þriðjudagur, júlí 27, 2004

Á leið til útlanda

VEI VEI VEI! Ég fer til London og svo Þýskalands í næstu viku aaaaaleeein! Djö ég hlakka svo til.  Var bara að ganga frá öllu rétt í þessu.

föstudagur, júlí 23, 2004

margt hefur gerst!

Alveg einstaklega margt hefur gerst að undanförnu.   

 Fékk útlendinga í heimsókn sem ég hafði ekki séð í ansi mörg ár.... djö hvað það var nú skemmtilegt. Mikið fyllerí og smá túristaleikur.

Fór í óvissuferð með Dísunum. Geysissafnið skoðað ásamt Geysi og Strokk. Síðan var farið á hestbak (hef ekki gert það í ansi mörg ár) þaðan haldið á Þingvelli og útihátíðarstemmari til staðar. Einstaklega skemmtilegur dagur... sunnudagurinn ekki eins skemmtilegur eins og Dísir urðu vitni að. 

Jon hélt til síns heima í vikunni... þannig Hrebbna er farin að tala íslensku á ný.

Magga sem vinnur með mér nauðlenti flugvélinni sinni, varð vitni að manni verða fyrir bíl, og fékk aðrar slæmar fréttir allt á einum degi.

Um helgina verður útihátíð að Óðalssetrinu Búrfelli með hressu fólki. Hlakka alveg einstaklega til að skoppa af stað úr bænum. 

Er að spæla í að fara til London og Þýskalands eftir verslunarmannahelgina sko að hitta útlendingana sem voru hér um daginn og svo náttúrulega Hrefnu gellu.


fimmtudagur, júlí 08, 2004

Vestfirðir

Eitt sem hægt er að segja um ferð helgarinnar til Vestfjarða.... ÞAÐ VAR KALT!

Keyrðum af stað á fimmtudag eftir að ég var búin í vinnunni. Vorum komin til Ísafjarðar um kvöldmatarleitið... pabbi taldi sig vera í formúlunni á malarvegunum, fannst þetta svaka stuð sýndist mér. Það var nú sól og sumar á Höfuðborgarsvæðinu og allstaðar á leiðinni... soldið kaldara á Ísafirði.

Á föstudag var vaknað snemma (sumir fyrr en aðrir en tvíburarnir voru komnir á lappir um 6)Tókum saman allt dótaríið sem var nú ekkert smááááá mikið. Fórum svo á bátinn hans Lalla og út á sjó. Stoppuðum í kvínni hans og gáfum þorskunum að borða og síðan var haldið út á mitt djúpið. Svo á miðju djúpinu á lygnum sjó í frábæri veðri var stoppað og snæddir ostar og rauðvín.

Sigldum inn á Flæðareyri og manni varð næstum strax kalt... en þá var farið í að finna stað fyrir tjöldin og gera allt klárt. Þegar allt var komið á sinn stað var snæddur hátíðar kvöldverður. Síðan setið að sumbli fram á nótt... sumir lengur en aðrir. Á laugardag var hið hefðbundna útileigu líf stundað. Reynt að drekka á sig hita um kvöldið með misjöfnum árangri. Hekla var eiginlega eina sem var ekki til í að fara að sofa.

Sunnudagsmorgunn ákvað Hilmir að það væri tímabært að vekja mig og gerði það. Pakkað saman öllu og haldið út í bát. Siglt heim á Ísafjörð... sturta og svo brunað í bæinn. Vorum komin heim um eitt eftir miðnætti. Þreytt eftir helgina... mjög fegin að sjá rúmin okkar.

mánudagur, júlí 05, 2004

Þeir sem þekkja mig ættu að finnast þetta mjöööög fyndið

UCAUTION
IN THE INTEREST OF SAFETY IT IS ADVISABLE TO KEEP HREFNA ÞóRISDóTTIR AWAY FROM FIRE AND FLAMES.

Username:

From Go-Quiz.com