miðvikudagur, júní 18, 2003

Ok þrjú djömm á 4 dögum

föstudagurinn 13. júní
halda upp á þessi fjölmörgu ár mín.... hrunið ærlega í það.
Enduðum tvær á djamminu ég og Elín Ása úff boðar aldrei gott þegar við tvær eru þær einu eftir. Við getum allavega sagt að hvorugar okkar man eftir öllu kvöldinu.

Laugardagurinn 14. júní
Ok eftir kvöldið áður var deginum eytt ýmist skjálfandi upp í sófa í móki eða ælandi fyrir framan hvítu skálina. Oj oj ætlaði sko ekki að djamma neitt. Jæja crewið kom í heimsókn og við erum að tala um að mér var fleygt inn í sturtuna og látin fara í djammföt og mála mig. Síðan var settur bjór fyrir framan mig og mér gert skilt að drekka hann. ok þetta tókst svona næstum því. Ok ég var svona aðeins að byrja að finna á mér eftir bjór, blush og freyðivín en samt var ég enn að deyja úr þynnku. Fínt í bænum en samt erfitt.

Sunnudagurinn 15. júní
Æði ég vaknaði og engin þynnka... bara eyddi deginum í að þvo þvott og slík skemmtilegheit.

Mánudagurinn 16. júní
Ok ég ætlaði ekki að gera bofs en svo kom Katla og var alveg á því að við ættum að djamma. Jájá þetta er hluti af afmælisgjöfinni þinni. Hva getur maður sagt annad en Ok? þannig í djammgallann einu sinni enn og síðan haldið heim til Kötlu. Elduðum svka fínan indverskan mat... ok ég brenndi Nan brauðin aðeins en vá splittar ekki diff. Síðan voru það drykkirnir rauðvín með matnum, síðan bjór og síðan G&T. Ok gítarinn var spilaður af kappi og sungið hástöfum með.
Síðan var haldið á ball með Jagúar shit hvað var gaman þar. En þeir hættu frekar snemma að spila þá var audda farið á barinn okkar.... Celtic Cross. Jæja haldið heim til Kötlu að sofa eftir að búið var að loka þar. Með smááá stopp í vöffluvagninum.

Þriðjudagurinn 17. júní
Ok vaknað heima hjá Kötlu við lætin í hallargarðinum og ilminn af pönnukökum að bakast mmm yndislegt að vakna óþunnur eftir svona heljarinnar djamm og fá pönnukökur frá Kötlu sem var nota bene í þjóðbúning. Síðan fór ég bara heim og horfði á imbann og þvoði þvott.

Settið kemur heim í fyrramálið þannig maður þarf að vakna fyrir allar aldir að sækja þau en það er allt í lagi ég er vön.

Engin ummæli: