föstudagur, júní 20, 2003

Settið komið heim

Já já svaf svona pínu yfir mig í morgun þegar ég átti að vera að sækja þau. Týpískt en pabbi hringdi nú þegar þau voru rétt lent og þá var ég nú lögð af stað og tilkynnti honum að ég væri aðeins sein þannig þau settust bara og fengu sér drykk og sígó... þannig ég þurfti að bíða eftir þeim.

Annað kvöld verður stórfamilían í grillveislu hérna í Kópavoginum... svona vegna þess að allir eru komnir aftur til landsins, ég frá Florida, Dabbi frá Kýpur, settið frá USA og Birna og co frá Noreg. Þannig ég fæ að fara í barbie með Heklu á morgun ásamt að leika aðeins við Tvistana sem ég hef nú ekki séð síðan um jólin... nú eru þeir víst algerir skæruliðar hlaupandi út um allt.

Fór í vinnuna í kvöld... það hafði ekki verið rassgat að gera allann daginn og um leið og ég kom fylltist allt. Það er betra þá er tíminn fljótari að líða. Og hið ótrúlegasta gerðist ég fékk tip frá Þjóðverjum sem gerist bara aldrei.
Og ég komst að því ég er betri í þýsku en ég er í frönsku þrátt fyrir að hafa lært frönsku í menntaskóla. Veeerí Vííírd

Engin ummæli: