mánudagur, desember 22, 2003

Farin til Myrtle Beach.....

Gleðileg Jól og hafiði það gaman á gamlárs, ekki borða yfir ykkur!

Sjáumst aftur seinna.... þeas líklega á blogginu 4.jan en á íslandi 11.jan.

Og hafi?i ?a?

laugardagur, desember 20, 2003

Jæja þá eru bara öööööörfáir dagar til jóla.... og ég hef ekki gert rassgat!

Ok búin að þvo allann þvottinn... ekkert smá verk það.... og dýrt. Á morgun förum við og kaupum jólagjafir handa familíunni með allllllannn peninginn okkar. Úff! Klára að pakka á sunnudag og pakka inn og gera allt. Sunnudagskvöldið eru jól með mömmu hans Jon´s og restinni af fjölskyldunni hans. Gaman það. Svo sneeeemma á mánudagsmorgun hefst 13 tíma aksturinn okkar til Myrtle Beach!
Við erum búin að láta athuga bílinn bara svona just in case og allt í gúddý með hann. Gerði mér eiginlega ekki grein fyrir að það væri svona stutt í allt fyrr en í gærkvöldi. Þá fékk ég svona nett hjartaáfall. Íbúðin mín þarf allavega ekki að vera neitt svaka hrein því það verður enginn hérna fyrr en eftir áramót.

Og hefur einhver hugmynd hvað ég get gefið Jon í jólagjöf??? Ég er alveg hugmyndalaus ætli maður endi ekki á tölvuleik eða geisladisk... oh ég er svo rómantísk.

Og sem betur fer hef ég aldrei sent jólakort... sendi bara email og segi gleðileg jól! En akkuru er ég þá svona stressuð???
Og hafi?i ?a?

mánudagur, desember 15, 2003

hæ allir!
Fór til afa í mat í gær.... fékk fisk í eggi.... voða gott! Var sko að sækja golfsettið hans því við ætlum að flytja það til Myrtle Beach þegar við förum eftir viku en hann og Nancy ætla að fljúga.

Ég verð að segja ég varð ofsalega hamingjusöm þegar ég náði í póstinn í dag. Ég fékk pakka! SÍNE sendi mér númer þrjú kassa af nóa konfekti fyrir að vera trúnaðarmaður. Húrra fyrir Síne!!!

Annars er að frétta af mér ég er á leið heim! 11.jan á ég flug til Íslands. Ákvað að taka mér önn í frí. Þannig nú er ég bara í því að gera klárt undir flutninga.

Og hafiði það!

fimmtudagur, desember 11, 2003

Shit!!!

Ég var að keyra Jon í vinnuna og leiðin heim var ein sú hræðilegasta í heimi.
Ég er bara að keyra í mestu makindum á US1 syngjandi hástöfum með laginu sem var í útvarpinu. Allt í einu kemur silfurlitaður BMW keyrandi og svínar á mig. Ég hugsa djöfulsins asni! Eftir nokkrar sekúndur kemur hvítur jeppi á sama hraða og með sama vesen að elta hinn. Allt í einu eru bílar út um allt, klessur hér og þar... ein stelpa klessti á tré og svo nokkrir bílar í einni stórri hrúgu. Bimminn og jeppinn höfðu beygt út af en á næstu gatnamótum komu þeir aftur. Sama sagan þar sá einn geggjað flottann Lexus fara í hring og lenda á ljósastaur. Ég var ekkert smá hrædd. Ég slapp alveg bara á heppni. En ef ég hefði svo mikið sem snert bremsuna þá væri ég líklega á spítala núna. Jæja loksins þegar ég get stoppað hringi ég á 911 og gef lýsingar og tilkynni allt þetta. Og þeir segja við mig að þeir ætli að senda alla bíla að leita að þessum fávitum. Ég skelf ennþá meðan ég er að skrifa þetta og er búin að reykja alveg slatta af sígó!

Never a dull moment in Florida


Og hafiði það!

þriðjudagur, desember 09, 2003

Jólaljós á pálmatrjám... ekki alveg að meikast!
Ekki fara í klippingu hjá SuperCuts...næst borga aðeins meira fyrir klippingu.
Familían kemur bráðum...
jólin að koma...

æ vá sjáiði ekki að ég nenni ekki að skrifa ákkúrat núna.

Og hafiði það!