fimmtudagur, maí 03, 2007

Rugluð?

Vinnualkinn mættur á svæðið... ekki nóg með að ég er í fullri plús vinnu þá fannst mér ég eyða morgnum mínum á kolrangan hátt og tók því að mér að þjóna á mjööööög annasömum veitingastað á Nyhavn. Þannig ég mæti þar á morgnanna um 9-10 og hleyp svo þaðan beint í hina vinnuna, reyndar bara nokkrum sinnum í viku en nóg samt. Svo í júní hafði ég hugsað mér að taka jafnvel heila viku í frí og gera nákvæmlega ekki neitt. En samt svakalega gaman að vinna á svona þvílíkt ólíkum vinnustöðum og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að skipuleggja mig mun betur en hingað til hefur verið. Það er eitthvað við mig ég get alls ekki bara gert einn hlut í einu ég verð að hafa 100 hluti í gangi annars verður ekkert úr neinu hjá mér því ásamt þessum vinnum leysi ég af einstaka sinnum á kaffihúsi, svo verður maður að eiga sér líf líka af og til.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kvöldið. Þetta var ákaflega ánægjulegur kvöldverður og ekki skemmdi fyrir að fá sér vín og vera þar af leiðandi með hálfvitaglott í allt kvöld.

Hænan Gyða!