föstudagur, júní 13, 2003

Ég á afmæli í dag

Úff 22 ára mér finnst það soldið mikið.... sérstaklega því mér finnst svo stutt síðan:
ég var á leikskóla
síðan ég byrjaði í 6 ára bekk
maður lék sér í barbie (ok kemur ennþá fyrir þegar Hekla kemur í bæinn)
fékk gat á hausinn í leikfimi í breiðó þegar ég var 7 ára
flutti út til Florida í fyrsta skipti
flutti út til Florida í annað skipti
kom aftur heim og byrjaði aftur í Breiðó
byrjaði í réttó
fermdist
fór á Halló Akureyri (fyrsta útihátíðin)
var í unglinga"vinnunni"
lét keyra á mig
útskrifaðist úr Réttó
byrjaði í MR
hætti í MR
byrjaði í Mk
útskrifaðist úr MK
Vann í nokkra mánuði á fullt af stöðum
flutti til Florida í þriðja skipti

uh ok kannski er etta ekkert svo gamalt en samt það er hægt að deila 11 í ess tölu!!!
En í kvöld mun ég drekkja sorgum mínum í bjór og fagna því að ég sé til.

Takk Amma Doja, Mamma og Pabbi, Katla, Sólveig, Kristín Erla, Gyða, Anna Lára, Íris, Dabbi bróðir, Tinna, Eva Rut, Elín Ása og allir hinir sem mundu að ég ætti afmæli... nú líður mér eins og ég sé vinsæl hehehe.

Engin ummæli: