ása og allir hinir sem mundu að ég ætti afmæli... nú líður mér eins og ég sé vinsæl hehehe.

þriðjudagur, júní 10, 2003

eru þetta nokkuð einkenni sem þið kannist við ??Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem
nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið
er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa
upp : Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að
bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók
bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og
ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin
full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið
og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga,
fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að
ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að
svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla
fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni
var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að
vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði
að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af
sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í
sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið
þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn
"Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég
ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og
setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að
fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór
með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna
þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn
hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki
lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði
ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin
eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað
e-mailunum
og
var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og
kaffið beið kalt á eldhúsborðinu. Ég skildi ekkert í þessu því ég
hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú
uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér
hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age
Activated Attention Deficit Disorder",
á
íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

fimmtudagur, júní 05, 2003

Hvernig stendur á því.....

Ok vaknaði klukkan 3 í nótt og var mætt í vinnuna fyrir 4!! Ég sem hef nú alltaf verið talin eiga erfitt með að vakna og þykja einstaklega gott að sofa gat þetta nó problemó! OK verð að viðurkenna sofnaði aðeins þegar ég var búin að vinna og nú er ég á flippi...græjurnar í botni með hárbustann sem míkrófón og dansa af innlifun.... Búin að hlusta á vinsæla smelli eins og LIKE A VIRGIN, STUCK IN THE MIDDLE WITH YOU, RANGUR MAÐUR, lagið úr Brother where art thou og svo smá Black Metal og einnig nokkuð um Old School Hip hop.

Sko þetta er bjútíið við að vera einn heima....

Akkuru á ég tvö pör af bleikum sokkum?? Ég manneskjan sem fyrirlítur allt sem er bleikt.

Bölv dagsins hlýtur: Ákveðinn nýr framkvæmdastjóri fyrrverandi vinnustaðar míns! Við segjum honum að blíb blííííb "$#"¨!$#&(=)$&% og hana nú!

þriðjudagur, júní 03, 2003

Bara æði að vera ein heima....

Katla er nú eiginlega flutt inn.... en sofnar alltaf í LazyBoy stólnum og það er mjöööög erfitt að vekja hana. En búin að vera dugleg að elda og svona massa gaman að vera komin með eldhús verð ég að segja. Tilraunast með ýmislegt og svona. Samt að spæla að kaupa eitthvað tilbúið í kveld eða elda svona frosna pítsu. Ok ég held ég sé búin að sjá allar myndir á videóleigunni.... grenjaði eins og vitleysingur yfir einni vælumyndinni í gær. hehehe