Sunnudagar eru yndi.... sól er æði.... bjór er góður.... og hvað er betra en að sameina allt í eitt?
Reyndar vegna ofurskemmtunar gærkveldsins hefur lítið orðið úr þessum sólríka degi. Elín Ása og ég höfum í raun ekki hreyft okkur meira en meter frá sófanum í dag.
En já mig dreymdi draum í dag sem var á 5-6 tungumálum. Mér finnst alveg skiljanlegt að ég sé að verða rugluð enda er maður að tala 4 tungumál á hverjum einasta degi. Franskan er að koma mjög sterkt og að maður getur haldið uppi samræðum um kúltúr á Norðurlöndunum tel ég stórmerkilegt.
Nú styttist í kosningar og ég er orðin rosa spennt að sjá hver útkoman verður. Já eins gott að allir fari og kjósi!!!!
1 ummæli:
já, ég er líka orðin mjög spennt fyrir kosningum...
en ólíkt öllum öðrum kosningum sem ég hef tekið þátt í er ég gersamlega óskrifað blað!
það hefur bara ekki gerst að ég viti ekki hvað ég vil, þannig að nú ætla ég á stúfana, heimsækja skrifstofur og láta ljúga að mér, svo er bara spurning hver lýgur best :)
Skrifa ummæli