fimmtudagur, júní 05, 2003

Hvernig stendur á því.....

Ok vaknaði klukkan 3 í nótt og var mætt í vinnuna fyrir 4!! Ég sem hef nú alltaf verið talin eiga erfitt með að vakna og þykja einstaklega gott að sofa gat þetta nó problemó! OK verð að viðurkenna sofnaði aðeins þegar ég var búin að vinna og nú er ég á flippi...græjurnar í botni með hárbustann sem míkrófón og dansa af innlifun.... Búin að hlusta á vinsæla smelli eins og LIKE A VIRGIN, STUCK IN THE MIDDLE WITH YOU, RANGUR MAÐUR, lagið úr Brother where art thou og svo smá Black Metal og einnig nokkuð um Old School Hip hop.

Sko þetta er bjútíið við að vera einn heima....

Akkuru á ég tvö pör af bleikum sokkum?? Ég manneskjan sem fyrirlítur allt sem er bleikt.

Bölv dagsins hlýtur: Ákveðinn nýr framkvæmdastjóri fyrrverandi vinnustaðar míns! Við segjum honum að blíb blííííb "$#"¨!$#&(=)$&% og hana nú!

Engin ummæli: