sunnudagur, mars 25, 2007

Vinnualki???

Jadúddamía! Kannski ég sé að vinna of mikið, fólk sem var út að borða hjá mér á Le Basilic í gærkveldi, kom við á kaffihúsinu í dag og fékk sér kaffi. Þau spurðu hvort ég væri bara að fylgja þeim til að vera þjónninn þeirra allsstaðar. Pældu í að fara út að borða og lenda allltaf á sama þjóninum alveg sama hvar þú ert. HAHAHA

Annars var verið að breyta tímanum hérna þannig maður er einhvern veginn tímaskynslaus sem stendur. Ég mætti auðvitað of seint í vinnuna en aftur á móti gerðu flestir aðrir það sem voru að vinna með mér.

Bjór kemur bara í pörum.... satt og sannað!

laugardagur, mars 17, 2007

Ég fór til Þýskalands

En ferðasaga kemur þegar ég hef tíma... en þið getið skoðað myndir!

fimmtudagur, mars 08, 2007

Dagurinn næstum kominn!

Loksins loksins þá er komið að blessuðu Berlínarferðinni sem er búin að vera á planinu núna í rúmt hálft ár. Við förum í lestinni á morgun um hádegi svo geri ég ráð fyrir að vera í Berlín um kl 18. Þá fara að leita að hostelinu og svoooo djamma!

Ótrúlegir sumir hlutir hér í Danmörku, það er eitthvað að póstinum hérna þannig ég er ekki að fá öll bréfin mín. Jæja ekki nóg með það þá var eitthvað bréf frá símafyrirtækinu sem endursendist (nota bene ekki reikningur heldur auglýsingin, þar sem ég er með greiðsluþjónustu) þannig símafyrirtækið ákvað að ég væri ekki til lengur og lokuðu símanum mínum! Ok þetta er símafyrirtæki afhverju hringdu þeir ekki bara í mig? Já já svo sögðu þeir að það myndi taka nokkra daga að opna símann halloooo ég borga reikninginn á réttum tíma í hverjum mánuði og þeir ætla að taka sér góðan tíma í að opna hann aftur. Hrebbna var EKKI sátt og eigum við ekki að segja það var búið að opna símann áður en ég lagði á.

laugardagur, mars 03, 2007

Köben on fire

Jæja þá er búið að rýma ungdomshuset og öll borgin fór náttúrulega í biðstöðu. Það var kveikt í rétt hjá þar sem ég á heima og maður heyrði nettar sprengingar og læti lengi vel. Þyrlur sveima hérna reglulega og maður sér lögguna víða. Manni hálf líður eins og þetta sé borg sem er að búa sig undir massíft stríð. Samt finnst mér fréttaflutningurinn af þessum atburðum of dramatískur.

Lítið að frétta af mér bara vinna og meiri vinna. Svo Berlín á föstudag... hlakka svoooo til.

Þangað til næst!