mánudagur, desember 15, 2003

hæ allir!
Fór til afa í mat í gær.... fékk fisk í eggi.... voða gott! Var sko að sækja golfsettið hans því við ætlum að flytja það til Myrtle Beach þegar við förum eftir viku en hann og Nancy ætla að fljúga.

Ég verð að segja ég varð ofsalega hamingjusöm þegar ég náði í póstinn í dag. Ég fékk pakka! SÍNE sendi mér númer þrjú kassa af nóa konfekti fyrir að vera trúnaðarmaður. Húrra fyrir Síne!!!

Annars er að frétta af mér ég er á leið heim! 11.jan á ég flug til Íslands. Ákvað að taka mér önn í frí. Þannig nú er ég bara í því að gera klárt undir flutninga.

Og hafiði það!

Engin ummæli: