Af hverju eru ekki fleiri tímar í sólarhringnum??? Alveg sama hvað og hvernig ég skipulegg mig þá vantar alltaf meiri tíma. Við erum að reyna að pakka niður og ganga frá íbúðinni á kollegíinu, en sökum vinnu þá einhvern veginn gengur þetta ósköp hægt. Við höfum í hyggju að flytja og klára allt á sunnudag og mánudag. Sjáum bara til hvernig það gengur. Annars bjóðum við upp á kalda bjóra og pizzu fyrir þá sem eru svo elskulegir að hjálpa okkur við flutninginn. Já og svo í kaupbæti býð ég í grillveislu fljótlega! Any takers???
Að öðru... ég er búin að vera að taka eftir svoooo mörgu hérna að undanförnu sem mér þykir einstaklega furðulegt. Til dæmis hvernig fólk hagar sér í strætó, dónaskapur í samskiptum, karlmenn á flottum bílum að keyra upp að konum á Istedgade og "kaupa" þær, eiturlyfjasamningar og fleira og fleira. Allt eru þetta hlutir sem gerast um hábjartan dag en ég hugsa að fæstir taka eftir. Ég hef tekið eftir þessu í dag því ég er bara búin að vera að glápa út um gluggan í vinnunni að fylgjast með fólki því það er mjög lítið að gera í kvöld sökum einstaklega frábærs veðurs.
Á morgun ætlum við stelpurnar allar að vera í kjólum (allavega ég, Elín og Helga). Þær eru að fara á GusGus tónleikana en ég þarf að vinna en mun hitta þær eftirá. Nema hvað ég á enga skó sem passa við fínan kjól og ætla því að kaupa afmælisgjöfina til sjálfrar mín aðeins snemma, nú er bara að finna flotta skó. Ég gef mér skó á hverju einasta ári í afmælisgjöf.
fimmtudagur, maí 31, 2007
fimmtudagur, maí 24, 2007
Loksins pláss fyrir fötin mín!
Jæja þá er ein af áhyggjum síðustu daga út um veður og vind. Við stöllur erum komnar með íbúð og það alveg frábæra! Stór íbúð á tveimur hæðum með garði í austurbrú. Ég hlakka ekkert smá til að flytja verð ég að segja og komast á stað þar sem mér finnst ég eiga heima. En íbúðin á kollegíinu hefur einhvern veginn alltaf verið til bráðabirgða, eitt dæmi um það er að við höfum átt heima þarna síðan í ágúst en ekki enn hengt upp eina einustu mynd. Við Elín kíktum á þessa íbúð núna í vikunni og urðum algerlega ástfangnar og þegar ég fékk símhringinguna í dag þá hoppaði ég hæð mína af kæti. Var reyndar þegar farin að innrétta í hausnum á mér.
En ef einhver er ekki að gera neitt í byrjun júní þá gefum við kaldan bjór fyrir aðstoð við flutning!
En ef einhver er ekki að gera neitt í byrjun júní þá gefum við kaldan bjór fyrir aðstoð við flutning!
laugardagur, maí 19, 2007
Gegg... og fráb
Stelpurnar eru æði. Var að horfa á þessa þætti á DVD og ég orgaði úr hlátri.
Ég hefði ekkert á móti því að vera á íslandi í dag þar sem það er svaka veisla í Bakkasmára í tilefni af 70 árum ömmu Doju. Til hamingju Amma Gamla!
Fékk mér nokkra bjóra í gær vegna þess ég þarf bara að mæta í eina vinnu í dag.... veiiiii! Nema hvað núna er maður hálf þynnkulegur. Úff púff!
Er eðlilegt að eiga 14 hvítar skyrtur?
Ég hefði ekkert á móti því að vera á íslandi í dag þar sem það er svaka veisla í Bakkasmára í tilefni af 70 árum ömmu Doju. Til hamingju Amma Gamla!
Fékk mér nokkra bjóra í gær vegna þess ég þarf bara að mæta í eina vinnu í dag.... veiiiii! Nema hvað núna er maður hálf þynnkulegur. Úff púff!
Er eðlilegt að eiga 14 hvítar skyrtur?
fimmtudagur, maí 03, 2007
Rugluð?
Vinnualkinn mættur á svæðið... ekki nóg með að ég er í fullri plús vinnu þá fannst mér ég eyða morgnum mínum á kolrangan hátt og tók því að mér að þjóna á mjööööög annasömum veitingastað á Nyhavn. Þannig ég mæti þar á morgnanna um 9-10 og hleyp svo þaðan beint í hina vinnuna, reyndar bara nokkrum sinnum í viku en nóg samt. Svo í júní hafði ég hugsað mér að taka jafnvel heila viku í frí og gera nákvæmlega ekki neitt. En samt svakalega gaman að vinna á svona þvílíkt ólíkum vinnustöðum og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að skipuleggja mig mun betur en hingað til hefur verið. Það er eitthvað við mig ég get alls ekki bara gert einn hlut í einu ég verð að hafa 100 hluti í gangi annars verður ekkert úr neinu hjá mér því ásamt þessum vinnum leysi ég af einstaka sinnum á kaffihúsi, svo verður maður að eiga sér líf líka af og til.